Morgunblaðið - 04.11.1998, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 04.11.1998, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. NÓVEMBER 1998 23 Fiskideildin hefur 27,3 millj- ónir dollara til að spila úr FISKIDEILD FAO er ein af minni deildum stofnunarinnar en þar starfa um þessar mund- ir um 170 manns. í ár hefur deildin til umráða 17,6 milljón- ir Bandaríkjadala auk þess sein gert er ráð fyrir að um 9,7 milljónir dala muni fást í þróunarverkefni. Til þessara verkefna eru gjarnan ráðnir alþjóðlegir sérfræðingar sem vinna fyrir stofnunina sem undirverktakar. Þannig er starfsemin í raun mun um- fangsmeiri en starfsmanna- fjöldinn segir til um. Stór hluti af tíma starfs- manna Fiskideildar fer í að stjórna verkefnum og vinna í nánu samstarfí við verktaka. Til að gefa hugmynd um eðli þessara verkefna má nefna mat á fugladauða við línuveið- ar, gæðakerfi fyrir fískvinnslu, áhrif fiskeldis á umhverfið, mat á kostum og göllum mis- munandi fiskveiðisljórnunar- kerfa og vandamál tengd brottkasti afla. Verulegur hluti af starfseminni er fólginn í þjálfun hvers konar, svo sem námskeiðum fyrir sjómenn og fiskvinnsiufólk í þróunarlönd- unum. Þijú svið Fiskideildin skiptist í þrjú svið sem fjalla um auðlindir, fiskveiðisljórnun og fiskiðnað. Auk þess er sérstök eining inn- an deildarinnar sem gefnr út tölfræðilegt yfírlit um veiðar, vinnslu og viðskipti með fískafurðir í heiminum. Auðlindasvið greinir upplýs- ingar um ástand fiskistofna og annarra vatnalífvera og hvaða þættir hafi mest áhrif á magn og dreifíngu þeirra. Ráðgjöf er veitt um sjálfbæra nýtingu stofnanna, m.a. í gegnum svæðisbundnar fiskveiðinefnd- ir FAO. Fiskveiðistjórnunarsvið veit- ir aðildarlöndum FAO ráðgjöf og aðstoð við stefnumótun t.d. á sviði fískveiðistjórnunar, veiðieftirlits, fiskeldis, sölu veiðileyfa o.fl. Fylgst er með þróun sjávarútvegs og fískeld- is og niðurstöður gefnar út í sérstöku riti annað livert ár. Fiskiðnaðarsvið sinnir mál- um sem snúa að veiðum, vinnslu, viðskiptum og gæða- málum. Alþjóðasamninga rum við- skipti með fiskafurðir eru tengdir gæðastöðlum sem eiga m.a. að koma í veg fyrir tækni- legar viðskiptahindranir. Fisk- iðnaðarsvið rekur sérstakan gagnabanka, GLOBEFISH, sem selur upplýsingar um físk- verð og markaðsmál. í tengsl- um við GLOBEFISH eru starf- ræktar sex ráðgjafastofur fyr- ir fiskiðnað víða um heim. Margir íslendingar Fiskideildin er sú deild FAO sem hvað flestir fslendingar hafa starfað við á undanförn- um áratugum. Fyrsti íslend- ingurinn var ráðinn til Fiski- deildarinnar árið 1947. Það var Hilmar Kristjónsson en hann var lengst af foi-stöðu- maður veiðafæradeildar. Af öðrum Islendingum má nefna þá Einar Kvaran, Kára Jó- hannesson og Björn Bjarna- son. Að minnsta kosti 25 ís- lendingar hafa starfað fyrir Fiskideildina til lengri eða skemmri tíma, flestir sem ráð- gjafar við skipstjórn og vél- stjórn. Þá starfaði Björn Sig- urbjörnsson, núverandi ráðu- neytissljóri landbúnaðarráðu- neytisins, um árabil sem for- stjóri eins af tæknisviðum Iandbúnaðardeildarinnar sem staðsett er í Vínarborg og starírækt í samvinnu við Al- þjóðakjarnorkumálastofnun- ina. Hjá FAO starfa núna tveir íslendingar, þau Margrét Við- ar, lögfræðingur í Almennu deild Lögfræðiskrifstofunnar og undirritaður. Fyrir þá sem áliuga hafa á því að kynna sér nánar starf- semi FAO er bent á heimasíðu stofnunarinnar á Veraldar- vefnum. Þar er að flnna mik- inn fróðleik um stofnunina. Slóðin er: http://www.fao.org um, sem lengra eru komnar, ber því skylda til að miðla hinum af reynslu sinni og hjálpa þeim að koma þess- um málum í gott horf hjá sér.