Morgunblaðið - 04.11.1998, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 04.11.1998, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ HJÁLMAR FILIPP HAFLIÐASON + Hjálmar Filipp Hafliðason fæddist í Álftafirði við ísafjarðardjúp 31. ágúst 1919. Hann lést í svefni á heimili sínu Ból- staðarhlíð 41 í Reykjavík 26. október síðast- liðinn. Foreldrar hans voru þau Hafliði Hjálmar Hjálmarsson, f. 11.6. 1887, og Sig- urlaug Hannesdótt- ir, ættuð úr Skagafirði. Sigurlaug átti fyrir einn son, Martein L. Sívertsen, f. 10.11. 1912, og þau Hafliði og Sigurlaug tóku í fóstur Fann- eyju Jónsdóttur, f. 8.8. 1925, d. 1988. Hjálmar ólst upp hjá foreldr- um sínum ásamt fóstursystkin- um á bænum Minni-Hattardal í Álftafirði. Árið 1939 flutti Hjálmar þaðan til Siglufjarðar og gekk þar í iðnskóla en flutti til Reykjavíkur árið 1941, lauk þar námi í iðnskóla og var við iðnnám á bifreiðaverkstæði Eg- ils Vilhjálmssonar. Hann lauk sveinsprófi í bifreiðasmíði um 1942, og vann síðan í iðninni hjá Agli Vilhjálmssyni til 1957, síð- ast sem verkstjóri. Það ár stofnaði hann ásamt öðrum bif- reiðaverkstæðið Múla, en árið 1967 hætti hann í bifreiða- smíðaiðninni, og hóf störf við fyrirtækið Plastprent, sem síð- ar varð Plastos. Þar gegndi hann störfum framkvæmda- stjóra þar til árið 1993 er hann hætti vegna aldurs. Hjálmar kvæntist 25. september 1948 Ólöfu Björnsdóttur frá Kirkjubæ í Vest- mannaeyjum. Ólöf dó 30. maí 1994. Þau eignuðust eina dóttur, Sigríði, sem fæddist 5. janúar 1950. Börn hennar eru Svanhvít Friðriksdóttir og Hjálmar Friðriks- son. Hjálmar starfaði alla tíð mikið að félagsmálum, einkanlega fyrir félag bifreiðasmiða. Hann var þar árum saman í stjórn félags- ins og teiknaði félagsfána bif- reiðasmiða. Þá var hann líka í stjórn myntsafnarafélagsins og síðustu árin í stjórn samtaka aldraðra, svo og formaður hús- félagsins í Bólstaðarhlíð 41. Náttúruskoðun, útivist, íjall- göngur, ættfræði og myndlist voru alla tíð meðal áhugamála Hjálmars. Hann hafði lengst af fengist við að teikna og mála í frístundum, en eftir sextugt fór hann í auknum mæli að fást við listmálun. Meðal kennara hans í listmálun var Benedikt Gunn- arsson. Hjálmar hefur haldið margar sýningar á verkum sín- um, m.a. í Eden í Hveragerði, í Þrastarlundi og nú síðastliðið sumar í Stöðiakoti í Reykjavík. Útför Hjálmars fór fram í kyrrþey að viðstöddum nánustu ættingjum og vinum í Fossvog- skapellu mánudaginn 2. nóvem- ber. Árið 1917, 1918 og 1919 komum við þrír strákar í þennan heim, í Ön- undarfirði, ísafirði og Álftafirði og allir hlutum við nafnið Hjálmar, skírðir í höfuðið á afa okkar Hjálmars Hafliðasonar. Nú er sá yngsti okkar látinn og við tveir sem eftir lifum viljum minnast með þakklæti samfylgdar, tryggðar og vinsemdar frænda okkar og nafna frá Álftafirði. Þótt vegir okkar hafi Iegið til ýmissa átta bæði hér á Iandi og erlendis, þá hafa ættartengslin átt sinn ríka þátt í því að við höfum líka tengst vináttuböndum, sem hafa eflst með aldrinum. Æviferill Hjálmars Filipps Hafliðasonar, sem rakinn hefur ver- ið hér að framan, ber þess órækan vott að flest hefur þessum frænda okkar verið vel til lista lagt. Hann var viðurkenndur frábær smiður, laghentur og verkhygginn í sinni iðngrein. Isafjarðar-Hjálmar minn- ist þess hversu vel honum tókst að breyta frumgerð af löngum Land- Rover í frábæran ferðabíl með svefnaðstöðu í fjallaferðum. Þá minnist Isafjarðar-Hjálmar ávallt þess furðulega fyrirbæris, þegar hann á fjallgöngu frá ísafirði uppi á oddhvassri fjallsegg á milli Isafjarð- ar og Álftafjarðar allsendis óvænt mætti Hjálmari nafna og frænda frá