Morgunblaðið - 28.10.1998, Blaðsíða 12
12 MIÐVIKUDAGUR 28. OKTÓBER 1998
FRETTIR
MORGUNBLAÐIÐ
Landssíminn og fjármálaráðuneytið taka höndum saman
Nýr upplýsingasími um
aldamótavandann í notkun
Skoða þarf nokkuð á annað þúsund
atriði varðandi 2000-vandamálið
F
Doktor í
sálfræði
•JON Friðrik Sigurðsson lauk
doktorsprófi í sálíræði síðastliðið
sumar frá Institute of Psychiatry
við King’s Col-
lege, University
of London. Dokt-
orsritgerðin ber
heitið: ,AHeged
false confessions
among Icelandic
offenders: An
examiniation of
some psycholog-
ical, criminological and substance
use factors that are associated with
the reported false confessions." Rit-
gerðin fjallar um falskar játningar
og niðurstöður rannsóknar á 509 ís-
lenskum föngum og 108 ungmenn-
um sem fengið höfðu skilorðs-
bundna ákærufrestun. Rannsóknin
var gerð á árunum 1991-1995 og var
Gísli H. Guðjónsson réttarsálfræð-
ingur við háskólann í London leið-
beinandi við verkið.
I ljós kom að 12% fanganna sem
tóku þátt í rannsókninni, en ekkert
ungmennanna, sögðust einhvern
tímann á ævinni hafa saklausir játað
á sig afbrot við yfirheyrslu hjá lög-
reglu. Fangarnir gáfu upp tvær
meginástæður fyrir að játa á sig af-
brot sem þeir höfðu ekki framið, um
helmingur þeirra sagðist hafa látið
undan þrýstingi lögreglunnar eða til
þess að forðast gæsluvarðhald, en
hinn helmingurinn var að hylma yfir
með þeim seka. Aðeins um þriðj-
ungur þessara fanga sagðist hafa
dregið játningu sína til baka. Þessir
fangar reyndust hafa mun lengri af-
brotaferil að baki en aðrir fangar í
rannsókninni, auk þess sem þeir
virtust vera verr félagsmótaðir,
undanlátssamari og taugaóstyrkari.
Fíkniefnaneysla þeiiTa virtist einnig
hafa verið mun meiri og alvarlegri.
Niðurstöðurnar gefa til kynna að
falskar játningar sem íslenskir
fangar segjast hafa gert séu hluti af
afbrotahegðun þeirra og persónu-
leikavandamálum. Það fyrrnefnda
er ólíkt því sem komið hefur fram
við rannsóknir á fölskum játningum
sakbominga í Englandi, sem dregið
hafa játningu sína til baka, en þeir
voru frekar ókunnugir refsivörslu-
kerfinu og starfsháttum lögreglu.
Auk doktorsritgerðarinnar hafa
Jón Friðrik og Gísli birt í samein-
ingu ellefu vísindagreinar í erlend-
um vísindaritum um þetta efni og
fleira er tengist niðurstöðum rann-
sóknarinnar.
Jón Friðrik lauk stúdentsprófi frá
Menntaskólanum við Hamrahlíð ár-
ið 1971, B.A. prófi í sálfræði við Há-
skóla íslands árið 1976 og M.Sc.
prófi í sálfræði frá Stirling Uni-
versity í Skotlandi árið 1988. Hann
hefur starfað sem sálfræðingur hjá
Fangelsismálastofnun frá árinu
1988, en á árunum 1975 til 1988 var
hann kennari og áfangastjóri við
Menntaskólann í Hamrahlíð.
Foreldrar Jóns Friðriks voru
Guðrún Jónsdóttir húsmóðir og
Sigurður Aron Álfsson kjötiðnaðar-
maður, en þau eru bæði látin. Hann
er kvæntur Ásrúnu Matthíasdóttur
tölvunarfræðingi, kennara við
Menntaskólann í Kópavogi, og eiga
þau tvö börn, Ara og Ásrúnu.
---------------------
A
Utafakstur
í hálku
ÖKUMAÐUR bifreiðar með einn
farþega ók útaf veginum við Kaldá á
Snæfellsnesi á sunnudag. Lenti bif-
reiðin á hliðinni við ána eftir 3-4
metra fali og telur lögreglan á
Stykkishólmi það mikið happ að
mennirnir, sem báðir eru um þrítugt
skyldu sleppa ómeiddir eftfr
útafaksturinn og telur fullvíst að bíl-
beltanotkun hafi komið í veg fyrir
alvarlegt slys. Mikil hálka er á þess-
um slóðum, en grunur leikur á ölv-
unarakstri.
