Morgunblaðið - 28.10.1998, Qupperneq 46
46 MIÐVIKUDAGUR 28. OKTÓBER 1998
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
NANNA
GUÐMUNDSDÓTTIR
+ Nanna Guð-
mundsdóttír
fæddist í Ólafsvík
24. ágúst 1929. Hún
lést á heimili sínu
hinn 17. október síð-
astliðinn. Foreldrar
hennar voru Ólafía
Katrrn Sveinsdóttir
og Guðmundur
Þórðarson skip-
stjóri.
títför Nönnu fór
fram frá Hafnar-
fjarðarkirkju 27.
október síðastliðinn.
Nanna, móðursystir mín, var
fædd í Ólafsvík og bjó þar fyrstu
æviárin. Sjö ára gömul, skömmu eft-
ir andlát föður síns, fluttist Nanna
til Reykjavíkur ásamt móður sinni
og systkinum. Tveimur árum seinna
var hún send í sveit að bænum Skála
undir Eyjafjöllum. Ætla má að
Nönnu hafi líkað dvölin að Skála vel,
þar sem vera hennar þar varð lengri
en gert hafði verið ráð fyrir í upp-
hafi. Nanna gekk í skóla undir Eyja-
fjöllum og sóttist námið vel, enda
var hún ágætum náms-
gáfum gædd. Þegar
Nanna var sextán ára
fluttist hún aftur til
Reykjavíkur. f Reykja-
vík vann hún við fata-
saum auk ýmissa af-
greiðslu- og þjónustu-
starfa. Störf sín innti
hún af hendi af dugn-
aði, fómfýsi og vand-
virkni. Nanna þótti ein-
staklega verklagin og
alls kyns hannyrðir
léku við henni. Hafði
hún auk þess til að bera
listfengi og smekkvísi.
Þegar hún var komin undir þrítugt
fluttist hún til Bandaríkjanna og
dvaldi þar til fjölda ára. Ekki var al-
gengt að ungt fólk flyttist búferlum
til Bandaríkjanna í þá daga og ber
það vott um ævintýraþrá hennar,
kjark og áræði. Nanna aðlagaðist
bandarísku þjóðfélagi fljótt og veitt-
ist henni einkar auðvelt að ná tökum
á enskri tungu. Meðan Nanna dvald-
ist í Bandaríkjunum giftist hún þar-
lendum manni, en þau skildu síðan
nokkrum árum síðar. Skömmu eftir
1970 fluttist hún aftur til íslands og
+
innilegar þakkir færum við öllum sem sýndu okkur samúð og vinarhug
við fráfall og útför ástkærs eiginmanns míns, föður, tengdaföður, afa og
langafa,
INGÞÓRS LÍNDALS SIGURÐSSONAR
bónda, Uppsölum,
Sveinsstaðahreppi.
Sérstakar þakkir til starfsfólks Sjúkrahúss Blönduóss.
Anna Marta Helgadóttir,
Sigurður Helgi Ingþórsson, Gunnhildur Lárusdóttir,
Kristmundur Ó.J. Ingþórsson, Sigrún Herdís Sigurbjartsdóttir,
Sigrún Björg Ingþórsdóttir, Hjálmar Magnússon,
Þorsteinn Rafn Ingþórsson, Sigurbjörg María Jónsdóttir,
Magnús Huldar Ingþórsson, Silvía Ingibergsdóttir,
Guðmundur Elfas Ingþórsson, Guðrún Kjartansdóttir,
Birgir Líndal Ingþórsson, Sigríður Bjarnadóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Hjartans þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur
samúð og hlýhug við andlát og útför móður
okkar,
GRÍMU ÓLAFSDÓTTUR,
Hraunteigi 23,
Reykjavík.
Sérstakar þakkir til starfsfólks hjartadeildar
Sjúkrahúss Reykjavíkur.
Ólafur Jakobsson,
Sigurður Ársælsson,
Róbert G. Róbertsson.
+
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlý-
hug við andlát og útför hjartkærs bróður
okkar,
EIRÍKS HALLDÓRS EIRÍKSSONAR
málara,
Gnoðarvogi 52.
Jón Eiríksson og systur.
+
Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför bróður okkar,
ARINBJÖRNS ÞÓRARINSSONAR,
sem lést mánudaginn 12. október sl.
