Morgunblaðið - 28.10.1998, Side 39
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
MIÐVIKUDAGUR 28. OKTÓBER 1998 3&
BENEDIKT
SKÚLASON
+ Benedikt Skúla-
son var fæddur í
Reykjavík 11. janú-
ar 1955. Hann lést
17. október síðast-
liðinn á Fredriks-
berg-sjúkrahúsinu í
Kaupmannahöfn.
Benedikt var sonur
hjónanna Skúla
Benediktssonar, ís-
lenskukennara frá
Efra-Núpi í
Miðfírði, f. 19.3.
1927, d. 12.1. 1986,
og Rögnu Svavars-
dóttur frá Akur-
eyri, f. 5.12. 1931, d. 14.2. 1998.
Þau slitu samvistir árið 1967.
Benedikt var næstelstur átta
systkina, en þau eru: 1) Berg-
Ijót, f. 26.10. 1953. 2) Einar, f.
9.2. 1957. 3) Laufey, f. 21.3.
1958. 4) Ingibjörg, f. 30.11.
1959. 5) Þorbjörg, f. 17.3. 1961.
Frágangur
afmælis-
og minn-
ingar-
greina
MIKIL áhersla er lögð á, að
handrit séu vel frá gengin, vél-
rituð eða tölvusett. Sé handrit
tölvusett er æskilegt, að disk-
lingur fylgi útprentuninni. Það
eykur öryggi í textameðferð og
kemur í veg fyrir tvíverknað. Þá
er enn fremur unnt að senda
greinarnar í símbréfi (569 1115)
og í tölvupósti (minning@mbl.-
is) — vinsamlegast sendið grein-
ina inni í bréfinu, ekki sem við-
hengi.
Auðveldust er móttaka svokall-
aðra ASCII skráa sem í daglegu
tali eru nefndar DOS-texta-
skrár. Þá eru ritvinnslukerfin
Word og WordPerfect einnig
nokkuð auðveld úrvinnslu.
Um hvern látinn einstakling
birtist ein uppistöðugrein af
hæfilegri lengd, en aðrar grein-
ar um sama einstakling tak-
markast við eina örk, A-4, miðað
við meðallínubil og hæfilega
línulengd, - eða 2.200 slög (um
25 dálksentimetra í blaðinu). Til-
vitnanir í sálma eða ljóð tak-
markast við eitt til þrjú erindi.
Greinarhöfundar eru beðnir að
hafa skímamöfn sín en ekki
stuttnefni undir gr'einunum.
6) Sigríður, f. 1.2.
1962. 7) Skúli Ragn-
ar, f. 5.3. 1964.
Benedikt ólst upp
í Ólafsvík og á
Akranesi. Hann
hætti námi við
Gagnfræðaskóla
Akraness árið 1971
og hóf að starfa við
fiskvinnslu og aðal-
lega sjómannsstörf
víðsvegar um land,
á fiskibátum, togur-
um og við milli-
landasiglingar á
vejgum Eim-
skipafélags Islands. Benedikt
fluttist búferlum til Kaup-
mannahafnar árið 1982 og lést
þar á Fredriksberg-sjúkrahús-
inu eftir löng og erfið veikindi.
Útför Benedikts fer fram frá
Akraneskirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 14.
Elsku bróðir.
Þegar ég sest niður og skrifa til
þín mína hinstu kveðju finnst mér
skrítið til þess að hugsa að einn úr
okkar stóra systkinahópi skuli
ekki lengur vera á meðal okkar. Þó
vissum við að hverju stefndi og
þegar ég fékk fréttir af andláti
þínu fylltist ég reiði og beiskju út í
lífið og tilvemna. En það bráði af
og minningarnar um þig, Benni
minn, fóm að streyma fram.
Ég minnist uppvaxtaráranna
vestur í Ólafsvík, sumranna á
Efra-Núpi hjá afa og ömmu, ár-
anna heima á Akranesi með
hlýhug og þakklæti. Á þessum ár-
um lögðum við gmnninn að þeirri
einlægu vináttu sem entist þitt
stutta æviskeið.
Við voram ekki mikið í sam-
bandi eftir að þú fluttist til Kaup-
mannahafnar, en ég minnist
símtalanna og heimsóknanna til
þín með sama hlýhug og þakklætis
og uppvaxtarára okkar.
Lífið reyndist þér erfitt, Benni
minn, en ég vona og reyni að trúa
því að í þínu tilviki hafi dauðinn
verið þér líkn, og eftir þessi löngu
og erfiðu veikindi hafir þú öðlast
þann líkamlega og þann sálarfrið
sem þér hlotnaðist ekki síðustu ár
þinnar stuttu ævi.
