Morgunblaðið - 04.11.1998, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 04.11.1998, Blaðsíða 25
MORGUNB LAÐIÐ LISTIR MIÐVIKUDAGUR 4. NÓVEMBER 1998 25 Finnskt, ferskt og fágætt TÖJVLIST Langholtskirkja KÓRTÓNLEIKAR Verk eftir Bach, Rautavaara, Mist Þorkelsdóttur (frumfl.), Sibelius og Kuula. Dominante kórinn frá Finn- landi u. stj. Seppos Murtos. Lang- holtskirkju, fimmtudaginn 22. október kl. 20.30. HÆTTAN gagnvart núverandi grósku íslenzks tónlistarlífs og þroska er tvíþætt. í fyrsta lagi ein- angrun landsins, sem stafar af miklum samgöngukostnaði til og frá útlöndum, og í öðru lagi hvað grunnskólinn býr illa að undir- stöðumenntun í tónlist. Rifjaðist hvort tveggja upp á tónleikum Dominante, kórs tækni- háskólans í Espoo við Helsinki, í Langholtskirkju á fimmtudaginn var. Því hér fór saman allt of sjald- gæft dæmi um heimsókn fyrsta flokks tónlistarfólks hingað, auk hins (sem undirr. komst að með vísi að menningarrannsóknarblaða- mennsku í hlénu), að eftirtektar- verður árangur þessa „skólakórs“, þar sem flestir söngvarar eru í fullu tæknifræðinámi, byggir að töluverðu leyti á undirstöðuþekk- ingu í tónlist frá skyldunámsstigi, enda kvað kórinn aðeins æfa einu sinni á viku. Það hljóta því margir nærstaddir kórstjórar og tónlistar- kennarar að hafa spurt sjálfa sig, hversu gífurlegan tíma og fyrir- höfn mætti spara hér á landi, ef þyrfti ekki í sífellu að kenna hverj- um nýjum árgangi mannganginn í tónfræðum. Það var því ekki að undra hvað góður kórstjóri eins og Seppo Murto, dómorganisti í Helsinki, skyldi geta fengið úr ekki verri efnivið með væntanlega hröðum en markvissum vinnubrögðum. Hljómur kórsins var hreinn og tær sem glampi í grýlukerti, samstillt- ur og snarpur. Jafnvægið milli radda virtist í byrjun halla á karl- ana, enda konur í nokkrum meiri- hluta, en fyrr en varði kom í ljós, að nægur kraftur var eftir í tenór- um, og fyllingin í bassa var með ólíkindum, miðað við ekki eldra söngfólk. Þó að hefði kannski stöku sinnum mátt gæta meiri hlýju í samhljómi, var hreinleiki inntónun- ar hafinn yfir vafa, og fylgni kórfélaga við hraðabreytingar og dýnamíska mótun stjórnandans var algjör. Hér fór maður sem kunni sitt fag. Dagskráin var þokkalega fjöl- breytt, með áherzlu á Bach, ný- og síðrómantísk finnsk kórverk, þó að gaman hefði verið að fá líka sýnis- horn frá gullöld kórbókmennta á endurreisnarskeiði. Finnamir sungu tvær tvíkóra Bach-mótettur, fyrst Der Geist hilft unserer Schwachheit auf, og tveim atriðum síðar Komm, Jesu, komm. Túlkun Dominante á þessum höfuðdjásnum úr raddfærslulist síðbarokktímans sem samin voru fyrir jarðarfarir var frísk og fjörleg, þó að einkum í Komm Jesu bæri nokkuð á ríkjandi tízku sumra upphafshyggjusinna að ýkja ördýnamík áherzlunótna í ætt við það sem nefnt hefur verið „klukkudýnamík". Minna atriði var svolítið linkulegur þýzkuframburð- ur Finnanna, sem litaðist óhjákvæmilega af mjúkum sam- hljóðum móðurmálsins. A móti téð- um dragbít kemur þó öfundsverður aðalkostur finnskunnar (sérstak- lega miðað við íslenzku): fullkomið að- og fráblástursleysi. Ekkert loft fer til spillis! A milli áðurnefndra verka voru Tveir útdrættir úr bænavöku frá miðferli Einojuhanis Rautavaaras, Ákallssálmur og Kvöldsálmur (1971); stutt en hnitmiðuð og hríf- andi lítil kórverk frá einum af mestu meisturum greinarinnar á Norðurlöndum, auk Credo (1972) og, eftir seinni Bach-mótettuna, Canticum Mariae virginis (1978) eftir sama höfund, betur þekkt sem Ave maris stella. Hið síðasttalda var viðamesta verk Rautavaaras á þessu kvöldi og ægi-fagurt - í bókstaflegri merkingu - þar sem hið Ligetikennda „inntínslu“-upp- haf kórradda í bylgjandi klasahljóm málaði eftirminnilegan sjávarbak- grunn við leiftrandi guðsmóður- stjörnu einsöngvarahópsins. Hinn fallegi latneski texti hefur oft höfðað til tónskálda, en sjaldan eins þyngdarlaust serenissimo og hér. Eftir hlé frumflutti Dominante nýtt verk eftir Mist Þorkelsdóttur, Iubilate; m.ö.o. lofsöng til Drottins. Verkið hófst á sérkennilegum hryn- föstum ítrekunum a-sérhljóðans í iubilate er minntu sögulega sinnaða hlustendur á ekki ósvipaðan „affekt“ úr barokktónlist, sem (illu heilli fyrir fólk með téða bakgrunns- bæklun) var notaður til að tjá harm og sársauka. Annars tók fljótt fleira við, og meira fagnandi. Verkið var víða tilkomumikið, t.a.m. acceler- ando-staðurinn á „in multitudine virtutis tuae“, þó að niðurlagið á lykilorðinu „iubilate" verkaði furðu hlédrægt í stöðunni. í mörgu hið snotrasta verk, oft hrífandi, og að virtist ágætlega frumflutt. „Les Adieux" Finna, hið seiðandi Rakastava (Unnustinn) Sibeliusar, kom fyi'st eftir hlé. Verkið er líklega þekktara í útgáfu fyrir strengja- sveit, en var engu að síður frum- samið iyrir karlakór. Maður hefði kannski viljað fá pínumeiri hrynþunga í þjóðlegu 9/8 hrynjand- inni, en í heild snart söngur Domin- ante mann djúpt. Síðustu þrjú at- riðin á dagskrá, Mán frán slatten och havet (Sibelius) og Rukous og Auringon noustessa eftir Toivo Kuula höfðuðu hlutfallslega minna til manns, þrátt fyrir t.a.m. tignar- legt og kröftugt niðurlag hins síðasttalda. Það voru fremur aukalögin í tónleikalok sem kölluðu fram sömu gæsahúð og frá undan- gengnum hápunktum dagskrár. Fyrst áhrifamesti föðurlandssálmur Norðurlanda - úr „Finlandia" - og að lokum bezti flutningur sem und- irritaður man eftir hjá erlendum kór á Sofðu unga ástin mín. Að sjálfsögðu með fullkomnum rammíslenzkum framburði. Ríkarður Ö. Pálsson Ef þú þjáist af þreytu og sleni, finnst þig vanta orku þá erPROLOGIC fyrir þig! PROLOGIC gefur þér aukinn lífskraft. Fæst í flestum apótekum og lyfjaverslunum um land allt. Framleiðandi: DCV BioNutritions a DuPont Company. Innflytjandi: Pharmaco hf. Ný og háþróuð aðferð við vinnslu eggja gerir PROLOGIC að einstöku fæðubótarefni. PROLOGIC er hlaðið vítamínum og næringarefnum sem líkaminn þarfnast til að takast á við krefjandi verkefni dagsins. TX vornum líHamans ag auhtu Mrsorhuna Prologic
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.