Morgunblaðið - 04.11.1998, Blaðsíða 20
20 MIÐVIKUDAGUR 4. NÓVEMBER 1998
MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
IMF gagnrýnir efnahagstillögur Prímakovs
„Stórt skref aftur á bak“
Moskva. Reuters.
ALÞJÓÐAGJALDEYRISSJÓÐURINN, IMF,
hefur gagnrýnt flesta þætti efnahagsáætlunar
sem Jevgení Prímakov, forsætisráðherra Rúss-
lands, kynnti fyrh’ dúmunni, neðri deild rúss-
neska þingsins, á mánudag. Heimildamenn úr
starfsliði Júrís Masljúkovs, fyrsta aðstoðarfor-
sætisráðherra, greindu Reuters-fréttastofunni
frá þessu í gær, en IMF hefur enn ekki opinber-
að afstöðu sína til áætlunarinnar.
Masljúkov, sem er kommúnisti, er meginhöf-
undur tillagnanna, en fyrirhugaðar aðgerðir fela
meðal annars í sér aukin afskipti ríkisins af
efnahagsmálum og gengi rúblunnar. Meðlimir
sendinefndar IMF í Moskvu eru sagðir hafa
kallað tillögumar „stórt skref aftur á bak frá
þróun í átt að markaðshagkerfi“. I umsögn
þeirra segir að aukin áhersla á ríkisafskipti sé
tilkomin vegna skorts á skilningi á orsökum
efnahagskreppunnar í landinu. Markaðshag-
Israel
kerfínu sé ekki um að kenna, ástæðan sé frekar
sú að markaðurinn geti ekki starfað sem skyldi.
I umsögn IMF segir að í efnahagsáætluninni
séu engar hugmyndir um hvernig eigi að ráða
bót á gífurlegum fjárlagahalla. Fulltrúar IMF
vara við því að fyrirhuguð seðlaprentun muni
valda mikilli verðbólguaukningu. Þeir segja
hugmyndir um lækkun skatta á iðnfyrirtæki
vera góðra gjalda verðar, en ótímabærar, þar
sem fyrst þurfi að gera skattheimtuna skilvirk-
ari. Hvatt er til fækkunar ríkisstarfsmanna og
lokunar óarðbærra verksmiðja.
Innanríkisráðherrann heldur
tryggð við Jeltsín
Sergei Stepashin, innanríkisráðherra Rúss-
lands, sagðist í gær vera viss um að Borís
Jeltsín sæti í forsetaembætti þar til kjörtímabili
hans lyki árið 2000. Stepashin gaf til kynna að
hann væri þeirrar skoðunar að Jeltsín væri enn
fær um að stjórna landinu. „Eg hitti forsetann
að máli einu sinni í viku og greini honum frá
gangi mála á nær hverjum degi,“ sagði innan-
iTkisráðherrann, sem hefur yfírstjórn með 200
þúsund manna herliði og talsverðu lögregluliði
um allt Rússland.
Stepashin vísaði á bug vangaveltum um að
boðað yrði til forsetakosninga áður en kjörtíma-
bilinu lyki. „Stjómmálabaráttan er hafín á ný og
margir væntanlegir forsetaframbjóðendur hafa
komið fram á sjónarsviðið. Eg er sannfærður
um að sumir þeirra hafa ekki erindi sem erfiði,“
sagði Stepashin.
Jeltsín átti í gær fund með varnarmálaráð-
herranum Igor Sergeyev, þar sem hann dvelur
á heilsuhæli við Svartahaf. Stjómmálaskýrend-
ur töldu að hann vildi með því sýna að hann
fylgdist enn með gangi landsmálanna.
Reuters
Krefjast rannsóknar
á björgunarstarfinu
Fundi um
friðar-
samning
frestað
JerúsaJem. Reuters.
STJÓRN ísraels frestaði í gær fyr-
irhuguðum fundi sínum, sem boðað-
ur var tilað staðfesta friðarsamning
leiðtoga ísraela og Palestínumanna,
og sagði að hann yrði ekki haldinn
fyrr en Palestínumenn yrðu við
kröfu hennar um að handtaka 30
Palestínumenn, sem eru grunaðir
um morð á ísraelum.
Fundurinn átti að hefjast í gær-
morgun og Yitzhak Mordeehai,
vamarmálaráðherra Israels, sagði
að stjórnin myndi ekki koma saman
til að ræða samninginn fyrr en Pa-
lestínumenn legðu fram áætlun um
hvenær „palestínsku morðingjam-
ir“ yrðu handteknir.
