Morgunblaðið - 04.11.1998, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 04.11.1998, Blaðsíða 38
38 MIÐVIKUDAGUR 4. NÓVEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ SKOÐUN MORGUNBLAÐIÐ ELUR ENN Á FORDÓMUM GEGN SVÍUM ÞAÐ er ekki einleik- ið, hvað andar köldu til Svía á Islandi. Ætla mætti, að Svíar hefðu gert Islendingum meira en lítið til miska. Það er ekki ofsögum sagt, að Morgunblaðið hafí staðið fyrir óhróðri um Svía eða lagt hon- um lið í hálfa öld. Sök- um þess hve Mbl., sem er langáhrifamesta blað á íslandi, hefur verið iðið við kolann, hafa ýmsir hleypidóm- ar um Svía skotið rót- Bjarni um með okkur Islend- Guðnason ingum og orðið furðu lífseigir með þjóðinni. Þegar Is- lendingar koma saman og Svía ber á góma, er það vísast, að einhverjir taka að fussa og sveia eða fara óþvegnum orðum um þá og allt hvað sænskt er. Eins og nærri má geta, eru það yfírleitt þeir sem vita minnst um Svía, sem hæst lætur í og svívirða þá mest. Einn apar sleggjudómana eftir öðrum. Skemmdarorðin hafa jafnvel verið sett í listrænan búning almenningi til fróðleiks og skemmtunar. Fyrir nokkrum árum var tvííluttur sjón- varpsþáttur í sjálfu íslenska ríkis- sjónvarpinu undir heitinu „Sænska mafían á íslandi". Nafngiftin segir það sem segja þarf um hneigð þessa þáttar, sem var ófræging um Svía og sænska menningu. Engin lýðræðisþjóð á Vesturlöndum hefur allt frá lokum síðari heimstyrjaldar verið ausin jafnmiklum auri í íslenskri um- ræðu og Svíar sem eru ein frænd- þjóða okkar á Norðurlöndum og standa okkur nær en flestar aðrar þjóðir. Hvað veldur þessari andúð? Sjálfsagt eru margar skýringar á þessu fyrirbæri, en ég nefni að- eins tvær, sem liggja nokkuð í aug- um uppi. Svíar hafa mótað samfélag sitt í anda mennskrar lýð- ræðislegrar jafnaðar- stefnu, sem hefur borið mikinn árangur bæði í efnahagslegum og fé- lagslegum umbótum. Þeir reyna að tryggja rétt allra landsins þegna til almennra gæða lífsins, og með máttugu velferðarkerfí og heilbrigðiskerfi er jafnaður hlutur þeirra sem minnst mega sín. En jafnframt hafa þeir lagt áherslu á að sinna þörfum hvers og eins með því m.a. að standa að ókeypis skólakerfi frá grunnskóla til há- skóla, sem gefur öllum einstakling- um, sem getu hafa til, ótæpileg tækifæri til þroska og frama að eigin vali. Og árangurinn hefur ekki látið á sér standa, því að fáar þjóðir álíka fjölmennar og Svíar hafa átt jafnmarga afburðamenn í hvers kyns vísindum og tækni og listum og íþróttum, svo að eitthvað sé nefnt. Við Islendingar þolum ekki mikinn samanburð við Svía í þessum efnum, enda er það ekki tiltökumál fyrir jafnfámenna þjóð og okkur. Þess sakar ekki að geta, að Svíar hafa látið hlutfallslega miklu meira fé af hendi rakna til skóla pg menningarmála yfirleitt en við íslendingar. Þetta segir sína sögu um Svía og samfélag þeirra og lífsviðhorf. Að sjálfsögðu stend- ur fjölmargt til bóta í sænsku þjóð- félagi eins og með öðrum þjóðum, en ljóst er, að Svíar hafa forðast góðu heilli mannfjandsamlegar öfgastefnur kommúnisma og kapít- alisma. Það má virða þeim til lofs en eigi lasts. Mbl. virðist í blóð borið að reyna að gera jafnaðarstefnu Svía afar Ég mælist til þess við Morgunblaðið, segir Bjarni Guðnason, að það láti Svía og það lýð- ræðislega þjóðskipulag, sem þeir hafa sjálfir valið, njóta nokkurs sannmælis. tortryggilega. Við því er að sjálf- sögðu ekkert að segja. Það er póli- tísk afstaða, sem