Morgunblaðið - 28.10.1998, Page 58
58 MIÐVIKUDAGUR 28. OKTÓBER 1998
MORGUNBLAÐIÐ
FÓLK f FRÉTTUM
Einstök brúða
► HÉR sést leikkonan Elizabeth Taylor
brosa sínu blíðasta enda er fyrir fram-
an hana einstök brúða sem likist
leikkonunni eins og hún var fyrr á ár-
um. Það er aðeins til ein svona brúða
í heiminum og skartar hún demönt-
um, en eins og ailir vita er Eliza-
beth fræg fyrir steinasöfnun
sína í gegnum árin. Myndin
er tekin á uppboðinu „Dr-
eam Halloween" sem
haldið var í Santa Monica
24. október sl.
til styrktar al
næmissjúk-
um börn-
Byggt á þínum smekk
Þú getur valið úr 21 sjónvarpsstöð og 17 útvarpsrásum
Þú færð hvergi betra yfirlit yfir dagskrá sjónvarps og
útvarps en í sérblaði Morgunblaðsins, Dagskrá. Þar
getur þú á auðveldan hátt raðað saman þinni dagskrá.
í blaðinu eru einnig fréttir, myndirog umfjöllun um
þættina, kvikmyndirnar og fólkið sem kemur við sögu.
Dagskránni er dreift með Morgunblaðinu annan hvern
miðvikudag og ókeypis á helstu bensínstöðvum á
höfuðborgarsvæðinu.
Hafðu Dagskrána alltaf við hendina. íallri sinnimynd!
Morgunblaðið/Ásdís
FRIÐRIK og Guðlaug Eh'sabet Ólafsdóttir í hlutverkum
Edwards og Kyru í Ofanljósi.
Vondi karl-
inn heillar
Edward í Ofanljós, Pétur Pan, Eugene í
Grease og Ríkharður þriðji eiga það allir
sameiginlegt að vera góðir vinir Friðriks
Friðrikssonar leikara sem Hildur Lofts-
dóttir hitti á Gráa kettinum.
FRIÐRIK útskrifaðist frá Leiklist-
arskólanum í vor, og hefur síðan ver-
ið á fjölum Borgarleikhússins án
þess að vera fastráðinn. Hann leikur
nörðinn Eugene í Grease, um síð-
ustu helgi vai’ frumsýnt leikritið Of-
anljós þar sem hann leikur átján ára
drenginn Edward og
um jólin verður Pétur
Pan frumsýndur og þar
fer Friðrik með titil-
hlutverkið.
Fótatak í fjarska
- Er það draumur
hins nýútskrifaða að
vera fastráðinn?
„Ég veit það ekki.
Það er visst öryggi að
hafa fasta vinnu, en
sumir lenda í því að
vera alltaf fótatak í
fjarska, andlit á glugga
eða spjótberi, og það er
ekki sniðugt. Ef maður
fær ekkert hjá stóru
húsunum þá reddar
maður sér eins og Vilhjálmur
Hjálmars sem tók sér hlé í leiklist
og er nú með Svartklæddu konuna.
Jóhanna Jónas kom óþekkt heim frá
Bandaríkjunum, setti upp Dónalegu
dúkkuna og það fleytti henni áfram
inn í leikhúsin.“
- Hvernig finnst þér að leika Ed-
ward?
„Mér fannst það mjög erfitt fyrst,
var týndur fyrstu vikumar og vissi
ekki alveg hvað ég var að fara út í. I
vor var ég líka að æfa Grease og Pét-
ur Pan, þannig að ég var í leikhúsinu
langt fram á kvöld og þar að auki á
námskeiði hjá rússneska leikstjóran-
um Borodin. Það var svolítið erfítt að
vera svona kleifhugi og þurfa að
skipta sér á milli flefri hlutverka.
Mér fannst ekkert gerast með Ed-
ward fýrr en við fengum fyrstu
áhorfendur á æfingu. Áhorfendur
gefa ekki mikið frá sér í þessari sýn-
ingu og þótt ríki þrúgandi þögn þá
finnur maður samt alltaf einhveija
strauma frá þeim sem hjálpa."
- Hvert leitaðir þú að fyrírmynd-
innifyrir Edward?
„Ég er ennþá bara 26 ára og
þannig eru átta ár síðan ég var átján
ára. Eg var samt ekki sama týpa og
hann og reyndi að fá stressið og óör-
yggið fram í honum. Annars er mað-
ur alltaf að horfa á fólk alla daga og
Edward kom ósjálfrátt."
Gaman að fljúga
- En hvað er eiginlega Pétur
Pan gamall?
„Hann er á óræðum aldri. Ætli
hann sé ekki á bilinu átta til tólf
ára, það er alla vega þroskastigið
hans. En svo er hann líka eldri ef út
í það er farið. Mér finnst mjög gam-
an að leika hann og það verður sér-
staklega gaman að fá að fljúga. Við
erum komin langt í æf-
ingum en margt á eftir
að gerast. Það er
skemmtilegt fólk í
þessari sýningu, mikið
af börnum og svo Gísli
Rúnar sem fer á kost-
um í hlutverki Kafteins
króks.“
- Sástu teiknimynd-
ina þegar þú varst lít-
ill?
„Nei, ég vissi ekkert
um Pétur Pan þegar ég
fékk hlutverkið, og það
kom mér reyndar á
óvart hvað sagan er
skemmtileg. Hún er
eftir James Matthew
Barry en hann og kon-
an hans gátu ekki eignast börn.
Hann kynntist strák í Kensington
garðinum og saman spunnu þeir
söguna sem endaði sem leikverk.
Það var frumsýnt árið 1904 og hef-
ur verið sýnt á jólunum allar götur
síðan einhvers staðar í heiminum,
nema yfír stríðsárin. Yfirleitt eru
það konur sem leika aðalhlutverkið,
og sú hefð var ekki brotin fyrr en á
síðasta áratug.“
Ungur og gamall
- Býstu við að vera í ungmenna-
hlutverkunum fram yfír þrítugt?
„Þú meinar í Stundinni okkar?
Ha, ha! Ég get auðveldlega litið út
fyrir að vera þó nokkuð yngri en ég
er, en ég vona samt ekki. Ekki að
það séu slæm hlutverk, það er bara
ekki nógu mikið af þeim. Ef ég fæ
ekki eldri rullu þá set ég bara upp
einleik einhvers staðar... á Gráa
kettinum!“
-Attu þér eitthver fullorðins
draumahlutverk?
„Eftir einhver ár væri gaman að
kljást við Ríkharð þriðja. Þegar ég
var í inntökuprófinu var mér út-
hlutað byrjuninni á einræðu Rík-
harðs þriðja og hún hefur setið í
mér síðan; „Nú hefur sjálfur
sólguð Jórvíkinga breytt vetri
rauna vorra í sumardýrð." Svo sá
ég heimildamyndina Leitina að
Ríkharði þriðja með A1 Pacino sem
var algjört snilldai-verk. Það væri
heillandi að leika einhvern tímann
vonda karlinn.“
Morgunblaðið/J6n Svavarss.
FRIÐRIK spáir í
framtíðarhlutverkin.