Morgunblaðið - 04.11.1998, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 04.11.1998, Blaðsíða 42
42 MIÐVIKUDAGUR 4. NÓVEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ FULLTRÚAR Sleipnis, þeir Gunnar B. Gunnarsson, Halldór Vil- hjálmsson, Guðmundur Árnason og Snorri Ólafsson. NÝ STJÓRN LH, frá vinstri Sigurður Ragnarsson, Sigfus Helgason, Sigrún Ólafsdóttir, Jón Albert Sigurbjömsson formaður, Haraldur Þórar- insson varaformaður, Páll Dagbjartsson og Sveinbjöm Sveinbjömsson. GULLMERKI LH hlutu hjónin Ingimar Sveinsson og Guðrún Gunn- arsdóttir ásamt Aldísi Björnsdóttur og Sigurði Sigmundssyni. Kynslóðaskipti á tímamótaþingi FRAMKVÆMDASTJÓRI landsmótsins í sumar, Jón Ólafur Sigfiisson, á tali við Guðmund Jónsson, formann kjörbréfanefndar, og fyrrverandi formann LH, Sigurð Marínusson, sem hlaut kosningu í varastjórn LH. HESTAR Iþróttahöllin Akureyri 49. ÁRSÞING LANDSSAMBANDS HESTAMANNAFÉLAGA KYNSLÓÐASKIPTIN í sam- tökum hestamanna gengu vel og hávaðalaust fyrir sig á starfsömu og rólegu tímamótaþingi um helg- ina þar sem keppnisreglur samtak- anna tepptu lungann af tíma þings- ins. Tímamótin era þau að þetta er fyrsta þingið sem hestamenn halda sameinaðir í einum landssamtökum undir merkjum ISI. Loksins eftir nær þriggja áratuga baráttu. Rússneskt hjá formanni og varaformanni Nýr formaður, Jón Albert Sigur- björnsson, og varaformaður, Har- aldur Þórarinsson, vora kosnir með klappi að rússneskum sið en örlítil spenna var í kjörinu um önn- ur sæti innan stjómar. Þar vakti helst athygli að sitjandi stjórnar- maður, Bergur Jónsson, féll bæði í kjöri sem aðalmaður og varamaður og annar Austlendingur, Armann Magnússon, og félagi Bergs í Frey- faxa náði heldur ekki inn í kjöri í varastjóm. Verður ekki annað séð en þeir austanmenn hafi staðið klaufalega að sinni hags- munagæslu í stjómarkjörinu. Eðli- legt og sjálfsagt má telja að hesta- menn á Austurlandi eigi einn full- trúa innan stjórnar, ef ekki í aðal- stjórn þá í varastjórn. Með tilliti til umfangs og fjölda manna í hesta- mennskunni þar eystra er hins vegar ekki tilefni til að þeir hafi fleiri en einn fulltrúa inni og því klaufaleg taktik að vera með tvo menn að austan í tillögu kjörnefnd- ar um stjórnarkjör og svo ekki sé nú talað um þegar báðir era í sama félaginu. Lækkandi meðalaldur stjórnarmanna Líklega hefur meðalaldur stjórnarmanna í aðal- og vara- stjórn LH aldrei verið lægri en nú og gefur það vonir um að starf- semin verði framsæknari og vinnubrögð nútímalegri en verið hefur. íhaldssemin hefur ráðið ríkjum of lengi hjá hestamönnum og alltof langt síðan raslað var til í innviðum samtakanna ef frá eru skilin síðustu tvö árin þegar sam- einingin gekk í gegn. Sameining gaf vonir um breytingar og virðist bjartsýni ríkja um að svo verði eftir þetta þing. En aftur að stjórnarkjörinu. Kjörnir voru meðstjórnendur, Sveinbjörn Sveinbjörnsson, lögmaður í Gusti, með 106 atkvæði, jöfn með 102 at- kvæði voru Sigrún Ólafsdóttir, bóndi í Snæfellingi, og Páll Dag- bjartsson, skólastjóri í Stíganda, Sigurður Ragnarsson, sálfræðing- ur skráður í Andvara en skiptir vafalaust yfir í Faxa þar sem hann er nýfluttur í Borgarfjörð, með 101 atkvæði og Sigfús Helgason, formaður Léttis, með 66 atkvæði. Þetta mun í fyrsta skipti í óra- langan tíma sem Léttismaður kemst í aðalstjórn en síðast var Árni heitinn Magnússon í vara- stjórn á áttunda áratugnum. Er þetta vel við hæfi á heimavelli Léttismanna á sjötugsafmæli félagsins eftir vel heppnað