Aðalsteinn Þórarinsson,
Svanhildur Þórarinsdóttir,
Þórdís Þórarinsdóttir.
bjó í Reykjavík til æviloka.
Lífið reyndist Nönnu oft á tíðum
erfitt, sérstaklega hin síðari ár. Þá
hafði heilsu hennar hrakað mjög og
veiktist hún af slæmum sjúkdómi,
sem síðar dró hana til dauða. Sjálf-
sagt hafa síðustu mánuðirnir í lífi
hennar verið einkar erfiðir og sýndi
hún einstakan styrk og þrautseigju
í baráttu sinni.
Þegar ég hugsa til Nönnu er
margt sem kemur upp í hugann og
mun ég ávallt minnast hennar með
hlýhug og virðingu. Góðvild, örlæti,
heiðarleiki og stolt voru eiginleikar
sem einkenndu hana og eru van-
fundnir einstaklingar sem búa yfir
þessum mannkostum í jafn ríkum
mæli og hún gerði. Nanna var afar
góðum gáfum gædd og ég er viss
um að hún hefði getað tekist á við
hvaða háskólanám sem er ef hugur
hennar hefði staðið til þess. Mér og
bræðrum mínum reyndist hún af-
skaplega vel og fórum við ekki var-
hluta af gjafmildi hennar, fómfýsi
og einstakri velvild. Verðum við
bræður henni ávallt þakklátir fyrir
þá hlýju og umhyggju sem hún
sýndi okkur. Stolt hennar og sjálfs-
virðing birtust í þeirri mynd að
sjaldan á sinni lífsleið vildi hún leita
aðstoðar eða hjálpar annarra, jafn-
vel ekki þrotin kröftum hina síðustu
mánuði ævi sinnar. Ekki heyrðist
hún kvarta og bar veikindi sín með
ótrúlegu æðruleysi og stillingu.
Við andlát einstaklings leiðir
maður ósjálfrátt hugann að jarðvist
okkar og tilgangi hennar. Ríki-
dæmi, völd eða þjóðfélagsleg staða
nægja ekki til að öðlast tilgang og
virðingu annarra heldur þurfa
menn að leggja sig fram við að sýna
heiðarleika, umburðarlyndi og ná-
ungakærleika, og rækta þá eigin-
leika eftir fremsta megni. Sá sem
það gerir hefur sannarlega til ein-
hvers lifað og hans verður vel
minnst. Að öðrum kosti verður lífs-
gangan eins og för yfir vegleysur,
án erindis, tilgangs eða fyrirheits,
og stöðug leit að hinum sanna lífs-
tóni í skarkala heimsins. Ekki er
þetta flókin eða torráðin lífsspeki
sem hér er sett frarn en sönn er hún
engu að síður í einfaldleika sínum.
Nanna sóttist hvorki eftir frægð
né auði, sem svo oft villir sýn á sönn
lífsverðmæti. Örlæti hennar, nægju-
semi og aðrir eðliskostir eru til vitn-
is um það. Hún tilheyrði hópi þeirra
sem með kristilegum kærleik og
siðferðisstyrk veitist svo auðvelt að
láta gott af leiða í þágu annarra og
hafa sönn og verðug lífsgildi að leið-
arljósi. Fyrir það verður hennar
minnst af öllum sem hana þekktu.
Guðmundur H. Helgason.
Hún Nanna er dáin. Fregnin
barst og eitthvað slokknaði innan í
mér við þessa fregn. Hún Nanna
sem alltaf hafði sýnt mér svo mikla
umhyggju og hafði verið mér sem
móðir. Hún kom alltaf austur þegar
eitthvað var að gerast í mínu lífi,
kom á afmælisdaginn minn þegar
ég var tíu ára og gaf mér falleg föt,
sendi mér fallegar gjafir á jólum,
kom á fermingardaginn minn til að
vera viðstödd og færa mér gjafir.
Hún kom með fegurð og hlýju hvar
sem hún kom, hafði jákvæð áhrif á
allt og alla. Hve oft áttum við ekki
góðar stundir austur í Skála, hlóg-
um saman og brölluðum ýmislegt.
