Morgunblaðið - 04.11.1998, Blaðsíða 10
10 MIÐVIKUDAGUR 4. NÓVEMBER 1998
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Margir minnast
franskra fískimanna
Samtök um þjóðareign leggja fram kæru á hendur LÍU
Segja auglýsingar LIU sví
virða vitsmuni íslendinga
ROBERT Cantoni sendiherra
Frakka á íslandi iagði blómsveig
að minnismerki frankra fiski-
manna í kirkjugarðinum við Suð-
urgötu 2. nóvember. Hann sagði í
ávarpi að þeim frönsku ferða-
mönnum fjölgaði ört, sem heim-
sækja þennan grafreit. Um leið
minntist hann nokkurra atburða á
sl. ári, sem bera merki um varan-
leg tengsl milli Frakka og Islend-
inga gegnum fiskveiðar Frakka
hér við land um langt skeið og
minningu vísindamannsins dr.
Charots, sem fórst hér við land.
Minnismerkið í kirkjugarðin-
um við Suðurgötu var reist 1952
af íslendingum til minningar um
hin miklu samskipti við frönsku
fiskimennina sem komu hér í
áratugi á skútum til þorskveiða
og margir sneru ekki aftur. Eitt
hornið á kirkjugarðinum í
Reykjavík var þakið Ieiðum
franskra fiskimanna. Þegar tré-
krossarnir fóru að týna tölunni
var þeim safnað saman og minn-
ismerki reist.
Frumkvæðið átti fyrsti forseti
Islands, Sveinn Björnsson. Lét
hann í ljós ósk þar að lútandi við
rikisstjórnina 1951. Og stjórnin
tók vel í eina af síðustu óskum
þessa fyrsta forseta okkar.
Minnismerkið er há granítsúla
með áletruðum upphafsorðum
hinnar frægu skáldsögu Pierres
Lotis Pecheur d’Islande á ís-
lensku öðrum megin og á
frönsku hinum megin, einnig
hugmynd Sveins Björnssonar
forseta. I steininn er ennfremur
klöppuð áletrun um að þetta
minnismerki sé reist af Islend-
ingum sem vináttu- og virðing-
arvottur við Frakka.
Robert Canotti sendiherra
heiðrar árlega minningu
franskra sjómanna sem hvfla í
Suðurgötukirkjugarði, að við-
stöddum gestum og voru nú við-
staddir m.a. fulltrúi utanríkis-
ráðuneytisins, Sigríður Snæv-
arr, og borgarstjórinn f Reykja-
vík, Ingibjörg Sólrún Gísladótt-
ir.
Á AÐALFUNDI Samtaka um
þjóðareign, sem haldinn var á
mánudaginn, var m.a. lögð fram
kæra til Samkeppnisstofnunar á
hendur Landssambandi íslenskra
útvegsmanna vegna meintra brota
á 20.-22. grein laga um samkeppn-
ismál. I greinargerð Samtaka um
þjóðareign kemur fram að í haust
hafi LIU hafið auglýsingaherferð í
Morgunblaðinu til stuðnings sjón-
armiðum sínum.
„Einkenni þessara auglýsinga
er að þeim er gefið yfirbragð
fræðslu en í stað fræðslu um tölu-
legar staðreyndir er beitt ómerki-
legustu og lágkúrulegustu auglýs-
ingablekkingum þar sem myndir
eru látnar draga huga lesandans
að einu viðfangsefni en textinn að
öðru. Með öðrum orðum er mynd-
blekking notuð til hins ýtrasta. í
þeirri auglýsingu sem hér um
ræðir er þeirri aðferð beitt að
reyna telja almenningi trú um, að
uppgangur síðustu ára og kaup-
máttaraukning séu frá sjávarút-
veginum runnin,“ segir í greinar-
gerðinni.
Tileinka sér rök úr
blaðagreinum
Stjórn Samtaka um þjóðareign
tileinkar sér þau rök sem fram
koma í þremur blaðagreinum eftir
Jón Sigurðsson fyrrverandi fram-
kvæmdastjóra, Einar Júlíusson
eðlisfræðing og Þorvald Gylfason
hagfræðiprófessor. Blaðagreinarn-
ar birtust í Morgunblaðinu í sept-
ember til nóvember 1998. I grein
Þoi’valdar kemur fram að sjávarút-
vegurinn leggi landsmönnum til
eina krónu af sex í stað sjö af
hverjum tíu eins og segir í auglýs-
ingu LIU.
