Morgunblaðið - 04.11.1998, Blaðsíða 28
28 MIÐVIKUDAGUR 4. NÓVEMBER 1998
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ
Nýjar bækur
Nýtt smásagnasafn
eftir Þórarin Eldjárn
• SÉRÐU það sem ég
sé er smásagnasafn
eftir Þórarin Eldjárn.
Sögurnar í bókinni
eru tólf talsins, ólíkar
að efni og stíl, en allar
bera þaer skýr ein-
kenni höfundar síns.
Þórarinn kemur víða
við í sögunum og segir
m.a. frá hremmingum
íslenskra ungmenna í
París, afdrifaríkum
feluleik bama, deilum
jurtasafnara og fugla-
skoðara, magnaðri níð-
stöng og vandamálum Þórarinn
við skráningu ömefna Eldjárn
á landnámsjörðum, svo
fátt eitt sé nefnt.
I kynningu segir: „I þessari nýju
bók Þórarins njóta sín til fulls öll
helstu og bestu höfundareinkenni
hans; hnitmiðaður stíll og leikni
með íslenskt mál, einstök frásagn-
argáfa og ísmeygilegur húmor sem
oft á tíðum reynist egghvass þegar
betur er að gáð.“
Ennfremur segir:
„Strax með íyrsta smá-
sagnasafni sínu, Ofsög-
um sagt, sem út kom
1981 gat Þórarinn sér
mjög gott orð sem smá-
sagnahöfundur og hafa
margar af eldri sögum
hans notið mikilla vin-
sælda og sumar þeirra
verið kvikmyndaðar.
Þórarni hafa hlotn-
ast ýmsar viðurkenn-
ingar fyrir ritverk sín
og á þessu ári var
skáldsaga hans,
Brotahöfuð, í hópi sex
evrópskra skáldverka
sem tilnefnd voru til Aristeion-
bókmenntaverðlaunanna. Verður
hún gefin út í Bretlandi og Finn-
landi innan skamms.
Útgefandi er Vaka-Helgafell.
Bókin er 150 bls., prentuð í Odda
hf. Sigrún Eldjárn hannaði bókar-
kápu. Verð: 3.980 kr.
Sýningar í Lista-
safni Arnesinga
Selfoss. Morgtinblaðiö.
UM HELGINA voru
opnaðar tvær listsýn-
ingar í Listasafni Ar-
nessýslu á Selfossi,
höggmyndasýning
Guðjóns og hand-
verkssýning sem er
samsýning fjölda
kvenna. Fjölmargir
sóttu opnunina og
var mikið um að vera,
Ijóðalestur, tónlistar-
flutningur og kræs-
ingar á boðstólum.
Handverkið
á Netið
Handverkskonur
sýndu afurðir sínar
á annarri hæð Lista- .. Morgunblaðið/Sig. Fannar.
safnsins og þar var FJOLMARGIR sóttu opnunina í Listasafni Ar-
m.a kynnt nýstár- nesinga um
legt verkefni sem
má fínna á Netinu
undir nafninu „A design“. A design
var stofnað á útmánuðum 1998 af
þremur konum til að kynna vandað
handverk, hönnun og gæðahráefni
á alnetinu. Að sögn aðstandenda þá
eru á Islandi margir úrvals hand-
verksmenn og hönnuðir og er það
hugsjón þeirra að kynna þessa
framleiðendur á alnetinu þar sem
allur heimurinn er eitt verslunar-
svæði. Verkefnið verður kynnt á
samhliða sýningunni sem stendur
til 8. nóv.
helgina, þar var m.a. boðið upp á
ljóðalestur.
beiti þessari aðferð við myndimar
mínar. Þetta eru því alvöru högg-
myndir, sem ég geri,“ sagði lista-
maðurinn í stuttu spjalli við opnun
sýningarinnar.
TONLIST
Múlimi á Sóloni
íslandusi
SVEIFLUDJASS
Höggmyndir að vestan
Guðjón Stefán Kristinsson heldur
höggmyndasýningu á fyrstu hæð
Listasafnsins. Hann er fæddur 4.
október 1954 að Seljanesi við Ing-
ólfsfjörð á Ströndum.
„Eg hef teiknað og tálgað frá því
að ég var krakki, ólst upp við að
tálga með hníf og lærði að smíða.
