Morgunblaðið - 04.11.1998, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 04.11.1998, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 251. TBL. 86. ÁRG. MIÐVIKUDAGUR 4. NÓVEMBER 1998 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Bush nýr ríkis- stjóri í Flórída BUIST var við að mjótt yrði á mun- unum í þing- og ríkissljórakosning- um sem fram fóru í Bandaríkjun- um í gær. Kosið var um öll sætin í fulltrúadeildinni, 34 sæti í öldunga- deild og 36 rikisstjóra. Síðustu kosningaspár bentu til þess að repúblikönum tækist að halda meirihluta i báðum deildunum en demókratar hafa hins vegar sótt mjög á undanfarna daga. Sam- kvæmt fyrstu tölum, sem bárust frá Indiana í gærkvöldi, sigraði demókratinn Evan Bayh í kosning- Sakaður um njósnir Serba fyrir París. Reuters. FRANSKA stjórnin fullyrti í gær að samskipti Frakka og Atlantshafs- bandalagsins, NATO, myndu ekki bíða skaða af ásökunum þess efnis að yfirmaður í franska hernum hefði njósnað fyrir Serba. Frakkinn hefur starfað í höfuðstöðvum NATO í Brussel undanfarin tvö ár og er sakaður um að hafa gefið serbnesk- um stjórnvöldum upplýsingar um væntanlegar árásir NATO á Serba vegna Kosovo-deilunnar. Embættismenn hjá NATO fullyrða að Pierre Bunel, majór í franska hernum, sem er í gæsluvarðhaldi í París, hafi ekki haft aðgang að nákvæmum upplýsingum um vænt- anleg skotmörk NATO ef tii árása kæmi. Bunel gafst engu að síður færi á að senda Serbum „heilmikið af hernaðargögnum" að sögn franskra embættismanna, þar eð hann sat leynilega fundi þar sem árásir á Serba voru ræddar. --------------------- Bjöða Rússum 3 m. tonna af mat Washington. Reuters. BANDARÍSK stjómvöld eru reiðu- búin að bjóða Rússum 3,1 milljón tonna af mat, aðallega hveiti, vegna yfirvofandi matvælaskorts, að sögn bandarísks embættismanns. Samningar hafa hins vegar ekki tekist um skatta og önnur gjöld, og hvemig staðið skuli að dreifingu mat- vælanna. um til öldungadeildarinnar. Fyrstu tölur úr öldungadeildarkosning- unni í Kentucky bentu hins vegar til þess að mjög mjótt yrði á mun- unum milli frambjóðenda demókrata og repúblikana. í Flórfda bar Jeb Bush, sonur Geor- ge Bush, fyrrverandi forseta, sigur úr býtum í ríkisstjórakosningun- um, en á myndinni greiðir hann at- kvæði í borginni Kendall. Bróður Jebs, George, var spáð sigri í ríkis- stjórakosningunum í Texas. Repúblikönum var raunar spáð sigri í flestum kosningum til ríkisstjóra nema í Kaliforníu, þar sem demókratinn Gray Davis er talinn öruggur sigurvegari. Margir eru þeirrar skoðunar að kosningarnar muni skera úr um hvort höfðað verði mál til embætt- ismissis á hendur Bill Clinton Bandaríkjaforseta. Nái repúblikan- ar að tryggja stöðu sína muni þeir sækja af auknum krafti að forset- anum, en vinni demókratar á muni þeir fylkja sér að baki honum. ■ Er að leita sátta/21 Allt að 19.000 manns taldir af í flóðum í Mið-Ameríku „Neyðin óskapleg“ Managua. Reuters. ÓTTAST er að allt að 19.000 manns kunni að hafa látið lífið í fellibylnum Mitch sem gengið hefur yfir Mið-Ameríku undan- farna daga. Staðfest hefur verið að Mitch hafi kostað um 6.500 mannslíf, þar af 5.000 í Hondúras, og um 13.000 manns til viðbótar er saknað í Hondúras og Níkaragva. „Þetta hefur reynst mun alvarlegra en talið var í upphafi og það er fyrst nú að upplýsingar eru famar að berast. Neyðin er víða óskapleg," segir Sigríður Sveins- dóttir, sem býr í Tegucigalpa, höfuðborg Hondúras. Hún segh- neyðaraðstoð farna að berast til landsins og að tekist hafi að koma á vegasambandi við norðurhluta landsins sem hafi einangrast í flóðunum. ,Astandið er nú einna verst í höfuð- borginni, hér skoluðust heilu göturnar á brott og enginn veit hversu margir hafa farist. Hundruðum neyðarskýla hefur ver- ið komið upp og útgöngubann sett, til að varna gripdeildum, enda á lögreglan nóg með að aðstoða fórnarlömb flóðanna. En veðrinu hefm- slotað og farið er að huga að uppbyggingarstarfi, sem sagt er að muni taka næstu 25-30 ár.