Morgunblaðið - 04.11.1998, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 04.11.1998, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. NÓVEMBER 1998 19 ERLENT Mitch meðal mannskæðustu fellibylja í Atlantshafslægðinni Allt að ellefu þúsunda saknað í Hondúras Reuters HERMENN flytja fólk úr þyrlu, eftir að hafa bjargað því frá flóðum í þorpinu San Nicoias de Lempa í El Salvador. Managua, Tegucigalpa. Reuters. BJÖRGUNARMENN lögðu í gær allt kapp á að veita þeim neyðarað- stoð, sem komust af eftir að felli- bylurinn Mitch lagði stór svæði í Mið-Ameríku í rúst. Þúsundir manna eru einangraðar og hafa hvorki aðgang að vatni né mat. Rauði krossinn og Bandaríkjaher hafa hafið dreifingu matvæla og hjálpargagna, og sveitir lækna eni væntanlegar. Hjálparsveitum er þó erfitt um vik, því vegir og brýr hafa víða eyðilagst. Óttast er að yfir 7 þúsund manns hafi látist af völdum óveð- ursins í Mið-Ameríku. í gær höfðu um 1.400 lík fundist í Níkaragva, um 400 i Hondúras, yfir 200 í E1 Salvador og um 100 í Gvatemala. Óttast er að farsóttir muni koma upp, þar sem erfiðlega hefur geng- ið að finna og grafa lík fómar- lambanna. Veðurfræðingar segja að Mitch hafi verið fjórði öflugasti fellibyl- urinn sem komið hefur upp í Atl- antshafslægðinni. Fellibylja- miðstöðin í Miami í Flórída til- kynnti í gær að ef rétt reyndist að um 7 þúsund manns hefðu farist, myndi Mitch líklega teljast sjötti mannskæðasti felhbylurinn í þess- um heimshluta. Ástandið verst í Hondúras Ástandið er einna verst í Hondúras. Yfirvöld sögðu í gær að óttast væri að ekki færri en 5.500 manns hefðu farist, flestir við strendur landsins, þar sem felli- bylurinn gekk einna harðast yfir. Allt að 11 þúsund manns var saknað. Um helmingur landsins er undh- vatni, og flóðin hafa eyðilagt 70% af uppskerunni, sem þjóðin byggir afkomu sína að mestu leyti á. Um ein milljón manna missti heimili sín. í höfuðborginni Tegucigalpa flæddi vatn um götur og greip með sér bifreiðar og annað lauslegt. Sjá mátti einstaka lík fljóta með straumnum. Allir vegir umhverfis hafa eyðilagst, og engin leið er að komast landleiðina til og frá borg- inni. Yfirvöld hafa skipað fyrir um skömmtun eldsneytis, og hvatt fólk til að fara sparlega með drykkjarvatn og matvæli. Mikið hefur borið á ránum og gripdeild- um, og lögregla segist hafa hand- tekið 250 brotamenn. Aðkoman hræðileg í Níkaragva stendur enn yfir leit að lífsmarki í aurskriðunni sem féll á laugardag á þorp er stóðu undir eldfjallinu Casitas. Talið er að um 2 þúsund lík séu enn grafin í aumum. Leit hefur gengið illa vegna veðurs, en rignt hefur stans- laust í tíu daga. Embættismenn sögðu í gær að yfirvöld íhuguðu að lýsa svæðin sem verst urðu úti „þjóðargrafreit", hugsanlega í því augnamiði að láta hina látnu hvíla í friði, frekar en að takast á hendur hið nánast óendanlega verk að grafa lík úr aurskriðum, sem þekja um 80 ferkílómetra svæði. Aðkoman að þorpunum við Cas- itas var hræðileg. Þegar Francisco Manuel Pineda snéri á sunnudag til staðarins þar sem heimaþorp hans stóð áður, fann hann hvorki húsið sitt, eiginkonu, syni, foreldra eða aðra fjölskyldumeðlimi. „Við sáum lík hvarvetna," sagði hann. „Handleggir, fætur og heil lík tveggja stúlkna í aurnum. Það voru yfir 60 lík sem blöstu við.