Morgunblaðið - 04.11.1998, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 04.11.1998, Blaðsíða 2
MORGUNBLAÐIÐ 2 MIÐVIKUDAGUR 4. NÓVEMBER 1998 FRÉTTIR Forseti Islands í opin- berri heimsókn á Italíu Umferðarslys á Hjallahálsi PYRLA Landhelgisgæslunnar, TF- SIF, lenti við Borgarspítalann um kl. 16 í gær með slasaðan ökumann bif- reiðar, sem ók út af og velti bifreið sinni á Hjallahálsi í Austur-Barða- strandarsýslu. Talið var að ökumað- urinn hefði slasast alvarlega, en að sögn læknis á slysadeild Borgarspit- alans er maðurinn ekki í lífshættu og líðan hans eftir atvikum góð. Hann þurfti ekki að fara í aðgerð, en verð- ur lagður inn á skurðdeild til eftir- lits. Lögreglunni á Patreksfirði var til- kynnt slysið kl. 13.15, en vegna fjar- lægðar barst hjálp ekki fyrr en á þriðja tímanum. Auk þyrlunnar voru læknir og hjúkrunarkona írá Búðar- dal kölluð á vettvang og sömuleiðis tækjabifreið slökkviliðsins. Tildrög slyssins eru óljós og þótt hálkublett- ir séu víða á Vestfjörðum var ekki talið að um hálkuslys hefði verið að ræða, að sögn lögreglunnar. Róm. Morgunblaðið. ÓLAFUR Ragnar Grímsson, forseti íslands, kom til Rómar í gærkvöldi, en hann er þar í op- inberri heimsókn í boði Oscars Luigis Scalfaros, forseta Italíu, Páfagarðs og FAO, Matvæla- og landbúnaðarstofnunar Samein- uðu þjóðanna. Ólafur Ragnar kom með Boeing 747-þotu Atlanta frá Is- landi um klukkan 18 að íslensk- um tíma og tóku embættismenn frá ítalska forsetaembættinu og Páfagarði á móti honum auk Sverris Hauks Gunnlaugssonar, sendiherra og fastafulltrúa Is- lands hjá FAO. í fylgd með Ólafi Ragnari eru dóttir hans, Guðrún Tinna, Karl Sigur- björnsson, biskup Islands, og Kristín Guðjónsdóttir, Þor- steinn Pálsson sjávarútvegsráð- herra og Ingibjörg Rafnar og embættismenn úr utanríkis- ráðuneyti og sjávarútvegsráðu- neyti. I dag heimsækir Ólafur Ragnar aðalstöðvar FAO í Róm og flytur þar erindi um hvernig hægt sé að byggja upp þjóðfé- lag hagsældar og velferðar sem byggist á fiskveiðum og Iand- búnaði. Grímur Valdimarsson, deildarstjóri hjá FAO, mun einnig flytja erindi um sjávarút- vegsmál. Opinbera heimsóknin hefst formlega á fimmtudag en þá fer fram móttökuafhöfn í forseta- höllinni í Róm. Morgunblaðið/Emilía VIÐ komuna til Rómar tók Sverrir Haukur Gunnlaugsson sendiherra á móti Ólafi Ragnari Grímssyni, for- seta fslands. Á milli þeirra er Guðrún Tinna, dóttir Ólafs Ragnars. TiIIaga Islands kynnt í Buenos Aires Arstaðan að skýrast ÞAÐ mun skýrast á morgun hvaða viðtökur tillaga íslands á loftslags- ráðstefnunni í Buenos Aires fær, en hún fjallar um að tekið verði sér- stakt tillit til ríkja þar sem einstök verkefni hafa mikil áhrif í umhverf- ismálum. Mælt var fyrir tillögunni í gær í annarri af undirnefndum ráðstefnunnar. Eiður Guðnason sendiherra sagði að fulltrúar íslands hefðu undirbúið tillöguna að undanförnu og í sam- ráði við önnur ríki hefði henni verið breytt til að tryggja að með henni yrði ekki opnuð smuga fyrir aðra. Halldór Þorgeirsson, deildar- stjóri í umhverfisráðuneytinu, mælti fyrir tillögunni í gær og í kjölfarið urðu nokkrar umræður. Niðurstaðan varð síðan sú að for- maður nefndarinnar skipaði sér- stakan fulltrúa til að ræða við full- trúa nokkurra ríkja um málið og hvernig mætti þoka því áleiðis. Hann á að gefa nefndinni skýrslu um stöðu málsins á morgun. Eiður sagði að þá kæmi betur í Ijós hvaða viðtökur tillagan hlyti. í um- ræðunum í gær hefðu fulltrúar Astralíu og Bandaríkjanna lýst sig jákvæða gagnvart tillögunni. Fulltrú- ar Evrópusambandsins og Kanada hefðu sagst tilbúnir til að skoða málið frekar, en fulltrúar nokkurra lítilla eyþjóða hefðu lýst andstöðu við hana. Afstaða þeirra hefði ekki komið á óvart. Fulltrúi Bandaríkjanna hefði lýst yfir eindregnari stuðningi við til- löguna en hann hefði áður gert. Ernir Snorrason, einn af stofnendum Islenskrar erfðagreiningar Gagnagrunnurinn skaðar Islenska erfðagreiningu ERNIR Snorrasonj geðlæknir og einn af stofnendum Islenskrar erfða- greiningar, sagði á aðalfundi Lækna- félagsins að hann væri á móti því að einkaleyfi yrði veitt til að nota gagna- grunn á heilbrigðissviði. Hann segir að frumvarp um gagnagrunninn sé