í gi-ein Einars Júlíussonar
kemur fram rökstuðningur fyrir
því að fimm staðhæfingar LIU,
sem birtust í auglýsingum þess,
séu rangfærslur og í grein Jóns
Sigurðssonar vekur höfundur at-
hygli á því „hvernig talsmenn
gildandi fyrirkomulags reyna að
láta það jákvæða, sem hægt er að
halda fram um kvótasetninguna
breiða jákvæða dulu yfir hina
skaðlegu kvótaúthlutun með því
að tala sífellt um kvótakerfi, eins
og það sé eitt og allt gott og ár-
angursríkt.“
Segja Samtök um þjóðareign að
auglýsingar Landssambandi ís-
lenskra útvegsmanna séu svívirða
við vitsmuni íslendinga og segjast
jafnframt vænta þess að Sam-
keppnisráð stöðvi „þennan ósóma
og blekkingarvef þegar með lög-
mæltum ráðum.“
Morgunblaðið/Árni Sæberg
SENDIIIERRA Frakka, Robert Cautoni, leggur blómsveig að minnismerkinu um franska fiskimenn í Suðurgötukirkjugarði.
Fangelsi
vegna alvar-
legs slyss
TUTTUGU og þriggja ára gamall
Keflvíkingur hefur verið dæmdur í
tveggja mánaða skilorðsbundið
fangelsi og þriggja ára ökuleyfis-
sviptingu fyrir að hafa valdið alvar-
legu slysi með gáleysislegum akstri.
Slysið átti sér stað á Reykjanes-
braut 31. mars 1997 þegar ákærði
ók bifreið sinni á slitnum sumar-
hjólbörðum í hálku á 90 km hraða
þar sem hámarkshraði er 70 km á
klst. Ákærði missti stjórn á bifreið
sinni þannig að hún fór yfir á öfug-
an vegarhelming og lenti á bifreið
sem kom úr gagnstæðri átt. I bif-
reiðinni var þriggja manna fjöl-
skylda sem slasaðist alvarlega.
F oreldrarnir hlutu innvortis
meiðsl, fjölmörg beinbrot og öku-
maðurinn varanlega biindu á hægra
auga. Sex ára sonur þeirra, sem sat
í barnabílstól í aftursæti, slasaðist
einnig illa, hlaut m.a. höfuðkúpu-
brot og áverka á heila, sem olli
spastískri lömun á vinstri útlimum
auk misþroskaeinkenna. Þá hlaut
farþegi í aftursæti bifreiðar ákærða
brot á bringubeini og innvortis
blæðingar.
Dómurinn var kveðinn upp af
Jónasi Jóhannssyni héraðsdómara
við Héraðsdóm Reykjaness.
Frestur krókabáta runninn út áður en lög tóku gildi
Hæstiréttur fellir úr-
skurð ráðuneytis úr gildi
AÐ KRÖFU útgerðarmannsins felldi
Hæstiréttur á fimmtudag úr gildi úr-
skurð sjávarútvegsráðuneytisins um
að krókabáturinn Þorgrímur SK 26
skuli stunda veiðar með þorskaflahá-
marki fiskveiðiárið 1996-1997. Taldi
Hæstiréttur að lög sem sjávarút-
vegsráðuneytið byggði á hefðu ekki
tekið gildi með réttum hætti.
Var erlendis
Málavextir voru þeir að með bréfi
Fiskistofu, dags. 10. júní 1996, var
Antoni Jónssyni útgerðarmanni til-
kynnt að 5. þess mánaðar hefðu á
Alþingi verið samþykkt lög um
breytingu á lögum nr. 38/1990, um
stjórn fiskveiða, með síðari breyt-
ingum. Þar væri kveðið á um, að frá
og með því fiskveiðiári, sem hæfist
1. september 1996, skyldu útgerðar-
menn svokallaðra krókabáta velja
milli þess að stunda veiðar með
„þorskaflahámarki" og þess að
stunda veiðar í tiltekinn fjölda sókn-
ardaga. Bæri að tilkynna Fiskistofu
skriflega fyrir 1. júlí 1996 hvort
þessara veiðikerfa þeir veldu, að
öðrum kosti yrði bátnum ákvarðað
þorskaflahámark og væri sú
ákvörðun bindandi til frambúðar.
Anton kvaðst hafa verið erlendis
þegar bréfið barst og gat ekki skil-
að inn svari á þá lund að hann kysi
sóknardagakerfi íyrr en of seint.