Hún var okkur hjónunum ómetan-
leg stoð og stytta þegar við vorum
að setja saman bú, alltaf var hún
komin þar sem henni fannst þörf
vera á. Öll verk léku í höndum
hennar, hvað sem hún gerði vann
hún hratt og örugglega, allt var bú-
ið og gert áður en við var litið. Dæt-
ur okkar urðu þeirrar gæfu aðnjót-
andi að kynnast henni og um-
hyggjusemi hennar fyrir velferð
þeirra, alls staðar lýsti hún upp og
gaf af sér.
Hve mikið vildi ég gefa fyrir að
hafa getað goldið í sömu mynt þeg-
ar veikindi hennar bar að.
Með henni er gengin afburða fal-
leg, góð og gáfuð kona.
Eg votta systkinum hennar og
ættingjum djúpa samúð.
Hvíl þú í friði, friður guðs þig
blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt.
Hanna Lárusdóttir.
Góð frammi-
staða íslensku
liðanna í Evr-
ópukeppninni
SKÁK
Narva, Eistlandi
EVRÓPUKEPPNI
TAFLFÉLAGA
í fyrsta skipti tóku tvö íslensk lið
þátt í Evrópukeppni taflfélaga í
skák. Islandsmeistarar Taflfélags
Reykjavíkur og Taflfélagið Hellir
tóku um helgina þátt í und-
ankeppninni. Liðin náðu góðum
árangri, þótt sigurinn félli rúss-
neska liðinu f skaut.
TAFLFÉLAG Reykjavíkur
og Taflfélagið Hellir tóku um
helgina þátt í Evrópukeppni tafl-
félaga í skák. Keppt er í átta liða
riðlum og svo óheppilega vildi til
að Hellir og TR lentu í sama
riðli. Einungis sigurlið riðilsins
komst áfram í úrslitakeppnina.
Teflt var í Narva í Eistlandi.
Eins og greint var frá í skák-
þætti Morgunblaðsins fyrir helg-
ina var þetta sterkur riðill og
fyrirfram var rússneska liðið
talið afar sigurstranglegt. Það
kom líka á daginn, að Rússamir
sigruðu í riðlinum, en Taflfélag
Reykjavíkur náði öðra sæti og
Hellir lenti í því þriðja.
Taflfélag Reykjavíkur tefldi
við rússneska liðið í keppninni
um efsta sætið og tapaði með
minnsta mun, fékk 2Vz vinning
gegn 3Vz vinningi Rússanna. Úr-
slit í einstökum viðureignum
urðu þessi:
Margeir Péturss. - A. Khalifman 1/2-I/z
Igors Rausis - Sergey Ivanov 0-1
Þröstur Þórhallss. - K. Aseev 1-0
Jón V. Gunnarss. - V. Loginov V2-V2
Björgvin Jónss. - E. Solozhenkin
V2-V2
Ámi Á Ámas. - Valerij Popov 0-1
TR eygði jafnvel von um að ná
jöfnu gegn rússneska liðinu, en
Jón Viktor var með hrók og tvö
peð á móti hróki og peði and-
stæðingsins. Skákinni lyktaði þó
að lokum með jafntefli og TR
hafnaði í öðru sæti í riðlinum, en
einungis efsta sætið gaf rétt til
þátttöku í lokakeppni Evrópu-
mótsins.
Arni Armann Arnason, farar-
stjóri liðsins, tók sæti í sveit TR
þegar annar erlendu stórmeist-
aranna sem voru skráðir í lið TR
mætti ekki til leiks.
Taflfélagið Hellir lenti í þriðja
sæti í riðlinum, eftir að hafa tap-
að fyrir TR með fjórum vinning-
um gegn tveimur í annarri um-
ferð. Hellir sigraði síðan norsku
sveitina í keppninni um þriðja
sætið með 3'/z vinningi gegn 2'/z.
Jón L. Árnason, Helgi Áss Grét-
arsson og Bragi Halldórsson
sigruðu í sínum viðureignum.
Karl Þorsteins gerði jafntefli.
Hannes Hlífar Stefánsson og
Kristján Eðvarðsson töpuðu
báðir.
Tómas Björnsson sigrar
á Haustmóti TK
Haustmót Taflfélags Kópa-
vogs fór fram um síðustu helgi.
Tefldar voru sjö umferðir eftir
Monrad-kerfi. Umhugsunartími
var 30 mínútur. Úrslit urðu eftir-
farandi:
1 Tómas Björnsson 5!/z v.
2-4 Hlíðar Þór Hreinsson 5 v.
