Morgunblaðið - 04.11.1998, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 04.11.1998, Blaðsíða 64
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN1,103 REYKJAVIK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF 5691181 PÓSTHÓLF 3040, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI1 MIÐVIKUDAGUR 4. NÓVEMBER 1998 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Leggja til að Jökull hf. og SR-mjöl - sameinist FULLTRÚAR frá stjórnum fyrir- tækjanna SR-mjöls hf. og Jökuls hf. á Raufarhöfn samþykktu á fundi, sem haldinn var á mánudag, að leggja tillögu um samruna fyrir- tækjanna undir nafni SR-mjöls fyrir stjórnir beggja félaganna síð- ar í vikunni. Sameiningin yrði með þeim hætti að hluthafar SR-mjöls hf. eignuðust 77% í sameinuðu félagi og hluthafar Jökuls hf. 23%. Stefnt er að sameiningu fyrir áramót. Eftir að tilkynnt hafði verið um samrunann í gær voru talsverð við- skipti með bréf beggja félaga á Verðbréfaþingi Islands og hækkaði verð bréfa í Jökli um 66,7% í gær. ■ Sameinast undir/18 -------------- Jólatré höggvin í r , Kjarnaskógi STARFSMENN Skógræktarfé- lags Eyfírðinga í Kjarna eru farnir að fella grenitré fyrir jdlin en eins og undanfarin ár stendur félagið fyrir sölu á jólatrjám af ýmsum stærðum og gerðum. Fé- lagið hefur selt á þriðja þúsund tré fyrir jólin undanfarin ár, bæði íslensk og innflutt tré. Hallgrímur Indriðason, fram- kvæmdastjóri Skógræktarfélags- ins, sagði að tíðarfarið síðustu vikur hefði sett nokkurt strik í reikninginn. „Þetta eru verstu aðstæður sem ég man eftir en veðrið getur verið fljótt að breyt- ast. Við höfum verið að vinna við (Lk þetta á auðri jörð undanfarin ár en trén fara mjög illa í frostinu og snjónum. Því er óvíst hversu mörg tré við fellum þetta árið. Við fáum einnig tré annars stað- ar frá og því eiga allir að geta fengið sitt jólatré." A myndinni er Hallgrímur við um sex metra hátt sitkagreni sem sótt var í snjóskafl í gær. Fyrir utan hefðbundna stærð eru árlega felld 30-50 tré sem eru 6-10 metrar á hæð og eru vinsæl á torg, að sögn Hallgríms. Verðmæti kolmunnans 1,3 milljarðar krdna SAMTALS hefur verið landað um 100 þúsund tonnum af kolmunna hjá íslenskum fiskimjölsverksmiðj- um á árinu og er áætlað útflutn- ingsverðmæti kolmunnaafurða um 1,3 milljarðar ki'óna. Verðmæti upp úr sjó er hátt í 950 milljónir króna. Heildarmjölfram- leiðsla úr kolmunnaaflanum er um 20 þúsund tonn og er áætlað verð- mæti framleiðslunnar um 1,1 millj- arður króna. Þá hafa um 2.800 tonn af lýsi verið unnin úr kolmunnanum og er áætlað verðmæti þess á bilinu 150 til 200 milljónir króna. Kolmunni er um 10% af heildar- móttöku fiskimjölsverksmiðja en afli Islendinga á þessu ári er nú orðinn um 60 þúsund tonn og hefur aldrei verið mem. Verð fyrir kolmunnann sem hráefni hefur verið misjafnt milli verksmiðja en að jafnaði fá skipin rúmar 9 þúsund krónur fyrir tonnið. Því má áætla að verðmæti kolmunnaafla íslenskra skipa sé nú orðið um 550 milljónir króna. Afla- hæstu skipin hafa landað um 12 þús- und tonnum og má ætla að verðmæti þess sé vel yfir 100 milljónir króna. Finnbogi Jónsson, framkvæmda- stjóri Síldarvinnslunnar hf. í Nes- kaupstað, segir nokkuð hátt verð hafa verið borgað fyrir kolmunnann til að stuðla að veiðum og hvetja til meiri sóknar. Veiðireynsla íslend- inga sé mjög lítil og mikilvægt að hlutur þjóðarinnar stækki áður en og ef veiðarnar verða kvótasettar. ■ Kolmunninn skilar/Bl Morgunblaðið/Kristján Góð loðnu- Morgunblaðið/Kristinn Blíða á bryggjunni ÞAÐ var stillt veður í Hafnarfirði í gær og menn gátu speglað sig í haffletinum. Stillur hafa einkennt veðrið suðvestanlands síðustu vik- ur og áfram er