Morgunblaðið - 28.10.1998, Síða 32

Morgunblaðið - 28.10.1998, Síða 32
32 MIÐVIKUDAGUR 28. OKTÓBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. OKTÓBER 1998 33. STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. SKRIÐUR Á SÖLU RÍKISFYRIRTÆKJA EINKAVÆÐING ríkisfyrirtækja er komin á fullan skrið og á föstudag hefst sú umfangsmesta til þessa, en þá verður boðinn út 49% hlutur í Fjárfestingarbanka atvinnu- lífsins (FBA). Söluverðmætið er áætlað 4,7 milljarðar króna, sem þýðir, að heildarmarkaðsverð bankans er um 9,5 millj- arðar. Það er vissulega gleðiefni, að sala FBA er að hefjast, svo og að ráðgert er að selja allan hlut ríkissjóðs fyrir mitt næsta ár ef aðstæður leyfa. Stefnt er að dreifðri eignaraðild að bankanum og hlutabréfin verða seld með áskriftarfyrir- komulagi til 12. nóvember nk. Þau hlutabréf, sem ekki selj- ast í almennri sölu og til starfsmanna, verða í tilboðssölu, en eignarhlutur getur ekki orðið hærri en 3%. Starfsmenn geta keypt hlutabréf á sama verði og almenningur, en fá að greiða þau í áföngum á þremur árum. A næstunni er einnig stefnt að sölu á 44% hlut ríkis og Reykjavíkurborgar í Skýrr hf. og verður það í almennri sölu. Þá er ráðgert að selja meirihlutaeign ríkisins í Islenzk- um aðalverktökum hf. á næstu vikum. Verð á hlutabréfum í þessum fyrirtækjum hefur enn ekki verið ákveðið, en er áætlað 800-1000 milljónir króna. Einkavæðingin í vetrar- byrjun nemur því a.m.k. 5,5 milljörðum króna. Þessu til við- bótar hefur verið efnt til hlutafjáraukningar í ríkisbönkun- um, Landsbanka og Búnaðarbanka, sem nemur um 15% eignarhlut í hvorum um sig. Sala Landsbankans færði hon- um 1,7 milljarða, en sala hlutabréfa í Búnaðarbanka fer fram í næsta mánuði og er talin munu færa honum rúman milljarð króna. Hlutafjáraukning bankanna tveggja er liður í undirbúningi að einkavæðingu þeirra síðar. Enn hefur ekki verið ákveðið, hvenær sala ríkisviðskipta- bankanna fer fram, en ríkisstjórnin hefur markað þá stefnu, að eignaraðild verði dreifð. Engin ástæða er til að draga einkavæðingu bankanna, þótt að sjálfsögðu verði að taka til- lit til markaðsaðstæðna hverju sinni. Það sama gildir um einkavæðingu stærsta og verðmætasta ríkisfyrirtækisins, Landssímans. Flest bendir því til þess, að þær tvær ríkis- stjórnir, sem setið hafa mestan hluta þessa áratugar, muni komast langt með að binda enda á afskipti ríkisins af at- vinnu- og viðskiptalífi. STJÓRNARSKIPTI í ÞÝSKALANDI RÍKISSTJÓRNAR Gerhards Schröders, sem tók við völdum í Þýskalandi í gær, bíða mörg og erfið verkefni. Schröder hefur tekist að ná samkomulagi við Græningja um myndun ríkisstjórnar en eftir á að reyna á þá samvinnu. Þá er ljóst að innan Jafnaðarmannaflokksins eru mjög skiptar skoðanir um það, hverjar áherslur stjórnarinnar eiga að vera. Það skiptir miklu fyrir önnur ríki Evrópu að Schröder takist að sameina þessi ólíku sjónarmið. Þýskaland er öflug- asta ríki vesturhluta Evrópu og hefur gegnt lykilhlutverki á undanförnum áratugum í þróun Evrópu og við stefnumótun innan Evrópusambandsins. Miklar breytingar eru