bendir í sjálfu sér til þess, að Mbl. láti sér ekki mjög annt um jöfnuð og réttlæti í samfé- laginu. Annað hefur augljóslega meira vægi í stjómmálaskoðun Mbl. Stjómarstefnan á íslandi um þessar mundir er að færa sem mestan auð á fárra hendur, og í góðærinu mikla er mun meiri fá- tækt hér en annars staðar á Norð- urlöndum, þar á meðal Svía. Er þetta ekki íhugunarefni íyrir valds- menn á Islandi á þeim tímum, þeg- ar markaðurinn hefur verið tekinn í guðatölu? En hvað sem því líður, ber Mbl. skylda til vegna lesenda sinna og sjálfsvirðingar að ræða kosti og galla sænsks samfélags og menningar á vitsmunalegum og sið- legum nótum. Það kemur kynlega fyrir sjónir, að blaðið hefur aftur á móti látið vera að ófrægja Norð- menn og Dani, þótt þeir hafi lengst af búið við jafnaðarstefnu eins og Svíar. Hver er skýringin á því? Hefur ekki jafnaðarstefnan spillt þeim eins og Svíum? Gert þá and- lega snauða? Gert þá alla eins? Klónað þá? Og þar með kem ég að annarri meginorsökinni fyrir hnjóðsyrðum Mbl. Svíar fóru sínar eigin leiðir á eftirstríðsárunum ekki aðeins í samfélagsmótun heldur og í utanríkisstefnu sinni. Frægt er orðið, þegar Olof Palme forsætis- ráðherra Svía skipaði sér í fylking- arbrjóst þeirra sem fordæmdu stríð Bandaríkjamanna í Víetnam. Þetta ásamt mörgu öðru fór mjög fyrir brjóstið á þeim, sem hafa löngum kosið að lúta leiðsögn Bandaríkja- manna í flestum málum. Það var leiðinlegur kommúnistaóþefur af Svíum að dómi þeirra, sem slógu eign sinni á sannleikann. Fyrir það telja þeir Svía leiðinlega, alla þjóð- ina með tölu. Enn er stutt á þessa sleggjudóma meðal almennings í Reykjavík. En versti óleikur Svía var að þeir kusu að standa utan hernaðarbandalaga. Þeir settu sig á háan hest og gengu ekki í Nató. Það var dauðasynd hrokans, upp- reisn gegn hinu fagra, góða og sanna. Hugarfar kaldastríðsins er með öðrum orðum önnur meginrót- in að langvarandi óvild Mbl. í garð Svía. Aftur á móti hafa Danir og Norðmenn ekkert átt nema gott skilið: Þeir sáu hlutina í réttu ljósi. Mbl. hefur verið slegið blindu margra áratuga hleypidóma gegn Svíum. Mbl. fyrirgefur ekki gamlar syndir, sem ekki eru á fórum. Vilji menn rannsaka sjálfhælni okkar Islendinga, sem á alþýðumáli kallast grobb, eru Reykjavíkurbréf Mbl. frumheimildir um hugtakið. Stærðin verður þeim mun meiri sem smæðin er minni. Um þetta færir okkur heim sanninn síðasta Rvíkurbréf Morgunblaðsins (25. okt.), sem er beint tilefni þessarar greinar. Sjálfshól kemur ekki að mikilli sök, ef í hóf er stillt, sakir þess að það lætur sem lækjarniður í eyrum okkar Islendinga en heldur kámar gamanið, ef grobbið fer með himinskautum og því er lyft í upp- hæðir með því að lasta aðra af engu viti og ódrengilega. í Reykjavíkurbréfinu er vikið m.a. að efnahagslegri velsæld þjóða, og segir þar m.a. að mikil- vægt sé, að landið eða náttúran og mannfólkið skili hagnaði eigi fram- tíðin að vera trygg, en jafnframt megi hagnaðarhugsjónin ekki ríkja ein ofar öllu. Um þetta munu flest- ir sammála. Að því búnu tekur hinn ókunni höfundur bréfsins að ræða um vitsmunalega vinnu og nýsköp- un og leggur þá til grundvallar orð- um sínum og ályktunum viðtal nokkurt, sem tekið var við ísraelsk- an mann að nafni Itamar Even- Zohar. Hafði það birst áður í Les- bók Mbl. 29. ágúst síðastliðinn. Þar skeggræðir þessi maður um þá auðlegð, sem fælist í fjölbreyttu safni tækifæra, sem gæti skorið úr um velferð einstaklinga^ og ríkja. Tekur hann dæmi af Islandi og Svíþjóð. Sem sannur vísindamaður kemst hann að þeirri niðurstöðu, að allt sé gott öðrum megin og allt sé illt hinum megin. Um ástandið á Islandi kemst hann m.a. svo að orði: ,,Strákar og stelpur sem fæð- ast á Islandi í dag vaða hinsvegar í tækifærum og kannski má rekja efnahagslega velsæld Islendinga til þess.