NÝR upplýsingasími um vandamál-
ið 2000 hefur verið tekinn í notkun
og standa Landssíminn og fjármála-
ráðuneytið sameiginlega að honum.
Símanúmerið er 800 2000 og er þar
að finna almennar upplýsingar fýrir
stærri sem smærri tölvunotendur
um þann vanda er tengist tölvum
þegar árið 2000 gengur í garð.
Guðmundur Bjömsson, forstjóri
Landssímans, sagði, er hann kynnti
símann ásamt Geir Haarde fjár-
málaráðherra, að samkvæmt úttekt
á stöðu Landssímans þyrfti að fara
yfir allan búnað sem gæti haft áhrif
á reksturinn og skoða nokkuð á
annað þúsund atriði varðandi 2000-
vandamálið. Hann sagði forstöðu-
menn hinna ýmsu deilda fyrirtækis-
ins búna að greina vandann og
skipuleggja aðgerðir. „Við ætlum að
Kaupmannahöfn. Morgunblaðið.
„TIL hamingju með daginn, kæri
söfnuður - og til hamingju með
daginn, kæri bróðir.“ Með þessum
hlýlegu orðum ávarpaði biskupinn
yfir Islandi, herra Karl Sigur-
bjömsson, íslenska söfnuðinn í
Kaupmannahöfn og sr. Birgi Ás-
MORGUNBLAÐINU hefur borist
eftirfarandi yfirlýsing frá Lög-
reglufélagi Reykjavíkur: „Stjóm
Lögreglufélags Reykjavíkur harm-
ar alla þá neikvæðu umræðu sem
átt hefur sér stað á undanfómum
misserum varðandi málefni lögregl-
unnar og embætti lögreglustjórans
í Reykjavík.
Það er mat stjórnar LR að mála-
tilbúningur fjölmiðla og umræðan
hafi oft og tíðum verið með þeim
standa okkur þannig í þessu verk-
efni að símakerfið gangi jafnvel í
upphafi ársins 2000 eins og í árslok
1999,“ sagði Guðmundur meðal ann-
ars. Geir Haarde kvaðst fagna til-
komu upplýsingasímans og hvatti til
þess að menn tækju málið föstum
tökum. Hann minnti á 2000-nefnd-
ina sem skipuð var sl. vor en Hauk-
ur Ingibergsson, formaður hennar,
var einnig viðstaddur fundinn, og
sagði hana hafa unnið mikilvægt
starf til að tryggja að gi'unnkerfi
þjóðfélagsins gengi og vonandi önn-
ur kerfi í eigu fyrirtækja og ein-
staklinga. Hlutverk nefndarinnar er
að vara við, upplýsa og benda á
geirsson sóknai-prest hans, sem
biskup kom til að setja inn í emb-
ættið á sunnudag.
Sr. Birgir lét þess getið í ávarps-
orðum að honum væri borgin og
söfnuðurinn ekki ókunn, því hann
hefur verið hér sjúkrahúsprestur
hætti að viðkomandi fjölmiðlum sé
lítill sómi að.
Stjórn LR telur að í umræðunni
um embætti lögreglustjórans í
Reykjavík hafi sumir fjölmiðlar far-
ið offari með það eitt að markmiði
að koma höggi á lögreglustjórann í
Reykjavík, Böðvar Bragason, sem
hefur eðli málsins samkvæmt ekki
getað varið sig þeim ávirðingum,
sem á hann hafa verið bornar, m.a.
vegna núverandi stöðu sinnar.“
hvernig standa beri að lausn þeirra
vandamála sem tengjast ártalinu
2000 í upplýsingakerfum og tækja-
búnaði þannig að ekki hljótist skaði
af skakkri meðferð ártala á þeim
tímamótum.
Upplýsingar líka á
heimasíðum
I upplýsingasímanum er annars
vegar að finna efni um aldamóta-
verkefni Landssímans og hins veg-
ar um starf 2000-nefndarinnar. Eru
þar veittar ábendingar um hvaða
leiðir er unnt að fara til að greina
vandann vegna heimilistölva, raf-
eindatækja og véla og stærri tölvu-
undanfarið ár og sagðist hlakka til
starfsins. Sr. Birgir mun ekki búa í
Jónshúsi eins og prestarnir hafa
gert undanfarið, þar sem hann og
fjölskylda hans hafa þegar komið
sér fyrir í borginni.
Sankti Pálskirkjan var þéttsetin,
en auk Islendinga voru þarna
mættir herra Erik Norman Svend-
sen, biskup yfir Kaupmannahöfn,
og sóknarprestur Sankti Páls-
kirkju, sr. Lars Henriksen. Að
vanda söng íslenski kirkjukórinn
við guðsþjónustuna. Fjölmörg börn
voru mætt í guðsþjónustuna, því
venja er að börnin séu í kirkjuskóla
meðan guðsþjónustur fara fram.