framundan í Evrópu, sem að mörgu leyti má rekja til þeirrar ríku áherslu er forveri Schröders í embætti, Helmut Kohl, lagði á samrunaþróunina. Samþykkt hefur verið að veita nokkrum ríkjum í austurhluta Evrópu aðild að Evrópusambandinu og Atlantshafsbandalaginu og mun fleiri bíða við dyr þessara stofnana. Fjölgun aðildar- ríkja mun hins vegar reyna mjög á innviði jafnt hinna nýju aðildarríkja sem NATO og ekki síst ESB. Þá hefur enn ekki fundist lausn á deilunni í Kosovo og alls ekki hægt að útiloka að miðla verði málum í fleiri ríkjum Evrópu á næstu árum. Enn er of snemmt að segja fyrir um hversu mikil áhrif stjórnarskiptin í Þýskalandi eiga eftir að hafa á áherslur Þýskalands á alþjóðavettvangi. Fundur leiðtoga Evrópusam- bandsins í Austurríki um helgina bendir hins vegar til að breytinga sé að vænta, ekki einungis vegna valdatöku Schröders heldur hinnar almennu pólitísku þróunar í aðild- arríkjum ESB. Allt frá undirritun Maastricht-samkomulags- ins árið 1991 hefur verið lögð ofuráhersla, ekki síst af hálfu Þýskalands, á mikilvægi aðhalds í ríkisfjármálum aðildar- ríkjanna, lága verðbólgu og lækkun opinberra skulda. Nú skömmu áður en áformin um sameiginlegan gjaldmiðil verða að veruleika virðist sem margir af leiðtogum ESB telji óhætt að slaka á klónni, ekki síst í ljósi hættunnar á heimskreppu. Fyrir okkur íslendinga er það ekki síst ánægjulegt hversu mikinn áhuga Schröder hefur sýnt íslandi og ís- lenskum málefnum. í heimsókn sinni hingað til lands á síð- asta ári kynntist hann íslenskum aðstæðum með beinum hætti og er vonandi að þau tengsl er þá mynduðust muni halda áfram að eflast og dafna, nú þegar Schröder hefur tekið við kanslaraembættinu í Bonn. Ýmsar lagfæringar þarf að gera á gagnagrunnsfrumvarpinu að áliti Lagastofnunar Háskóla Islands Morgunblaðið/Ásdís LAGASTOFNUN telur að það þurfi ekki endilega að hrjóta gegn EES-samningnum að veita einu fyrirtæki einkarétt á gerð gagnagrunnsins. Einkaréttur síður fýsilegur fyrir vikið? ✓ Lagastofnun HI telur að veiting einkaréttar á rekstri miðlægs gagnagrunns á heilbrigð- issviði þurfí ekki endilega að stríða gegn samkeppnisreglum EES-samningsins. Hins vegar fylgi sá böggull skammrifí að setja verði rekstri og fjárhagslegri hagnýtingu gagnagrunnsins verulegar skorður. Til dæmis megi ekki takmarka aðgang að grunninum vegna viðskiptahagsmuna rekstrarleyfíshafa. Að mati Páls Þórhalls- sonar verður stóra spurningin sú í framhald- inu hvort einhver sjái sér hag í að sækja um rekstrarleyfi við slíkar kringumstæður. ALIT lagastofnunar er tví- mælalaust rækilegasta lögfræðilega úttektin sem gerð hefur verið á gagna- grunnsfrumvarpinu, unnin af Davíð Þór Björgvinssyni prófessor, Odd- nýju Mjöll Arnardóttur, lögfræð- ingi, sem er við doktorsnám í Edin- borg í mannréttindum, og Viðari Má Matthíassyni prófessor. Álitið er unnið að beiðni íslenskrar erfða- greiningar og þar er fjallað um öll helstu álitamál af stjórnskipulegum og þjóðréttarlegum toga sem tengj- ast lagasetningunni. Gerðar eru ýmsar athugasemdir við útfærslu frumvarpsins. Er ekki