Morgunblaðið - 28.10.1998, Side 29

Morgunblaðið - 28.10.1998, Side 29
MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR MIÐVIKUDAGUR 28. OKTÓBER 1998 29 Mengun hugarfarsins og búferlaflutningar ÁRIÐ 1996 var ákveðið að skrifstofa samstarfshóps um verndun lífríkis á norð- urslóðum, CAFF (Conservation of Arct- ic Flora and Fauna), yrði flutt frá Ottawa í Kanada til íslands. ís- lensk stjómvöld ákváðu að starfsemin yrði sett niður á Akur- eyri og starfa þar nú 2-3 starfsmenn. Þessi ákvörðun íslenskra stjórnvalda er gott dæmi um tilraun til þess að efla búsetu á landsbyggðinni með þeim hætti að horfa til framtíðar í stað þess að beita þeim aðferðum sem um áraraðir hafa viðgengist og hafa falist í einni allsherjar varnar- baráttu. Sú baráttuaðferð hefur endanlega gengið sér til húðar og beðið skipbrot í ljósi síðustu upp- lýsinga um íbúaþróun á landinu. Engin einhlít skýring er á þeim miklu búferlaflutningum sem hafa staðið hin síðari ár frá landsbyggð til suðvesturhorns Islands. Það er hins vegar ljóst að þá má í flestum tilfellum skýra þannig að þeir ráð- ist af frjálsu vali fólks þannig að hugarfar þeirra sem kjósa að flytja sig til á milli landshluta ætti að veita innsýn í raunvemlegar orsak- ir þess að fólk flytur af lands- byggðinni (sbr. rannsókn jStefáns Ólafssonar, 1997, Búseta á Islandi). Hvað er það sem tosar í fólk og hvernig metur það kosti og galla þess að búa hér en ekki þar? Starfsemin gengur mjög vel I Morgunblaðinu 25. október sl. var umfjöllun um nýjar áherslur í starfí CAFF og þar kom fram að starfsmenn hefðu nú fengið „lang- þráðan rauðan þráð til að fara eft- ir“. Samkvæmt frásögn fram- kvæmdastjórans, Snorra Baldurs- sonar, hefur þessi tvö starfsár ver- ið unnið skipulega að stefnumörk- un og tiltekt í gömlum verkefna- listum. Vel hafi gengið að ljúka verkefnum og er það álit hans að CAFF hafi á þessum tíma tekist að ávinna sér traust og öðlast skilning stjórn- valda í aðildarlöndun- um. Sem sagt starfsemi CAFF á Akureyri virðist ganga mjög vel og raunar má af lestri greinarinnar draga þá ályktun að starfíð hafí gengið til muna betur hér á Akureyri en á þeim árum sem CAFF var starfrækt í Ottawa í Kanada. Þá bregður svo undarlega við að framkvæmdastjórinn vill við þessar aðstæð- ur fara að pakka niður hér fyrir norðan og flytja stofnun- ina á suðvesturhorn landsins. Og eftir lestur gi-einarinnar get ég ekki með nokkru móti komið auga Starfsemi CAFF hefur gengið mun betur á Akureyri en á árunum sem CAFF var starfrækt í Kanada. Kristján Þdr Júlíusson skrifar hér hugleiðing- ar sínar um byggða- stefnu og alþjóðleg umhverfisverkefni. á gildar ástæður sem þarna liggja að baki. Hvað liggnr að baki hugmynd- um um flutning CAFF suður? Tæpast er hægt að álykta sem svo að framkvæmdastjórinn vinni stofnuninni enn meira traust hjá ís- lenskum stjórnvöldum með því að halda því fram að rangt hafi veríð hjá þeim að velja henni stað hér á Ákureyri. Því síður geta það verið ný sannindi íslenskum stjórnvöld- um að í höfuðborginni er öll stjórn- sýsla og stofnanir (utan CÁFF) sem fara með alþjóðleg umhverfis- verkefni. Mun þetta innlegg fram- kvæmdastjórans styrkja þá stofn- un sem hann veitir forstöðu í þeim baráttu sem hann á framundan og mun „krefjast öflugs stuðnings ís- lenska stjórnkerfisins“? Eg segi NEI og tel að í þessari afstöðu framkvæmdastjórans felist sú mengun hugarfarsins sem leiði hann og skoðanasystkin hans til þeirrar niðurstöðu að það sem þau kjósa að skilgreina sem sitt fagum- hverfi geti hvergi þrifist né borið ávöxt annars staðar hér á landi en við sundin blá. Eitt verkefna CAFF er að skipu- leggja