Morgunblaðið - 04.11.1998, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 04.11.1998, Blaðsíða 26
26 MIÐVIKUDAGUR 4. NÓVEMBER 1998 MORGUNBLADIÐ LISTIR Islensk myndlist í Englakastalanum í Róm AUGU veraldar eftir Helga Þorgils Friðjónsson. Elsa Waage hlýtur lofsamlega dóma fyrir söng sinn FORSETI íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, mun, að viðstöddum for- seta Ítalíu, opna sýningu fjögurra ís- lenskra listmáiara í Englakastalan- um í Róm fóstudaginn 6. nóvember í tilefni opinberrar heimsóknar sinnar til Ítalíu. Listasafn íslands hefur valið verk eftir fjóra íslenska listmálara, þá Jó- hannes S. Kjarval, Gunnlaug Schev- ing, Kristján Davíðsson og Helga Þorgils Friðjónsson til sýningar í Englakastalanum í Róm í tilefni op- inberrar heimsóknar Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta íslands, til ítal- íu. Yfírskrift sýningarinnar er „La Metafora della Natura" eða Myndlík- ing náttúrunnar. Sýningin er til komin að frum- kvæði Oscars Luigi Scalfaro, forseta Italíu, en hann hreifst af þeirri ís- lensku myndlist sem hann sá í opin- berri heimsókn sinni til Islands á síðasta ári. Sýningin er skipulögð af Listasafni Islands í samvinnu við Museo Nazionale di Castel Sant’angelo í Róm og er unnin með stuðningi fyrirtækja og stofnana hér á landi. Englakastalinn í Róm er eitt af merkustu mannvirkjum sem varð- veist hafa frá keisaratímanum í Róm. Kastalinn er samofínn sögu borgarinnar í nærri tvö árþúsund og var um aldir helsta borgarvirki Páfa- garðs og Rómar. Bygging hans hófst árið 123 e. Kr. og var kastalinn graf- hýsi Hadríans keisara og ættmenna hans til ársins 217. Undir lok 3. aldar var grafhýsinu síðan breytt í virkis- borg. Sagan segir að Mikjáll erki- engill hafí birst á turni kastalans á tímum drepsóttarinnar árið 590, og heitir hann síðan Castel Sant’angelp eða Virkisborg hins heilaga engils. Á miðöldum og endurreisnartímanum tók kastalinn miklum breytingum, einkum í tíð Páls páfa III (1534-49), þegar viðhafnarsalir páfagarðs voru byggðir og skreyttir með freskómál- verkum sem enn eru varðveitt. Á sautjándu öld prýddi mjmdhöggvar- inn og arkitektinn Gianlorenzo Bern- ini brúna sem liggur frá kastalanum yfír Tíber með 10 englamyndum sem bera píslartákn Krists. Kastalinn er þekktur úr tónbókmenntunum, þar sem stór hluti óperunnar Toscu eftir Puccini er látinn gerast í kastalan- um, og vai- óperan kvikmynduð í kastalanum fyrir fáum árum með Placido Domingo í hlutverki listmál- arans Cavaradossi. Englakastalinn var gerður að þjóðarlistasafni árið 1925. í Englakastalanum er viðhafnar- salur Páls páfa III, sem skreyttur var með freskómyndum af nemend- um Rafaels á 16. öld. Inn af þessum viðhafnarsal er bókasafn páfans, þar sem íslensku málverkasýningunni hefur verið komið fyrir í sal með loft- skreytingum frá 16. öld. Á sýningunni eru 13 málverk, öll stór, þrjú eftir hvem málara nema fjögur eftir Kjarval. Þarna getur að líta nokkrar af bestu landslagsmynd- um Kjarvals, voldugar myndir Gunn- laugs Scheving sem sýna íslenska sjómenn og bændafólk í faðmi ís- lenskrar náttúru, litastemmur Krist- jáns Davíðssonar og goðsögukennd- ar náttúrustemmningar Helga Þorgils Friðjónssonar; fulltrúar fjög- uma kynslóða 20. aldarinnar í ís- lenskri myndlist, sem þrátt íyrir ólík viðhorf endurspegla sterka nærveru náttúrunnar í íslenskum