við öðru að búast en Alþingi taki þær til alvarlegrar athugunar enda hefur álit Lagastofnunar ætíð haft mikið vægi þegar mikilvæg löggjöf er undirbúin. Flestar eru þær af þeim toga að þær koma í sjálfu sér ekki í veg fyrir að gagnagrunnshug- myndin geti orðið að veruleika, þótt þær kalli á þó nokkrar lagfæringar á frumvarpinu. Það eru helst at- hugasemdir Lagastofnunar um þær skorður sem verði að setja starfsemi rekstarleyfishafa til að hann misnoti ekki markaðsráðandi stöðu sem gætu reynst erfiður þröskuldur. Stærsta spurningin af pólitísku tagi sem vaknar eftir að álitið hefur komið fram er því sú hvort væntan- legur rekstrarleyfisþafi telur slíkar skorður viðunandi. Ástæðan er með- al annars sú að íslensk erfðagrein- ing hf. hefur ítrekað sagt að einka- réttur sé nauðsynlegur til þess að fyrirtækið leggi út í þá fjárfestingu sem fylgir miðlægum gagnagrunni og til þess að það geti varið við- skiptahagsmuni sína, sbr. ákvæði frumvarpsins um takmarkaðan að- gang vísindamanna. Álit Lagastofn- unar hnígur hins vegar í þá átt að þótt líklega sé óhætt að veita einka- réttinn út frá sjónarhóli Evrópu- réttar þá verði allir að hafa jafnan aðgang að upplýsingum úr grunnin- um á sömu kjörum, ekki megi mis- muna aðilum og rekstarleyfishafi verði meira að segja sjálfur að vera undir þær reglur seldur. í því ljósi verður auðvitað erfiðara fyrir rekst- arleyfishafa að verja viðskiptahags- muni sína eins og ætlunin var og minna púður í einkaréttinum en ætla mátti. Opersónugreinanlegar upplýsingar Hin almenna umræða um frum- varpið hingað til hefur í miklum mæli beinst að friðhelgi einkalífs og vernd persónuupplýsinga. Laga- stofnun bendir á nokkur atriði sem mætti útfæra nánar eins og að skil- greina betur hvers konar erfða- fræðilegum upplýsingum megi safna í gagnagrunninn án upplýsts samþykkis og banna með skýrum hætti allar samkeyrslur við aðrar upplýsingar en þær sem frumvarp- ið sérstaklega heimilar. Það er samt óhætt að fullyrða að Laga- stofnun tekur af skarið um að þjóðarétturinn og stjórnarskráin standi meginlínum frumvarpsins í síðustu útfærslu ekki í vegi hvað varðar verndun persónuupplýs- inga: „Við mat á því hvort upplýs- ingar í fyrirhuguðum miðlægum gagnagrunni á heilbrigðissviði telj- ist ópersónugreinanlegar verður að taka tillit til allra þeirra ráðstafana í heild sem frumvarpið mælir fyrir um til að tryggja persónuvernd, þ.e. dulkóðunar upplýsinganna, að- gangshindrana, eftirlits opinberra aðila með rekstri gagnagrunnsins, réttarins til að hafna þátttöku í gagnagrunninum, þagnarskyldu þeirra sem koma að gerð og starf- rækslu gagnagrunnsins og allra annarra ráðstafana sem gripið kann að verða til. Ef heildarmat á þessum ráðstöfunum öllum leiðir til þeirrar niðurstöðu að persónugreining gagnanna teljist ekki með sanngirni raunhæfur möguleiki án verulegrar fyrirhafnar þá eru upplýsingarnar samkvæmt mælikvörðum þjóðarétt- ar ópersónugreinanlegar. Eins og fi-umvarpið er sett fram og að teknu tilliti til þeirra sjónarmiða sem að framan eru rakin um nánari út- færslu verklags og vinnuferla, telj- um við þó að þjóðaréttur standi því ekki í vegi að löggjafinn geti metið það svo að upplýsingar í gagna- granninum teljist ópersónugreinan- legar.