Morgunblaðið - 04.11.1998, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 04.11.1998, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. NÓVEMBER 1998 43v- SVEINN Guðmundsson fer hér með einhveijar fyrir- bænir fyrir Leif Kr. Jóhannesson, framkvæmdastj óra lánasjóðs landbúnaðarins og fyrrverandi formann LH. Morgunblaðið/Valdimar Kristinsson ÞINGFULLTRÚAR eru vel með á nótunum og fylgjast vel með þeim málum sem tekin voru fyrir á 49. ársþinginu. ræða gamla LH eða Hestaíþrótta- sambandið. Breytingar á keppnis- reglum setti mjög svip sinn á þing- haldið og fannst mörgum nóg um þvargið kringum þann þátt. Gull- merkishafinn Ingimar Sveinsson frá Faxa sagðist ekki geta orða bundist um þetta keppnis- reglnaflóð og fannst honum þetta komið út í skrípaleik. Hlutu þessi orð hans góðar undirtektir og mátti af því ráða að hann ætti sér marga skoðanabræður og -systur í þingheimi. Þegar langt var liðið á afgreiðslu mátti heyra einn kunn- an mann úr heimi hestamennsk- unar dæsa og bæta við þeim orð- um að þetta væri orðið lamandi leiðinlegt og var þá verið að fjalla um tillögur frá æskulýðsnefnd. Þar má segja að þvargið hafí náð hámarki þegar deilt var um hvort standa ætti „áseta og stjórn- un“ eða „stjórnun og áseta“. Þá vakti ein tillaga undrun og spurn- ingar um hve mikið þingfulltrúum á að líðast að tefja störf þingsins. í tillögunni segir að þegar fjallað sé um málefni æskunnar eigi að taka tillit til þarfa hennar. Næst kemur sjálfsagt tillaga um að öll dýrin í skóginum eigi að vera vinir. TiIIögugleði keppnisfólksins Fullkomnunarárátta þeirra er áhuga hafa á ýmiskonar keppnis- greinum náði góðu flugi á þessu þingi en eins og oft áður virðist hlutur áhorfandans og markaðs- setning mótahaldsins ekki eiga sér neinn málsvara. Svo undra menn sig á því hversu lítill áhuginn sé fyrir hestamótum. Astæður þess hversu teygðist á dagskrá seinni daginn eru nokki-ar. í fyrsta lagi mikill fjöldi tillagna sem lágu fyrir þinginu. I öðru lagi tillögugerðargleði þingfulltrúa á sjálfu þinginu og að síðustu hvern- ig tillögur voru afgreiddar. Nú í fyrsta sinn hlutu allar tillögur af- greiðslu í þingi, líka þær sem höfðu verið felldar í nefnd. Venjan hefur til þessa verið sú að aðeins hafa verið bornar upp þær tillögur sem hlutu brautargengi í nefndum. Hins vegar hafa aðrar tillögur fengið afgreiðslu í þinginu hafi ver- ið sérstaklega eftir því óskað. Það vekur athygli að svo til allar þær tillögur sem felldar voru í nefndum vora einnig felldar í þinginu. Reynslan hefur verið sú á þingum undanfarinna ára að til undantekn- inga heyrir að tillögur sem felldai’ hafa verið í nefndum nái brautar- gengi í þingi séu þær á annað borð bornar þar upp. Að flokka hismið frá kjarnanum er eitthvað sem hestamenn mættu tileinka sér í mun ríkari mæli en þeir hafa gert til þessa. Þá vakti einnig athygli gegndar- laus pappírseyðsla á þinginu. End- urprentaðar voru tillögur eftir meðferð nefnda sama þótt aðeins væri um að ræða mjög litlar eða jafnvel engar breytingar. Aður hefur verið á það bent í hestaþætti Morgunblaðsins að mikils óhófs gætir í pappírseyðslu í gerð mótsskráa víða og virðist það engu minna á þingum hesta- manna. Full þörf er á að breyting verði þar á. Iðjusamir þingfulltrúar Þá er við hæfi að geta þeirrar breytingar sem orðið hefur á síð- ustu árum á iðjusemi og þaulsetu þingfulltrúa meðan á afgreiðslu mála stendur. Vel var mætt strax í upphafi vinnudags báða dagana og sátu þingfulltrúar sem fastast frameftir seinni daginn og tóku þátt í atkvæðagreiðslu. Aðeins var þó farið að gæta óþreyju undir lok- in þegar afgreidd vora mál æskulýðsnefndar og skyldi engan undra eftir langdregið keppnis- regluþras. Vel var staðið að fram- kvæmd þingsins af hálfu Eyfir- ðinga. Aðstaðan hin ákjósanlegasta í íþróttahöllinni á Akureyri, vel rúmt um alla og góð aðstaða fyrir fjölmargar nefndir þingsins. í lokin var svo haldinn veglegur og vel heppnaðm- afmælisfagnaður hesta- mannafélagsins Léttis sem varð sjötugt á þessu ári. Valdimar Kristinsson Enn frestast afgreiðsla- met umsókna KEPPNISNEFND LH kom saman á ársþingi LH til að fjalla afc-< um þrjár umsóknir um staðfest- ingu á Islandsmeti 1 150 metra skeiði. Ekki tókst nefndarmönn- um að afgreiða málið þar sem vantaði tvo nefndarmanna en einnig hefur nefndin í hyggju að fá frekari gögn um tímatöku en samkvæmt áreiðanlegum heim- ildum þykir mikill munur á klukkum á fyrstu hrossum á mót- inu hjá Andvara þaðan sem tvær umsóknir eru komnar. Ætlunin hafði verið að afgreiða þessi mál fyrir þing en ekki tókst þá að kalla nefndina saman. Stefnt er að því að nefndin komi saman í vikunni og má því gera ráð fyrir að eitt af fyrstu verkefn- um nýrrar stjórnar verði að af- greiða þessar metaumsóknir. Er ein skemmtilegasta nýjungin í húsgögnum hin síðari dr Er sérstaklega hannaður til að mœta krö/um nútímans um aukin þœgindi Er með innbyggðu skammeli í bdðum endasœtum Er með niður/ellanlegu baki í miðju sem breytist í borð með einu handtaki Er með blaðageymslu þar sem þú gengur að sjónvarpsdagskrdnni vísri Er/áanlegur í mörgum tegundum, dklœðum og litum Er húsgagn sem þú vilt ekki vera án ★★★★★★ tfilltlteai JO . *★★ Kr122.460 >★ ★ eða kr. 4.350 að meðaltali * " v '. > \ - ir r , , r ^ a man. i 36 manuði ★ ★★★★★★★★★ * ★★★★★★★★★★★★ VISA Fyrir/alleg heimiii HUSGAGNAHÖLLIN Bíldshöfðl 20-112 Rvlk - S;510 8000
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.