Minni-Hattardal. Báðir höfðum við frændur áhuga á nátturuskoðun og fjallgöngum, en að við skyldum hitt- ast þarna án þess að hafa talað sam- an um það fyrirfram, á sama stað á sama tíma á sama degi - það hefðu einhvern tímann verið taldir galdr- ar. Önundarfjarðar-Hjálmar minnist einkanlega ánægjulegs samstarfs við Álftafjarðar-Hjálmar við úr- vinnslu og einkaútgáfu fyi-ir fjöl- skylduna á æviminningabók Hjálmars Hafliðasonar afa okkar, en hann var bæði sérlega vel ritfær og ágætlega hagmæltur. Þar er saman tekinn mikill fróðleikur um búskap þeirra hjóna, Hjálmars afa og ömmu okkar Arndísar Maríu Sigurðardóttur á Fremri-Bakka í Langadal, afdal við botn ísafjarðar- djúps. Þau hættu búskap 1918 og fluttu til ísafjarðar. Þau eignuðust sjö börn og meðal afkomenda þeirra eru margir fleiri auk okkar þriggja, sem hlutu nafn Hjálmars afa. Þá minnist Önundarfjarðar- Hjálmar ánægjulegrar ferðar, sem hann fór með Hjálmari Filipp til ísafjarðar sumarið 1997 og þaðan á æskustöðvar hans í Hattardal. Þar tók hann margar myndir og naut greinilega þessarar ferðar. í þessari ferð hittu þeir nafnarnir líka Hjálm- ar Sigurðsson, sonarson Hjálmars Hafliðasonar afa okkar allra Hjálmaranna. Hjálmar Filipp Hafliðason hafði eins og að framan sagði ávallt haft ánægju af því í frístundum að fást við að teikna og mála, en á sjötugs- aldri fór hann að stunda málaralist fyrir alvöru. Hann tók þá þátt í námskeiðum og naut leiðbeiningar viðurkenndra kennara. Hann málaði mest landslagsmyndir og myndir úr bæ og borg, en líka and- litsmyndir. Hin síðari ár einbeitti hann sér einkum að fremur smáum málverkum, og mörg þessara verka bera vott um næma tilfinningu fyrir litum og formi. Ekki er að efa að hann hefði getað afkastað enn meiru á þeirri braut sem listrænir hæfileikar hans gáfu tilefni til, ef hann hefði helgað sig meira þessari listsköpun sinni þegar á unga aldri. Þessar myndir hans seldust vel á þeim sýningum sem hann hélt, og því munu margir áfram njóta listar hans um ókomin ár. Að lokum viljum við tveir nafnar og frændur þakka innilega Hjálmari Filipp fyi'ir alla hans tryggð, alúð og vinsemd á liðnum þeim árum sem við höfum notið samfylgdar hans. Sign'ði dóttur hans og barnabörnunum Svanhvíti og Hjálmari færum við hjartanlegar samúðarkveðjur okkar og fjöl- skyldu okkar. Hjálmar Krisljánsson og Hjálmar R. Bárðarson. Fregnin um andlát Hjálmars Hafliðasonar kom mér á óvart. Mér fannst eins og Hjálmar væri sá klettur, sem alltaf myndi vera til staðar. Gerði mér ekki grein fyrir aldrinum. Nú þegar Hjálmar er farinn MINNINGAR hrannast upp minningar um hann og Lóu móðursystur mína. Fyrstu minningarnar eru frá giftingar- veislu þeirra, þegar allar gosflösk- urnar voiu settar í baðkerið til kæl- ingar og límmiðarnir losnuðu af og flutu ofan á vatninu. í mörg ár fór ég með pabba í laugardagsbað í þessu stóra baðkeri hjá Hjálmari og Lóu. Þá fékk ég líka að leika mér með kubba, sem Hjálmar hafði smíðað. Það var fyrir tíma Lego- kubbanna, en mest gaman var að fara með þeim í Fossvoginn, þar sem þau voru með kálgarð og garðhús. Sérstaklega minnisstæð er Þingvallaferð með foreldrum mínum og Hjálmari og Lóu. Hjálm- ar tók mig með sér í skoðunarferð og var ég ýmist á bakinu eða í fang- inu á honum. Ég var ekkert hrædd- ur. Fannst ég alveg öruggur í hönd- unum á Hjálmari, en eftirá kitlaði mig svolítið í magann. Mörgum ár- um seinna fórum við saman upp í Hengil og einu sinni gengum við á Esjuna. Heimili þeirra Lóu var látlaust og fallegt. Þar voru alla tíð hús- gögn, málverk og borðklukka, sem ég mundi eftir alveg frá brúðkaups- veislunni. Seinna þegar ég kom