umhverfisvöktunarkerfi til að hægt sé að bregðast við óæski- legum breytingum í umhverfi norð- urheimskautsins. Við höfum því miður ekki neitt slíkt kerfi til að vara okkur við óæskilegri búsetu- þróun á Islandi og þein-i mengun hugarfarsins sem heltekið hefur landsbyggðina en víst er að ef þannig kerfi væri til reiðu þá hefðu allar viðvörunarbjöllur þess glumið hátt þegar framkvæmdastjóri CAFF-skrifstofunnar reyndi á síð- um Morgunblaðsins að réttlæta ákvörðun sína um að flytja starf- semi CAFF á suðvesturhorn lands- ins. Styrkjum starfsumhverfi CÁFF á Akureyri Islensk stjórnvöld hafa ákveðið að halda áfram því starfi sem hafið var fyrir tveimur árum og hafa nú ákveðið að skrifstofa fyrir starfs- hóp Norðurskautsráðsins um mengunarvarnir í sjó (PAME) verði vistuð hér á landi. Það færi vel á því að styrkja starfsumhverfi CAFF hér á Akureyri með því að velja PAME hér einnig stað og styrkja þannig þann vísi að alþjóð- legu umhverfisverkefni sem er að skjóta rótum hér á Akureyri. Akureyrarbær mun leggja sitt af mörkum til að svo geti orðið og er það álit mitt að með því móti drægi úr þeirri mengun sem áður er minnst á og væri Snorri Baldurs- son maður að meiri ef hann legði sitt af mörkum í þeirri umhveifís- vernd sem í þeim gjörningi fælist. Höfundur er bæjarstjóri á Akureyri. Kristján Þór Júlíusson Velferð frelsisins Sj álfstæðisflokkur- inn hefur á þessum áratug náð fram mik- ilvægustu markmiðum sínum á sviði efna- hags- og atvinnumála, með frelsi, samkeppni og stöðugleika að leið- arljósi. Samfara því hefur efnahagslegt umhverfi okkar breytt um ásýnd. Munar þar mestu það frelsi sem leyst hefur haftabú- skap af hólmi. Þetta hefur m.a. haft það í för með sér að við er- um farin að greiða niður erlendar skuldir í fyrsta sinn um áratugaskeið. Nú er lag Helga Guðrún Jónasdóttir Kosningamálin Þeir flokkar sem standa að sameinuðum flokki vinstrimanna, „bræðingnum" svokall- aða, hafa ekki farið leynt með að þeir munu sækja á þessi mið í kosningunum næsta vor. Með skírskotun í „kaldrifj- aða peningahyggju" hægriaflanna og rót- gróna andúð þeirra á „kvenfrelsi“ munu þessir samstarfsflokk- ar boða breytta og bætta tíma. En lítum aðeins á hvað þessir bættu tímar félagshyggjuaflanna þýða í raun og veru fyrir land og þjóð. Mikilvægt er að fylgja þessum góða árangri vel eftir. Það getum við m.a. gert með því að beina kröftum okkar að öðrum og ekki síður mikilvægum sviðum þjóðfé- lagsins, s.s. fjölskyldu- og velferð- armálum, jafnréttismálum, um- hverfismálum og menntamálum. Margt bendir til að nú sé lag, með lækkandi ríkisskuldum og styrkari ríkisbúskap. Vinstri-leiðin Fyrsta skrefið yrði líklega að rækta enn frekar upp reglugerðar- flóruna; ný lög og nýjar reglur sem kveða á um bætta tíma fyrir þegna landsins, því þó að vinstriflokkarn- ir séu búnir að gefa upp trúna á hlutverk ríkisvaldsins á efnahags- og atvinnusviðinu, þá ríghalda þeir í fornar hefðir ríkisafskipta á öðr- Frelsi til að velja og hafna og trú á ábyrgð einstaklingsins, segir Helga Guðrún Jónas- dóttir, er sá grunnur sem Sjálfstæðisflokkur- inn byggir á. um sviðum. Slík reglugerðarrækt- un kann að veita öryggi þegar til skemmri tíma er litið, en til lengri tíma drepur hún flest í dróma. Því næst verður lagt út í íburðarmikið eftirlitskerfi til að gæta þess að enginn misnoti „velferðina" sér til handa. Velferð frelsisins Frelsi til að velja og hafna og trú á ábyi-gð einstaklingsins er sá grunnur sem Sjálfstæðisflokkurinn byggir á. I umhverfismálum á rík- isvaldið að setja heildarmarkmiðin fyrir atvinnulífið; það á síðan að vera fyrirtækjanna að finna hag- kvæmustu leiðirnar