landsmót í Eyjafirði í sumar. Skoðunarmenn reikninga voru kjörnir með klappi Gísli B. Bjömsson og Pjetur N. Pjeturs- son og sama gilti um dómstól LH þar sem kosnir voru Brynjar Kvaran, Þór Sigþórsson, Einar Ö. Magnússon. Afgreiddar voru á fimmta tug tillagna í þinginu og fór dagskrá verulega úr skorðum á laugardeg- inum af þeim sökum. Aldrei fyi'r hafa jafnmargar tillögur verið af- greiddar á einu þingi hestamanna og gildir þar einu hvort um er að Jón Albert Sigurbjörnsson kjörinn formaður LH Nýju fólkí fylgja nýir siðir HESTAR JON Albert Sigurbjömsson var kjörinn nýr formaður Landssam- bands hestamannafélaga með lófataki á ársþingi LH. Hann var varaformaður á síðasta ári, en fyr- ir sameiningu LH og HIS var hann formaður Hestaíþróttasam- bands íslands. Hann sagði í sam- tali við Morgunblaðið að loknu stjórnarkjöri að nýju fólki fylgdu nýir siðir og ljóst væri að fólk ætti eftir að sjá breytingar með til- komu þessarar nýju stjómar. Jón Albert sagði að hann myndi leggja megináherslu á reið- vegamálin á næstunni. „Það er ljóst að við verðum að kalla til okk- ar alþingismennina og gera þeim grein fyrir hvers konar samtök Landssamband hetamannafélaga er,“ sagði hann. „Félgar innan samtakanna era á bilinu 7-8.000, en kannanir hafa sýnt að 20-25.000 manns stundar hestamennsku á Islandi. Þetta er mjög breiður hóp- ur fólks á öllum aldri og reið- vegamálin eru sá málaflokkur sem skiptir allan hópinn miklu máli. Það er nauðsynlegt að veitt sé meira fjármagni í reiðvegagerð, enda er þetta ekki bara hagsmuna- mál þessara fjölmörgu hesta- manna heldur einnig ferðaþjónust- unnar. Gert er ráð fyrir sífelldri aukningu erlendra ferðamanna sem koma gagngert hingað til lands til að fara á hestbak og þeir eiga einnig eftir að nota reiðveg- ina. Ekki má svo gleyma að þetta mál er brýnt öryggismál fyrir aðra vegfarendur.“ Betra að halda þing LH annað hvert ár „Stjómin mun öragglega koma með tillögu um breytingar á þing- haldi. Þetta þing sýndi okkur og sannaði að það er nauðsynlegt. Mér finnst það áhyggjuefni að þrátt fyrir að einungis 12-17% af félögum LH taki þátt í keppni snúast 46 af 53 til- lögum sem lágu fyrir þessu þingi um breytingar á keppnisreglum. Hér er verið að fjalla um flókið keppnisfyr- irkomulag og það er slæmt þegar verið er að breyta reglunum á hverju ári. Reyndar er ég sannfærð- ur um að betra sé að halda þing LH annað hvert ár en ekki árlega eins og hefur verið.“ Jón Albert starfaði með út- breiðslu- og kynningarnefnd LH á síðasta ári og segist vera afskap- lega stoltur af því sem þar var unn- ið. „Að þessari vinnu kom frískt fólk með nýjar hugmyndir og það hef ég að leiðarljósi þegar ég leita að fólki til samstarfs að málefnum hestamanna. Starf nefndarinnar hefur meðal annars falist í því að koma málefnum LH á framfæri við grasrótina í samtökunum, en allt of lítið hefur verið gert af því hingað til. Eg tel einmitt ákaflega mikdl- vægt að málefni hestamanna verði sýnileg. Til þess er hægt að nota heimasíðu LH og aðgang okkar að Tímaritinu Eiðfaxa, en á þinginu var samþykkt að leggja Tímaritið Hestinn okkar niður og ganga til samstarfs við Eiðfaxa." Málefni landsliðsins hugleikin „Ég hef einnig starfað í lands- liðsnefnd og málefni íslenska landsliðsins í hestaíþróttum eru mér ákaflega hugleikin. Islenska landsliðið skiptir miklu máli fyrir kynningu á íslenskri hesta- mennsku og íslenskri hrossarækt út á við. Næsta sumar verður heimsmeistaramót í Þýskalandi. Mótið er gríðarlega