Það blundaði í mér möguleikinn að
gera eitthvað meira í þessu og þegar
ég þurfti að sætta mig við flatlendið
á Suðurlandi byrjaði ég að skera út
ýmsar fígúrur undir leiðsögn Ger-
hards, sem sagði að ég væri
kúnstner og þá hugsaði ég: ... skítt
með það, ég er það bara og hélt
áfram. Eg nota eggjám - axir, hnífa
og sporjám - ég hegg út í orðsins
fyllstu merkingu. Öxin er mitt aðal-
verkfæri. Nota hana til að höggva og
skafa. Þetta er ævagömul vinnuað-
ferð, að nota öxina til að skafa. Öxin
er eldsmíðuð og bítur eins og rak-
hnífur. Hún þarf að bíta svo vel að
maður geti skorið hár með henni.
Líklega er ég sá eini, sem nota öxina
á þennan máta, en þetta er hluti af
verkmenningu á Ströndum. Við
hjuggum t.d. út öll bönd í báta og ég
Sveifluvaktin ásamt Birni R. Einars-
syni á básúnu. Sigurður Flosason
altósaxafón, Gunnar Gunnarsson pí-
anó, Tómas R. Einarsson bassa og
Guðmundur R. Einarsson trommur.
Aðallega verk eftir Johnny Hodges
og Duke Ellington. Sunnudags-
kvöldið 1. nóvember 1998.
SAGA djassins á íslandi er ekki
löng og fyrsta íslenska djasshljóm-
sveitin sem eingöngu var skipuð
Islendingum hóf að leika í Lista-
mannaskálanum í desember 1945.
Það var hljómsveit Björns R. Ein-
arssonar og á trommumar Guð-
mundur bróðir hans. Nærri fimm-
tíuogþremur áram síðar hittast
þeir bræður í Múlanum og leika
djass af sama krafti og fyrrum, en
nú í félagsskap manna sem gætu
verið synir þeirra. „Það er hálf öld
síðan ég heyrði þá bræður fyrst
saman í Breiðfirðingabúð. Þeim
hefur farið mikið fram síðan,“ sagði
einn gestana á Múlanum á sunnu-
dagskvöld, djassprófessorinn sjálf-
ur Jón Múli Ámason. Og þeir spil-
uðu vel þetta kvöld og það gerðu
ungu mennimir líka. Hin létta
sveifla ríkti, fyrirhafnarlaus og
Balkangaldur
og djassspuni
Dagskrá
um Thor Vil-
hjálmsson á
Súfístanum
DAGSKRÁ um Thor Vil-
hjálmsson verður á Súfistan-
um, Laugavegi 18, á morgun,
fimmtudag,
kl. 20, í til-
efni nýrrar
skáldsögu
Thors,
Morgun-
þula í strá-
um, sem
kemur út
þann dag.
Morgun-
þula í strá-
um er söguleg skáldsaga sem
fjallar um Sturlungaaldarhöfð-
ingjann Sturlu Sighvatsson og
aðdraganda og eftirmála Róm-
arferðar hans.
Gísli Sigurðsson íslensku-
fræðingur fjallar um Thor og
spjallar við hann um bókina.
Þá mun Thor lesa úr bókinni.
Námskeið
í listmeðferð
fyrir konur
AÐALHEIÐUR Elva Jóns-
dóttir heldur tvö námskeið í
listmeðferð fyrir konur sem
hefjast laugardaginn 7. nóvem-
ber. Námskeiðin verða haldin á
Smiðjuvegi 4 í Kópavogi.
Listmeðferðarfræði er tækni
þar sem notast er við sköpun. í
meðferðinni eru gefnir mögu-
leikar á að tjá sig; í tvívíðan flöt,
mála á pappír eða í þrívídd, t.d.
í leir. Öll verkefnin miðast að
sjálfsstyrkingu.
Aukasýning- á
Heimi Guðríðar
í ÁR eru liðin 400 ár frá fæð-
ingu Guðríðar Símonardóttur,
eiginkonu Hallgríms Péturs-
sonar. Af því tilefni verður ein
aukasýning á leikritinu Heimur
Guðríðar eftir Steinunni Jó-
hannesdóttur, í Langholts-
kirkju sunnudaginn 8. nóvem-
ber kl. 20.30.
í helstu hlutverkum eru
Margrét Guðmundsdóttir,
Helga Elínborg Jónsdóttir og
Þröstur Leó Gunnarsson. Höf-
undur er leikstjóri sýningar-
innar.
TONLIST
Lol'tkastalinn
HEIMSDJASS
Panchora flutti frumsamda tónlist
með balkansk/arabísku þjóðlagaívafi.
Chris Speed klarinett, Brad Shepik
quatro og saz, Skúli Sverrisson raf-
bassa og Jim Blake trommur,
dumbek og ýmis ásláttarhljóðfæri. A
undan lék íslenski hljóðmúrinn: Ósk-
ar Guðjónsson og Jóhann Jóhanns-
son. Loftkastalinn fimmtudags-
kvöldið 29. október 1998.