heim frá námi vann Hjálmar hjá pabba. Hann var forstjóri, sölumað- ur og sendill fyrir Plastpoka hf., sem Plastprent hafði keypt. Hjálmari fórst það vel úr hendi, svo vel að það var sama hversu mikil aukningin var hjá móðurfyrirtæk- inu, Plastprenti. Kúrvan var alltaf aðeins brattari hjá Plastpokum hf. Áður hafði Hjálmar rekið bifreiða- verkstæðið Múla, sem hann átti með öðrum og þar áður starfaði hann hjá Agli Vilhjálmssyni, þar sem hann lærði bifreiðasmíði. Fleiri en einn af fyrri starfsfélögum Hjálmars hafa sagt mér að hann hafi verið einn besti og vandvirkasti réttingamaðurinn hjá Agli. Hjálmar sagði mér að hann hefði hjólað suður, þegar hann flutti til Reykjavíkur, eins og svo margir aðrir góðir menn af Vestfjörðum. Fyrir 25 árum lagði faðir minn grunninn að Plastos hf. ásamt Hjálmari. Ég fékk svo að vinna með Hjálmari, þegar ég var ráðinn sem framleiðslustjóri hjá Plastos, en hann var framkvæmda- og skrif- stofustjóri. Þetta var fyrir tíma tölvunnar hjá smærri fyrirtækjum og álagið mikið á Hjálmari. Állar nótur voru handskrifaðar og mikil vinna við að senda út reikninga hver mánaðamót, þegar við bættist að reikna laun og ganga frá launa- seðlum með tilheyrandi skrif- finnsku fyrir mismunandi stétt- arfélög. Hjálmar var góður starfsfélagi. Saman fórum við í viðskiptaferð til Þýskalands og Færeyja. Það var oft gaman þó alltaf hafi verið á brattann að sækja. Hjálmar lét af störfum hjá Plastos hf., þegar hann varð 74 ára gamall. Ég vissi alltaf að það var mikill styrkur fyrir föður minn að hafa Hjálmar með sér sem meðeiganda, þegar hann byrjaði með nýtt fyrir- tæki sextugur. Ég er samt ekki viss um að ég hafi skilið það alveg fyrr en seinna hversu mikils virði það var að hafa með sér mann sem hægt var að treysta 100% á. Sama hversu mikið blés á móti. Ég þakka Lóu og Hjálmari Formáli minningar- greina ÆSKILEGT er að minningar- gi-einum fylgi á sérblaði upplýs- ingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um for- eldra hans, systkini, maka og börn, skólagöngu og störf og loks hvaðan útför hans fer fram. Ætlast er til að þessar upplýsingar komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletrað- ur, en ekki í greinunum sjálf- um. MIÐVIKUDAGUR 4. NÓVEMBER 1998 45 *. bernskuminningarnar og samstarf- ið með Hjálmari síðar. Sigríði Hjálmarsdóttur, Svan- hvíti og Hjálmari sendi ég mínar samúðaróskir. Missirinn er mikill en gott að hugga sig við svo góðar minningar, sem minningin um Hjálmar er. Sigurður Oddsson. Elskulegur afi minn er látinn. Kvöldið áður borðaði hann hjá okkur og horfði á sjónvarpið. Við höfðum verið að tala um það að fara í leikhús saman eins og við gerðum svo oft. En afi var mikill listunn- andi, hann hafði gaman af að fara á málverkasýningar, leikhús og allt sem viðkemur listum og menningu. Þegar ég kvaddi afa minn og horfði á eftir honum niður stigann, hefði mig aldrei grunað að hann myndi kveðja þennan heim næstu nótt og ég myndi ekki sjá hann aft- ur. Hann var svo sprækur, keyrði allra sinna ferða og stundaði hina ýmsu fundi í sambandi við Samtök aldraða. Það var aðeins vika síðan við sátum á Kjarvalsstöðum og drukkum kaffi. Ég hélt að ég og afi ættum nokkur ár saman ólifuð, því ég átti eftir að spyrja hann um svo margt, til dæmis æskuminningar hans, frá því hann bjó fyrir vestan. Mínar helstu minningar tengjast afa mínum og ömmu. Ég var mikið hjá þeim þegar ég var lítil og fram á unglingsárin. Við vorum mikið saman í litla sumarbústaðnum þeirra, Bakka, upp við Elliðavatn, en þar gat ég dundað mér með þeim tímunum saman. Það var ekki hægt að segja að afi væri latur. Hann