veruleika. I tilefni sýningarinnar hefur Lista- safn Islands gefið út sýningarskrá á ítölsku með litmyndum af verkum listamannanna, ávarpi forseta Is- lands, Ólafs Ragnars Grímssonar, formála eftir Ólaf Kvaran, forstöðu- mann Listasafns Islands, og greinum um listamennina eftir Ólaf Gíslason, séríræðing við Listasafn Islands. Sýningin í Englakastalanum mun standa frá 6. nóvember til 10. janúar 1999. Lecco. Morgunblaðid. „GLÆSELEGUR söngur“, „Óað- finnanleg rödd“, „Stjama kvölds- ins“, slík voru ummæli gagn- rýnenda um söng Elsu Waage í Kla- genfurt í Austurríki á dögunum. Alls hafa birst fjórir dómar um tón- ieikana og er samdóma álit allra gagnrýnenda að frammistaða henn- ar hafi verið í einu orði sagt frábær og einn þeirra segir hana hafa „dóminerað" kvöldið. Elsa söng með Kártner-sinfóníuhljóm- sveitinni undir stjórn Wolfgang Czeipek á vígslutónleikum tón- leikahallar bæjarins hið sérstæða verk Gustavs Mahlers „Das Lied von der Erde“. Að sögn Elsu var mjög spennandi að fá að spreyta sig á verki eft- ir Mahler einmitt í Kla- genfurt, því hann dvaldist og samdi margt af sínum helstu verkum þar og hann á því sérstakan sess í hugum bæjarbúa. Ilún sagði greinilegt að áheyrend- ur hafi verið fullir eftirvæntingar, t.d. hafi verið troðfullt á forkynn- ingu tónleikauna. Og víst er af við- tökunum að dæma að áheyrendur urðu ekki fyrir vonbrigðum, því Elsu tókst að hrífa alla með sér; „hún miðlaði þvílíkri stemmningu, þvflikri túlkun og þvflíkum tilfinn- ingum frá sér í tónleikahúsinu þetta kvöld,“ eins og einn gagn- rýnenda skrifaði. Þetta verk heyrist ekki oft flutt og eru til þess ýmsar ástæður. Það þarf mun stærri hljómsveit en venjulegt er og verður því kostn- aðurinn að sama skapi meiri, auk þess er þessi sinfónía fyrir ýmsar sakir erfið í flutningi. Það má með sanni segja að Elsa hafi ekki ráðist á garðinn þar sem hann er lægstur. Verkið er mjög stórbrotið og dramatískt þar sem hugsunin um dauðann og fallvalt- leika lífsins er alls ráðandi. Það reynir því rojög mikið á túlkun söngvarans en þar við bætist einnig að tæknilega þykir þetta eitt erfiðasta verk sem alt-rödd getur fengist við. „Það þarf mjög sterka rödd til að syngja svo vel heyrist í gegnum svona stóra hljómsveit. Laglínan liggur bæði mjög djúpt, þar sem erfitt er að syngja sterkt, en fer einnig hátt upp og verður veik, en röddin verður alltaf að hljóma fallega í gegn. Það er ekki ein- falt að sveiflast á milli slíkra andstæðna á eðlilegan og áreynslu- lausan hátt og halda túlkuninni lifandi," eins og Elsa segir sjálf frá. Henni hefur þó greinilega tekist það vel því gagnrýnendur ljúka allir sérstöku lofi á hæfni hennar einmitt á þessu sviði. Tveir gagnrýnendanna segja það í hæsta máta lofsvert að taka þetta erfiða verk fyrir því ávallt fylgi því áhætta, og því meiri er undrun þeiiTa yfir að uppgötva þessa ís- lensku söngkonu, sem söng „með fallegri dýpt og blæbrigðaríkri túlk- un, jafnauðveldlega á háum sem lágum nótum og af réttri tilfinningu fyrir hæðum og lægðum sálarlífs- ins“ af „kraftmikilli rödd með fal- legum hljóm“. Þriðji gagnrýnand- inn segir alt-rödd Elsu líkasta því að hún hafi verið krydduð með kan- el, „... heit, mjúk, þétt og glansandi eins og mjúkar piparkökur..." Elsa býr í Como á Ítalíu og hef- ur undanfarið komið fram í ýms- um konsertuppfærslum í Evrópu og lagt