Bréf hans var móttekið af Fiski-
stofu 4. júlí 1996 og var ekki tekið
til greina. Staðfesti sjávarútvegs-
ráðuneytið ákvörðun Fiskistofu.
Hinn 19. júni 1996 voru lög nr.
105/1996 um breytingu á lögum nr.
38/1990 um stjórn fiskveiða, með síð-
ari breytingum, staðfest af forseta
íslands. Þar segir í 8. gr. að lögin
öðlist gildi 1. september 1996, nema
ákvæði 2. gr. sem öðlist þegar gildi.
Lögin eru birt í Stjómartíðindum 27.
júní 1996. í 2. mgr. 3. gr. laga nr.
105/1996 segir m.a.: „Krókabátum
gefst frá og með fiskveiðiári því sem
hefst 1. september 1996 kostur á að
velja milli þess að stunda veiðar með
þorskaflahámarki skv. 4.-5. mgr. og
þess að stunda veiðar tiltekinn fjölda
sóknardaga eftir annarri hvorri
þeirri aðferð sem nánar er lýst í
6.-10. mgr. Eigandi krókabáts skal
tilkynna Fiskistofu um val sitt fyrir
1. júlí 1996. ... Velji eigandi króka-
báts ekki fyrir tilskilinn tíma skal
bátur stunda veiðar á þorskaflahá-
marki. ...“ 8. gr. sömu laga er
svohljóðandi: „Lög þessi öðlast gildi
1. september 1996, nema 2. gr. sem
öðlast þegar gildi.“ (2. gr. er
svohljóðandi: „Við 2. málsl. 2. mgr. 5.
gr. laganna bætist: nema bátur komi
í stað báts sem hefur verið dæmdur
óbætandi vegnasjótjóns") Eftir orð-
anna hljóðan var því ekki samræmi
milli 8. gr. laganna um gildistöku
þeirra og 2. mgr. 3. gr. laganna um
að eigandi krókabáts skyldi tilkynna
val sitt fyrir 1. júlí 1996.
í 7. gr. laga nr. 64/1943 um birt-
ingu laga og stjórnvaldserinda seg-
ir: „Fyrirmælum, er felast í lögum
... má eigi beita, fyrr en birting sam-
kvæmt 1. og 2. gr. laga þessara hef-
ur farið fram ... Birt fyrirmæli skulu
binda alla frá og með 1. degi þess
mánaðar, er liðnir eru 3 almanaks-
mánuðir hið skemmsta frá útgáfu-
degi þess blaðs Stjórnartíðinda, er
fyrirmælin voru birt, nema þau
geymi aðrar ákvarðanir um gildis-
töku sína.“
Héraðsdómur Reykjavíkur (Páll
Þorsteinsson héraðsdómari) féllst á
það með íslenska ríkinu að skilja
bæri orðalag 2. mgr. 3. gr. laga nr.
105/1996 þannig, að ákvæðið hefði
tekið gildi við birtingu laganna 27.
júní 1996, því að öðrum kosti væru
þau marklaus. Frá og með 27. júní
til 1. júlí 1996 eru fjórir dagar. Þótt
frestur fyrir málshöfðanda til að til-
kynna um val sitt hafi þannig að
sönnu verið naumur, yrði umdeild-
um stjórnvaldsúrskurði ekki hnekkt
á þeirri forsendu. Vera hans erlend-
is 10. júní til 1. júlí 1996 gæti ekki
haggað þeirri ályktun.
tírskurður ógiltur
Hæstiréttur var á öðru máli.
Sagði hann lögin nr. 105/1996 sem
birt voru 27. júní 1996 hafa tekið
gildi samkvæmt orðum sínum 1.
september 1996, sbr. 7. gr. laga nr.
64/1943. Ekki væri unnt að fallast á
að frestur í lögunum sem rann út
áður en þau tóku gildi gæti haft
réttaráhrif með þeim hætti sem
segði í úrskurði sjávarútvegsráðu-
neytisins. Var hann því ógiltur. Var
íslenska ríkið dæmt til að greiða
Antoni 250.000 kr. í málskostnað
fyrir héraði og fyrir Hæstarétti.
Ekki var hins vegar fallist á
skaðabótakröfu Antons, þótti hún
vanreifuð og var henni vísað frá
héraðsdómi.
Málið fluttu Kristján Stefánsson
hrl. af hálfu Antons Jónssonar og
Einar Karl Hallvarðsson hrl. fyrir
hönd íslenska ríkisins.