Morgunblaðið - 28.10.1998, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 28.10.1998, Blaðsíða 52
52 MIÐVTKUDAGUR 28. OKTÓBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ www.simnetJs/stebbit Prófkjör Sjáffstæðisflokksins í Reykjaneskjördæmi 14. nóvember Stefján Þ. Tcmas&cn VELJUM STEFÁN f 3 % sæti! STUÐNINGSMENN NOTKUN INTERNETS VIÐ HÖNNUN OG FRAMKVÆMDIR Ráðstefna Tölvutœknifélags Islands verður haldin á Hótel Sögu í salA, fimmtudaginn 29. október 1998 SKRÁNING A STAÐNUM, RÁÐSTEFNUGJALD KR. 3.000.- Dagskrá: Ráðstefnustjóri: Kristján Ottósson 10:00 Setning, Magnús Þór Jónsson, formaður TTFÍ. 10:10 ísland og stafrænar teikningar - framtíðarsýn Þór Örn Víkingsson, Samskipti, 10:30 VPN: Öruggar tengingar á intemetinu (Erindi flutt á ensku) Tero Syvanen, Nokia Telecommunications. 11:20 Sjálfvirk mælikerfi yfir intemetið með LabVIEW-hugbúnaði Andrés Þórarinsson, verkfræðingur hjá Verkfræðistofunni Vista. 11:40 Skoðun og notkun gagna yfir netið Sigbjörn Jónsson, verkfræðingur hjá Snertli. 13:00 Verkefnishandbók á netinu Helgi Þór Ingason, verkfræðingur hjá (slenska járnblendifélaginu. 13:20 Notkun intemetsins við lagnahönnun Eggert Aðalsteinsson, verkfræðingur hjá VGK. 13:40 Intemetið við rekstur og viðhald Gunnlaugur Hjartarson, verkfræðingur LH-tækni. 14:20 Notkun intemetsins við ráðgjöf Hannes Guðmundsson, verkfræðingur hjá Rafteikningu. 15:10 Alþjóðleg samskipti arkitekta á intemetinu Oddur Víðisson, arkitekt hjá Arkís. 15:30 Opin vinnubók við hönnun og framleiðslu Jóhannes Sigurjónsson, sérfræðingur hjá NTNU. 15:50 Gagnsemi intemetsins fyrir hönnuði Finnur Fróðason, innanhússarkitekt. 16:10 Kortaupplýsingar á vefnum Stefán Guðlaugsson, verkfræðingur hjá Hnit. 16:30 Samantekt og ráðstefnuslit RÁÐSTEFNA UM KJÖRDÆMASKIPAN ÍSLANDS Ráðstefna um fyrirhugaðar breytingar á kjördæmaskipan landsins verður haldin á vegum Félags stjórnmála- fræðinga laugardaginn 31. október milli kl. 14:00 og 18:00 á Kornhlöðuloftinu, Lækjarbrekku. Fundarstjóri og stjórnandi pallborðsumræðna er dr. Jón Ormur Halldórsson stjórnmálafræðingur. 14:00 Friðrik Sophusson alþingismaður og formaður nefndar skipuð af forsætisráðherra um kjördæma- skipan íslands og tilhögun kosninga til Alþingis: Hvað felst í tillögum nefndarinnar? 14:45 Kristín Ástgeirsdóttir alþingismaður: Mun konum fjölga á þingi? 15:00 15:15 15:45 16:45 18:00 Jón Kristjánsson alþingismaður: Mun landsbyggðin bera skarðan hlut frá borði? Kaffihlé Dr. Ólafur Þ. Harðarson stjórnmálafræðingur og dósent við Háskóla íslands: Hvaða hlutverki á kjördæmaskipan að gegna í fujltrúalýðræði? Tryggir núverandi kjördæmaskipan á íslandi réttlæti og jöfnuð meðal kjðsenda? PALLBORÐSUMRÆÐUR: Er jöfnun atkvæðisréttar mannréttindamál? Eiríkur Tómasson lagaprófessor, Guðmunur Árni Stefánsson þingmaður Alþýðuflokks og meðlimur í nefnd um kjördæmamálið, Hanna Birna Kristjánsdóttir stjórnmálafræðingur og framkvæmdastjóri þingflokks Sjálfstæðismanna og Jón Kristjánsson þingmaður framsóknarmanna. RÁÐSTEFNUL0K. Að ráðstefnunni lokinni verður umræðum haldið áfram yfir þriggja rétta dýrindis málsverði á Litlu Brekku, Lækjarbrekku, gegn sanngjörnu verði. Ráðstefnugjald er kr. 500 (kaffiveitingar innifaldar). Frítt fyrir félagsmenn í Félagi stjórnmálafræðinga. Þeir sem hafa áhuga á að gerast félagsmenn geta