Morgunblaðið - 04.11.1998, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 04.11.1998, Blaðsíða 46
46 MIÐVIKUDAGUR 4. NÓVEMBER 1998 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ + Ástkær móöir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, DAGMAR PÁLSDÓTTIR, Aðalgötu 5, Keflavík, lést á St. Jósefsspítala í Hafnarfirði mánu- daginn 2. nóvember síðastliðinn. Jarðsungið verður frá Keflavíkurkirkju föstu- daginn 6. nóvember kl. 14.00. Þeir, sem vildu minnast hennar, eru vinsamlegast beðnir að láta D-álmu Sjúkrahúss Suðurnesja njóta þess. Páll R. Ólafsson, Gróa Hávarðardóttir, Guðmundur V. Ólafsson, Ragnheiður Halldórsdóttir, Róbert Ö. Ólafsson, Bára Sigurðardóttir, Elín Guðbjörg Ólafsdóttir, Júlíus Bess, Ingólfur Ólafsson, Vilhelmína Pálsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÞURÍÐUR SIGURÐARDÓTTIR, Hjallabraut 3, Hafnarfirði, er látin. Útförin hefur farið fram í kyrrþey. Hulda Guðmundsdóttir, Hanna Guðmundsdóttir, Hrafnhildur Guðmundsdóttir, Sverrir V. Guðmundsson, Sigurður Guðmundsson og aðrir aðstandendur. + Faðir minn, tengdafaðir, vinur og bróðir, MAGNÚS ÞÓRÐARSON, Lindargötu 64, Reykjavík, lést á Landspítalanum mánudaginn 2. nóvember. Sveinn Th. Magnússon, Halldóra Pálsdóttir, Kristín Guðmundsdóttir, Einar Þórðarson. + Útför elskulegs eiginmanns míns, föður, okkar tengdaföður og afa, EYJÓLFS PÁLSSONAR fyrrv. framkvæmdastjóra, Miðleiti 4, Reykjavik. fer fram frá Bústaðakirkju föstudaginn 6. nóvember kl. 13.30. Jarðsett verður í Eyrarbakkakirkjugarói. Ásta Ólafsdóttir, Ingibjörg Eyjólfsdóttir, Örn Þórðarson, Páll Eyjólfsson, Stefán Ólafur Eyjólfsson, Helga Jóna Sigurðardóttir, Davíð, Eyþór og Kári. Hjartanlega þökkum við öllum þeim, er sýnt hafa okkur samúð og vináttu við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengda- föður, afa og langafa, RAGNARS BJÖRNSSONAR tónlistarmanns. Sérstakar þakkir færum við læknum og hjúkrunarliði á blóðmeina- og krabbameins- lækningadeild Sjúkrahúss Reykjavíkur, sem og hjúkrunarfræðingum Karitas fyrir óbilandi kærleiksríka umönnun. samstöðu í baráttunni og Sigrún Björnsdóttir, Hrefna Nellý Ragnarsdóttir, Sigrún Ragnarsdóttir, Ólöf Gerður Ragnarsdóttir, Guðríður Ragnarsdóttir, Birna Ragnarsdóttir, Ahmed Essabiani, barnabörn og barnabarnabörn. ÞORSTEINN RAGNARSSON + Þorsteinn Guðni Þór Ragnarsson fæddist í Reykjavík hinn I. maí 1939. Hann lést á Land- spítalanum 25. október síðastliðinn og fór útför hans fram frá Bústaða- kirkju 3. nóvember. Far þú í friði, Mður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Kæri tengdasonur, okkur langar með örfáum orðum að minnast þín, þó orð séu alltaf fátækleg á stund- um sem þessum. En margar góðar minningar leita í hugann eftir 30 ára kynni. Skemmst er að minnast samveru okkar síðastliðið vor, þar sem þú sýndir hvað sterkur og dug- legur þú varst þrátt fyrir þín erfíðu veikindi. Við söknum þín sárt og fannst kallið koma of fljótt. Blessuð sé minning þín. Asthildur mín, Karen Osk, Ragn- ar, Lilja, Asthildur Ólöf, Rikki, Ragnheiður og Kristín, Guð veiti ykkur styrk í ykkar miklu sorg. Tengdaforeldrar. Þessi fátæklegu orð rita ég til þess að kveðja mág minn Þorstein Ragnarsson rannsóknarlögreglu- mann. Það er ekki hægt að segja að fráfall hans hafi komið alveg á óvart en það er þó einu sinni svo að þegar maður stendur frammi fyrir því að hann sé horfínn á braut, þá fínnst manni að honum hafí verið kippt burtu úr þessu jarðneska lífí nánast fyrirvaralaust. Þorsteini mági mínum kynntist ég fyrst unglingur að aldri og um það leyti er systir mín Ásthildur og Steini, eins og hann var alltaf kallaður innan fjölskyldunnar, voru að hefja búskap. Eg man glöggt enn þann dag í dag hve áræðinn og ákveðinn hann var í þeim ásetningi sínum að ger- ast lögreglumaður. Leið Steina í lögreglunni lá um stíga almennu lögreglunnar, síðan í gegnum