“ Engin mótuð stefna um um- hverfismerkingar - Hefur FAO mótað stefnu hvað varðar umhverfismerkingar? „Nei, það er i valdi stjórnar- nefndar Fiskideildar að ákveða hvort stofnuninni verði falið að fara út í þá vinnu. Verið er að kanna með hvaða hætti unnt væri að móta regl- ur um forsendur umhverfísmerk- inga verði þess óskað og verður sú vinna kynnt á febrúarfundi nefndar- innar. Eg tel að FAO sé fyllilega í stakk búin til að móta slíkar reglur og skapa um þær umfjöllun, sem gæti leitt til alþjóðlegs samkomu- lags um uppbyggingu þeirra. Ég tel hins vegar ljóst að FAO myndi ekk- ert hafa með það að gera að votta hvort veiðar úr ákveðnum stofnum væru ábyrgar eða ekki, aðeins vinna hinar tæknilegu forsendur. Síðan myndu skoðunarstofur eða önnur fyrirtæki sjá um sjálfa vottunina. Mín skoðun hefur lengi verið sú, að í ljósi þessarar auknu umræðu um það hvað fiskveiðar geti gert líf- ríkinu og aukinn áhuga á umhverf- ismálum, að fiskiðnaðurinn verði að byggja upp gagnsætt kerfi þar sem hægt er að leggja fram nauðsynleg gögn um það að hvorki sé verið að eyðileggja fiskistofna eða né um- hverfið með óábyrgum aðferðum. Mér finnst líklegt að einhvers konar umhverfismerkingar verði teknar upp fyrir fiskafurðir. Það er hins vegar lykilatriði hvaða viðmiðanirn- ar yrðu notaðar og hvort um þær gæti náðst samkomulag." Mikið brottkast - Brottkast á fiski er víða vanda- mál, hve mikið er það í raun? „Niðurstaða rannsóknar sem FAO vann í samvinnu við aðra, var sú að brottkast væri um 27 milljónir tonna á ári. Það þýðir að um einum fimmta af aflanum sé fleygt aftur íyrir borð. Margir hafa dregið þess- ar tölur í efa og nýjar rannsóknir benda til þess að brottkastið sé tals- vert minna. Því er hins vegar ekki að leyna að við sumar veiðar er ástandið mjög slæmt. Sérstaklega á það við um rækjuveiðar, þar sem með hverju kílói af rækju sem veiðist kemur um 10 kíló af fiski, þar með ungviði, sem venjulega er hent. Þama er mikið verk fyrir höndum til að minnka þann skaða, sem unninn er með slíku háttalagi." Nákvæmar vinnureglur - FAO hefur stundum verið gagmýnt íyrir að byggja á gömlum tölum og vera þunglamalegt. Á sú gagnrýni rétt á sér? „Stórar stofnanir eru alltaf þung- ar og formfastar og hjá FAO eru mjög nákvæmar vinnureglur. Á undanförnum árum hafa verið gerð- ar nokkrar breytingar til hins betra á stofnuninni og ég segi fyrir mig að hún er ekki eins skrifræðisleg og hefði mátt halda. Mikilvægur þáttur í starfsemi FAO er að fá samþykki meirihluta aðildariandanna. Þá ber að hafa í huga að aðildarlöndin eru 175 auk Evrópubandalagsins. Auð- vitað er það þunglamalegt að halda fundi á fimm tungumálum og öll skjöl þurfa að vera tilbúin með löng- um fyrirvara til að ríkisstjórnir geti mótað afstöðu sína. I eðli sínu eru svona stofnanir því „þungar“. Annaðhvert ár er gefin út skýrla um ástand helztu fiskistofna, veiðar og vinnslu í heiminum. Þetta er mjög vandað og mikið rit, en auk þess er unnt að sækja þessar upp- lýsingar beint af alnetinu. í upplýs- ingavinnslu af þessu tagi tel ég að FAO sé í fremstu víglínu í heimin- um. Varðandi gagnrýni um gamlar upplýsingar verður að hafa í huga að verið er að fá sundurliðaðar upp- lýsingar frá 200 þjóðum um fisk- veiðar og vinnslu. Allar þessar upp- lýsingar verður að vega og meta áð- ur en unnt er að birta þær. Nú er unnt að fá nýrri tölur en þær sem eru prentaðar í þessum skýrslum frá tölfræðideild fiskideildarinnar. Reglulega er fylgzt með því hvernig vitnað er í skýrslur sem stofnunin gefur út og stundum er það gert á rangan hátt. Iðulega hef- ur til dæmis FAO verið höfð fyrir því að 60-70% allra fiskistofna í heiminum séu ofveiddir eða jafnvel í útrýmingarhættu. Þetta er einfald- lega ranglega vitnað. Það er erfitt að eltast við allt, sem missagt er, en þó er reynt að gera það og fylgjast með því.