“ Síðar segir að jafnvel þótt ekki yrði fallist á að sú forsenda fram- varpsins stæðist að í gagnagrunnin- um yrðu aðeins ópersónugreinan- legar upplýsingar, mætti benda á að í gr. 12.2 í tilmælum ráðherranefnd- ar Evrópuráðsins, R (97) 5, og í til- skipun Evrópusambandsins nr. 95/46/EC væri gert ráð fyrir, að heimil væri vinnsla með persónu- greinanlegar upplýsingar að nánar tilgreindum skilyrðum uppfylltum. Að teknu tilliti til þeirra öryggis- ráðstafana sem framvarpið mælti fyrir gæti fyrirhugaður gagna- grunnur og vinnsla upplýsinga í honum fallið undir þessar undan- þágur. Ekki er svigrúm til að fara ræki- lega ofan i röksemdir Lagastofnun- ar fyrir þessari niðurstöðu. Eðli málsins samkvæmt er hún ekki haf- in yfir gagnrýni því hér er um geysiflókið svið að ræða og mörg matsatriði. Ekki verður þó betur séð en tekið sé tillit til allra helstu sjónarmiða og réttarheimilda sem máli skipta og að færð séu góð rök fyrir niðurstöðunni. Það má því segja að viss botn sé fenginn í lög- fræðilega og lagapólitíska umræðu um það hvort frumvarpið brjóti í bága við þjóðréttar- og stjórnskip- unarreglur að þessu leyti. Engin ástæða er til að ætla að íslenskh- dómstólar myndu komast að annarri niðurstöðu en þarna er fengin. Veiting einkaréttar Lagastofnun telur að það þurfi ekki endilega að brjóta gegn EES- samningnum að veita einu fyrir- tæki einkarétt á gerð gagna- grunnsins. „Rétt er að taka fram að þessi niðurstaða byggist á mati okkar á aðstæðum öllum og á þeim atriðum sem telja má líklegt að stofnanir EES tækju mið af ef ágreiningur um þetta atriði kæmi til kasta þeirra. Hér er ennfremur um sérstakt verkefni að ræða sem ekki á sér neina hliðstæðu í dóma- framkvæmd EB-dómstólsins, sem varðar skýringu á 90. gr. (Rómar- sáttmálans - innsk. Mbl). Sú stað- reynd gerir matið erfiðara en ella. Með því að fela einum aðila einka- rétt til gerðar og starfrækslu mið- lægs gagnagrunns er því tekin nokkur áhætta,“ segir í álitinu. Fram kemur að einkaréttarhafi yrði bundinn af almennum sam- keppnisreglum „við rekstur gagna- grunnsins, fjárhagslega hagnýt- ingu hans og í samskiptum við við- skiptamenn sína, nema að svo miklu leyti sem þær reglur koma í veg fyrir að hann gæti gegnt því hlutverki sínu að veita þjónustu sem hefur almenna efnahagslega þýðingu“. Þá segir að veiting einka- réttar feli eðli málsins samkvæmt í sér að viðkomandi fyrirtæki sé sköpuð sérstök aðstaða. Ganga verði út frá því að með því að það jafngildi því að afhenda viðkomandi markaðsráðandi aðstöðu. Af því leiði að skoða þurfi 54. gr. EES- samningsins þar sem bönnuð er misnotkun á markaðsráðandi stöðu. Aðgangur vísindamanna Lagastofnun telur að það sé eink- um ákvæði 9. gr. frumvarpsins um aðgang vísindamanna sem kunni að brjóta gegn 54. gr. EES- samningsins. „I fyrsta lagi kemur til álita hvort það sé samrýmanlegt sam- keppnisreglum EES að tilteknum aðilum skuli vera veittur