Morgunblaðið - 28.10.1998, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 28.10.1998, Blaðsíða 56
- 56 MIÐVIKUDAGUR 28. OKTÓBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ FÓLK í FRÉTTUM XlXlTmilimxmiTllTITlTlTTTlTlTTTlTTlTIlTiTrnTrTTTTri VINSÆLUSTU KVIKMYNDIR Á ÍSLANDI IS,m. Nr. var vikur Mynd Framl./Dreifing Sýningarstaður 1. Ný Ný The Truman Show (Truman-þátturinn) Paramount Laugarásbió, Háskóabíó 2. Ný Ný Halloween H20 (Hrekkjavakan H20) Miramax Regnboginn, Bíóhöllin 3. Ný Ný The Parent Trap (Foreldragildran) Buena Vista Bíóhöllin, Kringlubíó 4. (1) 2 Wrongfully Accused (Kærður saklaus) Morgan Creek Bíóhöllin, Kringlubíó, Regnboginn 5. (2) 3 A Perfect Murder (Fullkomið morð) Warner Bros. Bíóhöllin, Bíóborgin, Kringlubíó 6. (3) 4 Dr.DolÍttle (Dagfinnur dýralæknir) Sony Pictures Regnboginn, Bíóhöllin J/k 7. (4) 3 Small Soldiers (Smáir hermenn) Dreamworks SKG Hóskólabíó 8. (5) 2 Primary Colors (Valdamesti mníur heims) Mutual Films Bíóhöllin, Háskólabíó 9. (8) 8 The Magic Sword (Töfrasverðið) Warner Bros. Bíóhöllin, Bíób., Kringlub. ÉBwM'ty. 10. (6) 6 The Mask of Zorro (Grima Zorrós) Sony Pictures Stjörnubíó, Bíóhöllin ÆBmm 1 11.1(11) 2 Les Miserables (Vesalingarnir) Sony Pictures 12.1(10) 5 Dansinn ísfilm 13.; (9) 7 Saving Private Ryan (Björgun óbreytts Ryan) Dreamworks SKG 14. i (12) 5 Horse Whisperer (Hestahvíslarinn) Buena Vista 15.; (7) 3 Species 2 (Hættuleg tegund II) MGM 16.1(17) 35 Hugo Per Holst 17.i (16) 12 Lethal Weapon 4 (Banvænt vapn 4) Warner Bros. i8.; (i4) 12 Sliding Doors (Tvær sögur) Intermedia 19.1(15) 6 Paulie Dreamworks SKG 20.1(13) 10 Godzilla Sony Pictures ’jn Stjörnubíó Hóskólabíó Hóskólabíó Kringlubíó, Bíób. Laugarósbíó Hóskólabíó Bíóborgin Laugarósbíó Hóskólabíó Bíóhöllin Truman vinsælastur ÆTÓRMYNDIN „The Trum- an Show“ eða Truman-þátt- urinn fór beint í efsta sæti yfír mest sóttu kvikmyndir hérlendis um síðustu helgi |V þegar hún var frumsýnd. Það þurfti svo sem ekki að koma mörgum á óvart þvíl myndin hefur fengið mikið umtal, ekki síst vegna mjög ■ svo burðugs handrits sem gengur gegn hefðbundnum bandarískum klisjum og einnig vegna stórleiks gam- anleikarans Jims Carreys sem spreytir sig á sínu fyrsta dramatíska hlut- verki og þykir líklegur til óskarstilnefningar. Tvær aðrar myndir eru nýjar á listanum og fylgja þær fast á hæla Truman-þáttarins. Hrekkjavaka H20 er með Jamie Lee Curtis í aðalhlutverki og tekur hún upp þráðinn að nýju sem Laurie Strode eftir tuttugu ára hlé. Hún tók þátt í fyrstu og annarri Hrekkja- vökunni árið 1978 og 1981 en alls eru glímurnar við morð- hundinn Mike Myers orðnar sjö talsins. Poreldragildran er ný mynd frá Disney sem hafnaði í þriðja sæti. Þetta er ljúf barna- og fjölskyldumynd með Dennis Quaid og Nastös- hu Richardson í aðalhlutverk- um. Kvikmyndalistinn yfír mest sóttu myndir í kvikmyndahúsum hérlendis verður birtur vikulega á miðvikudögum í Morgunblaðinu. Truman og Carrey eiga eitt sam- eiginlegt „STUNDUM læðist að mér illur grunur og ég lít í kringum mig og velti því fyrir mér hvort einhver sé að festa inig á filmu,“ segir Jim Car- rey í viðtali við breska kvikmyndatímaritið Emp- /re. „Vinir mínir segja gjarnan: „Réaðu þig, það veit enginn um þig.