spáð hægum aust- Iægum vindi næstu daga. Mikill leikhús- áhugi MIKIL gróska virðist vera í leiklistarlífi landsmanna um þessar mundir og er framboð á leiksýningum atvinnumanna meira en menn muna dæmi til áður. Alls eru 28 leiksýningar í boði, leikið er í 11 leikhúsum á 15 leiksviðum. Helmingur sýninganna er ný íslensk leik- verk. 7.000 í leikhús um síðustu helgi Mikill áhugi virðist vera á leikhúsferðum meðal almenn- ings en uppselt er á fjöida leiksýninga nokkrar vikur og jafnvel mánuði fram í tímann. Af auglýsingum leikhúsanna og samtölum við miðasölur lætur nærri að um helgina 31. okt. - 1. nóv. hafi nær 7.000 manns sótt leiksýningar á Stór-Reykjavíkursvæðinu og á Akureyri. ■ Allir í leikhús/36 VR-félagar gera um 30 vinnustaðasamninga FÉLAGAR í Verzlunarmannafélagi Reykjavík- ur hafa gengið frá tæplega 30 vinnustaðasamn- ingum frá því að aðalkjarasamningar voru gerðir á síðasta ári. Að sögn Magnúsar L. Sveinssonar, formanns VR, hafa samningarnir skilað félags- mönnum kjarabótum og í sumum tilvikum veru- legum bótum. Hann segir reynsluna hafa sýnt að það hafí verið rétt ákvörðun að fara út á þessa braut. I kjarasamningunum sem gerðir voru í mars í fyrra er ákvæði þar sem segir að einstök fyrir- tæki geti gert vinnustaðasamning við starfs- menn sína, enda sé markmið þeirra að ná fram hagræðingu á vinnustað sem báðir aðilar njóti góðs af. Magnús sagði að starfsmenn margra fyrirtækja hefðu notfært sér þetta ákvæði og reynslan af því hefði verið góð. Um margs kon- ar samninga væri að ræða, m.a. hefðu nokkrar dagvöruverslanir gert vinnustaðasamninga við starfsmenn sína. Samningarnir hefðu m.a. haft þau áhrif að meiri festa hefði komið á vinnu- staði þar sem mikii hreyfing hefði verið á starfsfólki. Virkni félagsmanna eykst Magnús sagði að samningarnir byggðust á því að ná fram hagræðingu og ávinningnum væri síð- an skipt á milli fyrirtækisins og starfsfólksins. Samningarnir snertu m.a. vinnutíma og skipu- lagningu vinnunnar. Hann sagði að í nokkrum fyrirtækjum hefðu verið gerðir vinnustaðasamn- ingar til skamms tíma til reynslu, en þeir hefðu síðan verið framlengdir því fólk vildi ekki hverfa til gamla skipulagsins. Magnús sagði að ekki hefði verið mikið um árekstra við gerð þessara samninga. Samning- arnir væru gerðir af starfsfólkinu sjálfu, en ekki VR. Einn af ávinningunum við samningana væri sá að þeir kölluðu á umræður meðal starfsfólks og ykju virkni þess. Umræðan snerist um af- komu fyrirtækisins og getu þess til að borga laun frekar en um almenna launastefnu í þjóðfélaginu eins og yfirleitt þegar heildarkjarasamningar væru gerðir. Þetta væri jákvætt. Magnús sagði að þeir tæplega 30 vinnustaða- samningar sem VR-félagar hefðu gert hefðu ver- ið gerðir bæði á þessu og síðasta ári. Vinna við gerð þeirra stæði því allt samningstímabilið. veiði við Langanes FLEST loðnuskipin voru í gær á landleið með fullfermi en góð veiði var um 50 mílur norður af Langa- nesi í fyrrinótt og aðfaranótt mánu- dags. Að sögn Gísla Garðarssonar, skipstjóra á Isleifi VE, er loðnan þó enn nokkuð dreifð. „Skipin eru að fá um 70 og upp í 100 tonn í kasti. Það hefur verið skaplegt veður á þess- um slóðum síðustu tvo daga og það gerir gæfumuninn. Við höfum lítið getað leitað vestur eftir og á Kol- beinseyjarsvæðið vegna veðurs en þar fékkst góð loðna um þetta leyti í fyrra. En loðnan sem við fengum núna er einnig mjög stór og góð,“ sagði Gísli. Isleifur VE landaði í gær full- fermi, eða um 1.100 tonnum, á Seyðisfirði. Þá lönduðu Beitir BK og Súlan EA sömuleiðis fullfermi í Neskaupstað. Skipin höfðu þá verið um tvo sólarhringa að veiðum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.