Morgunblaðið - 04.11.1998, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 04.11.1998, Blaðsíða 44
—r' 44 MIÐVIKUDAGUR 4. NÓVEMBER 1998 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ VILHELMINA THEODORA TIJMSTRA LOFTSSON Vilhelmína Theodora Ti- jmstra Loftsson fæddist 26. janúar 1912 í borginni Ti- jmahi á Jövu í Aust- ur-Indíum. Hún lést 28. október síðast- liðinn á Öldrunar- deild Sjúkrahúss Reykjavíkur. For- eldrar hennar voru hjónin Gerhardus Jakobus Tijmstra, f. 25.12. 1887, d. 30.7. 1945, yfirmaður í hollenska hernum og Vilhelmina Gedina Tijmstra (fædd van den Berg), f. 20.5. 1889, d. 13.12. 1983. Systur: 1) Nini, húsfreyja, f. 21.1. 1915. 2) Edna, listakona, f. 24.2. 1916, d. 8.9. 1983. Maki: 1) Þorsteinn Bergmann Loftsson garðyrkju- bóndi, f. 17.2. 1911, d. 20.5. 1946. Foreldrar hans: Jóhanna Guðný Guðnadóttir, húsfreyja, f. 30.6. 1952 og Loftur Magnús- son, bóndi, f. 1867, d. 20.2. 1915. Börn þeirra: 1) Geirharður Jak- ob, arkitekt, f. 14.12. 1934, maki Guðný Helgadóttir, leikkona, f. 10.12.1938. Börn þeirra: 1) Þor- steinn, f. 18.8. 1955, maki Dögg Káradóttir, f. 30.9. 1954, börn þeirra Geirharður og Arnrún. 2) Helgi, f. 14.12. 1960, maki Kristín Helga Gunnarsdóttir, f. 24.11. 1963, börn þeirra: Kristín Birta, Erla Guðný og Soffía Sóley. 3) Kormákur, tónlistar- maður, f. 10.11. 1963, sambýlis- kona Dýrleif Yr Örlygsdóttir, verslunarkona, f. 26.3. 1971, barn: Melkorka, fyrir átti Kor- mákur Kristínu Sólveigu með Jónu Björk Grétarsdóttur. 4) Halldóra, leikkona, barn með Skúla Gautasyni: Steiney. 2) Berghreinn Guðni, flugvirki, f. 17.2. 1936, maki Randý Sigurð- ardóttir, f. 2.4. 1940. Börn þeirra: 1) Vilhjálmur Örn, líf- fræðingur og matvælafræðing- ur, f. 20.4. 1962, ókvæntur. 2) Bryndís Ósk, nuddfræðingur, f. 25.10. 1963, maki Þröstur Sverrisson, sagnfræðingur, f. 8.2. 1968, börn þeirra eru: Bjarki Freyr og Theodora Listalín. 3) Berglind, f. 28.8. 1965, inaki Torfi Arnarsson, sjómað- ur f. 10.7. 1972, barn þeirra: Fannar Örn. 4) Þorsteinn Guðni, mannfræð- ingur, f. 18.3. 1972, ókvæntur. Uppeld- issonur Berghreins og sonur Randýar er Sigurður Rafn Þorgeirsson, f. 1) Vilhjálmur Þor- steinn, fiskifræðing- ur, f. 9.9. 1943. Maki 1: Harpa J. Möller, dagmóðir, f. 23.1. 1943. Þau slitu samvistum. Börn þeirra: 1) Iða Brá, verk- fræðinemi, f. 4.3. 1964, maki Baldur Baldursson, slökkviliðs- og sjúkraflutningamaður, húsa- smíðameistari, f. 9.3. 1961, barn þeirra: Bergný Theodóra. 2) Loftur Kristinn, matsveinn, f. 5.2. 1967, sambýliskona Lan Mei, nemi, f. 27.11. 1969 í Kína, sonur hennar og uppeldissonur Lofts er Lien. 3) Árni, símsmið- ur, nemi í rafvirkjun, f. 18.6. 1968, maki Marianne Maul, nemandi í grafískri hönnun, f. 29.11.1973 í Danmörku. Maki 2: Stefanía Júh'usdóttir, bóka- safns- og upplýsingafræðingur, f. 2.7. 1944. Börn hennar af fyiTa hjónabandi og uppeldis- börn Vilhjálms: 1) Þóra, f. 18.5. 1966, börn hennar Júlíus Þór, Vilhjálmur Þór og Stefanía Katrín Sól. 2) Eva, f. 24.10. 1970. Maki 2 (óg): Helgi Skúta Hjálmarsson, bóndi, f. 17.8. 1902. Barn þeirra: Helgi Skúta, listfræðingur, f. 21.8. 1953. Maki 1 (ókv.): Simona Eftimiu frá Rúmeníu. Maki 2: Sharon Helgason Gallagher, heimspek- ingur og útgefandi, f. 27.11. 