Morgunblaðið - 04.11.1998, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 04.11.1998, Blaðsíða 16
16 MIÐVIKUDAGUR 4. NÓVEMBER 1998 AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ Skipulagsnefnd um Lækjargötu 6 Húsið verði flutt til á lóðinni Landssamtökin Þroskahjálp eignaðist nýtt húsnæði Fjögurra íbúða hús afhent á Dalvík SKIPULAGSNEFND Akureyrar hefur lagt fram tvær tillögur varð- andi skipulag og umhverfi við Lækjargötu 6, húsið sem skemmd- ist í eldsvoða í upphafi árs og stendur á horni Lækjargötu og Spítalavegar. Annars vegar er tillaga um lág- markstilfærslu hússins til norðurs Skáta- söngvar SKÁTASÖN GVAR verða sungnir í Deiglunni við Kaup- vangsstræti fimmtudagskvöld- ið 5. nóvember kl. 20.30. Undir- leik annast þeir Guðmundur Pálsson, Halldór Torfason og Stefán Gunnarsson, landskunnir skátar, sem hafa spilað undir skátasöng i mörg ár. Þráinn Karlsson leikari les ljóðið „Urð og grjót upp í mót,“ en hann var skáti á yngri árum og þekktur fyrir ljóðalestur á kvöldvökum og við varðelda. Hannes Garðarsson félagsfor- ingi skáta á Dalvík kennir hreyfisöngva. Kvöldskemmtunin er ætluð skátum 15 ára og eldri og þeim sem unun hafa af því að taka þátt í söng. Þeir sem geta kom- ið í skátabúningi eða með skátahymu eru hvattir til þess. Aðgangseyrir er 300 krónur og hægt verður að kaupa hyrnu á 100 krónur. Nú í nóvember eru liðin 86 ár frá því skátastarf hófst á Is- landi og 81 ár frá því skáta- starf hófst á Akureyri. AKSJÓN 4. nóvember, miðvikudagur 12.00ÞSkjáfréttir 18.15^Kortér Fréttaþáttur í sam- vinnu við Dag. Endursýndur kl. 18.45, 19.15,19.45,20.15 og 20.45. 21 .OO^-Réttað í Gljúfurárrétt TILBOÐ £jósmj>nclastofa Gunnars Sngimarssonar Suðurveri, sími 553 4852 fiena GARÐUE9NN -klæðirþigvel eterna —ixtmtMi— Morgunblaðið/Guðmundur Þór GUÐMUNDUR Ragnarsson, formaður Þroskahjálpar, afhendir Hauki Antonssyni lykla að íbúð sinni. og vesturs innan núverandi lóðar þannig að það verði áfram hluti af húsaþyrpingu við Aðalstræti, Lækjargötu og Spítalaveg. Hin til- lagan er að húsið fái áfram að standa á núverandi stað og að um- ferðarskipulag taki mið af því. Skipulagsnefnd leggur til að til- laga hennar um lágmarksflutning hússins verði samþykkt, en jafn- framt að neðri hluti Spítalavegar verði gerður að einstefnuaksturs- götu og að tæknideild bæjarins verði falið að undirbúa þá breyt- ingu. Miklar umræður urðu um húsið við Lækjargötu 6 eftir að það skemmdist í eldi í janúarmánuði síðastliðnum. Til stóð að rífa húsið til að greiða fyrir umferð á þessu horni, en Húsfriðunarnefnd ríkis- ins lagðist gegn því vegna menn- ingarsögulegs gildis þess, aldurs og gerðar og umhverfislegs gildis fyrir heildarmynd Búðargils og var þá fallið frá því. LANDSSAMTÖKIN Þroskahjálp hafa fengið afhent fjögurra íbúða fjölbýlishús á Lokastíg 4 á Dalvík í Dalvíkurbyggð. Ibúðirnar eru hver um sig um 60 fermetrar að stærð og hinar vönduðustu. Húsnæðið á Loka- stíg 4 er tveggja hæða og er hjólastólaaðgengi að tveimur íbúðum á neðri hæð. Teiknistof- an Torgið teiknaði húsið en verktaki að byggingunni var Tréverk hf. á Dalvík. Heildar- kostnaður nemur um 23 milljón- um króna og eru framkvæmdir fjármagnaðar með lánum úr Félagsíbúðardeild Húsnæði- stofnunar rikisins og framlagi úr framkvæmdasjóði fatlaðra. Tæknideild Dalvíkurbyggðar sá um eftirlit með framkvæmd- um. Landssamtökin Þroskahjálp hafa á undanförnum árum byggt og keypt nokkrar íbúðir ætlaðar fötluðu fólki vítt og breitt um landið. Stefna samtakanna er að fatlaðir eigi að geta búið í sjálf- stæðri búsetu í sinni heima- byggð og vilja samtökin stuðla að því með því að koma upp heppilegu húsnæði. Morgunblaðið/Hólmfríður Haraldsdóttir Innbrot og fíkniefna- neysla RANNSÓKNARDEILD lögregl- unnar á Akureyri hefur upplýst þrjú innbrotsmál frá því í síðustu viku. Þá var brotist inn í BSA-verk- stæðið á Akureyri, í verslunina Dröfn