2-4 Sigurjón Sigurbjömsson 5 v.
2-4 Adolf Petersen 5 v.
5-8 Jón Garðar Viðarsson 4/2 v.
5-8 Víðir Petersen 4/2 v.
5-8 Davíð Kjartansson 4/2 v.
5-8 Eiríkur Garðar Einarsson 4/2 v.
o.s.frv.
Keppendur voru 20.
Björn Þorfinnsson
sigrar á atkvöldi
Bjöm Þorfinnsson sigraði á
fjölmennu atkvöldi sem Taflfé-
lagið Hellir hélt mánudaginn 26.
október. Eins og tíðkast á at-
kvöldum voru fyrst tefldar þrjái-
hraðskákir og síðan þrjár atskák-
ir. Úrslit urðu sem hér segir:
1 Bjöm Þorfinnsson 5'A v.
2 Páll Agnar Þórarinsson 5 v.
3^4 Þröstur Þráinsson og Benedikt
Egilsson 4'A v.
5-8 Kjartan Másson, Gunnar Bjöms-
son, Vigfús Óðinn Vigfússon og Bald-
vin Þorláksson 4 v.
9-10 Gústaf Smári Bjömsson og
Hafliði Baldursson 3'A v.
11-18 Valdimar Leifsson, Rafn Jóns-
son, Kristbjöm Björnsson, Ólafur
Gauti Ólafsson, Ólafur Kjartansson,
Harald Bjömsson, Finnur Kr. Finns-
son og Eiríkur Garðar Einarsson 3 v.
o.s.frv.
Alls tóku 27 skákmenn þátt í
atkvöldinu. Skákstjórar vora
Gunnar Bjömsson og Vigfús Óð-
inn Vigfússon.
Næsta atkvöld Hellis verður
haldið mánudaginn 23. nóvember
kl. 20:00
Heimsmeistaramót
barna og unglinga
Einar Hjalti Jensson og Stef-
án Kristjánsson gerðu jafntefli í
skákum sínum í fyrstu umferð
Heimsmeistaramóts barna og
unglinga sem nú stendur yfir á
Spáni. Þeir Halldór B. Halldórs-
son, Dagur Arngrímsson og
Guðmundur Kjartansson töpuðu
sínum skákum. Halldór lenti á
móti sterkum andstæðingi, Dej-
an Stojanovski, sem er með 2.235
stig.
I stúlknaflokkunum töpuðu ís-
lensku stúlkumar þrjár sínum
skákum.
Þegar þetta er skrifað höfðu
borist fréttir af því, að Dagur
Aragrímsson og Guðmundur
Kjartansson hefðu báðir náð að
sigra andstæðinga sína.
Keppni í landsliðsflokki
hófst í gær
Eins og greint hefur verið frá
hér í skákþætti Morgunblaðsins
fer keppni í landsliðsflokki á
Skákþingi Islands að þessu sinni
fram í Arborg. Fyrsta umferð
var tefld í gær, 27. október, en
mótinu lýkur 8. nóvember. Mótið
er í 4. styrkleikaflokki og þarf
því 7'Æ vinning til að ná áfanga
að alþjóðlegum meistaratitli.
Skipuleggjendur mótsins hafa
komið upp vefsíðu þar sem hægt
verður að fylgast með framvindu
mótsins: www.selfoss.is/skak-
mot/.
Meistaramót Hellis
hefst í kvöld
Meistaramót Hellis 1998 hefst
í kvöld, miðvikudaginn 28. októ-
ber, klukkan 19:30. Mótið verður
sjö umferða opið kappskákmót.
Þetta er í 7. sinn sem mótið fer
fram. Meðal þátttakenda verður
Bjöm Þorfinnsson, núverandi
skákmeistari Hellis.
Umhugsunartíminn verður U/2
klst. á 36 leiki og 30 mínútur til
að ljúka skákinni.
Teflt verður á mánudögum,
miðvikudögum og föstudögum.
Umferðir hefjast alltaf klukkan
19:30. Mótið er öllum opið. Teflt
verður í Hellisheimilinu, Þöngla-
bakka 1.
Daði Örn Jónsson
Margeir Pétursson