Morgunblaðið - 28.10.1998, Side 27

Morgunblaðið - 28.10.1998, Side 27
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. OKTÓBER 1998 27 LISTIR Frá A til B og aftur til baka BÆKUR iSká 1 ils ö«ii r AMERÍKA eftir Franz Kafka, Ástráður Eysteins- son og Eysteinn Þorvaldsson þýddu, Mál og menning, Reykjavík 1998, 251 bls. Verð: 3.310 kr. TIL að komast frá A til B verður fyrst að fara helming þeirrar vega- lengdar en áður þó helming þess helmings og þannig áfram útí hið óendanlega og því kemst maður aldrei til B þótt manni miði áleiðis. Eitthvað í þessari gömlu stærð- fræðilegu endaleysu felur í sér anda Franz Kafka, anda skáldsögu hans Ameríku sem var samin á öðrum áratug aldarinnar, kom út á þeim þriðja og er ný- komin út á íslensku. Fljótt á litið gæti stefnan eða tilhneig- ingin í íslenskum þýð- ingarútgáfum á síð- ustu árum verið sú að gefa eingöngu út ann- arsvegar meistara- verk, stói-virki liðinna tíma, og hinsvegar samtímabókmenntir. Þýðingar skekkja og skæla bókmenntasöguna og rugla rökréttri tímaröð hlutanna og það má spyrja: hvar er allt hratið? En þetta er óhjákvæmilegur og um margt kærkominn raglandi og reyndar er eitthvað í stóra skáld- sögum Kafka sem neitar að láta kalla sig meistaraverk, þótt ekki væri nema það að þær eru óklárað- ar frá höfundarins hendi. Arneríka er verk í molum, hún molnar eftir því sem á líður og skiptist í misstór brot sem hirða ekki um innbyrðis samskipti og víxlverkan; verkið hefur upphaf, miðju og svo helm- ingast sú miðja og alveg spurning að hve miklu leyti módernísk andóf gegn klassískri heildarhyggju sé tilviljun því þrátt fyrir allt er ferða- sagan Ameríka líka spennandi og raunsæislegt ævintýri með eðli- legri framvindu sem nartar, frem- ur en bítur, í sporðinn á sér. En Kafka kláraði hana ekki. Kafka átti svikulan vin, Max Brod, sem sveik verk hans í hend- ur heimsins þótt honum væri sagt að brenna þeim, bjó þau til útgáfu og sveik inná þær vængstífðri, trú- arlegri túlkun þar sem B=Guð. Við prísum Brod fyrh- svikin og ekki úr vegi að nefna þýðendur - því tra- duttore traditore, þýðandinn er svikari. Þeir feðgar, Astráður og Eysteinn, era þaulæfðir svikarar Kafka, hófust handa með þýðingu Réttarhaldarma fyrir nokkram ár- um og leggja hér notað ákvarðana- net yfír nýjan texta: þeir taka „ein- ungis“ fram yfír „bara“, velja „sem“ en ekki „eins og“ og „ein- vörðungu“ fremur en „aðeins". Eg velti því fyrir mér hvort þeir hafí jafnvel freistast til að ýkja form- legheitin dálítið til að tæla fram skýrslustílinn en einmitt sá stíll er stór hluti af aðdráttarafli Kafka þó ekki sé hægt að slíta stílinn frá persónunum, sakleysi þeirra og marglitri einfeldni, afstöðu þeirra til heimsins. Kafkaíska afstaðan sameinar harmrænu og Chaplin. Það er furðulegui- og annarlegur heimur sem Karl Rossmann stend- ur andspænis í Ameríku, alltaf í honum eitthvað B sem hvorid hann né lesandinn ná að höndla. I viss- um skilningi er þetta ekki sú Am- eríka sem hægt er að sigla til með skipi einsog Karl Rossmann gerir; tákn- mynd hennar, frelsis- styttan, hefur bráðnað saman við marskálk, riddara eða jafnvel frelsisgyðjuna á frægu málverki Delacroix því hún heldur á sverði einsog ekkert sé sjálf- sagðara. Þetta er Am- eríka sem myndar ekki rökræna, skiljan- lega heild sem þjóðfé- lag, hann birtist í