Benjamin Netanyahu, forsætis-
ráðherra ísraels, ræddi málið í síma
við Madeleine Albright, utanríkis-
ráðherra Bandaríkjanna. Saeb
Erekat, aðalsamningamaður Palest-
ínumanna, hvatti Bandaríkjamenn
tO að hlutast strax tO um deOuna.
Bandaríkjamenn og ísraelar virt-
ust vera ósammála um hvort Palest-
ínumenn hefðu staðið að fullu við
sinn hluta samningsins og lagt fram
nógu ýtarlega áætlun um aðgerðir
gegn palestínskum hermdarverka-
mönnum. Talsmaður bandaríska ut-
anríkisráðuneytisins sagði á mánu-
dag að Palestínumenn hefðu „gert
allt sem ætlast var til af þeim“.
SÆNSKA lögreglan fann í gær
lík unglings, sem beið bana í
brunanum í samkomuhúsi í
Gautaborg í vikunni sem leið, og
tala látinna af völdum brunans er
því komin í 63. Lögreglan sagði
að líkið kynni að vera stúlka sem
saknað hafði verið eftir brunann.
Áður höfðu sjónarvottar sagt að
stúlkan hefði verið á meðal 400
unglinga, sem voru á dansleik í
samkomuhúsinu þegar eldurinn
blossaði upp, en farið út úr hús-
inu. Þar sem hún kom ekki heim
hafði lögreglan hafið mikla leit
að henni í Gautaborg.
Reiðir ættingjar fórnar-
lambanna gerðu hróp að borgar-
stjórnarfulltrúum í Gautaborg í
gær og kröfðust óháðrar rann-
sóknar á björgunarstarfinu, m.a.
fréttum um að björgunar- og lög-
reglumenn hefðu stöðvað ung-
linga sem reyndu að fara aftur
inn í samkomuhúsið til að bjarga
vinum sínum.
„Þeir stóðu þama bara og
gerðu ekkert,“ sagði Zuhir Herzi,
sem var plötusnúður í samkvæmi
unglinganna og sagðist hafa
misst tugi vina í brunanum.
Lögreglan sagði að enginn vafi
léki á því að björgunar- og lög-
reglumennirnir hefðu gert allt
sem þeir gátu til að bjarga
mannslífum. Áður hafði hún sagt
að skelfingu lostnir unglingar
hefðu hindrað björgunarstarfið.
Fólk virðir hér fyrir sér blóm
og kerti sem Iögð hafa verið ná-
lægt samkomuhúsinu til minning-
ar um fórnarlömbin.
Samþykkja
ekki
START-II
RÚSSNESKA þingið mun ekki
samþykkja START-II afvopn-
unarsáttmálann nema rOtís-
stjórnin fallist á að endurnýja
eldflaugarnar sem eyða á, með
Topol-M kjamorkueldflaugum,
að sögn formanns varnarmála-
nefndar þingsins, Viktors
Iljúkíns. Hann lét þessi orð
falla eftir að forsætisráðherr-
ann, Jevgení Prímakov, reyndi
að fá þingið til að samþykkja
START-II, sem var gerður við
Bandaríkjamenn árið 1993.
Bílferja í
vanda
ELDUR kviknaði um borð í
eistneskri bílferju í fyrrinótt er
hún var á leið milli Svíþjóðar og
Eistlands. Eldurinn kom upp í
vélarrúmi og varð til þess að
ferjan lét ekki að stjórn. Hvasst
var á Eystra salti og ákvað
skipstjórinn að kasta akkerum.
Með aðstoð fínnsku strandgæsl-
unnar tókst að koma í veg fyrir
að ferjuna ræki upp á grunn og
kom hún til hafnar í Svíþjóð í
gærmorgun.
Vopnabúr
endurskoðað
RUDOLF Scharping, vamar-
málaráðherra Þýskalands,
kvaðst í gær hafa fyrirskipað
endui-skoðun á vopnabúri hers-
ins til að búa þýska herinn und-
ir stækkun og breytingar á Atl-
antshafsbandalaginu. Á endur-
skoðuninni að vera lokið í mars
á næsta ári. Þá stendur fyrir
dyrum svipuð skoðun á öllum
þýska heraflanum.
Hægrisigur í
Makedóníu
KOSNINGABANDALAG
mið- og hægriflokka bar sigur
úr býtum í seinni umferð þing-
kosninganna, sem fram fór í
Makedóníu á sunnudag. Með
því er endi bundinn á 51 árs
stjóm vinstrimanna í landinu,
sem var lengst af hluti Jú-
góslavíu. Sigur mið- og hægri-
flokkanna var hins vegar svo
tæpur að þeir verða að treysta
á stuðning flokks Albana.