1959. Barn Helga með Önnu Gunnarsdóttur: Dagur Skúta, f. 21.1. 1980. Dætrum fyrrverandi tengdadóttur sinnar, Hörpu J. Möller, af seinna hjónabandi, Önnu Katrínu og Bylgju, reynd- ist Vilhelnn'na sem besta amma. Uppvaxtarár Vilhelmínu mót- uðust af því að faðir hennar var yfirmaður í hollenska hernum. Á þeim tíma áttu Hollendingar nýlendur í Austur-Indíum þar sem nú kallast Indónesía og Vestur-Indíum, sem eru eyjar í Karíbahafinu. Foreldrar henn- ar fluttust til Hollands árið 1913 frá Jövu, þar fæddust systur hennar. Nokkrum árum seinna, þegar Vilhelmína var að komast á skólaaldur, flutt- ust foreldrar hennar til Vestur- India sem svo voru kallaðar í Hollandi en það eru eyjarnar St. Eustatius, St. Martin og Saba í Karíbahafinu. Þar gegndi faðir hennar landstjóra- embætti. Eftir tvö ár fluttist fjölskyldan aftur til Hollands þar sem faðir Vilhelmínu gegndi rektorsstöðu við Ti- jmstra-menntaskólann í Haag. Vilhelmína stundaði nám í nátt- úrufræði við Háskólann í Leiden í Hollandi. Þar bauðst henni og nokkrum skólafélaga hennar að fara í rannsóknaferð til íslands í sumarfríi 1932. Á fslandi dreifðist hópurinn á sveitabæi víðs vegar um landið. Vilhelmina fékk vist hjá Pétri Blöndal í Stafholtsey í Borgar- firði. Meginviðfangsefni stúd- entanna var að safna sýnis- hornum úr íslenskri náttúru, jurtum, skordýrum og fuglum, til rannsókna í skólanum. Aðal- viðfangsefni Vilhelmínu þá var að safna fuglshömum. Fugla- fræði var alla tíð mikið áhuga- mál hennar. I Stafholtsey kynntist Vilhelmína fyrri manni sínum, Þorsteini Berg- mann Loftssyni frá Gröf í Mið- dölum, Dalasýslu. Þau stofnuðu síðar heimili á Siglufirði þar sem þau bjuggu í nokkur ár. I lok fjórða áratugarins ákváðu Þorsteinn og Vilhelmína að leggja fyrir sig gróðurhúsa- rækt, sem þau kynntu sér í Hollandi. Þau keyptu Stóra- Fljót í Biskupstungum og reistu þar gróðrarstöð. Hún var ein fyrsta sinnar tegundar hér á landi. Árið 1946 lést Þor- steinn. Þá fluttist Vilhelmína til Reykjavíkur með synina. Þar bjó hún til ársins 1951. Það ár réðst hún sem ráðskona að Ljótsstöðum í Laxárdal í Suð- ur-Þingeyjarsýslu. Þar tók hún upp sambúð við Helga Skútu Hjálmarsson. Þegar Helgi lést árið 1965 fluttist Vilhelmína til Reykjavíkur og hefur búið þar síðan, lengst af á Laugarnes- vegi 71, en síðustu árin á Afla- granda 40. Bálför Vilhelmínu verður í Fossvogskapellu í dag og hefst athöfnin klukkan 10.30. Þú varst fyrsta „öðruvísi" konan sem ég kynntist. Það var fyrir rúm- lega 40 árum norður í Laxárdal. Þangað fór ég að heimsækja frænku j mína sem var kaupakona hjá Helga frænda sínum og þér. Eða var það kannski eitthvað annað sem dró mig þangað, að minnsta kosti grunaði mig ekki þá að þú yrðir tengdamóðir mín. Eg á ennþá mynd í huganum af því þegar ég sá þig fyrst. Há, grönn, skarpleit með hárið greitt aftur í hnút. Þú varst í kornbláum síðum flauelsmorgunsloppi og lopasokkum, þú varst að sjóða graut handa Helga ^Jitla. Þú varst svo framandi í þessu litla eldhúsi, mér fannst þú ekki passa inn í það. Móðir þín var í heimsókn hjá þér, lágvaxin hollensk LEGSTEINAR hefðarkona í fallegum fótum með uppsett hár, marga skartgripi og í hælaskóm. Þvílíkar andstæður! Þú varst líka andstæða við svo margt