“ Björgunarmenn áttu engin orð til að lýsa eyðileggingunni. „Við heyrðum í fólki sem var grafið í skriðunni og kallaði á hjálp. En við gátum ekkert gert,“ sagði einn íbúanna, sem lagði fram krafta sína við björgunarstörf. Reuters Minni flóðahætta í Þýskalandi HÆTTAN á miklum flóðum í vesturhluta Þýskalands minnkaði í gær þar sem vatnshæðin í stærstu fljótunum hélst. undir hættumörkum. Vatnshæð Rínar var 9,49 metr- ar í Köln, en þarf að vera 10 metrar til að valda mikhim flóð- um í borginni. Nokkrar götur voru þó undir vatni og íbúar þeirra þurftu að nota báta til að komast til vinnu. Áin Main flæddi yfir bakka sína í bænum Wertheim, þar sem myndin var tekin, en flóðin voru í rénun í gær. Lögreglan kvaðst ekki enn hafa fundið fjögur börn, sem óttast er að vatnselgurinn hafi hrifið með sér. Ahern ræðst gegn kjaftasögum um heimilisofbeldi Leiðarahöfundur The Irish Times segir á mánudag að væri eitthvað til í orðrómi um heimilisofbeldi hefði varla tekist að halda því leyndu íyr- ir rannsóknarblaðamönnum, stað- reyndin sé hins vegar sú að þeir sem rýnt hefðu í málið hafi einfald- lega ekkert fundið sem gefið gæti sögusögnunum vægi. Segir blaðið að menn telji sig hafa sterkan grun um að persónulegir óvildarmenn forsætisráðherrans standi að baki orðrómnum. Blaðið gerir hins vegar einnig að umtalsefni þá áhættu sem Ahem tekur með því að samþykkja að ræða á opinberum vettvangi um slíkar sögusagnir og telur það til marks um breytta tíð í fjölmiðlun og opnara samfélag þar sem allt vill út að lokum hvort sem mönnum líkar betur eða verr. Vandi stjómmálamannsins sé sá, segir The Irish Times, að hann geti neitað að ræða tiltekinn orðróm, og fyrir vikið verið sakaður um undan- slátt og þannig um leið aukið gran- semdir manna um að sannleikskorn sé í viðkomandi kjaftasögu. Á hinn bóginn geti stjómmálamaður valið að neita staðfastlega að nokkuð sé ti! í tilteknum orðrómi og þá átt á hættu glannalegar fyrirsagnir dag- blaða, eins og raunin vai’ð í þessu máli. Vissulega geti því verið að Ahern þaggi niður í ilikvittnum sögusögn- um með yfirlýsingu sinni en á hinn bóginn sé líka sú hætta fyrir hendi að forsætisráðherrann hafi vakið upp grunsemdir hjá fólki sem hafði aldrei heyrt kjaftasögumar. Tíminn einn muni leiða í ljóst hvort Ahern tók rétta ákvörðun. SKIPTAR skoðanir eru um það á írlandi hvort Bertie Ahem, forsæt- isráðherra landsins, hafi gert rétt er hann neitaði nýverið illkvittnum orðrómi sem gengið hefur um einkalíf hans. Þyk- ir Ahem með neit- un sinni nefnilega sjálfur hafa haft frumkvæði að enn frekari útbreiðslu orðróms sem fram að þessu hefur einungis gengið í þröngum hópi Bertie Ahern stjórnmála- Og fréttamanna. Helgarblaðið Ireland on Sunday birti um síðustu helgi brot úr nýrri bók sem tveir starfsmenn blaðsins hafa ritað um Ahern og tóku blaða- mennimir, þeir Ken Whelan og Eu- gene Masterson, nokkur viðtöl við forsætisráðherrann vegna bókar- innar. Kvartar Ahern