“ Og hann heldur áfram: „Menn hafa verið að uppgötva nýj- ar leiðir, ný tækifæri, vitsmunalíf Islendinga hefur blómstrað." Annað er með Svíum. Þar vaða aldeilis ekki strákar og stelpur í tækifærum, svo sem ráða má af þessum ummælum: „Astæðan fyrir því að stórþjóð eins og Svíar á nú í erfiðleikum er hins vegar sú að þeir hafa fjötrað alla skapandi hugsun, allt frumkvæði, með því að framfylgja harðri jafnaðarstefnu á öllum sviðum, stefnu sem felur ekki endilega í sér jafnrétti heldur að menn eigi ekki að hafa það betra en náunginn. Fólk hefur fengið þau skilaboð að allir eigi að vera eins, að það megi ekki fá frumlega hug- mynd, að það megi ekki vera öðm- vísi. Þetta viðhorf hefur nánast lagt sænskan iðnað í rúst; meira að segja Volvo-bílarnir em orðnir óspennandi vegna skorts á hug- myndaflugi. Og það merkilega er, að Svíar hafa komið sér í þessa stöðu með ákveðnu skipulagi, menningarlegri áætlun um það hvernig hlutimir eigi að vera.“ Þetta telur höfundur Rvíkur- bréfs vera „athyglisverð greining á ástandi og hugarfari þjóðanna tveggja." Leggur síðan ótrauður út af því. Even-Zohar þessi er kallað- ur „menningarfræðingur“, trúlega til þess að gefa hugarómnum trausta fræðilega undirstöðu. Þeg- ar Bauka-Jón Vigfússon var í eina tíð vígður biskup að Hólum, var haft á orði: „Allan fjandann vígja þeir.“ Hvers konar mynd er hér dregin af sænsku samfélagi? Eg bið menn að lesa þetta ofan í kjölinn: 011 skapandi hugsun er sögð í fjötmm, framkvæðið þorrið, jafnréttið birt- ist í öfugri mynd sinni, engin fmm- leg hugsun til með Svíum, atvinnu- lífið nánast í rúst, allir em eins, enginn má vera öðruvísi. Jafnvel bflamir verða leiðinlegir eins og þjóðin. Jafnaðarstefnan er smitberi leiðindanna. Gmnnhugsun Rvíkurbréfsins er sú, að Jafnaðarstefna Svía hafi drepið niður nánast allt framkvæði þar í landi, hugmyndin um samfé- lagslegan jöfnuð hafi í raun smitað almennt hugarfar og fellt skapandi hugsun í fjötra.“ Mér skilst, að höf- undur Rvíkurbréfsins láti liggja að því, að í íslensku samfélagi undir stjórn Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar fari hugsun, hugar- flug og frumkvæði ofar skýjum til afreka og nýsköpunar en í sænsku samfélagi undir stjóm jafnaðar- manna sé öll vitsmunaleg vinna og nýsköpun drepin í dróma. Ég mælist til þess við Mbl., að það láti Svía og það lýðræðislega þjóðskipulag, sem þeir hafa sjálfir valið, njóta nokkurs sannmælis. Mbl. á að láta af þeim ósið að dreifa ranghugmyndum um Svía með Is- lendingum. Höfundur er prófessor við Háskóla Islands. %jn mnfafar yfalfllivti (fú freeMMhz Listinn inniheldur 48 blaðsíður af glæsilegum sængurfatnaði ásamt miklu úrvali af gjafavöru o.fl. fyrir jólin. Þú hringir og við sendum þér listann frían (meðan birgðir endast). Við bjóðum upp á gæðavöru á verði sem gerist ekki hagstaeðara. freewoMZ sími: 565-3900 I? eíg a,rh I j ó m t æ k i Þricjgja ára ábyrgö á öllum Pioneer h Ijómf lutnihptæRjufrr R Æ Ð U R N I R tQðOKMSSONHF Lágmúla 8 • Sími 533 2800 www.mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.