skráð sig á ráðstefnunni (árgjaldið er kr. 1500). www.mbl.is í DAG VELVAKAMH Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Góð þjónusta hjá Orkunni VELVAKANDA barst eft- irfarandi bréf: Kæri Velvakandi. Ég verð að segja þér sögu af ótrúlegri þjónustu. Ég var að kaupa bensín á sjálfsgreiðslustöð Orkunn- ar við Eiðistorg, mánudag- inn 19. október kl. 15.40. Þegar ég var búinn að dæla á bílinn vildi ég fá kvittun en hún kom ekki þótt ég styddi á þann takka sem vísaði til þess. Kom þá maður mér til hjálpar og sagði mér að ég yrði að stimpia inn leyni- númerið, sem ég vildi ekki trúa en gerði samt, því hann virtist kunna þetta betur en ég. Það kom eng- in kvittun þótt farið væri eftir þessu. Ég beið þarna svolitla stund en fór síðan án kvittunar. Mér fannst þetta ansi einkennilegt, því ég tek alltaf bensin hjá Orkunni og fæ kvittun án þess að stimpla inn leyni- númerið. Svo ég hringdi í Orkuna og talaði þar við Ólaf. Ég gaf honum upp kortanúmerið. Svo hringdi hann í mig á miðvikudag, tveimur dögum seinna, og tjáði mér að af korti mínu hefði, fjórum mínútum síð- ar, einhver tekið 30 lítra og hann sagði mér að hann ætlaði að skoða þetta bet- ur. Núna á fostudaginn sL, tveimur dögum síðar, kom til mín bréf frá Orkunni og í umslaginu var kvittunin yfir úttekt mina og úttekt þess sem tók út á mitt kort og að auki peningaá- vísun að upphæð 2.078 kr. sem var sú upphæð sem „hjálpsami" maðurinn hafði tekið út af mínu korti. Vil ég senda þeim hjá Orkunni þakklæti fyrir einstaka lipurð og góða þjónustu en jafnframt vil ég vara fólk við svona „hjálpsömu" fólki. Jóhann. Staða gyðinga meðal bænda HALLDÓR Bh-gir Run- ólfsson, skrifar um gagn- rýnendur í Mbl. í síðustu viku. I sinni ágætu grein segir hann m.a. eitthvað á þá leið, að staða gagn- rýnenda sé svipuð og staða gyðinga meðal bænda. Mér er spurn: Hver er staða gyðinga meðal bænda? Getur það ekki farið saman að vera bóndi og gyðingur? Líður gyð- ingum illa hjá bændum, eða líður bændum illa með gyðingum? Haraldur Blöndal hrl. Frábær þjónusta í Fjarðarkaupum MIG langar til að óska Fjarðarkaupsfólki til ham- ingju með stórafmæli verslunarinnar og þakka þeim frábæra þjónustu við mig og mína undanfarin ár. Einnig vil ég hvetja Hafnfirðinga og nágranna til að styðja við bakið á þessari verslun í hinni hörðu samkeppni sem nú ríkir á matvörumarkaðin- um. Verslunin er rekin af fjölskyldu sem leggur all- an sinn metnað í að halda vöruverði lágu og þjóna vel sinum viðskiptavinum enda er þjónustan hvergi betri og kjötborðið rómað fyrir gæði. Ég óska ykkur góðs gengis og langra líf- daga. Húsmóðir í Hafnarfirði. Tapað/fundið Hettuúlpa týndist DÖKKBLÁ hettuúlpa með gráu flísfóðri týndist í ná- grenni Verslunarskólans eða í strætó fyrir 2 vikum. Skiivís finnandi hafi sam- band í síma 587 1829. Dýrahald Læða í óskilum í Blönduhlíð GRÁBRÖNDÓTT læða, mjög ung, fannst í vikunni við Blönduhlíð 4. Upplýs- ingar í síma 562 2390. Hvítur kettlingur óskast ÓSKA eftir hvitum kett- lingi, helst læðu. Upplýs- ingar í síma 552 2903. SKAK IJmsjóii Margeir Pcturssnn STAÐAN kom upp í næstsíðustu umferð á Olympíuskákmótinu í Elista. Alexander Shabalov (2.645), Bandaríkjunum hafði hvítt og átti leik gegn A. Istratescu (2.540), Rúmeníu. 