“ Mikilvæg verkefni - Hvemig kanntu við starfið? „Það er alltaf gaman að vinna með fæm og áhugasömu fólki og verkefn- in em mikilvæg. Það era að verða miklar breytingar eins til dæmis hugsanlegar umhverfismerkingar, miidl aukning á útflutningi þróunar- landanna á fiski og ég held almennt að viðskipti með fisk muni ennþá vaxa. Mörg þróunarlönd reiða sig á aðstoð frá FÁO, þannig að ég held að stofnunin hafi mikilvægu hlutverki að gegna um ókomin ár. Verið er að gera breytingar á stofnuninni og er m.a. verið að vinna að stefnumótun. Svo virðist sem beinum tækniverk- efnum, sem stofnunin vinnur sjálf í aðildarlöndunum fari minnkandi. Hins vegar virðist upplýsingaþáttur- inn vera vaxandi. Starfið er krefjandi og mér finnst starfsreynsla mín koma að gagni.“ Stórkostleg borg - Hvernig lá leið þín til FAO? „Fiskiheimurinn er reyndar fremur lítill og þeir sem vinna að þessu vísinda- og tæknistarfi í fisk- iðnaði þekkjast margir hverjir. Ég hef áður haft samstarf við suma af þeim mönnum, sem þarna starfa og ætli það hafi ekki blundað í mér löngun til þess að kynnast þessu al- þjóðastarfi betur. Ráðningin er til þriggja ára og ég fékk leyfi frá Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins þann tíma.“ - Hvernig er svo að búa í Róm? „Róm er stórkostleg borg, en eins og aðrar stórborgir getur hún verið erfið, einkum umferðin. Hins vegar er lífstempóið töluvert hægara en í Reykjavík. Ég held reyndar að við getum margt af ltölum lært. Hlut- irnar taka lengri tíma hér en allt virkar. Borgin sjálf er áhugaverð eins og mannlífið, og eins og flestir vita er það margra ára verk að skoða það sem hér er markvert. Veðurfarið spillir heldur ekki fyrir, þótt sumarhitar geti orðið talverðir. Verðlag er talsvert lægra á Ítalíu en íslandi en þó er húsnæðiskostnaður mun hæm. En hér er gott að búa.“ INIOKIA 3110 ásamt bílhleöslu heyrnartóli og leöurtösku! Reykjavík: BT, Skeifan 11, s. 5504444. Elko, Smáratorgi 1, s. 5444000. Hátækni, Ármúla 26, s. 5885000. Helmskringlan, Kringlan 8-12, s. 5681000. Nesradíó, Síðumúla 3-5, s. 5811118. Nýherji, Skaftahlíð 24, s. 5697700. Radiomiðun, Grandagarði 9, s. 5111010. Símabær hf., Ámnúla 32, s. 5682500. Síminn, verslanir. Tal: Síðumúla, Kringlunni og Smáratorgi. Tæknival, Skeifan 17 s. 5504000. Hafnarfjörður: Rafmætti, Fjarðargötu 13-15, s. 5552000. BT, Reykjavíkurvegi 64, s. 5504020. Akranes: Hljómsýn, Stillholti 23, s. 4314074. Selfoss: Árvirkinn, Eyravegi 29, s. 4821160. Tölvu- og rafeindaþj. Suðurlands, Eyravegi 23, s. 4823184. Radíórás, Eyravegi 22, s. 4822853. Helmstækni, Austurvegi 3- 5, s. 4821311. Akureyrl: Höldur hf„ Draupnisgötu 1, s. 4621715. Radíovinnustofan sf„ Kaupangi, s. 4622817. Tölvutæki Bókval, Furuvöllum, s. 4615000. Radíónaust hf„ Geislagötu 14, s. 4621300. Ljósgjafinn, Glerárgötu 34, s. 4623723. Dalvfk: HS verslun, Hafnarbraut 2, s. 4663388. EgllSStaðir: Rafeind sf„ Miðvangi 2-4, s. 4712450. Vestmannaeyjar: Geisli hf„ Flötum 22, s. 4811464. Eyjaradíó hf„ Skólavegi 4, s. 4811600. Þorlákshöfn: Rás hf„ Selvogsbraut 4, s. 4833545. Keflavík: Sonar, Hafnargötu 21, s. 4211775. Rafeindatækni sf„ Tjamargötu 7, s. 4212866, ísafjörður: Póllinn, Aðalstræti 9, s. 4563092. Snerpa, Mánagötu 6, s. 4565470. www.mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.