töluverða áherslu á verk Wagners. Elsa er með ýmis verk- efni á döfinni og gefst íslendingum tækifæri til að heyra í henni bráð- lega, því hún mun syngja á ljóða- tónleikum í Islensku óperunni í mars á nsæta ári, ásamt Sólrúnu Bragadóttur. Elsa Waage Stutt í fáránleikann BOKMENNTIR Skáldsaga EINS OG STEINN SEM HAFIÐ FÁGAR eftir Guðberg Bergsson. Forlagið 1998 - 405 bls. SKÁLDÆVISÖGU nefnir Guð- bergur þetta framhald af Föður og móður og dulmagni bemskunnar og verður hver að skilja þetta orð sínum hætti. Er þetta skálduð ævisaga, saga um skáldævi eða ævisaga skálds? Aðrir höfundar, t.d. Halldór Lax- ness og Sigurður A Magnússon, hafa ritað sögur sem standa með líkum hætti beggja vegna girðingar skáld- skapar og ævi- sögu. Vísast er þó engin girðing til því að skáldskapur- inn nærist á sögulegum staðreyndum með sama hætti og endursögn á sögu- legum atburðum er háð skáldlegum umbúnaði. Guðbergur dregur ekki dul á þá spennu sem er milli skáldskapar og veruleika. í þessari sögu magnast spennan milli þessara hugtaka hvað eftir annað. Á einum stað er varpað fram þessari klassísku spurningu sem seint fæst svar við: „Hvað er veruleikinn, hvað er skáldskapur, hvað er ímyndun, hvað er vísvitandi fegrun, hvað er ófegrun raunvera- legra atburða?" Þessari spurningu er víða skotið að í sögunni með ýmsum tilbrigðum, eitt sinn svarar höfundur með því að fullyrða að munurinn á skáldskap og veruleika felist í því að skáldskapn- um sé hægt að gefa tilgang en ekki veruleikanum. Skáldskapurinn er búinn til og hefur því tilgang en veruleikinn verður til af siálfum sér og er því merkingarlaus. Þessi skáldsaga Guðbergs gerist suður með sjó á svipuðum tíma og höfundurinn er að vaxa úr grasi, fyr- fr og í byrjun seinna stríðs. Atburðir eru séðir með barnsaugum og ein- fóld hversdagsatriði fá ýkta mynd í huga barnsins. Fábreytni hversdags- lífsins hverfur þegar minnst varh' og ógnin birtist t.d. í bræðrum sem hættir eru að drekka brennivín en hafa í þess stað fyllst heilögum anda og baða sig í blóði frelsarans. Ákaf- inn teymir þá úr einum öfgum í aðr- ar. Móðirin, komin að falli, skúrar gólfið meðan bræðurnir ákalla drott- in, spila á sítar og reyna að fá hana til að knékrjúpa, hvað þeim tekst, nánast með ofbeldi. Lýsingin löng og ýtarleg og sögumaðurinn, bamið liggjandi í rúminu, verður vitni að niðurlægingu móðurinnar. Persónur eru ýktar, spaugilegar og vekja margar litla samúð og ekki alltaf áhuga lesandans. Raunar eru flestar persónuraar, utan sögu- manns, grunnar og mótsagnalitlar. Þær standa fyrir tiltekna eiginleika sem eru handan kosta og galla. Jafn- vel foreldra sögumanns virðist skorta dýpt. Þeim er að vísu lýst, bæði beint og gegnum athafnir sínar, en sú lýsing staðfestir einna helst hve fjarri þau standa baminu. Um leið fær persónulýsingin yfir sig blæ hlutlægni, fólk er eins og önnur fyr- irbrigði: himinn, jörð eða haf. Höf- undurinn nýtur þess frelsis að skoða persónur án þess að lýsingin skrúfist niður í tilfinningalega nærsýni. I áðurnefndri helgiheimsókn bræðranna helst niðurlæging móður- innar í hendur við raka og bleytu. Frásögnin verður holdvot. Móðirin skúrar gólfið og svitinn bunar af henni við verkið og ekki síður vegna bræðranna sem vekja henni ugg. Þetta endar með því að hún missir legvatnið og fæðir barn. Lýsingin er einkennandi fyrir Guðberg og