sem ég hafði áður kynnst. Þú hugs- aðir öðruvísi, þú klæddir þig öðru- vísi. Þú komst líka frá öðrum lönd- um - fæddist þar sem sólin sest þeg- ar hún rís hjá okkur þar sem faðir þinn var embættismaður Hollands á eyjunni Jövu. Þú gekkst í skóla með innfæddum börnum á annarri ný- lendueyju Hollendinga því foreldrar þínir vildu að þú kynntist alþýðu- börnum eyjarinnar og menningu þeirra. Þú vildir alla tíð vera alþýðu- kona, þú barst hag þeirra fyrir brjósti sem áttu erfitt uppdráttar og voru beittir ranglæti. Þú komst til íslands 20 ára gömul sem háskólanemi í náttúrufræði og fyrsta sveitin þín á íslandi var Borg- arfjörður. Þar hófust kynni þín af náttúru landsins, blómunum, fuglun- um og fjöllunum. Þar kynntistu líka fyrstu ástinni þinni og sú ást dró þig aftur til íslands strax og þú laukst námi og þrátt fyrir andstöðu föður þíns sem ætlaði jpér annað hlutverk. Nýgift Islendingnum Þorsteini fluttist þú til Siglufjarðar og hófst búskap mitt í hringiðu verkalýðs- baráttunnar þar sem menn börðust fyrir réttlæti og bræðralagi. Þeim fána hélst þú á lofti til hinstu stund- ar. Þú varðst mikill íslendingur. Osnortin náttúra landsins okkar var þér heilög. Þú fylltist heilagri reiði þegar jarðrask og virkjunarfram- kvæmdir bar á góma. Hvað þér fundust menn skammsýnir og heimskir. Þá fyrst opinberaðirðu stórar tilfinningar og mikinn eld- móð. Þér var ekki lagið að tjá þig um sjálfa þig. Þú fórst örsjaldan á trúnaðarstigið og aldrei alla leið. Þér fannst betra að tala um það sem var í endurminningunni skemmtilegt og fallegt. Þú talaðir svo fallega og af svo mikilli virðingu um báða mennina þína, þá Þorstein og Helga. Ég ætla að leyfa mér að vitna í orð eða hugleiðingu sem við fundum í „miðaboxinu" þínu. Þú skrifaðir: „Sá sem missir ástvin kippir sér ekki upp við það þótt jörðin farist.“ Já, þér var ætlað að syrgja þá báða en drengina þína fjóra áttirðu eftir og þeim hefurðu helgað krafta þína, forsjá og fyrir- hyggju- Æ oftar hef ég verið að leiða hug- ann að því í hvaða hlutverki maður- inn „lendir“. Ég hefði frekar viljað sjá þig kæra tengdamamma við vís- indastörf eða fræðistörf heldur en í beinni búsýslu. Pottar og pönnur voru ekki vinir þínir og þú hefðir átt að hafa sjálfvirkt skipulags- og tiltektarapparat svo þú gætir gert allt það sem þú ætlaðir þér að gera seinna. Að lokum vil ég þakka þér sam- fylgdina, ég vil þakka þér fyrir alla þá væntumþykju, hlýhug og virð- ingu sem ég skynjaði í minn garð, ég vil þakka þér fyrir að hafa verið „öðruvísi amma“ barnanna minna og allt það sem þú hefur fyrir þau gert. Hvíl í friði. Guðný Helgadóttir. Hún amma er dáin. Við sem sam- an áttum svo miklu eftir ólokið. Við ætluðum að skoða spólur með nátt- úrulífsmyndum ásamt fleiru. Þar sem ég taldi okkur hafa nægan tíma til stefnu var ég ekkert að flýta mér að sýna henni hinar ýmsu spólur sem í boði voru, fannst betra að njóta þeirra betur þegar við horfðum á þær enda var hún fljót að þreytast. Hún studdi okkur krakkana alltaf svo dyggilega í að mennta okkur sem mest og hafði geysilegan metnað fyr- ir okkar hönd. Þar að auki lagði hún áherslu^ á að við hugsuðum sjálf- stætt. Áhugi minn á náttúrufræðum og tungumálum kom fyrst og fremst frá henni, enda