TRÚLEGA vissu fæstir íslend-
ingar deili á hljómsveitinni Pachora
fyrir nokkrum vikum, þó hún sé
nokkuð þekkt í Bandaríkjunum.
Þegar fréttist að von væri á sveitinni
til landsins kviknaði ljós hjá mörgum
því bassaleikari sveitarinnar er eng-
inn annar en Skúli Sverrisson raf-
bassameistari, sem stundum hefur
verið titlaður af amerískum sem „the
most famous Icelandic musician this
side of Bjork.“ Á klarinettu leikur
Chris Speed og Jim Black á tromm-
ur, dumbek og slagverk. Þeir tví-
menningar hafa margoft heimsótt
Island og leikið hér með Skúla og
Hilmari Jenssyni. Fjórði maðurinn í
hljómsveitinni er Brad Shepik, sem
leikur á heimasmíðaðan níu strengja
portúgalskan gítar, quati’o, er hann
keypti fyrir sjötíu dollara hjá veð-
mangai’a og í tveimur lögum lék
hann á rafmagnaðan tyrkneskan gít-
ar, saz.
Þegar nöfn Skúla, Chris og Jim
Blacks eru nefnd dettur mönnum
fyrst í hug frjálsdjass af þyngri gerð,
en þetta eru ákaflega fjölhæfir hljóð-
færaleikarar og hafa marga strengi í
hörpu sinni. Tónlistinn sem Pachora
leikur er byggð á samruna djass,
balkneskrar tónlistar, klezmer (tón-
list austurevrópskra gyðinga), svoog
tyrkneskrar og norðurafrískrar al-
þýðutónlistar. Búlgörsk áhrif eru
sterk, en flestir þekkja nokkuð til
búlgarskra þjóðlaga sem farið hafa
sigurför um heiminn á síðari árum.
ekki síður en klezmertónlistin, sem
einna fyrst mátti heyra í djassi hjá
Ziggy Elman er blés í trompet með
Benny Goodman.
Við höfum í tvígang fengið í heim-
sókn dönsku hljómsveitina Bazaar,
sem byggir tónlist sína á djassi og
balkönskum þjóðlögum, og hafa þeir
svo sannarlega slegið í gegn hérlend-
is, enda fellur balkönsk tónlist vel að
djassi, uppfull af rýþmískri spennu
og framandi skölum. Ekki var hrifn-
ingin minni á tónleikum Pachora í
Loftkastalanum og héldu þeir félag-
ar áheyrendum í greip sinni frá
fyrsta til síðasta tóns.
Áður en Pachora steig á svið léku
Óskar Guðjónsson og Jóhann Jó-
hannsson verk er þeir hafa samið.
Jóhann reisti með hljóðgervlum sín-
um ti’uflaðan hljóðmúr hvar úr
hljómuðu hin óiíkustu stef, meirað
segja kveðandi, sem mér heyrðist
framinn af allsherjargoðanum sæla.
Óskar spann með í beina tenórsaxinn
loftkennt. Þetta segir maður inter-
essant að viðstöddum höfundum.
Pachora keyrði beint í balkanskt
þjóðlag og á eftir fylgdu ópusar eft-
ir Chris Speed í sama stíl. Fæst af
verkunum var kynnt, en grísk og
arabískt þjóðlög fylgdu í bland við
frumsamið efni þeirra félaga. Jim
Black er einstakur trommari og hin-
ar aðskiljanlegustu takttegundir
léku í höndum hans. Hann býr yfir
þeim frumkrafti sem einkennir leik
hinna búlgörsku meistara einsog
Ivo Papasov og Nikola Jankov að
ógleymdum kvennakórnum frá Soff-
íu. Afturá móti finnst mér klar-
inetttónn Chris Speed há honum
nokkuð, einsog flestum djassklar-
inettuleikurum nýrri tíma. Hann er
af þeirri kynslóð er notar Boehm
fingrasetninguna, en Búlgararnir
einsog gömlu New Orleans klar-
inettleikararnir, nota Albertkerfið,
sem gefur meiri möguleika á sér-
stæðari og persónulegri tón. Þó
sótti Chris í sig veðrið er leið á tón-
leikana og tónninn fjarlægðist hinn
klassíska kaldranaleika. Skúli
Sverrisson er í hópi fremstu raf-
bassaleikara um þessar mundir og
inngangskaflar hans að ýmsum
ópusum á þessu tónleikum voru
firnavel spilaðir, leiftrandi af ljóð-
rænni fegurð sem braut upp ein-
hæfni balkanskalanna. Hann var
jafn sterkur í rýþmanum og er hann
lék samstíga með klarinetti og gít-
ari. Brad Shepik er vel heima í
þessari tegund tónlistar og undra-
maður á sín hljóðfæri, þó fannst
mér hvorki hann né Chris njóta sín
jafn vel og Skúli og Jim. Þeir voru í
því hlutverki að bera uppi balkan-
ismann sem batt þá meira. Inná
milli voru frjálslegri spunakaflar og
án þeirra hefðu tónleikarnir ekki
náð þeirri hæð er þeir gerðu.