dálæti í sögum hans á líkamsvessum og ein- kennilegum sjónarhornum á manns- líkamann. Stutt er í fáránleikann, jafnvel þegar aumasta eymdin á í hlut. Mar- el, faðir Klapparstelpnanna, leggst fárveikur eitt sumarið. Hann veit að hann á stutt ólifað og allir aðrir vita að hann er á fórum. í einsemd sinni syrgir hann lífið sem fjai'ar út og hann syrgir það að geta ekki lokið því sem hann tók sér á hendur í líf- inu. Hann fer en óuppfylltar skuld- bindingar standa eftir. Hann fer frá öllu, bæði merkilegu og ómerkilegu. Jafnvel skuldir hans munu lifa þótt hann deyi. Þessi skáldsaga Guðbergs er ekki flókin að byggingu, framvindan er látlaus og á stundum jaðrar hún við að vera eitthvað annað en skáld- saga. Söguhöfundur dvelur við ein- stök atriði í löngu máli, jafnvel heilu kaflana. Fyrir vikið verður sagan löng eins og af blaðsíðutali má sjá. Jafnframt minna sumir kaflarnir frekar á ritgerð en skáldsögu, eftir atvikum heimspekilega eða fagur- fræðilega. I átján blaðsíðna kafla stöðvast frásögnin þar sem sögumaður fjallai- um hugtak fegurðarinnar frá ýmsum hliðum, með eigið uppeldi og æsku- stöðvar í bakjgrunni. Niðurstaðan hljómar svo: ,A þessu sést það sem ég hef oft sagt að fegurð hlutarins er ekki í honum sjálfum, ekki í hug- myndinni sem hann sprettur af eða þeirri sem maður gerir sér af honum heldur í lönguninni til að sjá hann í réttu ljósi. Fyrir bragðið er fegurðin ekki sjálfstæð heldur í mátulegri fjarlægð frá því sem hugleitt er.“ Freistandi er að ætla að sögumað- ur skoði æsku sína í þeirri löngun að sjá hana „í réttu ljósi“. Ankannaleg sjónarhorn eru því tíð og sterk við- leitni til að framandgera sviðið með brechtiskum hætti. Dæmi um þetta er þegar höfundur gerir hlé á frá- sögn sinni vegna bilunar í tölvu sem hann notar við innsláttinn. Eins og áður segir er hér á ferð- inni mikil saga sem ber fjölbreyti- leika höfundar síns ríkulegt vitni. Yíða er skyggnst djúpt bak við ásýnd hlutanna og dvalið við atburði og lýs- ingar þannig að framvindan hverfur og frásögnin fær á sig esseyjublæ. Orðmargar lýsingamar eru tilbrigða- ríkar en fyrir kemur að þær bera ekki uppi frásögnina. Meiri niður- skurður á texta og þjöppun hefði að mínu viti verið álitlegur og varla skaðað. En svona er sagan: stór, mik- il og þung. Skilvinda tímans hefur greint sundur það sem skiptir höf- und máli. Ekki er samt víst að allt þetta skipti lesandann eins miklu. Ingi Bogi Bogason Aðalbjörg Jónsdöttir sýnir í Skotinu NÚ stendur yfir sýning Aðal- bjargar Jónsdóttur í Skotinu, Hæðai'garði 31. Á sýningunni eru prjónakjólar, málverk, nælur og slæður. Aðalbjörg lærði kjóla- og kápusaum og sérhæfði sig í prjónakjólum úr íslensku ein- girni, og hafa þeir vakið verð- skuldaða athygli, bæði hér heima og erlendis, segir í fréttatilkynningu. Aðalbjörg hefur notið tilsagnar í málun í Myndlistaskóla Reykjavíkur, myndlistarklúbbi Hvassaleitis og farið á námskeið í smá- myndamálun í Texas. Hún hefur haldið fjölda sýninga undanfarna áratugi, bæði einkasýningar og tekið þátt í samsýningum. Sýningin stendur til mánu- dagsins 23. nóvember og er opin alla daga frá kl. 10-16. Sölusýning á Café Milano NÚ stendur yfir sölusýning Ellýjar á Café Milano. Þar sýnir hún nú olíumálverk ásamt ljósmyndum. Sýningin stendur út nóvember. Guðbergur Bergsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.