að því mark- Virkjun eða verndun hálendis A UNDANFORNUM vikum hefur verið vönduð umfjöllun um virkjanaframkvæmdir á hálendinu hér í blaðinu. Með aðstoð tölvu- tækni hefur okkur verið sýnt hvernig landið mun breytast við þau gríð- arlega stóru uppi- stöðulón sem nauð- synleg eru vegna framkvæmdanna. Er stóriðjan okkur virkilega svo nauðsyn- leg að við þurfum að eyðileggja það sem sem eftir er af öræfum landsins til að gera hana að veruleika. Það hefur verið áhugamál mitt að ferðast um öræfi landsins bæði á sumr- in og einnig á vetuma. Það vita allir sem stunda slíkar ferðir hvað þær eru gefandi og hversu endurnærður maður er þegar aftur er komið til Er stóriðjan það nauð- synleg, spyr Stefán Þ. Tómasson, að við þurf- um að eyðileggja það sem eftir er af öræfum landsins? byggða. Þegar ég hóf að ferðast voru virkjanaframkvæmdir á Suð- urhálendinu vel á veg komnar og það landsvæði í raun ekki lengur óbyggðir. Vegir höfðu verið lagðir um allt og stíflur og uppistöðulón víða. Hins vegar kynntist ég Köldukvíslarbotnum og Vonar- skarði ósnertu að mestu og þekki vel þær breytingar sem orðið hafa með tilkomu Hágöngumiðlunar. Þar fór undir vatn að mestu leyti eyðisandar og lónið virðist falla furðu vel í umhverfið. Hins vegar er ekki alstaðar prýði að svona lónum eins og á miði. í menntamálum þarf að fjölga valkostum; á lægri stigum þess svo að foreldrar geti betur lagað skóla- göngu barnsins að vinnutíma sín- um, og á efri stigum svo að menntakerfið geti betur lagað sig að þörfum atvinnulífsins. I jafn- réttismálum þarf að auka svigrúm beggja foreldra til að tvinna saman atvinnuþátttöku og fjölskyldulíf með aukið valfrelsi að leiðarljósi, s.s. sveigjanlegt fæðingaroriof beggja og sveigjanlegan vinnutíma, og svo má lengi telja. Frelsi til að velja og hafna og svigrúm einstak- lingsins til að axla eigin ábyrgð fel- ur í sér varanlega velferð okkar allra! austurhálendinu sem er að mestu leyti ósnortið enn þá. Þar myndi Eyjabakkalónið eyðileggja eitt fal- legasta svæði hálendisins. Fáir sjá Eyjabakkana og talsverð fyrirhöfn er fyrir ferðamenn að komast þangað. Það skiptir ekki máli þó að fáir komi á svæðið það er jafn mikilvæg gróð- urvin í umhverfinu fyrir því. Við Kái'a- hnúka verða gríðar- miklar breytingar á landinu með tilkomu feiknalegrar stíflu og lóns og vatni verður veitt úr Jökulsá á Brú í Jökulsá á Fljótsdal. Þó að vatnið komi á sama stað til sjávar fer það aðra leið og Dimmugljúfur verða ekki svipur hjá sjón. Þótt þær framkvæmdir sem ég hef nefnt hér að framan kosti mikl- ar fórnir finnst mér að mestu fórn- irnar verði með tilkomu Norð- lingaöldu lóns sem myndi sökkva hluta af fallegasta svæði landsins í Þjórsárverum. Svipaða sögu er að segja um Arnardalslón þar sem gríðarstórt landsvæði færi undir vatn. Þessar tvær framkvæmdir jaðra að mínu mati við umhverf- isslys. Áður en við hefjum þessar fram- kvæmdir verðum við að spyrja okkur hvort við viljum eiga öræfi og ósnortið land eða hvort við vilj- um byggja stærri hluta efnahags- lífsins á stóriðju. Ef við kjósum stóriðju með tilheyrandi virkjun- um verður ekki aftur snúið, landið verður aldrei eins aftur. Höfundur er varaþingniaður Sjálf- stæðisflokks í Reykjaneskjördæmi. Brandtex fatnaður Stretchbuxur kr. 2.900 Konubuxur frá kr. 1.690 Dragtir, kjólar, blússur og pils. Ódýr náttfatnaður. Nýbýlavegi 12, sími 5544433 Stefán Þ. Tómasson Höfundur býður sig fram í fimmta sæti í prófkjöri Sjáifstæðisflokksins í Reykjaneskjördæmi. www.mira.is sœtir sofar- HUSGAGNALAGERINN • Smiðjuvegi 9 • í m i 5 6 4 1 4 7 5 * E ■ 1 £ £ 5 l.i is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.