“ Fimm mínútum síðar þurfuin við að berja af okkur hóp ljós- myndara og fiýja inn í bíl vegna þess að ég hafði rétt fyrir mér.“ Eltur af auga linsunnar Ef til vill er líf leikara í Hollywood ekki alls ósvipað lífi sakleysingjans og söguhetj- unnar Trumans Burbanks sem hefur verið eltur af auga linsunnar frá barnæsku. í mynd- inni Tniman-þátturinn er ævi hans efniviður dýrustu sápuóperu Bandaríkjanna sem sjónvarpað er allan sól- arhringinn við ómældar vinsældir. Ævi hans er í beinni útsendingu allt frá fæðingu. Alvöru sápuópera hefur svo sem lengi verið draumur margra dagskrárgerðarmanna sem hafa reynt að kom- ast nálægt því í þáttum á borð við „The Real World“ á MTV-sjónvarpsstöðinni og „The Living Soap“ á BBC2. En ekki síður allra slúðurdálkahöfundanna. En eru Truman og Carrey að beijast við sömu grýluna? Vinsældir þáttarins um Truman [Sannur maður] virðast byggjast á því að þar er fjailað um raunverulega atburði og raunverulega manneskju. Og byggja ekki vinsældir slúðurþátta á borð við „Hardcopy“ og gulu pressunnar á því sem gerist „í alvörunni" í lífi fræga fólksins? Truman-þátturinn hefur fengið jákvæðar viðtökur frá ófáum gagnrýnend- um. Carrey þykir líklegur tii að hreppa óskarinn. Geðsjúklingurinn Carrey „Ég læt það ekki fara í taugarnar á mér,“ segir Carrey um hið blindandi kastljós fjölmiðla. „Ég geri mér alveg grein fyrir að fólk hefur áliuga á því gerist í mínu Iífí,“ heldur hann áfram. „Hins vegar fer blygðunarlaus illgirni í taugarnar á mér. Ég get alveg tekið sak- lausu gamni en Hardcopy ... ég hef séð frétt- ir þar sem ég er á tökustað í sloppnum mín- um ... svona álíka svalur og agúrka og þeir taka nærmynd af mér og fylgja mér eftir. Síðan er mynuin sýnd hægt í þættinum og þeir láta mig depla augunum eins og ég sé fuilur. Allskyns ógurleg dýrahljóð eru spiluð undir útsendingunni eins og það sé verið að slátra ljónum og svínum. Svo taka þeir ein- hverja grettu sem ég hef sett upp til þess að reyna að vera fyndinn og hægja á myndinni svo ég líti út fyrir að vera geðsjúklingur. Eða þeir segja að ég sé algjörlega stjórnlaus og ómögu- legt sé að vinna með mér. Sannleikurinn er sá að það mætti spyija hvaða tökulið sein er að því hvort reynslan af þvi að vinna með mér liafí verið auð- mýkjandi á einhvern hátt. Ég skal leggja lífið að veði fyrir því að svo væri ekki.“ Hermenn Spielbergs HERSVEIT Tom Hanks í stórmynd Spielbergs „Björgun óbreytts Ryans“ lendir ósjaldan í kröppum dansi. Meðlim- um sveitarinnar er ætl- að að vera þverskurður af þeim ungu banda- rísku hermönnum sem létu lífið fjarri ættjörð sinni fyrir óljósan mál- stað og innblásnir af ósannfærandi heljumóð. I búninga hersveitar Hanks, sem sumir hveij- ir voru notaðir í seinna stríði, völdust ungir og upprennandi leikarar og kvikmyndagerðarmenn í Hollywood. Og víst er að stríðsmyndin verður þeim ekki að aldurtila heldur á hún eftir að verða þeim stökkpallur til frekari áhrifa og frama í kvikmyndaborg- inni. En hveijir eru þessir menn? Giovanni Ribisi Ed Burns Ed Burns (óbreyttur Reiben) Steig fram í sviðsljósið þegar hann gerði ódýra og óháða mynd, Bræð- urna McMullen. Þar gaf hann tóninn fyrir framtíðina og