um- ferðardeildina þar sem mótorhjól og hvítir eftirlitsbílar voru hans aðal- verkfæri. Að lokum var röðin komin að rannsóknarlögreglunni þar sem hann starfaði allar götur til síns hinsta dags. Ég læt öðrum eftir að gera störf- um hans í lögreglunni skil en viss þykist ég um að störf hans þar, í góðra félaga hópi, hafi alla tíð verið unnin af æðruleysi, trúmennsku og heiðarleika. Barátta Steina við sjúkdóm sinn kom mér fyrir sjónir rétt eins og forðum þegar hann afréð að skipta um starfsvettvang og gerast lög- reglumaður. Hann tók fyrstu sjúk- dómsgreiningunni af miklu æðru- leysi, síðan tók við eindreginn ásetningur hans að takast á við sjúkdóm sinn af fullum krafti sem og hann gerði. í glímunni við sjúkdóminn sýndi Steini svo áræði sitt í baráttunni með því að gangast undir erfíðar lyfjagjafir með tilheyi'andi auka- verkunum svo sem hármissi, en það lét hann ekki mikið á sig fá og mætti til leiks og mannamóta í fól- skyldunni eins og hann var klædd- ur. Auðvitað hafði hann breyst svolítið í útliti, en æðruleysi hans og staðfastur ásetningur þess efnis að sigrast á sjúkdómnum var honum ofar í huga. Með ótúlegri þrautseigju gekk Steina glíman vel og var svo komið á sl. sumri að horfur þess efnis að Steini gæti lifað með sjúkdómi sín- um lengra fram á veginn voru von- um framar. En skjótt skipast veður í lofti. Eftir vel heppnaða golfferð til Spánar nú í haust, þar sem Steini og félagar hans í golf- inu höfðu unað sér vel, kom reiðarslagið, rannsókn sýndi að sjúkdómurinn hafði tekið sig upp að nýju og engrar undankomu var auðið. Með ótrúlegu jafnað- argeði og æðruleysi sem ætíð einkenndi Steina tekur hann nú til við að undirbúa, ekki bara sjálfan sig heldur og sína nánustu, fyrir brottför sína úr þessum heimi. Að heimsækja hann að sjúkrabeð hans var ekki eins erfitt og maður hefði getað ímyndað sér fyrirfram, því bæði hann sjálfur, eiginkona hans, böm og tengdaböm ræddu alltaf alla hluti af miklu æðruleysi og yfir- vegun, eins og þeir vora en ekki eins og þau hefðu óskað að þeir væm eða yrðu. Skyldu ekki vera góðir golfvellir þama hinum megin? sagði hann eitt sinn stundarhátt við mig. Jú alveg ömgglega svaraði ég. Já, það verð- ur gaman að fá að prófa þá. Ég og bömin mín, sem hann og hans fjölskylda reyndust svo vel fyrir rúmum tveimur áram þegar við urðum fyrir miklum ástvina- missi eiginkonu og móður, þökkum Steina og fjölskyldu hans af heilum hug. Við þökkum Steina samfylgdina og vinskapinn sem hann einatt sýndi okkur og við biðjum algóðan Guð að gefa eiginkonu hans, Ást- hildi, og börnum og barnabörnum þeirra, svo og dætmm Steina af fyrra hjónabandi, styrk í sinni miklu sorg. Minningin um góðan dreng verð- ur eilíf í hjarta okkar. Stefán Ómar Jónsson. Kallið er komið, Komin er nú stundin, Viðskilnaðar viðkvæm stund. Vinimir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin strið. (V .Briem.) Elsku mágur, þá er hetjulegri baráttu þinni lokið. Já, krakkar mínir, svona er lífið, varst þú vanur að segja. En það getur samt verið erfitt að_ sætta sig við, að lífíð sé svona. Á slíkum stundum heldur maður í minningarnar um góðar samverastundir. Hvíl í friði. Elsku systir, Karen Ósk, Ragnar, Lilja, Ásthildur Ólöf og Rikki, Guð gefi ykkur styrk til að takast á við sorgina. Lovísa, Gylfi og Baldur. Það þekktu margir hann Þor- stein lengur en ég og betur. En nokkra hríð lágu leiðir okkar þó saman. Við tókum þátt í byggingu golfvallar upp í Mosfellsbæ fyrir ríflega áratug. Ég vil að sá kafli í lífshlaupi Þorsteins, sem við kölluðum alltaf Steina, gleymist ekki. Við höfðum stofnað golfklúbb árið 1980 með allmörgum áhuga- sömum félögum. Fengum land undir golfvöll nokkru síðar. Land sem var aðeins að litlu leyti ræktað, annars urð og melar og móar en að einum þriðja gamlar, uppétnar malargryfjur. Þær voru illa umgengið land. Nánast ónýtt til