aðgangur að upplýsing- um úr grunninum á sérstökum kjör- um, enda þarf slíka reglu ekki að leiða sjálfkrafa af einkaréttinum. Er einkum bent á að regla þessi getur haft sömu áhrif og samningar sam- kvæmt d-lið 1. mgr. 53. gr. (EES - innsk. Mbl) sem bannar samninga sem mismuna viðskiptaaðilum með ólíkum skilmálum í sambærilegum viðskiptum og rýra þannig sam- keppnisstöðu þeirra. Hér er átt við að vísindamenn sem starfa utan nefndra stofnana, þ.m.t. við erlend- ar stofnanir og fyrirtæki, eru í reynd látnir sæta öðram kjörum en þeir sem starfa innan þeiira. Við teljum að þetta ákvæði feli í sér visst frávik eða takmörkun á gildis- sviði 54. gr. EES að því er varðar einkaréttarhafa, sem í skjóli sér- stakrar lagaheimildar veitir tiltekn- um hópum sérstök kjör varðandi að- gang að upplýsingum úr gagna- grunninum. Þessi takmörkun getur ekki talist nauðsynleg til þess að einkaréttarhafi geti veitt þjónustu þá sem honum er ætlað að lögum og er því að okkar áliti ekki heimil samkvæmt 2. mgi'. 59. gr. EES. í 4. mgi'. 9. gr. er gert ráð fyrir að sérstök nefnd skv. 2. og 3. mgr. 9. gi'. geti synjað vísindamönnum sem 2. mgi'. tekur til um aðgang ef um er að ræða rannsóknir sem að mati nefndarinnar geta skert viðskipta: hagsmuni rekstrarleyfishafa. í þessu sambandi hlýtur sú spuming að vakna hvort það geti samrýmst samkeppnisreglum EES að opinber nefnd hafi heimild til að synja ein- stökum vísindamönnum um aðgang að upplýsingum á sér- stökum kjörum til þess að vemda viðskiptahags- muni rekstrarleyfis- hafans. Þetta ákvæði býð- ur að okkar mati upp á misnotkun á markaðsráðandi stöðu rekstrarleyfíshafans, þar sem við- skiptahagsmunir hans eru látnir ganga íyrir hagsmunum annarra. Ennfremur er erfitt að samræma það meginefni samkeppnisreglna EES-samningsins að opinber nefnd hafi það hlutverk að gæta viðskipta- hagsmuna einkaréttarhafans sjálfs og þannig skapað honum í skjóli einkaréttar einokun á að stunda til- teknar rannsóknir þar sem upplýs- ingar úr gagnagranninum eru nauð- synlegar eða æskilegar. Verður ekki séð að slík takmörkun á gildissviði almennra samkeppnisreglna sé nauðsynleg til þess að einkaréttar- hafi fái gegnt því hlutverki sínu að veita þjónustu sem hefur almenna efnahagslega þýðingu. Af framangreindu leiðir að við teljum heppilegast, til að tryggja fullt samræmi við samkeppnisreglur EES-samningsins, að framangreint ákvæði um sérkjör vísindamanna sem starfa á stofnunum sem láta í té upplýsingar í gagnagi'unninn verði fellt niður í þeirri mynd sem það er í 9. gr. fnimvarpsins. Við bendum þó á, að til greina kemur að orða slíka Ý undanþágu með öðrum hætti, þ.e. þannig að hún taki eingöngu til gi-unnrannsókna sem gerðar era í ófjárhagslegum tilgangi með þeirri kvöð að allar niðurstöður slíkra rannsókna verði birtar eða með öðr- um hætti gerðar aðgengilegar þeim, sem eftii' þeim vilja leita.