Morgunblaðið - 04.11.1998, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 04.11.1998, Blaðsíða 21
MORGUNB LAÐIÐ ERLENT MIÐVIKUDAGUR 4. NÓVEMBER 1998 21 Reggiani, sem ítölsku fjölmiðl- amir kalla „Svörtu ekkjuna", sagði, að Auriemma hefði skipulagt morð- ið á manni hennar en síðan komið með reikninginn til sín. „Fyrst leit ég á það sem fjárkúg- un en síðan áttaði ég mig á því, að þau höfðu gert það, sem mig hafði langað til að gera. Ég borgaði 21 millj. ísl. kr. fyrir þennan draum minn,“ sagði Reggiani fyrir réttin- um. Auriemma hélt því hins vegar fram, að Reggiani hefði boðið sér 85 millj. kr. fyrir taka alla sök á sig. Vildi lifa í lúxus Maurizio Gucci, barnabarn stofnanda tískufyrirtækisins, virti í engu óskir fjölskyldu sinnar þegar hann kvæntist Reggiani á sínum tíma. Er hún af fátæku fólki komin en hún var lagleg, þótti minna heil- mikið á Elizabeth Taylor. Skólafé- lagar hennar segja hins vegar, að hún hafí aðeins verið á höttunum eftir ríkum manni og hún fann hann í Maurizio Gucci. Haft hefur verið eftir Reggiani, að hún vildi heldur vera vansæl í Mercedes en hamingjusöm á reiðhjóli og hún kunni að meta lúxusinn. Þau lifðu í vellystingum praktuglega, áttu ótal hús, bæði í St. Moritz og Manhatt- an, og ef hún brá sér af bæ hafði hún ekki minna en 100 ferðatöskur með sér. Um miðjan síðasta áratug var farið að kólna verulega á milli Reggiani varð óð. Hún níddi nið- ur mann sinn opinberlega, sagði hann getulausan og brjálaðan, og hafnaði skilnaðarsátt, sem hefði fært henni um 70 millj. ísl. kr. Sagði hún það bara vera smáaura og fór nú að tala um það við Pétur og Pál, að hún vildi mann sinn feigan. Sá draumur rættist í mars 1995 þegar vopnaður maður skaut Maurizio Gucci þremur skotum fyr- ir framan skrifstofur hans í Mílanó. Eí'tir tæplega tveggja ára rannsókn komst lögreglan að þeirri niður- stöðu, að um samsæri hefði verið að ræða og Reggiani var handtekin í janúar á síðasta ári. Aðrir sakbom- ingar em Auriemma, Benedetto Ceraulo, sem er sagðm- hafa skotið Gucci, Orazio Cicala, bílstjóri hans, og Ivano Savioni, sem á að hafa haft milligöngu um verknaðinn. Auriemma, Savioni og Cicala játuðu á sig samsærið um að myrða Gucci og sögðu, að Reggiani hefði skipu- lagt morðið til að tryggja arfshlut dætra sinna tveggja. Reggiani og Ceraulo kváðust saklaus. Skorin vegna heilaæxlis Reggiani var skorin upp fyrir heilaæxli 1992 og lögfræðingar hennar sögðu, að það hefði haft al- varlegar afleiðingar fyrir andlega getu hennar. Hún væri ekki fær um að skipuleggja morð. Þrír sál- fræðingar, sem rannsökuðu hana, voru þó á öðru máli. Discovery iimbyrðir rannsóknahnött Houston. Reuters. ÁHÖFN geimferjunnar Discovery vann að því í gær að endurheimta gervihnött, sem hún hafði komið á braut tveimur dögum áður, en með honum hefur verið unnið að ýmsum rannsóknum á sólinni. Við að ná inn gervihnettinum, sem kallast Spartan, var notaður 50 feta langur armur en hnötturinn verður fluttur aftur til jarðar. Áhöfn ferjunnar Kólumbíu reyndi að koma honum á braut á síðasta ári en þá fór allt í handaskolum hjá henni. Urðu henni á þau ótrúlegu mistök, að hún gleymdi að kveikja á hnettinum áður en honum var sleppt og ekki tókst betur til þegar átti að nota arminn við að ná hon- um aftur. í stað þess að grípa hnöttinn með arminum var ýtt hastarlega við honum þannig að hann fór að snúast eins og snælda. Neyddust þá tveir geimfarar til að fara út í tjóðri og draga hnöttinn inn. Áhöfn Discovery tók sér nokk- urra klukkustunda frí í fyrradag og John Glenn notaði þá tímann til að leika sér. „Mér fínnst það ein- staklega afslappandi að standa á höfði og horfa á hlutina frá nýju sjónarhorni eða að horfa á vatns- sopann fljóta við nefíð á mér,“ sagði Glenn. Eiginkona tískukóngsins Maurizio Gucci