Bondevik vill
mýkri menn
KJELL Magne Bondevik, for-
sætisráðherra Noregs, hvatti
norska karlmenn í gær til þess
að láta af „karlmennskustæl-
um“ og beina sjónum sínum að
kennslu- og uppeldisstörfum.
Sagði Bondevik nauðsynlegt að
fleiri karlmenn störfuðu á
barnaheimilum og hvatti þá til
að láta að sér kveða í umræð-
unni um jafnrétti kynjanna. Þá
sagði hann nauðsynlegt að fleiri
karlar kynntust því að hafa
konu sem yfirmann.
Kol í stað
kjarnorku
WERNER Múller, efnahags-
málaráðherra Þýskalands,
sagði í gær nauðsynlegt að lok-
anir kjarnorkuvera tengdust
opnun nýrra orkuvera sem
framleiddu orku úr gasi og kol-
um. Eitt fyrsta verk nýrrar rík-
isstjórnar jafnaðarmanna og
græningja var að tilkynna
fækkun kjarnorkuvera.
Röng frásögn fylgdi
verðlaunamynd
MYND Hocines var valin besta blaðaljós-
myndin hjá World Press Photo. Myndinni
fylgdi frásögn um að konan á henni hefði
misst átta börn, en börnin eru reyndar
öll á lífi.
RANGAR upplýsingar fylgdu
myndinni, sem var kjörin besta
blaðaljósmynd ársins 1997. Ljós-
mynd þessi er til sýnis á sýningu á
bestu þlaðaljósmyndum ársins hjá
World Press Photo, sem nú stend-
ur yfir í Kringlunni. Þar fylgir
leiðréttur texti myndinni, en rang-
ur texti fylgdi þegar hún var sett
upp í Danmörku og flutti Poul
Nyrup Rasmussen, forsætisráð-
herra Danmerkur, hjartnæma
ræðu, sem byggðist á röngum
upplýsingum.
Alsírski ljósmyndarinn Hocine
tók verðlaunamyndina, sem sýnir
angistarfulla konu gráta fyrir
framan sjúkrahús í bænum Zmirli
í Aisír í september 1997. Bókstafs-
trúarsamtökin GIA höfðu gert
árás á íbúa bæjarins Betalha og
myrt um 100 manns. Þegar leið yf-
ir konuna var að sögn hrópað að
hún hefði misst átta böm og fylgdu
þær upplýsingar þegar franska
fréttastofan AFP sendi myndina
um heim allan.
Konan var nefnd „Madonna frá
Betalha" og varð myndin ásamt
frásögninni um að konan hefði
misst átta börn að tákni fyrir
hryðjuverk og fjöldamorð GIA í
AJsír. Skömmu síðar var myndin
valin blaðaljósmynd ársins hjá
World Press Photo, en 36 þúsund
myndir voru sendar í keppnina.
í febrúar hafði alsírska sjón-
varpið uppi á konunni. Hún heitir
Oum Saad og í Ijós kom að hún
hafði ekki misst börnin sín átta.
Hins vegar höfðu bróðir hennar,
mágkona og frænka verið myrt.
Breytti ekki ákvörðun
dómnefndarinnar
AFP dró frásögnina til baka og
greindi World Press Photo í Am-
sterdam frá því að frásögnin að
baki myndinni stæðist ekki. Þar
var ákveðið að frásögnin um að
konan hefði misst börn sín hefði
ekki ráðið úrslitum um gæði mynd-
arinnar og trúverðugleika. Myndin
fjallaði um það að konan
væri harmi slegin vegna
ofbeldisins í Alsír og þvi
hefði ljósmyndarinn vilj-
að koma á framfæri.
Þar með var málinu
hins vegar ekki lokið því
að Poul Nyrup Rasmus-
sen hafði mörg orð um
mynd Hocines þegar
hann opnaði sýningu
World Press Photo í
0ksnehallen í Kaup-
mannahöfn. Sagði hann
að sorg konunnar yfir því
að hafa misst átta börn
sín hefði breyst í list, sem
væri sambærileg við
helstu klassísku málverkin.
Þá segir Oum Saad að lygasag-
an, sem fylgdi myndinni, hafi eyði-
lagt líf sitt, sem ekki hafi verið auð-
velt fyrir. Börn hennar búa í E1
Harrach, fátækrahverfi í útjaðri
Algeirsborgar. Vegna myndarinnar
hefur herforingjastjórnin í Alsír
sýnt henni sérstakan áhuga og
hjónaband hennar er í molum.