21. Hxc5! - dxc5 22. Dc6+ - Hd7 23. Bxa6 - c4 24. Ke2 - Bb4 25. Bb5 - Dxc2+ 26. Kf3 - Dd3 27. Ba4 - f5 28. Hdl og svart- ur gafst upp. Meistaramót Hellis hefst í kvöld í félags- heimili Hellis, Þöngla- bakka 1 í Mjódd. Mótinu lýkur 11. nóvember. Teflt er á mánudags-, miðviku- dags- og fóstudagskvöld- um. Verðlaun eru 20 þús., 12 þús. og 8 þús. Teflt er eftir Monrad- kerfi, allir keppendur í einum flokki og er öllum heimil þátttaka. HVÍTUR leikur og vinnur a 7/t/ar sérðu, ctcuiðsfcUt í Aana/- ritíruj ???" Víkverji skrifar... MÁTTLEYSI löggæslunnar gagnvart síendurteknum brotum á banni við áfengisauglýs- ingum hérlendis er slíkt, að það er hætt að heyra til tíðinda, þegar áfengisauglýsingar, í dulargervi eða purkunarlausar birtast í blöð- um, útvarpi, sjónvarpi eða tímarit- um. Víkverji hallast að því, að upp- gjöfin gagnvart auglýsingunum sé svo víðtæk og áberandi, að rík þörf sé á breytingu á lögum, þannig að löggjafinn aðlagi lögin að nútíman- um, tíðarandanum og þeirri stað- reynd, að ekki virðist gerlegt að koma í veg fyrir að áfengi sé aug- iýst með einum eða öðrum hætti, beint eða óbeint. XXX HÉR í borg er nú verið að sýna kvikmyndina Foreldragildr- una frá Walt Disney-fyrirtækinu, sem fjallar um ungar eineggja tví- burasystur sem hafa verið aðskild- ar frá fæðingu til 11 ára aldurs, þegar þær kynnast fyrir hreina til- viljun. Þær grípa til sinna ráða, til þess að reyna að leiða foreldrana saman öðru sinni. Myndin er ágæt- is bama- og fjölskyldumynd, með léttum húmor og hugljúfum en lítt raunsæjum boðskap, sem gjaman er einn helsti drifkraftur slíkra kvikmynda. Vílcverji brá sér í bíó ásamt syni sínum, sem varla er í frásögur færandi nema fyrir þær sakir, að á þessari sýningu voru kvikmyndagestir börn, sennilega í um 80% tilvika, og 20% sem vora í tölu fullorðinna, vora gestir á sýn- ingunni einvörðungu fyrir þær sak- ir, að þeir voru þar með bömum sínum eða bamabörnum. XXX EGAR að hinu hvimleiða hléi í miðri kvilanynd kom svo, þyrptist fjöldi fram í anddyrið til þess að verða við óskum þess sem kvikmyndahúsið rekur, að kaupa sælgæti og gosdrykki með mörg- hundruð prósent álagningu, en aðr- ir sátu í salnum í hléinu, þeirra á meðal Vílcverji og sonur og fylgd- ust m.a. með auglýsingunum sem birtust á tjaldinu. Það sem gekk fram af Víkverja, þegar hann fylgdist með auglýsingum á tjald- inu, var magnið af bjórauglýsing- um sem birtust á örfáum mínútum frá einum og sama bjórinnflytjand- anum. Allar voru auglýsingarnar dulbúnar áfengisauglýsingar og hvergi var minnst á nafnorðið bjór, heldur höfðað til gæða, vellíðunar, gleði og þess háttar og síðan var vörumerkið tíundað, æ ofan í æ. Áhorfendur að þessum auglýsing- um voru eins og áður segir a.m.k. í 80% tilvika börn á öllum aldri. Er þetta boðlegt? xxx EKKI er ólíklegt að forvitni hafí verið vakin hjá ákveðnum hluta þess hóps sem horfir á aug- lýsingamar um þennan drykk, sem auglýsandinn gefur í skyn að sé svo mikill heilsu- og hamingjudrykkur. Nú er Víkverji þeirrar skoðunar, að í dag sé svo gott sem útilokað að koma í veg fyrir áfengisauglýsing- ar, hvort sem er beinar auglýsing- ar eða dulbúnar, en hann telur öðru máli gegna, þegar börn og unglingar eiga í hlut. Það er sið- laust að láta sem ekkert sé, þegar slíkar auglýsingar gegna mikil- vægu hlutverki á barnasýningum kvikmyndahúsanna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.