fundin sek um að hafa skipulagt morðið á manni sínum „Svarta ekkjan“ fékk 29 ára fangelsi Mílanó. Reuters. PATRIZIA Reggiani Gucci, ekkja tískukóngsins Maurizio Gucci, var dæmd í gær í 29 ára fangelsi fyrir að leggja á ráðin um morðið á manni sínum fyrir þremur árum. Hafa réttarhöldin í þessu máli staðið í hálft ár og vakið gífurlega athygli á Ítalíu enda hafði það flest til að bera, frægt fólk, auðæfi og af- brýðisemi, og ekki vantaði alls kon- ar uppákomur og yfirlýsingar hjá aðalsakborningnum. Reggiani, sem er fimmtug að aldri, kom fyrir rétt í Mílanó í gær og áður en hann dró sig í hlé til að vega og meta málavöxtu las hún upp yfirlýsingu þar sem hún sakaði vinkonu sína og sjáandann Pina Auriemma um að hafa skipulagt morðið til að komast yfir auðæfi sín. „Hleypið aldrei brosandi úlfi inn í sauðahjörðina. Fyrr eða síðar kemur hungrið upp í honum,“ sagði Reggiani. „Ég man það núna, að milljónir, auðæfi og völd voru orð- in, sem Auriemma hafði oftast á vörum, og hún ætlaði að nota mig til öðlast þau. Ég flæktist inn í þetta en án þess að taka þátt í því.“ Gamall draumur Reuters PATRIZIA Reggiani Gucci, ræðir við lögfræðing sinn í rétt- arsalnum í júlí. þeirra hjóna. 1983 erfði Maurizio helming fyrirtækisins og honum var farið að leiðast að standa í skugga konu sinnar. Hann fór að heiman og kom ekki aftur. Hafnaði „smáaurunum" LEIGUMORÐINGJANS meinta, Benedetto Ceraulo, var vand- lega gætt við upphaf réttar- haldanna í maí. m w Bill Clinton í sjónvarpsviðtali Er að leita sátta við fjölskylduna Washington. Reuters. BILL Clinton, forseti Bandaríkj- anna, sagði í sjónvarpsviðtali í fyrra- dag, að hann væri enn að reyna að bæta fyrir þann miska, sem hann hefði gert fjölskyldu sinni með sam- bandinu við Monicu Lewinsky. Kvaðst hann telja, að hann ætti skil- ið að fá dálítinn frið til að takast á við það, sem aflaga hefði farið. „Ég get aðeins sagt það, að ég legg mig allan fram við að Iaga það, sem aflaga hefur farið,“ sagði Clint- on í viðtali á sjónvarpsstöðinni Black Entertainment. „Þetta er það mikil- vægasta, sem ég er að fást við, en ég held, að því minna, sem ég segi um það, því betra.“ Talsmaður Hillary, eiginkonu Clintons, sagði í september sl„ að hún hefði fyrii’gefið manni sínum en Clinfi on kvaðst vona, að þetta mál allt sýndi meðal annai-s, að ,jafnvel fólk í opinberu lífi á skilið að fá dálítinn frið til að njóta ánægjustundanna og takast á við ei-fiðleikana í einkalífinu". I viðtali við Amerícan Urban Radio sagði Clinton, að hann héfði reynt að losa sig við og gleyma „sársaukanum, niðurlægingunni og reiðinni“, sem umræðan um Lewinsky-málið hefði valdið honum. „Ég vil aðeins, að fólk viti, að ég er að gera mitt besta til að sættast við fjölskyldu mína, konu mína og dóttur, og sjálfa þjóðina.“ Vilja völdin valdanna vegna Clinton sagði að í Washington væri „harðsnúinn hópui- stjórnmála- manna“, sem þiifist á persónulegum árásum. Fyrir hann væru völdin markmið í sjálfum sér en ekki til hvers ætti að nota þau. „Eg hef aldrei tilheyrt þessum hópi. Ég er enginn innanbúðarmaður hér í Washington og verð það ekki eftir að ég læt af embætti,“ sagði Clinton og bætti því við, að öfund væri eitt af því, sem ræki hatursmenn hans og konu hans áfram. Þessir menn teldu sig borna til valda. Hann lagði þó áherslu á, að í Repúblikanaflokknum væri margt „ágætra manna“. á Hótel Kirkjubæjarklaustri, laugardagskvöldin 7. og 21 nóvember n.k. _ Lifandi tónlist og dansleikur eftir borðhald. | Verð 3.600 kr. fyrir mamiimi. Gistitilboð: Verð frá 2.500 kr. fyrir manninn í tveggja manna herbergi með morgunverði Vinsamlega pantið tímanlega - í fyrra var uppselt bæði kvöldin HOTEL KIRKJUBÆJARKLAUSTUR Sími: 487 4799 Vellíðan villíbráö
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.