Vernharður Linnet
Thor
Vilhjálrasson
Djassleikarar
í hálfa öld
glöð, einsog vera ber þegar guð-
spjallamaður kvöldsins er sjálfur
Johnny Hodges.
Sigurður Flosason getur verið
mikið kameljón í tónsköpun sinni -
og er það vel. Hann er alvarlegur
og einbeittur er hann flytur eigin
verk með New York lituðum bí-
boppsveitum sínum einsog heyra
má á ágætum geisladiskum hans.
Hann er líka alvarlegur þegar
hann setur saman tónleikaskrár
með tónverkum manna á borð við
John Coltrane og Wayne Shorter,
svo er hann allt í einu kominn útí
fönk og fjör a la Lou Donaldson.
Þetta kvöld var það Johnny Hod-
ges, einhver mesti altósaxófón-
meistari djasssögunnar ásamt
Charlie Parker, sem gaf tóninn.
Verkin sem Sveifluvaktin spilaði
vora flest eftir hann eða manninn
sem hann lék með mestalla ævina:
Duke Ellington. Sigurði tókst að
ná hinni léttu sveiflu Hodges í leik
sínum og er það ekki svo lítið af-
rek. Sigurður hefur alla tíð verið
mikill ballöðutúlkandi, en á stund-
um átt erfitt að hemja sig í hraðara
tempói og þá kviknar hin klassíska
sveifla ekki. En hér kviknaði hún
og ekki spillti rýþmasveitin fyrir
með Guðmund R. Einarsson við
trommurnar. Var einsog Big Sid
væri stundum nálægur í anda.
Bjöm R. Einarsson lék af mikilli
list þetta kvöld. Tónninn er mjúkur
og þýður og hann blæs ekki marg-
ar nótur frekar en Lawrence
Brown, vopnabróðir Hodges í
gegnum tíðina. En hann hefur til-
finningu fyrir sveiflunni.
Klassískur svíngblús var fyrstur
á dagskrá Everybody Knows sem
fyrst heyrðist á Impuls skífu Hod-
ges frá 1964: Everybody Knows
Johnny Hodges og þaðan var líka
Papa Knows ættað - undir sóló
Sigurðar blés Björn einfalt riff og
þá list léku hann og Sigurður oft
þetta kvöld. Þá fyigdu Ell-
ington/Hodges ópusar einsog þeir
sem kenndir eru við eitt viðurnefna
Hodges - Jeep: The Jeep is Jump-
in og Jeep’s Blues frá 1938. Þeir fé-
lagar blésu Don’t Get Around
Much Anymore og Björn blés ein-
leiksnúmer: Do Nothin Till You
Hear From Me og Sigurður Day
Dream sem Strayhom samdi fyrir
Hodges. Firnafögur túlkun. Svo
hljómuðu standardar: All Of Me og
On The Sunny Side Of The Street
sem Hodges blés með Ellington
bandinu, en síðustu þrjú lög
kvöldsins voru af öðru sauðahúsi.
Basin Street Blues og I Found A
New Baby eftir Spencer Williams
og My Blue Heaven og þá vék hin
sjálfsprottna Hodges sveifla fyrir
annarri eldri og dálítið stífari og
Gunnar Gunnarsson brá fyrir sig
skálmi á píanóið - en fáir íslenskir
píanistar skálma betur en Gunnar.
Hjá Tómasi gekk bassinn kröftug-
lega með girnisstrengi einsog
gömlu mennimir notuðu.
Þeir fimmmenningar vora sem
einn maður allt kvöldið og hvers
getur maður óskað sér betra? Von-
andi fáum við meira að heyra frá
Sveifluvaktinni með ýmsa eldri
djassleikara sem gesti og ansi er
ég hræddur um að þessir tónleikar
hafi farið framhjá mörgum sem
hefðu síst viljað af þeim missa, því
hér var listilega boðið uppá lifandi
menningarsögu.
Vernharður Linnet