Morgunblaðið - 28.10.1998, Side 13
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 28. OKTÓBER 1998 13
AKUREYRI
Skrifað undir
samninga um
samstarf safna
SAMSTARFSSAMNINGAR milli
annars vegar Listasafns Islands og
Listasafnsins á Akureyri og hins
vegar Minjasafnsins á Akureyri og
Þjóðminjaráðs voru undirritaðir við
opnun sýningar á verkum sem
Listasafnið á Akureyri hefur eign-
ast síðustu fimm ár.
Samningurinn milli listasafnanna
er tvíþættur, annars vegar er kveð-
ið á um sýningarsamstarf og hins
vegar um samstarf á sviði safna-
tækni og fræðslumála. Frá því
Listasafnið á Akureyri tók til starfa
í ágúst 1993 hefur það átt gott sam-
starf við listastofnanir á höfuðborg-
arsvæðinu, einkum Listasafn Is-
lands, en með samningnum munu
samskiptin komast í fastari farveg
og gerir hann Listasafninu á Akur-
eyri kleift að efla safnastarf sitt í
samvinnu við Listasafn Islands.
Samningurinn er einnig mikilvæg-
ur liður í þeirri stefnu Listasafns
Islands að efla tengsl við listasöfn
utan höfuðborgarsvæðisins.
Samningurinn milli Minjasafns-
ins á Akureyri og Þjóðminjaráðs
styðst við heimild í þjóðminjalögum
og felur í sér að Minjasafnið mun
sjá um minjavörslu í Eyjafirði,
menningarminjar og fornleifa-
vörslu, skráningu og eftirlit forn-
gripa og gamalla bygginga og vera
byggðasöfnum til ráðuneytis og að-
stoðar.
Slóð sem safnið hefur
fetað á stuttri ævi
Sýningin 5 ár, úival verka sem
Listasafnið á Akureyri hefur eign-
ast frá stofnun þess í ágúst 1993,
var opnuð á laugardag og sagði
Haraldur Ingi Haraldsson, for-
stöðumaður safnsins, það ánægju-
legt að töluvert hefði safnast af góð-
um verkum, ekki síst vegna góðra
gjafa sem örlátir velunnarar safns-
ins og myndlistarmenn hefðu látið í
té. „A sýningunni má rekja þá slóð
sem listasafnið hefur fetað á stuttri
ævi. Sú slóð liggur víða og á þeirri
leið sjáum við þá myndlist er best
gerist í Akureyrarbæ og hjá þeim
„bæjarbúum" er kjósa að búa utan
bæjar en hafa skipað sér í fremstu
röð jafnaldra sinna í landinu. Einnig
VEISLHN 2
VEITINGAELDHÚS /
Austurströnd 12 C
Seltjarnarnesi
Sími: 561 2031 f
Fax: 561 2008
10 drn I,
28. október 1988, fyrir nákvæmlega 10 árum, fór fyrsta veislusendingin frá okkur.
í dag rekum vió eina af stærstu og virtustu veisluþjónustum landsins, með yfir 30 starfsmenn.
Það fínnst varla sá salur á Stór-Reykjavíkursvæðinu sem starfsfólk VEISLUNNAR hefur ekki
þjónustað, en auk þess bjóðum við til leigu Veíshisaliim Sóltúni 3, (Akógeshúsið), en hann
tekur yfir 200 manns í sæti. Við bjóðum upp á hlaðborð
af öllum gerðum og stærðum, heitan mat við öll tækifæri,
smárétti og mat í hádeginu fyrir fyrirtæki og stofnanir.
Einnig gott úrval af fyrsta flokks nestisbökkum, smurt
brauð, kaffihlaðborð, pinnamat og svo mætti lengi telja.
Veislurnar geta farið fram í Reykjavík, á Langjökli eða í
Kaupmannahöfn, allt eftir aðstæðum hverju sinni.
Bryiljar Eymtmdsson matreiðslumeistari G.Elsa Guðmundsdóttir smurbrauðsjðmfrú
gefur sýningin vel til kynna hvernig
Listasafnið á Akureyri hefur aflað
sér alþjóðlegra sambanda á eigin
forsendum," sagði Haraldur. „Þessi
sýning sýnir vonandi fram á að á
stuttum 5 árum hefur margt gerst
sem til framfara má telja í myndlist-
arlífi á Akureyri. Og einnig má það
vera ljóst að Akureyri krefst þess
að vera fullgildur þátttakandi í
myndlistariífi landsins, sem hingað
til hefrn- að mestu farið fram á höf-
uðborgarsvæðinu.“
_ Morgunblaðið/Kristján
GUÐNY Gerður Gunnarsdóttir frá Þjóðminjaráði, Kristján Þór Júlíusson bæjarstjóri á Akureyri og Guðrún
María Kristinsdóttir frá Minjasafninu á Akureyri undii-rita samstarfssamning á Listasafninu á Akureyri.
Davíðs-
vaka í
Deiglunni
DAVÍÐSVAKA verður í
Deiglunni annað kvöld,
fimmtudagskvöldið 29. októ-
ber.
Davíðsvakan er fjórða bók-
menntakvöldið sem Gilfélagið
stendur fyrir í samvinnu við
ýmsar stofnanir og einstak-
linga í landinu. Dagskráin
verður flutt í viðeigandi um-
hverfi og er tónlist, bæði lif-
andi og af snældum, ljóðalest-
ur og örlítil hugleiðing um Da-
víð og verk hans. Amtsbóka-
safnið býður upp á útlán af
safnkosti sínum í Deiglunni.
Félagar úr Tjarnarkvartett-
inum og píanistinn Helga
Bryndís Magnúsdóttir sjá um
tónlist. Erlingur Sigurðarson
heldur utan um ljóðalesturinn
og veggskreytingar verða úr
ýmsum áttum en við val á
sönglögum og Ijóðum er leitast
við að bregða upp mynd af list
Davíðs og þeirri hvatningu
sem hún skilaði til annarra
listamanna.
Aðgangseyrh- er 500 krónur.