fylgdi á eftir með því að skrifa handrit að og leikstýra myndinni „She’s The One“. Þriðja mynd hans, Það verður ekki aftur snúið, eða „No looking Back“, er þegar fullkláruð og er með Lauren Holly og Jon Bon Jovi í aðalhlut- verkum. Björgun óbreytts Ryans er mjög ólík fyrri viðfangsefnum hans þar sem það er í fyrsta skipti sem hann flytur texta eftir aðra og er leikstýrt af öðrum. Jeremy Davies (Upham undirliðþjálfi) Frami Jeremy Davies í Hollywood var ekki skjótur. Hann hefur farið með ófá smáhlutverk í myndum á borð við Byssuóður, Nell og „Twist- er“ ásamt óháðu myndinni „Spank- ing The Monkey". Hans sérgrein eru duglausar, ráðvilltar persónur gegn: umsýrðar af óákveðni og ótta. I framhaldi af Björgun óbreytts Ryans lék hann í myndinni „Going AJl the Way“ og á næstunni leikur hann í myndinni Engisprettunum og á móti Robert Carlyle í mannætu- hrollvekjunni Banhungraður. Vin Diesel (óbreyttur Caparzo) Barry Pepper (óbreyttur Jackson) Kanadamaðurinn Pepper hefur hingað til mestmegnis leikið í sjón- varpsmyndum. I æsku ferðaðist hann með fjölskyldu sinni um Suður- Kyrrahaf á heimagerðum báti. Eftir það fór hann í leiklistartíma og hefur leikið í ótal sígildum leiki-itum. Fyrsta kvikmyndahlutverk hans var í myndinni „Firestorm" og næst leik- ur hann á móti Gene Hackman, Will Smith og Jon Voight í Ovini ríkisins. Efth- það fer hann með hlutverk í myndinni „The Green Mile“. Giovanni Ribisí (sjúkraliðinn Wade) Ribisi hefur áður unnið með „æðsta yfírmanni" Tom Hanks. Það var þegar hann lék ólánsama trymbilinn Chad í myndinni „That Thing You Do!“ sem handleggs- brotnaði og verður að víkja fyrir öðr- um einmitt þegar frægðarsól hljóm- sveitarinnar fer að skína. Ribisi hefur leikið í fjölda mynda á tíunda áratugnum. Hann fékk já- kvæða dóma fyrir SubUrbia, þótti heppinn að deyja snemma í Póst- manninum og er einn af föstum aukaleikurum í Vinum þar sem hann leikur bróður Phoebe. Hann leikur næst í myndinni „The Mod Squad" á móti Claire Danes og „Hinni systur- inni“ á móti Diane Keaton. Stuttmynd Diesels „MultiFacial“ þótti svo góð að ekki þurfti meira til að Spielberg byði honum hlutverk í Björgun óbreytts Ryans. I framhaldi af því skrifaði hann, leikstýi’ði og lék aðalhlutverkið í „Strays", fyrstu kvikmynd sinni í fullri lengd. Hann vinnur nú að því að gera þætti byggða á myndinni fyrir MTV og er einnig að vinna að handriti að Dyravörðunum, sem byggð er á reynslu hans af því starfi í New York. Þá talar hann inn á teiknimyndina Járnrisann, sem byggð er á barna- bók Ted Hughes Járnmanninum, og verður í næstu áströlsku vísinda- skáldsagnamyndinni „Pitch Black“. Adam Goldberg (óbreyttur Mellish) Eitt af fyrstu hlutverkum hans var í mynd Richards Linklaters „Dazed & Confused". Hann lék einnig á móti Billy Crystal í „Mr. Saturday Night“ og í mynd Johns Singletons „Æðri menntun“ eða „Higher Learning". Sem handrits- höfundur og leikstjóri hefur hann gert rómaða mynd „Viskí og mjólk“. Þá hefur hann leikið herbergisfélaga Matthew Perry í Vinum. Næst á dagskrá hjá honum er að tala inn á framhaldsmynd Babe „Svín í stór- borginni" og einnig hlutverk í mynd Ron Howards „Ed TV“.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.