mikilvægt fyr- ir markaðssetningu á íslenska hestinum í framtíðinni, ekki síst í Þýskalandi, þar sem samkeppnin um markaðinn er mest. Við verð- um að standa okkur á þessu móti og það verður gerð krafa um að ís- lenska landsliðið vinni ekki færri gullverðlaun en á síðasta heims- meistaramóti sem haldið var í Noregi, en þá voru þau fimm. Það er vel haldið utan um þessi mál núna og ég er stoltur af því að hafa fengið að vinna með nefnd- inni. Ég var líka mjög stoltur af ís- lenska landsliðinu í Noregi þar sem það gekk á undan með góðu fordæmi, reglusemi og einbeitni." Jón Albert segist vera mjög ánægður með hvernig til hefur tekist með sameiningu Hestaíþróttasambandsins og Landssambands hesta- mannafélaga. „Sameiningaferlið tók 10 ár, en það er merkilegt að á þessu þingi minntist enginn á sam- eininguna. Það hefur ekkert komið upp á sem ekki hefur verið hægt að leysa og þess vegna finnst mér vel hafa tekist til. Það er margt sem er að þróast í hestamennsk- unni og þó að mörgum þyki það eflaust fráleitt held ég að smám saman þróist íþróttakeppnin og gæðingakeppnin í að við notum aðeins eitt keppnisfyrirkomulag." Áhyggjuefni að félagsmönnum fækkar „Eina stóra áhyggjuefnið er að félagsmönnum í hestamannafélög- unum fækkar, þrátt fyrir að sífellt fleiri stundi hestamennsku. Til samanburðar má nefna að í Þýskalandi fjölgar félögum í ís- landshestafélögunum um 1.000 á hverju ári. Þetta er mál sem þarf að taka föstum tökum, en það er verkefni hestamannafélaganna að ná til fólks á hverju félagssvæði fyrir sig. I fyrsta sinn í sögu samtakanna kom stjórnin með tillögu um að lækka gjöld félaganna til LH en það var fellt. Það segir að menn eru tilbúnir til að greiða til LH og virðast því vera býsna sáttir við starfið. Ég er þó þeirrar skoðunar að þeir peningar sem koma frá grasrótinni eigi að renna til henn- ar aftur. Það er ljóst að við hestamenn verðum að sækja á. Við getum tekið að okkur til dæmis að vera málsvarar íþróttahreyfingarinnar í umhverfismálum með því að ganga vel um landið. Frum- kvæðið verður að koma frá okkur sjálfum og nú er verið að vinna við gerð handbókar um umgengni hestamanna við landið á vegum LH. Það er óviðunandi að láta örfáa trassa koma óorði á alla hesta- menn í landinu. Þó ásýnd hesta- mennskunnar hafi breyst til batnaðar verður að gera betur.“ Bjartsýnn á samstarfið innan nýju stjórnarinnar „Við þurfum að beita okkur fyrir því að hestaíþróttir komi meira inn í skólakerfið eins og aðrar íþróttir. En þrátt fyrir að við sé- um komin inn í íþróttahreyfing- una verðum við að halda áfram góðum tengslum við Bændasam- tökin. Einnig mun ég beita mér fyrir að koma á laggirnar samstarfsnefnd við Félag hrossabænda sem sinna á þeim málefnum sem skarast innan þessara samtaka." Jón Albert sagði að mörgum sé ljóst að hann sé sameiningarsinni. Hann segir það ekkert launungar- mál að hann álíti að með fækkun sveitarfélaga í landinu sé rétt að hestamenn fari að huga að því að sameina hestamannafélög þannig að ekki séu mörg félög innan sama sveitarfélags. Hins vegar mætti deildarskipta félögunum. Hestamenn þurfi að hafa frum- kvæðið í þessu máli svo ekki komi til þess að sveitarfélögin skikki þá til að gera þetta. „Ég er mjög bjartsýnn og bind miklar vonir við samstarfið innan þessarar nýju stjórnar LH sem ég álít mjög sterka. í henni er margt nýtt fólk og ég veit að það á eftir að sannast að nýir vendir sópa best.“ Ásdís Haraldsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.