“ Fjárliagslegur aðskilnaður Þá telur Lagastofnun við hæfi að benda á nokkur almenn samkeppn- issjónarmið sem komi til skoðunar því þau séu til þess fallin að hafa áhrif á ávinning af einkaréttinum sem slíkum fyrir einkaréttarhafann. „í fyi'sta lagi er bent á að af sam- keppnisreglunum í heild leiðir, sbr. einkum 53. og 54. gr. (EES - innsk. Mbl.), að gera verður þá kröfu að einkaréttarhafi geti ekki í skjóli einkaréttarins komið í veg fyrir samkeppni, takmarkað hana eða raskað umfram það sem felst í sjálf- um einkaréttinum, og með því skap- að sér óeðlilegt forskot í samkeppni við aðra eða hagnast óeðlilega með ósanngjörnum viðskiptaskilmálum. Almenna reglan verður að vera sú að honum verður að vera skylt að selja þjónustu sína til allra á evr- ópska efnahagssvæðinu á sambæri- legum kjörum og sérstök viðskipta- kjör, t.d. afsláttur vegna mikill við- skipta o.þ.h. verði að styðjast við al- menna gagnsæja viðskiptaskilmála. Ennfremur að honum verði gert skylt að láta upplýsingar úr gagna- granninum í té með sama hætti til allra á svæðinu. Gildir þá einu þótt þeir sem era að kaupa þjónustu af einkaréttarhafa stundi þjónustu- rannsóknir í samkeppni við rekstr- arleyfishafa sjálfan. Þannig geti rekstrarleyfishafi ekki í skjóli einkaréttar síns synjað um viðskipti við fyrirtæki/aðila sem stunda þjón- usturannsóknir í þágu þróunar lyfja eða annarra aðferða við lækningar í samkeppni við hann, eða eftir atvik- um mismunað einstökum viðskipta- aðilum. Bent er á að það er m.a. af þessari ástæðu sem telja verður ákvæði 2. og 4. mgr. 9. gr. fi-um- varpsins orka tvímælis. í samkeppnislögum nr. 8/1993 er einnig að finna ýmis ákvæði hafa verður í huga í þessu sambandi og verð- ur að líta svo á að einka- réttarhafi sé bundinn af þeim, að svo miklu leyti sem þau koma ekki í veg fýrir að hann fái gegnt þvi hlutverki, sem honum er fengið með lögum eða með öðrum opinberam ákvörðunum. í öðru lagi verður að haga fram- kvæmd fyrirhugaðra laga þannig að rekstrarleyfishafi geti ekki, í skjóli einkaréttarins, nýtt sér gagna- granninn til framdráttar annarri starfsemi sinni sem er í samkeppni. Ekki liggur fyrir hverjum yrði veitt- ur einkaréttur til gerðar og starf- rækslu gagnagranns á heilbrigðis- sviði ef framvarp þetta verður að lögum. Álitsbeiðandi sjálfur er þó það fyrirtæki sem helst hefur verið nefnt í þessu sambandi, en það fyr- irtæki stundar nú þegar þjónustu- rannsóknir í erfðavísindum og er byggt á þvi hér að svo verði áfram eftir að rekstur gagnagrannsins er hafinn. Er við það er miðað, að fyr- irtækið sjálft hyggist nota hann m.a. til stuðnings í slíkum rannsóknum. Ef einkarétturinn yrði veittur fyiir- tæki sem stundar jafnframt starf- semi sem er í samkeppni, eins og þjónusturannsóknir í erfðavísindum eru, eiga við sérstakar reglur, sbr. 2. mgr. 14. gi'. samkeppnislaga.