á Dalvík og Bílaverkstæði Dalvíkur og peningum stolið. Lögreglan handtók tvo menn á tvítugsaldri fyrir helgi í samvinnu við lögregluna á Dalvík og við yfir- heyrslu játuðu þeir á sig innbrotin. Við húsleit á dvalarstað þeirra fund- ust tæki og tól til fíkniefnaneyslu en engin fíkniefni. I framhaldi af því handtók lögegl- an á Sauðárkróki þriðja aðilann, sem sendur var til Akureyrar vegna rannsóknar málsins. Á laugardag var hann dæmdur í sjö daga gæslu- varðhald. Síðastliðinn mánudag ját- aði hann aðild sína að innbrotunum og fíkniefnaneyslu og var honum sleppt að lokinni yfirheyrslu. Sigríður Halldórsdóttir, prófessor við Háskólann á Akureyri Rannsókn á upplifun fólks af lystarstoli Börnin skemmta sér í snjónum HINUM fullorðnu þykir það nú ekki tilhlökkunarefni þegar vet- ur sest snemma að og fyrir marga, t.d. bændur, er það veru- lega óhagstætt. Börnunum þykir hins vegar ágætt að fá snjóinn og að minnsta kosti líkar þessum piltum á Sökku í Svarfaðardal ljómandi vel að geta rennt sér í brekkunni norðan við bæinn. Á myndinni eru f.v. Arnar, Olgeir og Einar Helgi. Skák- keppni á morgun SKÁKKEPPNI verður haldin í skákheimili Skákfélags Akureyrar við Þingvallastræti 18 næstkomandi fimmtudagskvöld, 5. nóvember, og hefst hún kl. 20. Stefnt er að því að keppt verði í sveitum til undirbún- ings deildarkeppni Skáksambands íslands. SIGRÍÐUR Halldórsdóttir, pró- fessor við Háskólann á Akureyri, hefur fengið rannsóknarstyi-k frá rannsóknarsjóði Háskólans á Akur- eyri til að rannsaka upplifun fólks, sem þjáðst hefur af lystarstoli, af því að vera með lystarstol, af um- hyggju og umhyggjuleysi heilbrigð- isstarfsfólks og annarra í því sam- hengi. Sigríður sagði að rannsóknir varðandi þennan illvíga sjúkdóm vantaði tilfinnanlega og þá ekki síst á Islandi, en talið væri að nýgengi þessa lífshættulega sjúkdóms hefði nær tvöfaldast á síðustu tveimur áratugum. Þrír nemendur við heilbrigðis- deild háskólans, þær Inga Dagný Eydal, Kristín Sólveig Bjarnadóttir og Þorgerður Hauksdóttir, tóku viðtöl við þrjár konur sem þjáðst höfðu af lystarstoli og voru niður- stöður rannsókna þeirra viðtala grunnurinn að lokaritgerð þeirra frá deildinni vorið 1996. Ritgerðin var unnin m.a. undir leiðsögn Sig- ríðar, en faglega ráðgjöf veittu auk þess dr. Kristján Kristjánsson heimspekingur, Heiðdís Sigurðar- dóttir sálfræðingur og Sæunn Kjartansdóttir, hjúkrunarfræðing- ur og sálgreinir. Niðurstöður þeirra hafa þegar aukið við þekkingu og skilning á þessum þjáningarfulla sjúkdómi, en nauðsynlegt þykir að gera ítarlegri rannsóknir þannig að meiri þekking fáist á þessu sviði. Benda niðurstöður til að meiri- hluti þeirra sem hafa haft með þess- ar konur að gera hafi haft mjög tak- markaðan skilning á sjúkdómnum sjálfum og líðan kvennanna. Jafn- framt kom fram að meðferð sem byggist ekki á skilningi á þessum þáttum virðist gagnslítil. Þótt meiri- hluti þeirra, sem veikjast af lystar- stoli, séu konur er engu að síður mikilvægt að upplifun karlmanna, sem veikjast af sjúkdómnum, sé einnig lýst og því leggur Sigríður áherslu á að taka ítarleg viðtöl við fólk af báðum kynjum. Vill ræða við þá sem hafa sigrast á lystarstoli „Ég hef einlægan áhuga á að reyna að skilja hvað þarna er á ferð- inni,“ sagði Sigríður, „og hvernig best er að sigrast á þessum lífs- hættulega sjúkdómi. Þess vegna vil ég ræða við alla þá sem eru reiðu- búnir til þess og hafa sigrast á lyst- arstolinu, hvar á landinu sem þeir búa.“ Þeir sem málið varðar og vilja ræða við Sigríði vegna þess geta haft samband við hana í Háskólan- um á Akureyri, í netfangið sigrid- urÉunak.is eða heima. „Ef okkur tekst þótt ekki væri meira en að færast eitthvað í áttina til að skilja betur hvað þarna er á ferðinni þá er allur eftirleikurinn auðveldari, bæði lækning og fyrirbygging," sagði Sigríður.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.