Morgunblaðið - 04.11.1998, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 04.11.1998, Blaðsíða 22
22 MIÐVIKUDAGUR 4. NÓVEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ Islendingurinn Grímur Valdimarsson er yfírmaður fískiðnaðarsviðs fískideildar FAO Fiskveiði- stj órnun helzta vandamálið Grímur Valdimarsson veitir forstöðu físk- iðnaðarsviði fískideildar FAO í Róm. Hann ------7—---------------------- er eini Islendingurinn sem þar starfar, en —7—--------------------------- Islendingar hafa verið nokkuð fjölmennir þar áður fyrr. Hjörtur Gislason ræddi við Grím og komst að því að fískideildin vinnur að mörgum mikilvægum verkefnum, eink- um í þágu þróunarlandanna. HJÓNIN Grímur Valdimarsson og Kristín Jónsdóttir búa í útjaðri Rómaborgar í rólegu hverfi. Útsýnið er mjög fallegt og veðrið gott, en nauðsynlegt er að skýla sér fyrir sólinni yfir hásumarið, þegar hitinn fer upp í 40 stig eða meira á daginn. GRIMUR Valdimarsson er líffræðingur frá Háskóla íslands og doktor í örverufræði frá University of Strathclyde í Skotlandi og hefur starfað á Rannsóknastofnun fískiðnaðarins frá 1977, forstjóri frá 1984. Hann er kvæntur Kristínu Jónsdóttur líffræðingi og eiga þau þijú börn, Margréti, Jón Þór og Hrafnhildi Völu. Fiskideild fao, Matvæla- og landbún- aðarstofnunar Samein- uðu þjóðanna, er með um 170 starfsmenn, en hún er ákaflega mikilvæg fyiir sjáv- arútveg í heiminum, einkum í þró- unarlöndunum. Deildinni er skipt í þrjú meginsvið og veitir íslending- urinn Grímur Valdimarsson einu þeirra forstöðu. Morgunblaðið leit við hjá Grími til að kynna sér starf- semina og það sem efst er á baugi um þessar mundir. „Eg veiti forstöðu því sem kallað er fiskiðnaðarsvið. Þar starfa 40 manns allt í allt. Helztu verkefnin lúta að veiðarfærum, vinnslu á fiski, gæðastjórnun og upplýsingum um viðskipti með fisk. Einnig eru á okk- ar könnu verkefni sem miða að beinni aðstoð við þróunarlönd, verk- efni sem eru fjármögnuð af sjóðum og þróunarstofnunum einstakra ríkja. Þar hefur til dæmis danska þróunarstofnunin, DANIDA, verið afar hjálpleg og hefur fjármagnað verkefni sem staðið hefur í um 10 ár og miðar að því að að koma á gæða- stjórnun og þjálfa fólk til starfa í sjávarútvegi víða um heim.“ Sjófugladauði og hákarlar „Það sem brennur einna heitast á okkur núna eru málefni varðandi veiðar, til dæmis hvernig megi forð- ast sjófugladauða við línuveiðar, draga úr drápi á hákörlum og ýmis- legt fleira. Einnig er veríð að vinna að því að kanna veiðigetu heimsflot- ans, en því hefur verið haldið fram að hann sé alltof stór og njóti gríð- arlegra ríkisstyrkja. Það dregur vissulega upp nokkuð dökka mynd af fiskiðnaðinum í augum neytenda. Þá má nefna endurskipulagningu Globefish-gagnabankans sem er eins konar miðstöð til aðstoðar við markaðssetningu fiskafurða og beinist starfsemin aðallega að þró- unarlöndunum, en þó nýta vestræn lönd sér þennan gagnabanka í vax- andi mæli, meðal annarra ísland. Globefish hefur náið samstarf við sex upplýsinga- og þróunarmið- stöðvar víða um heim og myndar þannig net sem miðlar upplýsingum um verðþróun, gæðakröfur og fleira í þeim dúr.