Ég þakka Beggu systur, Svein
og Laufari syni þeirra þá um-
hyggju og alúð er þau sýndu
Benna allan þann tíma er hann bjó
í Kaupmannahöfn, sérstaklega síð-
ustu árin í hans miklu veikindum.
Jafnframt vil ég þakka Kristjáni
Þorkelssyni vináttu, hjálp og
stuðning sem hann veitti Benna
árin hans í Kaupmannahöfn.
Að lokum, elsku bróðir, er ég
þakklátur íyrir að hafa hitt þig nú í
októberbyrjun og átt með þér
stundir, þótt mikið væri dregið af
þér, og rifjað upp gömlu góðu dag-
ana heima á Islandi. Ég minnist
orða þinna, sem sérhver maður
ætti að hugsa um: „Einar minn,
það er ekkert eins mikilvægt í líf-
inu og að hafa góða heilsu.“ Þetta
hlotnaðist þér ekki og ert nú allur.
Benni minn, ég kveð þig hinstu
kveðju með hlýhug og þakklæti.
Hvíl í friði.
Þinn bróðir
Einar.
Mágur minn og vinur Benedikt
Skúlason er látinn. Ég kynntist
Benna eins og hann var ávallt
kallaður í Reykjavík 1973. Við hitt-
umst af og til en leiðir skildi um
1978. Þráðurinn var að nýju teldnn
upp árið 1982 er við báðir fluttum
til Kaupmannahafnar með stuttu
millibili. Þá varð mér strax ljóst að
Benni átti við töluverð veikindi að
stríða. Ævintýralegt og sveiflu-
kennt líferni höfðu sett sín spor
bæði andlega og líkamlega. Þetta
gerði það að verkum að oft leið
óratími á milli þess að fundum
okkar bæri saman. En alltaf var
jafn gaman að ræða við Benna um
gömlu sveitina sem hann elskaði
svo mjög, sjómennskuna, íþróttir
og ekki síst tónlist, en hann spilaði
ágætlega m.a. á gítar.
Benni var einfari þó svo hann
elskaði að vera innan um fólk. Eitt
af hans helstu einkennum var gjaf-
mildin og gleðin sem henni fylgdi
ásamt þakklæti fyrir það sem gert
var fyrir hann. Þeir eiginleikar
komu hvað best í ljós síðastliðið
eitt og hálft ár þegar heilsufari
hans hrakaði mjög og við Begga
systir hans og Laufar frændi
reyndum eftir bestu getu að hlúa
að honum.
Kæri vinur. Nú ertu loks kom-
inn til íslands, laus við líkamlegar
þjáningar og angist.
Innilegar kveðjur frá okkur hér
í Kaupmannahöfn sem ekki gátum
komist til íslands og fylgt þér.
Að lokum vil ég votta systkinun-
um öllum og öðram ástvinum mína
dýpstu samúð.
Minningin um góðan dreng lifir.
Svein-Arve Hovland.
Látinn er hér í Kaupmannahöfn
Benedikt Skúlason.
Það eru um það bil 15 ár síðan
ég kynntist Benna hér, og aftur
seinna er hann bjó hjá mér um
tíma. Síðan sá ég hann sjaldan,
ekki íyi-r en við urðum nágrannar
og heimsótti hann mig alltaf annað
slagið. Ég sá fljótt að það var eitt-
hvað sem þjáði hann eða eins og
einhver demón hefði tekið sér ból-
festu í þessum skýra og góða
dreng eins og allir vita er þekktu
hann.
Það var í sumar er við sátum
niðri við Amager-strönd og skipin
sigldu hvert á eftir öðra um Eyr-
arsund að þú sagðir hvað þig
langaði að vera kominn á sjóinn
aftur. En nú borðum við ekki
hádegismat saman lengur eins og
við gerðum síðustu misserin, þú
vissir þegar við voram að aka heim
til þín að þessu lífi væri brátt lokið.
Æðralaus og teinréttur lagðist
þú til hinstu hvíldar sárþjáður og
örmagna eftir allt það líf sem hafði
umleikið þig á tiltölulega ungri
ævi. Þitt upplag var gott og þú
varst alltaf heill og sannur í mín-
um augum.
Blessuð sé minning Benedikts
Skúlasonar.
Kristján Þorkelsson.
ARINBJORN
ÞÓRARINSSON
+ Arinbjörn Þórarinsson var
fæddur á Djúpalæk í
Skeggjastaðahreppi 9. janúar
1929. Hann lést á Landspítalan-
um 12. október síðastliðinn og
fór útför hans fram frá
Bústaðakirkju 23. október.
Ungur maður, myndarlegur og
snaggarlegur heimsækir systur
sína sem var að eignast erfingja.
Hann snarast inn úr dyrunum til
að kíkja á þennan litla frænda sinn
og þegar hann lítur hann augum
viðhefur hann gamanyrði að hætti
sinnar ættar, en þessir tveir
menn, annar nýfæddur en hinn
kominn til þroska átta sig snemma
á því að þeir eru vinir og verða
það til lífstíðar.