ólumst við systkinin upp hjá henni fyrstu árin og vorum tíðir gestir þar síðar í æsku og sum okkar fram eftir aldri. Þrátt fyrir að geta nær ekkert verið með henni á spítalanum þakka ég þó fyrir að fá að verja síðustu sól- arhringunum með henni. Við ættin- gjarnir tókum undir okkur sjúkra- stofuna þar sem hún lá og rifjuðum upp gamlar stundir með þvi að skoða gömlu myndirnar hennar. Starfsfólk sjúkrahússins sýndi okkur hreint ótrúlega þolinmæði meðan á dvöl okkar þar stóð. Þar sem við vorum þar nótt sem nýtan dag reyndi meira en ella á umburðarlyndi þess, þar var ekki einu sinni næturvaktin und- anskilin. Amma hefði ekki viljað að mikið mál væri gert úr andláti sínu svo ég læt þessu hér með lokið, en minning- in um hana mun lifa og hennar verð- ur sárt saknað. Vilhjálmur Berghreinsson. Amma min Vilhelmína. Ég vil að sá sem les fái að vita pínkulítið hvernig manneskja það var sem dó síðasta miðvikudag á 4. hæð Borgarspítalans í rúminu við gluggann. Það var nefnilega amma mín, hún Vilhelmína, sem var svo ótrúleg kona, kona sem var orðin svo lítil og mjó en inní henni var heimur svo stór og merkilegur, heilt líf hol- lenskrar valkyrju sem var orðin ís- lensk formóðir. Amma stendur ekki bara fyrir minningar, liðnar stundir, tuttugu mismunandi jurtate, og rautt DBS- reiðhjól, hún stendur fyrst og fremst fyrir hugsunarhátt. Hún lagði uppúr því að láta okkur gera skrítna hluti, láta okkur barnabömin fara yfm landamæri, einsog að teikna í hvert skipti sem maður kom í heimsókn eina mynd á vegginn ... það má ekki teikna á veggi, nema hjá ömmu Vil- helmínu, ömmu hippa. Hún sagði aldrei „hvernig líður þér ástin mín?“, hún sagði, já Dóra,“ brosti sposk og sperrti upp augun, „hvað ertu að hugsa?“ Ég lærði fljótt að amma hafði áhuga á viðfangsefnum manns, hvar maður væri staddur í hugsun- inni, í hvaða spíral ég þeyttist þessa dagana. Þinn heimur amma var fordóma- laus, hann var víðsýnn og djúphugs- aður af konu sem hafði séð vítt. Þú hafðir lifandi og örvandi áhuga á öllu sem maður var að bralla. Þú naust þess að hlusta á vitleysuna í manni, draumana og heimatilbúnu heim- spekina og kenningarnar. Það hvarflaði ekki að mér að koma ó- hugsuð 1 heimsókn, ég kom ó-greidd í rifnum buxum og ó-reimuðum skóm en án hugsunar kom ég ekki. Gildis- matið í þínum heimi var huglægt ekki veraldlegt, því fleiri hugmyndir á lofti því ríkari stund og staður. Stemmning frá Ljótsstöðum sem þú hafðir skrifað í litla bók, sem þú geymdir á stórri hillu, segir allt um þig og þinn innri heim. Ljótsstaðir Eitt kvöld fórum við Helgi með stöng lang- leiðina að skóginum. Eg settist undir hríslu, langaði eiginlega meira að skoða blómin en að veiða. Það var allt svo fallegt, loftið, fjöllin, áin sem var einsog hluti af loftinu. Ég var stórfegin að það beit ekki, labbaði uppí brekku, þar sat Helgi graf- kyrr, vissi ekki af mér, ekki af færinu, bara grafkyn' og hann var svo fallegur! Ég horfði ekki á hann til þess að trufla hann ekki, horfði bara á blómin. Ég man ekki hvað lengi - það hafði ekki tíma. Ég man héldur ekki þegar við fórum heim, hvort nokkur sagði nokkuð. Daginn eftir eða þareftir varð mér litið á dagatalið: og sá að þetta hefði verið Jónsmessunótt. Amma, til