byggði sumarbústaðinn sjálf- ur og hélt honum alltaf við. Hann gróðursetti blóm og gerði Bakka litla að algjörri paradís. Ég var mikið hjá afa mínum og ömmu bæði áður en ég fór í skólann á morgnana og svo þegar honum lauk á daginn. Fyrst byrjaði ég að labba til þeirra þegar ég var. í Isaksskóla og beið mín þá alltaf hrísgi-jónagrautur. Afi var mjög gestrisinn og vildi alltaf hafa eitt- hvað gott að bjóða upp á. Það mætti segja að afi minn hefði verið á undan myndbandsupptöku- vélinni, en hann tók upp öll afmæli mín frá eins árs aldri og fram eftir, upp á sérstaka tökuvél. Það var alltaf mikið fjör þegar hann birtist með vélina og allir vildu syngja og segja eitthvað skemmtilegt. Og alltaf var afi þolinmóður við okkur krakkana. Svo þegar tæknin var orðin meiri, lét hann setja öll af- mælin mín á eina spólu, svo ég gæti horft á þau öll saman. Það verður erfitt að halda núna jólin án þín elsku afi minn. Mér fannst jólin aldrei almennilega gengin í garð fyrr en ég kom til þín í rólegheitin á aðfangadagskvöld og heyrði messuna í útvarpinu. Þú hafðir alltaf eldað hangikjöt kvöldið áður fyrir mig því ég borðaði ekki rjúpur, og fékk hangikjöt með rjúpusósu, sem mér fannst algjört lostæti. Og ekki má gleyma kó- koskúlunum úr marsipani sem þú gerðir alltaf öll jól. Þær voru það besta sem ég fékk á jólunum. Amma mín og afi voru alltaf svo hamingjusöm og stóðu alltaf sam- an. Afi hjálpaði ömmu í veikindum hennar allt þangað til að hún dó fyrir fjórum árum. Hann var alltaf svo þolinmóður og aldrei hækkaði hann róminn, þó að amma væri svona veik. Þau virkilega elskuðu hvort annað alla tíð og voru sjálfum sér nóg. Ég sagði alltaf þegar ég var lítil að ég ætlaði að giftast manni eins og afa, og við það ætla ég að reyna að standa. Elsku afi minn, þakka þér fyrir allt sem þú hefur gert fyrir mig. Ég mun sakna þín mikið, en vonandi ertu kominn til ömmu núna og þið hamingjusöm eins og þið voruð alltaf. Svanhvít Friðriksdóttir. In memoriam Látinn er á heimili sínu, Bólstað- arhlíð 41, Reykjavík, Hjálmar Hafliðason framkvæmdastjóri. Eft- ir að hann flutti hingað í húsið hefur hann gegnt starfi hússtjórnarfor- manns af sérstakri samviskusemi, elju og ljúfmennsku sem aldrei bar skugga á. Er hans því sárt saknað af íbúum hér. Góðmennska hans og ljúflyndi var slíkt, að aldrei hall- mælti hann nokkrum manni, bros hans var einlægt og hlýtt, og alltaf til reiðu, ef á hann var yrt. Hann var listamaður góður, málaði fagrar myndir fyrir sýning- ar, innanbæjar og utan, og rithönd hafði hann svo fagra að af bar. Lát hans bar skjótt að og óvænt, því hann kvartaði aldrei, þrátt fyrir margskonar vanheilsu og alvarlega hjartaaaðgerð, með endurhæfingu á Iteykjalundi í nokkra mánuði. Skömmu eftir heimkomuna var hann aftur kominn til starfa og hlífði sér ekki, enda sérstaklega fórnfús og bóngóður að eðlisfari. Við munum minnast hans sem þess ágæta manns sem hann var og biðjum honum blessunar á leiðum andans guðs um geim. Fylgi honum farsæld og friður. Ástvinum hans sendum við ein- lægar samúðarkveðjur. Fyrir hönd íbúa Bólstaðarhlíðar 41, Katrín J. Smári. Persónuleg, alhliða útfararþjónusta. Útfararstofa íslands Suðurhlíð 35 ♦ Sími 581 3300 Allan sólarhringinn. www.utfararstofa.ehf.is/ UTFABARSTOFA OSWALDS síMi 551 3485 ÞJÓNUSTA ALLAN SÓIARHRINGINN ADALSTRÆTI 4B • 101 RKYKJAVÍK LÍ K K1 STUVl NN USTC) FA EYVINDAR ÁRNASONAR UTFARARÞJONUSTAN » Stofnað 1990 Persónuleg þjónusta Sími: 567 9110 & 893 8638 www.utfarir.is utfarir@itn.is J|! ^ Rúnar Geirraundsson Sigurður Rúnarsson útfararstjóri útfararstjóri (
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.