Morgunblaðið - 04.11.1998, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 04.11.1998, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. NÓVEMBER 1998 11 FRÉTTIR Morgunblaðið/Jón Páll Ásgeirsson S Oðinn heimsóttur á ári hafsins í SKÓLUM víða um land er unnið að verkefnum tengdum ári hafsins. Krakkar í Mýrar- húsaskóla á Seltjarnarnesi eru áhugasöm um þetta starf og fóru í heimsókn um borð í varðskipið Óðin á dögunum. Skoðuðu þau meðal annars stjórntæki í brú og annan búnað. Landssími íslands hf. um kæru Miðlunar ehf. Samkeppmsstofnun ekki með lögsögu LANDSSÍMI íslands hf. telur að Samkeppnisstofnun hafi ekki lög- sögu í kænimáli sem Miðlun ehf. hefur lagt fyi-ir stofnunina vegna upplýsingaþjónustu Landssímans og söfnunar net- og veffanga á Netinu. Ólafur Þ. Stephensen, forstöðu- maður upplýsinga- og kynningar- mála Landssímans, segir að fyrir- tækið hafi veitt Samkeppnisstofnun svör vegna þessa máls með þeim fyrirvara að Landssíminn viður- kennir ekki lögsögu stofnunarinnar í málinu og telur það heyra undir Póst- og fjarskiptastofnunina. „í starfsleyfi Póst- og fjar- skiptastofnunar fyrir Landssím- ann er skilyrði um að fyrirtækið reki upplýsingaveitu um símanúm- er. Hún telst til alþjónustu í skiln- ingi fjarskiptalaganna. Landssím- inn er skyldugur til að reka hana og það hefur verið gert jafnvel þótt tap hafi verið af þeirri starf- semi,“ segir Ólafur. Hefð fyrir góðri þjónustu í 118 Ólafur segir að í kynningu á þjón- ustunni í símaskránni sé þess getið að í 118 fáist nýjustu upplýsingar um síma, farsíma, faxnúmer svo og nöfn og heimilisföng þeirra sem eru með skráðan síma. Einnig fáist þar upplýsingar um netföng og heima- síður. Þjónustan í 118 er ekki mark- aðssett sem upplýsingaveita um þjónustu fyrirtækja. „Það er ekki ætlast til þess af starfsfólki 118 að það gefi upplýsing- ar um annað. Það er hins vegar löng hefð fyrir því að veita mjög góða þjónustu í 118. Algengt er að þangað hringi menn sem vita ekki með vissu hvað fyrirtækið, einstaklingurinn eða félagið heitir sem þeir leita að. I þessum tilvikum hefrn- starfsfólk 118 reynst mjög hjálplegt við að leita uppi viðkomandi einstaklinga eða fyrirtæki og við höfum litið svo á að það sé eðlilegur þáttur í þjónustunni. Miðlun hringdi kerfisbundið í 118 og lagði fyrir starfsfólkið spumingar sem beinlínis vora ætlaðar til þess að reyna á þessa greiðvikni. Við leggj- um áherslu á að viðskiptavinimir mæti lipurð en ekki stífni en Miðlun vill leggja það út á versta veg að hafa fengið lipra þjónustu," segir Ólafur. Hann segir að Landssíminn telji söfnun net- og veffanga lið í góðri þjónustu fyrirtækisins. Fyrirtæki og einstaklingar hafi lagt áherslu á þennan þátt þjónustunnar. „Það getur hver sem er safnað netfóng- um. En það er tæknilega ófram- kvæmanlegt að safna þeim á mið- lægan hátt öðruvísi en að sá sem vill að netfangið sitt sé skráð hafi sam- band,“ segir Ólafur. Mótmæla hækkun leik- skólagjalda í Kópavogi FULLTRÚAR í foreldrafélögum leikskóla Kópavogs mótmæla nýrri gjaldskrá leikskóla bæjarins sem fyrirhugað er að taki gildi um næstu áramót. „Við erum í fyrsta lagi óá- nægð með að verið sé að hækka þar sem við erum nú þegar með þeim hæstu hvað varðar leikskólagjöld. I öðru lagi hækkar gjaldskráin í Kópavogi um leið og Reykjavíkur- borg eða önnur sveitarfélög hækka sína gjaldskrá, en Reykjavíkurborg hækkaði nýverið gjaldskrá sína á dagvistarplássum,“ segir Ásta Ei- ríksdóttir, fulltrúi foreldra í skóla- nefnd leikskólabarna. Asta segir að hækkun á gjöldum sé á bilinu 14-43% og með henni verði leikskólagjöld í Kópavogi með þeim hæstu á landinu. Leikskóla- verð fyrir foreldra með tvö börn lækki, en hækki fýrir