smá- myndum þessi heimur sem neitar að dansa við ómþýðan lúðra- blástur Rossmanns. Upphafsstaðurinn er líkaminn, með mannslíkamanum eru tjáð þau „stærðarlögmál sem Karl stendur frammi fyi’ir“ (247) einsog þýðend- ur benda á í fróðlegum eftirmála. Það era engar venjulegar stærðir og engir venjulegir líkamar; hlut- fóll skekkjast, hlutir vaxa og hold flæðir út yfir endimörk sín. Ein- hver eftirminnilegasta persóna bókarinnar er söngkonan Branelda sem er freistandi að kalla hold- gerving þessa látbragðs, fáránleika líkamlegs óhugnaðarspaugs. En það er fjöldinn allur af minnisstæð- um leiðsögumönnum og aukaper- sónum. Kafka er sérfræðingur í að misnota tilviljanirnar og umbreyta þeim svo annað og meira veldur því að þær hittast og mætast. Fyrir miðri bók er lítil, raunsæisleg saga inní sögunni og manni dettur í hug að verkið ætli að taka alveg nýja stefnu, en nei, það era allskonar textaheimar og tákn að stíga dans undir hljómfalli mótsagnakenndrar fagurfræði. Frægur og óborgan- legur leikhúskafli aftarlega í verk- inu ætlar, að mér fínnst, útúr verk- inu og eins stendur fyrsti kaflinn dálítið sér og gengur upp á eigin forsendum, enda var hann fyrst birtur sem smásaga. Eg veit ekki hvað B er en að svo miklu leyti sem það jafngildir ameríska draumnum eða vellíðunarlögmáli úr heimi æv- intýra, er því náð sem takmarki strax í þessum fyrsta kafla. Svo er snúið aftur við til A og miðar hægt, löturhægt. Hermann Stefánsson. Franz Kafka Nýjar bækur • NÆTURGALINNe rfyrsta skáldsaga Jóns Karls Helgasonar. I kynningu segir: „Næturgalinn gerist á bjartri sumarnótt í Reykjavík. Höf- undurinn situr við gluggann og stelst í bréfín sem gengu á milli Helga og Kristínar sumar- ið 1901. Hún sigldi til Helens- burgh en hann stóð eftir í port- inu við Zimsensverslun og óskaði með sjálfum sér að þau mættu sjást aftur. Fleiri persónur fara fljótlega á kreik, hugleiðingar kvikna um eðli þeirrar ástar sem aðeins fer fram í orðum; berst frá einum glugga til annars eða er ofin í blek. Eftir því sem birtir af degi tengjast örlög ólíkra elskenda en unaðsfullur söngur næturgalans getur þagnað þá og þegar." Ennfremur segir að Jón Karl Helgason sé kunnur fýrir störf sín hjá Utvarpinu og er hann annar rit- stjóri Skímis. Fyrr á árinu kom út bók Jóns Karls um Njálu, Hetjan og höfundurinn. Útgefandi er bókaútgáfan Bjart- ur. Bókin er 102 bls., prentuð í prentsmiðjunni Gutenberg. Kápu- gerð annaðist Snæbjörn Ai-ngiims- son. Verð: 2.980 kr. Jón Karl Helgason r J :1 MÍNIMTIJM felst frdmtíö þjóðdriaaar Þekking á upplýsingatækni er ein af undirstöðum nútímaþjóðfélags og mun þáttur tölvutækni og fjarskipta verða enn mikilvægari þegar fram líða stundir. Það er mikilvægt að undirbúa börn okkar undir framtíðina og stuðla að sem bestum uppvexti þeirra. Með þetta að leiðarljósi hafa Síminn Internet og tölvuskólinn Framtíðar- börn stofnað til samstarfs sem ætlað er að auðvelda börnum aðgang að nytsamlegri og spennandi tölvu- þekkingu. Það er Símanum Internet mikill heiður að fá að taka þátt í menntun unga fólksins ásamt Framtíðar- börnum og hefur Síminn ákveðið að styrkja 10 börn til náms í tölvuskóla Framtíðarbarna í vetur. Síminn Internet gefur börnum forskot á framtíðina FRAMTÍÐARBÖRN sími 553 3323 S í MIN N i rrternet^

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.