“ Segir Lagastofnun að í úrlausn- um Samkeppnisstofnunar á grund- velli 2. mgr. 14. gr. samkeppnislaga komi fram það sjónarmið að skilja beri fjárhagslega á milli rekstrar sem er í samkeppni annars vegar og rekstrar sem háður er einkarétti hins vegar. Þannig verði að vera ljóst að samkeppnisrekstur sé ekki niðurgreiddur með tekjum af rekstri sem nýtur einkaréttar. „Að okkar mati leikur ekki vafi á því að þessi sjónarmið yrðu talin eiga við um fjárhagslega hagnýt- ingu þess sem fengi einkarétt til að búa til og starfrækja miðlægan gagnagrann á heilbrigðissviði á gagnagrunninum, ef sá aðili hefði jafnframt með höndum annan rekst- urs sem er í samkeppni. í samræmi við þetta yrði væntanlega að gera þá kröfu að rekstrarleyfishafi skilji með einhverjum hætti á milli starf- semi þeirrar sem lýtur að gerð og rekstri gagnagrunnsins sjálfs ann- ars vegar og annarrar starfsemi sinnar sem er í samkeppni hins veg- ar. í þessu felst, að rétt er að gera þá kröfu í lögunum sjálfum, reglu- gerð settri með stoð í þeim eða í rekstarleyfi að rekstri gagna- grannsins verði hagað þannig að rekstrarleyfishafi gæti ekki í skjóli einkaréttar síns til að reka gagna- grann á heilbrigðissviði, misnotað þá aðstöðu sína til að greiða niður þá þætti í starfsemi sinni sem era í samkeppni, til tjóns fyrir sam- keppnisaðila sína. Frá þessu sjónar- miði væri eðlilegt að frumvarpið innihéldi sérstök ákvæði um nýt- ingu rekstrarleyfishafa á gagna- granninum í þágu þeirrar starfsemi sinnar sem er í samkeppni. Slíkar kröfur gætu m.a. falið í sér sérstak- ar kröfur fjárhagslegan aðskilnað, þannig að samskipti þess hluta starfsemi fyrirtækisins sem er í samkeppni, við gagnagranninn, verði gagnsæ, til þess að samkeppn- isaðilar geti metið hvort þeir njóta viðskipta við gagnagranninn á sam- keppnishæfum kjöram. Til greina kemur einnig að einkaréttarhafa verði bannað að hafa jafnframt aðra starfsemi með höndum sem er í samkeppni jafnframt rekstri gagna- grunnsins. Gæti það m.a. verið verkefni nefndar skv. 6. gr. fram- varpsins að hafa eftirlit með því að slíkum reglum yrði hlitt.“ Það vekur athygli að Lagastofnun skuli þarna byggja á ákvæðum sam- keppnislaga sem hafa hvorki stjóm- skipulegt gildi né þjóðréttarlegt, ákvæðum sem eftir því sem best er vitað voru íslensk uppfinning á sín- um tíma (þ.e. 2. mgr. 14. gr. sam- keppnislaga). Því vaknar sú spurn- ing hvort ekki megi einfaldlega víkja þeim til hliðar með ákvæðum frumvarpsins í samræmi við regluna um að yngri lög gangi framar eldri? Væntanlega ber að skilja þessar athugasemdir Lagastofnunar svo að reglur samkeppnislaga um bann við misnotkun markaðsráðandi stöðu endurspegli Evrópuréttameglur og þar af leiðandi gangi ekki upp að víkja þeim til hliðar með ákvæðum almennra laga. Ennfremur kann hugsunin að vera sú að samkeppnis- yfirvöld hafi sjálfstæðar heimildir til Taka tillit til helstu sjónarmiða Samkeppnis- rekstur ekki niðurgreiddur afskipta af fyrirtækjum sem era í markaðsráðandi stöðu sem ekki verði svo glatt af þeim teknar varð- andi einstök fyrirtæki. í því kynni líka að felast óviðunandi mismunun m og brot á jafnræðisreglu stjórnar- skrárinnar. Afmarka þurfi betur hvaða upplýsingar fari í grunninn Þá gerir Lagastofnun athuga- semdir við að umfang og eðli þeirra upplýsinga sem fyrirhugað er að flytja í gagnagranninn sé óljóst. „Heppilegt er að afmarka hugtakið nákvæmar í fyrirhuguðum lögum; Fyrir því eru margar ástæður. I fyrsta lagi hefur fjöldi upplýsinga- þátta í gagnagrunni