Fyrstu minningar mínar af Ar-
inbirni frænda mínum ná kannski
ekki svona langt aftur en ég veit
það að alla tíð hef ég borið
óblandna virðingu fyrir þessum
manni sem nú er genginn langt
fyrir aldur fram. Hann var góður
vinur og traustur, kannski ekki
margorður en auðvelt var að finna
ef honum mislíkaði og eins ef hann
kunni því vel sem að höndum bar.
Síðastliðin átján ár bjó Ari hér í
Reykjavík og urðu þá kynni okkar
meiri en fram að þeim tíma hafði
verið. Nokkur sumur vann ég með
honum og pabba hjá OLIS í
Breiðholti, sú reynsla er hverjum
ungum manni mjög dýrmæt.
Traustari og hógværari vinnu-
félaga, sem þó var alltaf tilbúinn
að miðla af reynslu sinni hefði
enginn getað hugsað sér.
Ég veit að Ara hefði ekki líkað
að fjallað yrði um hann með
skrautmælgi og væmni, slíkt er of
fjarri hans persónuleika. Þó verð
ég að segja að ég sé mikið eftir því
að hafa ekki getað rætt almenni-
lega við hann undir það síðasta til
að láta hann vita hve mikla
virðingu ég bar, og ber enn fyrir
honum, og hversu mikils virði ég
tel að hafa fengið að kynnast Arin-
birni Þórarinssyni. Góður drengur
er gegninn en andi hans mun lifa.
Gakk á Guðs vegum, Ari frændi
minn.
Markús Þórhallsson
og íjölskylda.
+ Óskar Jón Sig-
urðsson fædd-
ist á Búlandi Vest-
mannaeyjum 2.
febrúar 1921.
Hann lést í Land-
spítalanum 19.
október síðast-
liðinn. Foreldrar
hans voru Sigurð-
ur Bjarnason múr-
ari fæddur 28.
október 1884,
dáinn 12. apríl
1959, og kona
hans Sigríður Sig-
urðardóttir
húsmóðir, f. 27. september
1891, d. 22. nóvember 1981.
Systkini hans voru: Sigurð-
ur, f. 1915, d. 1994, Elín, f.
1917, Sigurbjörg Svava, f.
1918, d. 1918, Guðmunda
Dagmar, f. 1919, Sigríður, f.
1923, Margrét, f. 1924, Fjóla,
f. 1925, Emil, f. 1927.
1. janúar 1953 kvæntist
Óskar Ragnheiði G. Guð-
mundsdóttur verslunarkonu,
f. 10. ágúst 1928, d. 23. sept-
ember 1997. Þau eignuðust
tvö börn. 1) Björg Sigríður, f.
27.7. 1954, var gift Birni
Jónssyni. Börn þeirra eru:
Auður Ragnheiður, f. 1972,
gift Guðjóni Leifssyni og eiga
þau Leif, f. 1991, Björn Axel,
f. 1994, Arnór, f. 1996. Þóra
Perla, f. 1976, sambýlismaður
hennar er Guðmundur Marinó
Ásgrímsson. Óskar, f. 1978,
nemi. Sambýlismaður Bjargar
er Peter Kvaran. 2) Guð-
mundur Óskar, f. 4. janúar
1960, giftur Ágústu Sigurðar-
dóttur. Börn þeirar eru Óskar
Jón, f. 1986, Aron 'Heiðar, f.
1991, og fósturdóttir Guðrún
Anna, f. 1981. Fyrir á Guð-
mundur írisi Ósk, f. 1983.
Ragnheiður átti
tvö börn frá fyrra
hjónabandi. Þau
eru: 1) Magnús, f.
7. júlí 1946, var
giftur Sigrúnu
Magnúsdóttur,
börn þeirra eru
Brynja, f. 1969,
Magnús Rúnar, f.
1973, og eitt
barnabarn Arnar,
f. 1989. Sambýlis-
kona Magnúsar er -
Guðlaug Þ. Guð-
mundsdóttir. 2)
Ragnheiður, f. 28.
nóvember 1947, gift Guð-
mundi Brandssyni, börn
þeirra eru Matthías, f. 1965,
d. 1992, Guðmundur Ragnar,
f. 1967, Ragnheiður Björg, f.
1971, Ægir Örn, f. 1974, Orv-
ar Þór, f. 1977. Barnabörn
Sara Rakel, f. 1990, Guð-
mundur Heiðar, f. 1991, Inga
Björk, f. 1994, Matthildur Eir,
f. 1997, Arnaldur Þór, f. 1998.