“ Sigríður segir að farið sé að gæta mat- arskorts og drykkjarvatn sé af skornum skammti. Sjálf hefur hún sloppið við flóðin þar sem hún býr og starfar uppi í hæðum. Þetta er hins vegar ekki í fyrsta sinn sem Sigríður upplifir hörmungar, því hún bjó í Níkaragva er mikill jarðskálfti reið þar yf- ir árið 1972. Hún flýði stríðsátök í Níkaragva 1978 og hefur búið í Hondúras síðan. Fellibylurinn Mitch er nú talinn sá mannskæðasti er gengið hefur yfir Mið- Ameríku og er tjónið í Hondúras af völd- um hans metið á um 2 milljarða dala, um 140 milljarða ísl. kr., sem er nær óbætan- legt fyi’ir bláfátæka þjóð. Hefur Bill Clint- on Bandai'íkjaforseti heitið þeim Mið- Amei’íkuríkjum, sem verst urðu úti, stoð. að- ■ Allt að ellefu/19 Reuters ÍBÚI í E1 Progreso í Hondúras reynir að komast að heimili sínu. Bretar og Bandaríkjamenn telja að beita þurfí Iraka hörðu Utiloka ekki beitingu hervalds gegn Irak London, Moskvu, Bagdad. Reuters. BANDARÍSK og bresk stjórnvöld urðu í gær sammála um mögulega beitingu hervalds gegn Irak, endur- skoði Irakar ekki þá ákvörðun sína að slíta samstarfi við vopnaeftirlits- nefnd Sameinuðu þjóðanna (UNSCOM). írakar sátu hins vegar við sinn keip í gær og sagði málgagn þarlendra stjórnvalda, al-Iraq, að íraska þjóðin myndi ekki gefa eftir í þessu máli, sama hverjar fórnir þyrfti að færa, fyrr en viðskiptabanni SÞ gegn Irak hefur verið aflétt. Var for Williams Cohens, varnar- málaráðherra Bandaríkjanna, í gær heitið til Saudi-Arabíu og Kúveit eftir fund í London með George Robert- son, varnarmálaráðheiTa Bretlands. Mun hann þar reyna að telja stjórn- völd á að styðja afstöðu Bandaríkj- anna og Bretlands gagnvart Irak. Talsmaður rússneska utanríkis- ráðuneytisins sagði hins vegar í gær að stjórnvöld í Moskvu væru andsnúin hótunum Bandaríkjamanna um árásir á írak og tryðu því að hægt væri að leiða þessar nýjustu deilur til lykta með friðsamlegum hætti. Lýstu Kínverjar einnig áhyggjum og hvöttu íraka til að gefa eftir i deiiunni. Margir fréttaskýrenda telja að Saddam Hussein hafi sent vopnaeft- irlitsmenn SÞ heim nú í þeirri trú að Vesturveldin væru of þreytt á deilum við írak til að megna að láta kné fylgja kviði. Kosovo-deilan þykir einnig hafa tekið sinn toll og tíma- setning aðgerða Iraka hafi því ekki verið nein tilviljun. Minnstu munaði að Bandaríkin og Bretar hæfu árásir á Irak í febrúar síðastliðnum vegna tregðu Iraka til að leyfa vopnaeftirlitsmönnum að sinna starfi sínu en Kofi Annan, framkvæmdastjóra SÞ, tókst á síð- ustu stundu að afstýra átökum. Vel falið vopnabúr Hundruð manna gengu fylktu liði í gær í gegnum Bagdad, höfuðborg Iraks, og höfðu meðferðis líkkistur um fimmtíu barna sem sögð eru hafa látist vegna afleiðinga viðskiptabanns Sameinuðu þjóðanna. „Bandaríkin hafa framið þjóðarmorð gegn íbúum íraks,“ sagði Sultan al-Shawi, leið- togi Barnasamtaka Iraks, sem stóðu að mótmælagöngunni. Breska dagblaðið The Guardian hafði í gær eftir Abbas al Janabi, fyrrverandi aðstoðarmanni sonar Saddams Hussein, sem flúði Irak 1 febrúar, að íraksforseti hefði falið efnavopnabúr ‘sitt svo vel að ekki einu sinni Tareq Aziz, utanríkis- ráðherra Iraks, vissi hvar það væri. Þungur dómur PATRIZIA Reggiani, ekkja tískukóngsins Maurizio Gucci, var í gær dæmd í 29 ára fangelsi fyrir að hafa skipulagt morðið á fyrrverandi eiginmanni sínum. Málið hefur vakið gríðarlega at- hygli á Italíu þar sem Reggiani hlaut viðurnefnið „Svarta ekkj- an“ en á myndinni sést hún leidd út úr réttarsal í Mflanó er dómur hafði verið kveðinn upp. ■ „Svarta ekkjan" fékk / 21 -----♦-♦“♦---- Viðræður við ETA hefjist Madríd. Reuters. JOSE Maria Aznar, forsætisráð- herra Spánar, gaf í gær leyfi til þess að hafnar yrðu viðræðui’ stjómvalda við Aðskilnaðai’hreyfingu Baska, ETA. Sex vikur eru liðnar frá því að samtökin lýstu yfii’ vopnahléi. Með viðræðunum vill Aznar meta hvort ETA sé full alvara með yfirlýs- ingunni um vopnahlé, en samtökin eiga að baki þriggja áratuga blóðuga herferð fyrir sjálfstæði Baskalands, sem hefur kostað yfir 800 manns lífið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.