Morgunblaðið - 04.11.1998, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 04.11.1998, Blaðsíða 52
52 MIÐVIKUDAGUR 4. NÓVEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ THAT WA5 A 600P PRACTICE, HUH, A\ARCIE ? -----------q-------" NOÍI THINK I 8ROKE ALL MV ARMS ANP THIRTY FIN6ERS.. WELL;U)E'RE GETTIN6 TOU T0U6HENEP OP FORTHE NEW 5EAS0N;HUH? l'M NOT INTERE5TEP/l'LL NEVERn IN 6ETTIN6 /UNDERSTAND T0U6HENEP UP.. ( HOV, MARCIE. 9-23 Þetta var góð æfing, ekki Nei! Ég held ég hafi brot- Jæja, við erum Ég hef engan áhuga á að láta satt, Magga? ið aila handleggina og að herða þig fyr- herða mig ... þrjátíu fingur ... ir nýja leiktíma- Ég mun aldrei skilja þig, Magga ... bilið, ha? BREF TIL BLAÐSINS Kringlan 1 103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 Rjúpan og rjtípna skytturnar Frá Karli Jónatanssyni: RJUPAN er sú lífvera sem hvað mest prýðir okkar fósturjörð, á svo margan hátt. Hún er falleg að sjá bæði í sínum sumar- og vetrarbún- ingi. Hún er ljúflingur sem gerir engri skepnu eða manni mein. Hún er einn þarfasti hlekkurinn í Iífkeðj- unni til gróðuiTæktunar í óbyggðum landsins. Öllum finnst rjúpan vera ómissandi vinur og nágranni nema þá nokkur hundruð svokallaðar rjúpnaskyttur. Og þá er að athuga þeirra hlið á málinu. Þær sækja þessar rjúpna- veiðar af soddan ofurkappi að með sanni má segja að þær hætta hik- laust lífi sínu fyrir þessa hugsjón sína. En hvers vegna? Ekki er það eins og var í gamla daga þegar sár- vantaði magafylli handa fjölskyld- unni. Nei, nú er öldin önnur og fullt af mat í hverju koti. Ef fórnardýrið væri nú selt á kostnaðarverði væri verðið það hátt að aðeins hátekju- menn gætu klárað það dæmi, og þá eru ekki með í dæminu þær upphæð- ir sem við öll erum neydd til að greiða í laun tii björgunarsveita- manna, en það eru að sögn umtals- verðar fjárhæðir og væri sanngjarnt að við fengjum uppgefið hve mikið við höfum þurft að greiða t.d. á sl. ári til björgunar týndum rjúpnaskytt- um. Það sem þessar rjúpnaskyttur leggja í sölurnar við þessa iðju sína, fyrir utan að týna sjálfum sér og þar með að verða þess valdar að eitt til tvö hundruð björgunarsveitamenn leiti þeirra nótt og dag í einhverja sólarhringa. T.d. fyrir nokkrum ár- um heyrði maður á skotspónum eina veiðisögu. Rjúpnaskytta var á veið- um í rjúpnalandi. Farkosturinn var vélsleði. Nær hádegi kemst kappinn í færi við eina rjúpu, en sú var snör í snúningum og flýgur uppá líf og dauða inn heiðar og kappinn með allt í botni á eftir fórnardýrinu. Hann hafði rjúpuna í fjórða skoti eftir nær 30 kílómetra sprett og rataði svo sjálfur hjálparlaust til byggða. En fengur dagsins var ein rjúpa sem kostaði fjögur skot og u.þ.b. 60 km keyrslu auk annarrar útgerðar. Spurningin er, skyldi hann hafa getað selt rjúpulíkið á kostnaðar- verði? Ég held að það sé alveg ör- uggt að rjúpnaveiðar eru ekki stund- aðar í hagnaðarskyni. Það er freist- andi að láta sér detta í hug að rjúpnaveiðar stundi menn aðeins vegna drápsfíknarinnar einnar. Þess vegna er það raunar undravert að yf- irvöld skuli ekki hafa friðað rjúpuna fyrir löngu. Að minnsta kosti er það lágmarkskrafa að þessir rjúpnaveiði- menn svokallaðir greiði sjálfir allan kostnaðinn sem verður vegna leitar að týndum rjúpnaskyttum. Og svona í lokin uppástunga: Væri kannski ráð að senda þessar byssuglöðu rjúpnaskyttur niður í fjöru og þar fengju þær að skjóta máva og svartbaka. Sjálfum sér og öðrum bæði til gagns og gleði. Og það sem best væri: Hættan á að þær týndust eða meiddu sig væri sáralít- il. Verum vinir rjúpunnar og minn- umst þess að jafnvel valurinn, þessi grimmi ránfugl, grætur vegna vonsku sinnar þegar hann rífur í sig hjarta rjúpunnar. KARL JÓNATANSSON, Hólmgarði 34, Reykjavík. Er Island kj arnorkuskotmark? Opið bréf til utan- ríkisráðherra Frá Viggó Jörgenssyni: HEILL og sæll Halldór. Eins og þú veist brá Bill Clinton Bandaríkjaforseti sér af bæ á vor- dögum og tók hús á starfsbróður sín- um, Jiang Zemin í Kína. I fréttum, hér í blaðinu, af þessari heimsókn kom fram að við þetta tækifæri sömdu Bandaríkjamenn og Kínverj- ar um að þjóðirnar hættu að miða kjarnorkuflaugum hvor á aðra. Litlu seinna kom fram í blöðum að vís- indamenn hafa þungar áhyggjur af tölvubúnaði í Rússlandi og hvernig hann muni bregðast við um aldamót- in 2000, og alveg sérstakar áhyggjur af þeim tölvubúnaði sem stjórnar kjai-norkuvopnum. I tilefni af þess- um fréttum kom upp í hugann sjón- varpsþáttur er sýndur var í íslenska ríkissjónvarpinu fyrir fáum árum. Þar skoðuðu fréttamenn m.a. rúss- neskan skriðdreka sem liðsforingi sýndi þeim fúslega. M.a. sýndi liðs- foringinn sjónvarpsmönnum tölvu- kerfi skriðdrekans þai- sem ekki var annað að skilja en að eitt af forrituð- um skotmörkum rússneska herafl- ans væri Reykjavík. Sé það svo er það augljóslega gríðarlega alvarlegt mál nú þegar. Oftsinnis hefur komið fram í fréttum að viðhald tæknibún- aðar þar austurfrá er nánast upp á faðir vorið vegna fjárskorts. Þegar við bætist sá möguleiki að tölvubún- aður hrynji um aldamótin 2000 þá vakna eftirfarandi spurningar: 1. Hefur utanríkisráðuneytið upp- lýsingar um hvort kjarnorkueld- flaugum í rússneska heraflanum, herafla fyrrverandi sovétlýðvelda eða herafla fyrrverandi austantjalds- ilkja, er miðað á ísland? 2. Ef þær upplýsingai- liggja ekki fyrir, stendur þá til að kanna það í náinni framtíð? 3. Komi í ljós að eldflaugum sé miðað á Island, mun ráðuneytið taka upp samninga um að þeir, sem það gera, hætti því? Með bestu kveðju. P.s. Þar sem málið varðar fleiri en okkur bið ég Morgunblaðið fyrir bréfið og vænti svars frá ráðuneyt- inu á sama vettvangi. VIGGÓ JÖRGENSSON, löggiltur fasteigna-, skipa- og fyrirtækjasali. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni tii birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að iútandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.