Óskar fór ungur að vinna
og vann hann bæði til lands
og sjávar hin ýmsu störf. 1947
flutti hann upp á land og hóf
þá vinnu hjá Vegagerð ríkis-
ins, þar var hann í tæp 15 ár,
en þá flutti hann með fjöl-
skyldu til Selfoss og vann hjá
Mjólkurbúi Flóamanna í tæp-
an áratug. Til Hafnarfjarðar
flutti hann árið 1965 og fór að
starfa hjá Olíustöðinni í Hafn-
arfirði og vann hann þar til
hann fór á eftirlaunaaldur.
Einnig starfaði Óskar hjá
tengdaföður smurn í Slátur-
húsi Hafnarfjarðar í nokkur *
ár.^
Óskar verður jarðsunginn
frá Víðistaðakirkju í Hafnarf-
irði í dag og hefst athöfnin
klukkan 13.30.
OSKARJON
SIGURÐSSON
Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkert
bresta. Á grænum grundum lætur hann mig
hvílast, leiðir mig að vötnum, þar sem ég má
næðist njóta. Hann hressir sál mína, leiðir
mig um rétta vegu fyrir sakir nafns síns.
Jafnvei þótt ég fari um dimman dal, óttast ég
ekkert illt, því að þú ert hjá mér, sproti þinn
og stafur hugga mig. Þú býr mér borð
frammi fyrir Qendum minum, þú smyr höfuð
mitt með olíu, bikar minn er barmafullur. Já,
gæfa og náð fylgja mér alla ævidaga mína, og
í húsi Drottins bý ég langa ævi.
Elsku pabbi minn.
Nú ertu kominn í faðminn til
mömmu sem þú þráðir svo ákaft.
Þín lífslöngun hvarf alveg með
henni, sársauki þinn og kvalir eru
horfnar og nú líður þér vel. Það
var okkur öllum erfitt að horfa á
þig þjást og geta ekkert fyrir þig
gert. Að sleppa af þér hendinni
var svo erfitt, ég vildi hafa þig
lengur. Missirinn var svo mikill
er mamma fór. Okkar von og ósk
var að þú gætir séð litla barnið
hennar Þóru Perlu sem við bíðum
öll eftir að líti dagsins ljós, hún
þráði svo ákaft að afi sæi það, en í
sameiningu verðið þið mamma
þar saman hjá henni.
Hafðu þökk fyrir allt, allt sem
þú hefur fyrir mig gert.
Far þú í friði, friður guðs þér
fyigi-
Þín
dóttir.
Kæri afi minn, mig langar að
kveðja þig með nokkrum orðum.
Ég fékk alltaf að sofa hjá þér, til
dæmis í Miðvanginum og í Boða-
hlein, jafnvel á Hrafnistu. Alltaf
var jafngaman að sofa hjá þér og
ég, þú og amma spiluðum ólsen,
ólsen og þið leyfðuð mér oftast að
vinna og við horfðum oft á fót-
boltann saman. Ef það var fót-
bolti á virkum dögum hringdi ég í
þig og hjálpaði þér að setja fót-
boltann á. Við fórum oft í bílaleik
heima hjá þér og vöskuðum upp
saman og hjálpuðumst að við
margt annað, til dæmis að taka
dót niður af háaloftinu og að
kaupa í matinn og þú fórst með
mig á fyrsta handboltamótið mitt.
Við vorum óaðskiljanlegir þar til
þú fórst til himna og ég mun
aldrei gleyma þér.
Þinn nafni
Óskar Jón. *
Mig langar að minnast afa
Óskars með örfáum orðum. Við
áttum margar góðar stundir sam-
an t.d. þegar ég var lítil og við
dvöldum í sumarbústað á Laugar-
vatni, þú hafðir alltaf tíma til að
spila mínigolf og þú kenndir mér
eina kapalinn sem ég kann. Þegar
við fjölskyldan komum í
heimsókn í Hafnarfjörðinn varstu
alltaf til í að fela hlut og einnig
kenndirðu mér að dansa en það
varst þú sem stýrðir, því ég stóð
á fótunum á þér. Alltaf hafðirðu
mikinn áhuga á skipum og þegar
ég fékk bílpróf vildirðu fá einn
rúnt niður á höfn og það gerðum
við og þú gast sagt mér frá öllum
skipunum sem þar voru. Þó að þú
sért farinn munu minningarnar
lifa.
Lát mig starfa, lát mig vaka,
lifa, meðan dagur er.
Létt sem fuglinn lát mig kvaka,
lofsöng, Drottinn, flytja þér,
meðan ævin endist mér.
\
Lát mig iðja, lát mig biðja,
lífsins faðir, Drottinn hár.
Lát mig þreytta, þjáða sfyðja,
þerra tár og græða sár,
gleðja og fóma öll mín ár.
(Þýð. Margr. Jónsd.)
Guð blessi minningu þína.
Guðrún Anna. <