áhrif á þær * kröfur sem gerðar munu verða varðandi öryggisráðstafanir til verndar friðhelgi einkalífs. Því fjöl- breytilegri upplýsingar um heilsu manna sem ætlunin er að gagna- grunnurinn geymi, því meiri kröfur verður að gera til öryggisráðstaf- ana. Þannig verður erfitt fyrir eftir- litsaðila að meta það hvort öryggis- ráðstafanir teljist nægilega tryggar nema fyrir liggi hvers konar upplýs- ingar eiga að fara í gnmninn. I öðra lagi þarf að tryggja að söfnun upp- lýsinga sé a.m.k. nægilega nákvæm til þess að einkaréttarhafi geti sinnt skyldum sínum um upplýsingagjöf til hins opinbera heilbrigðiskerfis. í , framvarpinu er bæði óljóst hverjar þær era og hvort tryggt sé nægi- lega að rekstrarleyfishafi muni mæta þeim. í þriðja lagi má orða það sjónarmið að þar sem rekstrar- leyfishafi fær einkarétt til að gera gagnagrunninn sé eðlilegt að gera kröfu um að hann sé gerður þannig úr garði að hann þjóni ekki aðeins þörfum rekstrarleyfishafa sjálfs heldur geti hann einnig þjónað þörf- um annarra rannsóknaraðila. Ekki verður hér gerð tilraun til að skil- ' greina hugtakið frekar, en þeirri ábendingu komið á framfæri að heppilegt væri að kveða skýrar á um þessi atriði í fyrirhuguðum lög- um.“ Lagastofnun bendir á að í frum- varpið vanti ákvæði um hver eigi í reynd gagnagranninn og þann bún- að sem nauðsynlegur sé til þess að reka hann. Spurningar af því tagi vakna vegna þess að framvarpið gerir ráð fyrir að að leyfistíma lokn- um fái heilbrigðisráðherra eða sá sem hann felur starfrækslu gagna- grunnsins ótímabundin afnot af öll- um hugbúnaði og réttindum, sem nauðsynleg séu til viðhalds og starf- ^ rækslu grannsins. Ekki er samt ljóst hvort réttindi rekstarleyfishafa falla við það algerlega niður án þess að nokkurt endurgjald komi fyrir. Ennfremur þyrfti að mati Laga- stofnunar að hafa skýrari ákvæði um það hvernig staðið skuli að samningum milli heilbrigðisstofnana og sjálfstætt starfandi heilbrigðis- starfsmanna annars vegar og rekst- arleyfishafa hins vegar um afhend- ingu upplýsinga til flutnings í gagnagrann. „Hvorki í frumvarp- inu, né í skýringum í greinargerð er að finna reglur um það hvernig staðið skuli að slíkum samningum eða hvaða skilmála beri að leggja þar til gi'undvallar, né heldur hvern- ig bregðast skuli við ef synjað er um samningsgerð. Við teljum nauðsyn- legt að kveðið sé á um það í væntan- legum lögum hvort um skyldu til samningsgerðar á þessu sviði verði að ræða eða ekki og hvernig skuli með fara ef synjað er um að gera samning. Þá teljum við eðlilegt að kveðið sé á um það að skilmálar í slíkri samningsgerð skuli vera al- mennir eftir þvi sem unnt er og eft- ir atvikum hver skuli ákvarða greiðslur fyrir þessa vinnu og ann- an kostnað við skráningu og flutn- ” ing upplýsinga. Þá teljum við eðli- legt að tekið sé af skarið um það, hvort greiðsla skuli koma fyrir þær upplýsingar sem slíkar sem heil- brigðisstofnanir og sjálfstætt starf- andi heilbrigðisstarfsmenn hafa safnað í sjúkraskrár,“ segir í áliti Lagastofnunar.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.