Þau fylgdust áhugasöm með er lítið
barn var skírt.
í messulok minntist sr. Birgir
forsetafrúarinnar Guðrúnar
Katrínar Þorbergsdóttur. Eftir
messu var boðið til messukaffis í
Jónshúsi, þar sem meðlimir
kirkjukórsins höfðu lagt á kaffiborð
á íslenska vísu með heimabökuðum
kökum kórfélaga.
kerfa og tölvuneta. Auk upplýsinga-
símans er þessar upplýsingar og
fleiri að finna á heimasíðum Lands-
símans og 2000-nefndarinnar.
I upplýsingasímanum segir m.a.
að 2000-vandamálið í tölvum og
tækjabúnaði sé stærsti tæknilegi
vandinn sem mannkynið hafi staðið
frammi fyrir. Hann sé bæði stjóm-
unarlegur og efnahagslegur því lag-
færingar á búnaði séu tímafrekar
og kosti stórfé auk þess sem tjón
geti orðið sé ekki brugðist við í
tíma. Þá er mönnum bent á að leita
upplýsinga hjá framleiðendum bún-
aðar eða þjónustuaðilum og Haukur
Ingibergsson benti á að notendur
þyi-ftu að gera sér grein fyrir þvi nú
þegar til hvaða ráðstafana þyrfti að
grípa þannig að ráðrúm gæfist í
tíma.
Einar Hjalti
gerðijafn-
tefli við
Rússann
Iljushin
í ANNARRI umferð heimsmeist-
aramóts barna og unglinga gerði
Einar Hjalti Jensson jafntefli við
sterkan, rússneskan, alþjóðlegan
meistara, Alexei Iljushin (2.470),
sem er einn af stigahæstu skák-
mönnum mótsins.
Stefán Kristjánsson sigraði Pont-
us Carlsson frá Svlþjóð í flokki 16
ára og yngri.
I flokki 14 ára og yngri tapaði
Halldór B. Halldórsson fyrir Spán-
verjanum J. Palacios Siegenthaler
(2.135).
Dagur Amgrímsson sigraði
Sevag Mekhitarian frá Brasilíu í
flokki 12 ára og yngri og Guðmund-
ur Kjartansson sigraði E. Sapenov
frá Kazakstan í flokki 10 ára og
yngri.
I stúlknaflokki 18 ára og yngri
tapaði Harpa Ingólfsdóttir fyrir G.
Chau Thi Ngoc frá Víetnam. Aldís
Rún Lárusdóttir tapaði fyrir
Shabanova í flokki 16 ára og yngri
og Ingibjörg Edda Birgisdóttir tap-
aði fyrir S. Kamer.
Eftir tvær umferðir er vinninga-
fjöldi Islendinganna þessi: Einar
Hjalti Jensson 1 v., Stefán Krist-
jánsson V/z v., Halldór B. Halldórs-
son 0 v., Dagur Arngrímsson 1 v.,
Guðmundur Kjartansson 1 v.,
Harpa Ingólfsdóttir 0 v., Aldís Rún
Lárusdóttir 0 v. og Ingibjörg Edda
Birgisdóttir 0 v.
Keppt er eftir svissneska kerfinu,
sem þýðir að í hverri umferð tefla
saman keppendur sem hafa fengið
jafn marga vinninga. Alls verða
tefldar 11 umferðir.
Afhenda
mótmæli
HEILBRIGÐISRÁDHERRA
verða afhentar í dag undir-
skriftir rúmlega 1.400 manns
vegna óánægju með samskipti
starfsmanna á Sjúkrahúsi Suð-
urlands og stjórnenda stofnun-
arinnar.
Ingibjörg Sigtryggsdóttir,
formaður Verkalýðsfélagsins
Þórs á Selfossi, segir að undir-
skriftirnar verði afhentar ráð-
herra í ráðuneytinu kl. 9.30.
Morgunblaðið/Þorkell
NÝ ÞJÓNUSTA Landssimans og fjármálaráðuneytis um aldamótavandann kynnt. Geir Haarde fjármála-
ráðherra hringir í upplýsingasímann en Guðmundur Björnsson (t.h.) og Haukur Ingibergsson fylgjast með.
Islenski söfnuðurinn í Kaupmannahöfn
Séra Birgir Ásgeirsson
settur í embætti
Yfírlýsing1 frá Lögreglu-
félagi Reykjavíkur