farið að skaða íslenska erfðagrein- ingu og sé þar að auki ekki það rann- sóknartæki sem að var stefnt. Ernir sagðist hafa fylgst með um- ræðu um gagnagrunninn og áform Islenskrar erfðagreiningar erlendis og sér virtist sem þetta mál allt sam- an gæti haft slæmar afleiðingar fyrir vísindasamfélagið á íslandi. M.a. hefði verið um það rætt að loka gagnagrunnum erlendis fyrir Islend- ingum vegna þess að þeir væru að fremja mannréttindabrot með sam- þykkt þess frumvarps sem nú lægi fyrir Alþingi. Emir sagði að frumvarpið um gangagrunninn væri illa unnið. í því stæði að engar persónugreinanlegar upplýsingar mættu fara inn í grunn- inn, en það þýddi að engar heilsu- farsupplýsingar færu inn í hann því þær væru allar persónugreinanlegar. Lagasetningin væri því skrípaleikur. Emir sagði að sínar hugmyndir um gagnagrunn á heilbrigðissviði byggðust á því að heilsufarsupplýs- ingarnar yrðu persónugreinanlegar og allir gætu sótt upplýsingar í hann. Upplýsinganna sem í hann fæm yrði aflað með upplýstu sam- þykki sjúklinga. Fráleitt væri að hafa einkaleyfi á notkun upplýsing- anna. Emir sagði enga þörf á að setja sérstök lög um miðlægan gagna- grunn. Spítalarnir ættu að koma sér upp slíkum gagnagmnnum og síðan mætti samtengja þá með sérstökum hætti líkt og gert hefði verið í Finn- landi. „Það er mín skoðun að miðlægur gagnagrunnur sem stofnað er til með þeim hætti sem gert er ráð fyrir í frumvarpinu sé skaðlegur fyrir Is- lenska erfðagreiningu. Hann er ekki það rannsóknartæki sem að var stefnt. Málið er í hnút og að mínu viti væri best að leysa þann hnút með því að draga framvarpið til baka. Fmm- varpið er mótsagnakennt og ófram- kvæmanlegt og til þess fallið að skemma fyrir öllum mannerfðafræði- rannsóknum á íslandi," sagði Emir. Kæru vegna kvik- myndar vísað frá KVIKMYNDAGERÐARMENN vísuðu í gær frá kæm Agústs Guð- mundssonar, leikstjóra Dansins, á til- nefningu kvikmyndar fyrir íslands hönd við Óskarsverðlaunaafhendingu næsta ár. Þar með staðfestu kvik- myndagerðarmenn að kvikmyndin Stikkfrí er tilnefnd til verðlaunanna. Eitt atkvæði skildi myndirnar tvær að í atkvæðagreiðslu félags- manna í félögum kvikmyndagerðar- manna, kvikmyndaleikstjóra og kvikmyndaframleiðenda. Kjörnefnd neitaði að taka gilt um- boð manns, sem hugðist greiða at- kvæði með Dansinum fyrir hönd Ólafs Engilbertssonar, sem er starfsmaður Sjónvarpsins. Ágúst kærði kosningarnar á þeirri for- sendu að Ólafur hefði átt rétt á að taka þátt í kosningunum. Fundur þeiira, sem stóðu að kosningunni, var haldinn í gær og á honum var ákveðið að vísa kæm Ágústs frá. Ásgrímur Sverrisson, foi-maður Félags kvikmjmdaleikstjóra, sagði í samtali við Morgunblaðið, að sér þætti afskaplega leiðinlegt að þetta mál hefði komið upp. Ekki væri tal- inn leika vafi á að þótt Ólafur Engil- bertsson væri ekki félagsmaður hefði hann uppfyllt skilyrði til aðildar að Félagi kvikmyndagerðarmanna og því hefði hann átt rétt á að kjósa. Kjörnefnd hefði hins vegar ekki þekkt til Ólafs og sá sem fór með umboð hans hefði ekki fært rök fyrir því að Ólafur hefði rétt til að kjósa. Því hefði niðurstaðan orðið sú að kjömefnd hefði ekki gert mistök með því að neita honum um að greiða atkvæði fyrir Ólafs hönd. Borgarráð Samþykkt að selja 22% eignarhlut í Skýrr hf. BORGARRÁÐ hefur samþykkt að selja eftirstöðvar eignarhlutar borg- arsjóðs og Rafmagnsveitu Reykja- víkur í Skýrr hf. eða 22% hlut að nafnverði 44 milljónir. Gert er ráð fyrir að salan fari fram í samráði og samstarfi við Kaupþing hf. og einkavæðingamefnd ríkisins. Fram kemur að eignarhluturinn verð- ur seldui- dreifðri sölu á genginu 3,2 en 5% alls af samanlögðum eignai’hlut ríkis og borgar eða 10 milljónir að naínverði verði seld tilboðssölu. Jafti- framt að gengið 3,2 byggist á form- legu verðmati á fyrh'tækinu sem unn- ið var samkvæmt beiðni af Kaupþingi hf. og yfirfai'ið af Verðbréfastofunni. Sérblöð í dag_____fllorjpmWfltnb a ms&m 4SfeUii Aðsendar greinar Á MIÐVIKUDÖGUM téTA*9 Tftfity VIÐ BJÓÐUM TIL KLUKKULEIKS Árni Gautur í byrjunar- liðinu Arnar met- inn á 350 milljónir Þórður verð- lagður á hálf- an milljarð Ct C1 C4 www.mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.