þar yfir ágangi fjölmiðla og áhuga þeirra á einkalífi hans og tekur sem dæmi orðróm, sem Ahern segir þrálátan, um að hann hafi beitt maka sinn of- beldi. Vandi stjórnmálamannsins í opnara samfélagi Nefnir Ahern, sem er fráskilinn, dæmi um það hvernig einstakur at- burður nær að umbreytast í meðförum rógbera. Hann segir að orðrómur um að sambýliskona hans, Celia Larkin, heimsækti sjúkrahús reglulega til aðhlynning- ar vegna ofbeldishneigðar Aherns hafi komist af stað eftir að Larkin datt illa í samkvæmi á heimili þeirra. Ráðið við rányrkj- unni „RÁÐ víkinganna (og hins frjálsa markaðar) við rányrkj- unni“ heitir grein, sem Hannes H. Gissurar- son skrifar í bandaríska blaðið The Wall Street Journal og birtist í evr- ópuútgáfu þess í gær. Fjallar hann þar um ís- lenska físk- veiðistjórnun- arkerfið og hvaða áhrif það hafi haft á íslenskan sjávarútveg og vöxt og viðgang fiskstofnanna. Kvótakerfíð leiðir til aukinnar arðsemi Hannes rekur sögu íslenska kvótakerfisins, sem hann segir hafa leitt til aukinnar arðsemi í sjávarútveginum, ekki síst vegna þess, að kvótarnir séu framseljanlegir. Útgerðarmenn geti tekið sinn leyfilega afla með þeim hætti, sem hagkvæmastur sé, og skipulagt rekstur fyrir- tækisins fram í tímann. Hannes segir, að sá árangur, sem náðst hafi á íslandi, sé hrópandi mótsögn við ástandið víða annars staðar, til dæmis í Norðvestur-Atlantshafi, á Miklabanka og Georgsbanka. Litlu skárri sé staðan í Norður- sjó og Eystrasalti. Segir Hann- es að lokum, að það yrði mikið slys ef Islendingar köstuðu fyrir róða kvótakerfínu, sem hann k'allar þriðju mestu uppgötvun- ina í sögu þeirra. Hannes H. Gissurarson Frakkar krefjast handtöku Pinochets París. Reuters. FRANSKIR saksóknarar lögðu í gær fram formlega beiðni til breskra stjórnvalda um handtöku Augustos Pinochets, fyrrverandi einræðisherra í Chile. Jafnframt var alþjóðalögreglunni Interpol falið að færa yfirvöldum í Bretlandi kröfu um framsal hans til Frakk- lands þar sem hann muni koma fyrir dóm. Beiðnin um handtöku Pinochets var lögð fram í kjölfar alþjóðlegrar handtökuskipunar, sem franski rannsóknardómarinn Roger Leloire gaf út á mánudag. Leloire vinnur nú að rannsókn á máli Frakkanna Marcel Amiel-Baquet, Rene Chanfreau og Etienne Pesle, en þeir hurfu í Chile á valdatíð Pin- ochets á 8. áratugnum. Dómstóll í Bretlandi úrskurðaði í síðustu viku að handtökuskipun á hendur Pinochet, sem gefin var út af spænska rannsóknardómaran- um Baltasar Garzon 16. október, hefði verð ólögmæt. Úrskurðinum var áfrýjað til lávarðadeildar breska þingsins, og búist er við niðurstöðu hennar í lok þessarar viku. Spænskir embættismenn sögðu í gær að spænska ríkisstjórnin óskaði þess í laumi að lávarðadeild- in felldi þann úrskurð að Pinochet fengi að fara frjáls ferða sinna, og þyrfti því ekki að mæta fyrir rétt á Spáni. Málið hefur komið spænsk- um stjórnvöldum í nokkurn vanda. Þau viija hvorki virðast reyna að hindra réttvísina eða koma fyrr- verandi einræðisherra til varnar, né vilja þau stefna samskiptum Chile og Spánar í hættu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.