foreldra með þrjú börn. Hækkunin komi illa nið- ur á foreldrum með eitt barn en verst niður á forgangshópum, sem eru til dæmis einstæðir foreldrar og starfsfólk leikskóla. Launahækkun birtist í hærri leikskólagjöldum „Þetta er mikil hækkun fyrir for- gangshópa. Til dæmis hækkar níu stunda pláss forgangshópa um 4.390 kr. á mánuði, sem gerir 52.680 kr. í dagvistargjöld á ári fyrir einstætt foreldri. Hækkunin kemur illa niður á foreldrum í sambúð með eitt barn. Fimm og hálf stund á dag kostar nú 13.300 kr. en verður 15.250 kr. eftir hækkunina. Það samsvarar 1.950 kr. hækkun á mánuði. Níu stunda dagur mun hækka úr 20.800 kr. í 23.800 kr. sem er þrjú þúsund króna hækkun. Við teljum. þessa forgangsröðun bæjaryfirvalda ekki fjölskylduvinsamlega og hörmum þessa þróun,“ segir Asta. Ásta segir að óánægjan beinist jafnframt að því að sú launahækkun sem orðið hafí fyrir stuttu meðal al- mennings, sýni sig strax í hækkuð- um leikskólagjöldum. Formönnum bæjarráðs og skólanefndar Kópa- vogsbæjar verður afhent undir- skriftaskjal fulltrúa foreldrafélaga á nk. mánudag þar sem gjaldskrár- hækkuninni er mótmælt. Morgunblaðið/Árni Sæberg Jólasveinar Rammagerðarinnar komnir í sparifötin JÓLAGLUGGI Rammagerðarinnar birtist vegfar- endum um helgina, en það er áratugahefð að hafa jólagluggann tilbúinn 1. nóvember ár hvert. Fyrir daga öflugra flugsamgangna hafði jólaglugginn hagnýtara gildi því hann átti að minna fólk á að koma jólasendingum til ættingja sinna erlendis á skip tímanlega. Það er viðbúið að börnin á mynd- inni, þau Guðmundur og Halldóra Kristjánsbörn, komi aftur að skoða jólagluggann, því á næstu dög- um bætist einn jólasveinn í hópinn. Ennfremur verður glugganum breytt smávegis fram að jólum í þágu fjölbreytninnar. Skattamál fyrrverandi starfsmanna íslenskra sjávarafurða á Kamtsjatka Bíða eftir úr- skurði yfír- skattanefndar FYRRVERANDI starfsmenn ís- lenskra sjávarafurða á Kamtsjatka bíða úrskurðar yfirskattanefndar vegna skattlagningar á dagpening- um sem þeir fengu þegar þeir voru við störf á vegum ÍS á Kamtsjatka 1996. Ríkisskattstjóri hefur úr- skurðað að þeim beri að greiða skatt af dagpeningunum en starfs- mennimir telja að íslenskar sjávar- afurðir hafi beitt þá blekkingum varðandi dagpeningagreiðslumar og hyggja á málaferli á hendur fyr- irtækinu verði niðurstaða yfir- skattanefndar sú að þeim beri að greiða skattinn. Að sögn Arnar Gunnlaugssonar, talsmanns fyrrverandi starfsmanna ÍS á Kamtsjatka, hefur yfirskatta- nefnd verið með kærumál vegna skattlagningarinnar til meðferðar frá því í janúar síðastliðnum. Om sagði í samtali við Morgun- blaðið að um 30 fyrrverandi starfs- menn ÍS á Kamtsjatka hygðust höfða mál á hendur íyrirtækinu verði nið- urstaðan sú að þeim beri að greiða skatt af dagpeningagi’eiðslunum, en við ráðningu hafi þeim verið tjáð að þeir myndu njóta greiðslnanna óskei-tra risi skattalegur ágreiningur vegna þeirra. Ríkisskattstjóri beindi því til skattstjóra í öllum umdæmum að skattleggja bæri dagpeninga- greiðslumar sem um laun væri að ræða að undanskildum 15% sem þóttu hæfileg til frádráttar. Telja þegnunum niismunað Örn sagði að mismunandi væri eftir skattaumdæmum hvort dag- peningagreiðslurnar hefðu verið skattlagðar, en nokkrir starfsmann- anna sem gert hefði verið að greiða skatt af greiðslunum, hefðu kært málið til yfirskattanefndar. Telja starfsmennirnir að ákvörðun ríkis- skattstjóra feli í sér mismunum þar sem fiugliðum í Evrópuflugi sé ekki gert að greiða skatt af dagpening- um sem þeir fá. Sagði hann að engin svör hefðu fengist frá skattayfir- völdum við spurningum um það hvemig á þessari mismunun stæði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.