þín kom ég til að tala, ekki um dægurmál, heldur um stóra heiminn þar utanvið. Takk fyrir að hlusta og gefa mér áhuga, þvflíkur fjársjóður að hafa átt svona ömmu! Sjáumst á himnum og spjöllum amma mín. Þín Dóra. Halldóra Geirharðsdóttir. Lifir þú þannig lífi að þú getir gert nokkurn veginn það sem þig langar til? spm'ði Vilhelmína mig fyrir nokkrum dögum. Hún var þá komin á sjúkrahús og orðin mjög veik. Greindarlegt og hvasst augnaráð hennar hvfldi á mér og hún beið eftir svari. Spumingin kom á óvart - heim- spekilegt innkast í minn gráa hvers- dagsleika. Ég hugsaði mig um - vissi að þessi kona vildi fá vel ígrunduð svör, ekki innantómt hjal sem hyrfi út í andrúmsloftið. Já, ég held það bara, sagði ég eftir drjúga stund. Þá yppti hún öxlum, brosti dálítið og sagði: Það er málið - það er málið. Þannig var Vilhelmína. Hún leitaði sífellt svara og velti fyrir sér tilverunni. Hún var langt á undan sinni samtíð; náttúi-ubai-n, umhverfisvinui', fræði- maður og listelskandi heimsborgai'i. Fyrir fjórtán árum fór ég ásamt unnusta mínum til fundar við ömmu hans í Laugamesi. Ég bjóst við að hitta hina dæmigerðu ömmu með svuntu, hnút í hnakka og prjónana á lofti. En þetta var ekki þannig amma. Vilhelmína var að sjóða grasaseiði í potti þegai- okkur bar að garði og í Iitlu stofunni voru staflar af tímarit- inu National Geographic sem hún var að blaða í gegnum. Hún sýndi mér myndii' af frumbyggjum í Afríku og sagðist svo ætla út í garð á miðnætti til þess að tína rifsber. Það væri svo gaman að tína rifsber í íslenskri mið- nætursól. Vilhelmína tilheyrði þessu yndis- lega fólki sem lætur ekki steypa sig í mót - fólki sem markar sín eigin spor. Hún var hefðarkona og háskólaborg- ari utan úr heimi sem kom hingað með koffortið sitt fyiii' strið - heillað- ist af íslandi og gerði það að sínu. Hún hafði ferðast um heimsins höf, búið á kóralrifi í Karíbahafi og meðal aðalsins í Evrópu en hér vildi hún vera. Ég er þakklát fyrir kynni mín af Vilhelmínu, fyrir þá visku sem hún miðlaði af sinni miklu reynslu og lífs- speki og fyrir að minna samferðafólk sitt á gildi þess að hlusta á hjartað og fara sínar eigin leiðir. Blessuð sé minning hennai'. Kristín Helga Gunnarsdóttir. Núna þegar komið er að kveðju- stund er erfitt að trúa því að hún amma mín sé farin; þó svo að ég hafi vitað hvert stefndi og kveðjustundin kæmi engum á óvart. Það rifjast upp margar minning- ar; meðal annarra sú að þegar ég sem barn og unglingur gisti hjá ömmu var svo notalegt að sjá hversu alúðlega hún bjó um mig - raðaði stólum og púðum fyrir framan rúm- ið svo ég gæti ekki dottið fram úr og meitt mig. Fyi'st og fremst er ég þó þakklát fyrir allar stundirnar okkar saman, fyrst á Laugarnesveginum en síðar á Aflagrandanum. Það var alltaf svo notalegt að koma í heimsókn til ömmu, fá tesopa og spjalla um lífið og tilveruna - og hugsanlega geta aðstoðað hana við eitthvað smálegt. Manni fannst alltaf að amma yrði alltaf til staðar, en maður vissi bet- ur. En þetta eins og allt annað tekur enda, og nú hefur hún amma mín fengið hvfldina. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (V. Briem.) Sofðu rótt, amma mín. Þín Berglind.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.