nokkurs bráks. Það var löngum til siðs í Mosfellssveit að skilja þannig við landið eftir að rifin hafði verið upp úr því öll brúkanleg grús. Nú til dags hefja menn fram- kvæmdir við nýja golfvelli með stórvirkum tækjum. Öflugum stuðningi sinna sveitarfélaga og því alltraustan fjárhagslegan grund- völl. Sú var hinsvegar ekki raunin árið 1983, a.m.k. ekki í Mosfellsbæ. Þar höfðu yfirvöld heldur litla trú á framtakinu, takmarkaðan áhuga á því og vart greinanlegan vilja til að styðja það. Það var því meira en lítið bjartsýnn hópur sem hóf að um- bylta 20 hekturum lands með hök- um og skóflum og garðhjólbörum. Verkið tók enda nokkur ár og tölu- vert kvarnaðist úr hinni glaðbeittu fylkingu, eins og vænta mátti, á svo langri leið. Forgjöfin hækkaði en takmarkið náðist. Hinn 28. júní 1986 var Hlíðavöllur golfklúbbsins Kjalar formlega tekinn í notkun. Það var ekki aðeins að hann Steini væri í þeim hópi sem hélt uppí þessa ferð og náði á leiðar- enda. Kláraði verkið. Hann var í fremstu sveit allan tímann. Kapp- samur en gætinn. Jarðbundinn og raunsær, gat jafnvel virst úrtölu- samur, ef honum þóttu menn fljúga of djarflega. En alltaf í hópi þeirra sem fyrstir komu til starfa. Auk þess bjó hann yfir hæfileikum, sem oft komu sér heldur betur vel. Gat sest uppí nánast hvaða tæki sem fékkst að láni, gröfur, vélskóflur og hvaðeina. Sett í gang og farið að vinna. Það var jafn ómetanlegt eins og mér var það óskiljanlegt. Ég vissi aldrei hvaðan honum kom þessi verkkunnátta. Svo var hann afburða laginn við allar viðgerðir og ekki kom það sér heldur illa. Ófáar ferðirnar fór hann í inn- keyrsluna til Steina til viðgerða, gamli Deutz traktorinn sem við keyptum fyrir slikk úti á Kjalar- nesi, og var næstum jafnaldri okk- ar. Hann gerði reyndar tilraun til að flytja lögheimili sitt inn í bílskúrinn hjá Steina eitt haustið í vélarapptekt. Þá sagði frú Ásthild- ur hingað og ekki lengra. Hafði vafalaust oft haft af gripnum nokkra raun þarna í innkeyrslunni, og fleiri misjafnlega aflóga tækjum klúbbsins, enda varla að þeim götuprýði en Ásthildur með af- brigðum snyrtileg um allt sitt. Þessa hagleiks Steina sá reyndar víðar merki, ekki síst á heimili þeirra hjóna. Þar vitnaði allt um smekkvísi, verklagni og alúð. Eng- inn bfll í bænum var betur hirtur. Steini átti ekki í neinum teljandi vandræðum með að tjá sig. Gerði það umbúðalaust, á kjarnmiklu máli og þannig að menn misskildu hann ógjarna. Ókunnugum gat brugðið. Undir niðri var samt góð- legur og mildur hljómur, ef grannt var hlustað. Það glitti alltaf í gullið í gegnum skrápinn. Hann var alltaf með hálsbindi þegar hann lék golf, sem er harla óvenjulegt nú til dags. Ég kom mér aldrei til þess að inna eftir ástæðunni enda hefði það engu breytt. Venjum sínum breytti Steini ekki. Að leiðarlokum þakka ég sam- starfið þessi ár og okkar góðu kynni síðan. I öllu baslinu við grjóthreinsun og blautar þökur. Biluð tæki eða fóst í for. Vöntun á flestu því, sem til verksins þurfti. Þá var alltaf uppörvandi að hlýða á kröftugt og hressilegt orðfæri Steina. Glettni hans og gamanmál. Fáir kunnu betur en hann þá íþrótt að rífa upp kjarkinn og liðsandann í hópnum þegar þess þurfti með. Ásthildi og öðrum aðstandend- um sendi ég innilegar samúð- arkveðjur okkar, gömlu golffélag- anna í Mosfellsbæ. Georg H. Tryggvason. Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disk- lingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin Word og Wordperfect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins í bréfasíma 569 1115, eða á netfang þess (minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið greinina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðal- línubil og hæfilega línulengd - eða 2.200 slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnar- nöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.