“ títflutningur mikilvægur fyrir þróunarlöndin „Ég er ekki viss um að allir átti sig á því hve gífurleg breyting hefur orðið á útflutningi á fiski í heimin- um og þá aðallega frá þróunarlönd- unum. A síðustu 13 árum hafa þró- unarlöndin aukið nettó útflutning sinn á fiskafurðum úr um 5,2 millj- örðum bandaríkjadollara á ári í um 17,2 milljarða og er hann til saman- burðar orðinn mun meiri en á bön- unum, kaffi, tei og kjöti samanlagt. Fiskútflutningur er því orðinn gíf- urlega mikilvægur fyrir þróunar- löndin. Þetta felur að sjálfsögðu í sér að þessi lönd þurfa ýmsa tækni- lega aðstoð, hvað varðar reglugerð- ir um gæðamál og tollamál og kem- ur FAO þar verulega við sögu, bæði í þjálfun og miðlun upplýsinga." Upplýsingar oft ófullkomnar - Hvernig er staða helztu fiski- stofna? „Staðan er sú, að séu teknir 200 mikilvægustu fiskistofnar í heimin- um, er talið að 35% þeirra hafi sýnt minnkandi afla á síðustu 10 árum eða svo, það er séu ofnýttir, um 25% eru taldir fullnýttir og afgangurinn, eða um 40%, hefur einhverja mögu- leika á auknum afla. Menn eru þó sammála um að úr höfunum fáist ekki mikið meira en það sem nú þegar veiðist. Aukningin verði því að koma úr fiskeldi eins og verið hefur síðustu ár.“ - Er fiskiskipaflotinn of stór og hvernig er afkoma hans? „FAO hefur áætlað mjög lauslega að heimsflotinn sé um þriðjungi of stór. Hins vegar eru upplýsingar um flotastærð og afkomu víða mjög ófullkomnar. Verið er að vinna að greiningu á stærð og aldri fiskiskipa yfir 100 tonn og er sú skýrsla vænt- anleg fyrir jól. Hvað rekstrarafkomu fiskiskipa- flotans áhrærir þá hefur margt ver- ið fullyrt. Fyrir nokkrum árum gaf FAO út skýrslu þar sem áætlað var að það væri um 54 milljarða dollara árlegur halli á útgerðinni. Þessi nið- urstaða var síðan tulkuð þannig að bilið væri brúað með ríkisstyrkjum. Þessu hefur verið býsna mikið verið haldið á lofti, þrátt fyrir að stofnun- in hafi tekið það fram að niðurstað- an byggðist á mörgum gefnum for- sendum. Nú er verið að vinna skýrslu sem byggist á rauntölum frá útgerðum helztu fiskveiðiþjóðanna. Sú skýrsla er væntanleg í haust, en ég held ég geti sagt að útkoman muni vera mun jákvæðari en áður var talið. Margar útgerðir skila góðum hagn- aði. Aðferðafræðin við að meta veiði- getu skipa og heilla flota er flókin. Mín skoðun er sú, að þetta sé ákaf- lega erfitt að mæla nema með mikl- um skekkjumörkum. Því verði ein- faldlega að skoða aðstæður á hverj- um stað fyrir sig, aðstæður eru það ólíkar. Við vitum það líka að tækni- þróunin er mjög ör. Stöðugt koma fram ný og fullkomnari leitartæki og tölvubúnaður, sem eykur veiði- getuna. Það er því erfitt að alhæfa um það hvað sé hæfilega stór floti.“ Slök fiskveiðistjórnun vandamál „Ég held að helzta vandamál fisk- veiðiþjóðanna sé slök fiskveiði- stjórnun. Þá vantar víða mikið á að aflaskráning sé í lagi. Jafnvel í þró- uðum löndum viðurkenna stjórn- völd að þau treysti einfaldlega sjó- mönnum fyrir því að gefa upp rétt- ar tölur og hafa enga tilburði til að sannreyna þær. Ég held að þetta skipti miklu máli, því nú er lögð áherzla á að verið sé að nýta villta dýrastofna. Því fylgir að sjálfsögðu mikil ábyrgð. Það er ekki lengur einkamál fiskveiðiþjóðanna hvernig þær gera þetta. Það er orðin áþreif- anleg krafa almennings að fiskveið- ar séu stundaðar með sjálfbærum hætti og þannig sé staðið að veiðun- um að hvorki lífríkið né umhverfið skaðist. Þetta ættu að vera sameig- inlegir hagsmunir. Fiskveiðiþjóð- Skipting útflutnings á fiski og fiskafurðum milli þróunarríkja og þróaðra ríkja 1976-96 30 25 20 15 10 5 o-í Utflutningur í milljörðum dollara I- Þróuð ríki l“Þróunarríki 76 '78 '80 '82 '84 '86 '88 '90 '92 '94 '96 Nettó útflutningur þróunarríkja á nokkrum vörutegundum 1996 Milljarðar dollara 0 2 4 6 8 10 12 14 16 Hrísgrjón Kjöt Te Bananar Gúmmí Kaffi Fiskur 0 2 4 6 8 10 12 14 16
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.