Morgunblaðið - 04.11.1998, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 04.11.1998, Blaðsíða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 4. NÓVEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Öljóst hvaða 1 ög eiga við um Fljótsdalsvirkjun Borgarstjóri um áskorun náttúruverndar- samtaka, listafólks og útivistarfélaga Alþingis og ríkis- stjórnar að ákveða Fljótsdalsvirkjun ÞORSTEINN Hilmarsson, upplýs- ingafulltrúi Landsvirkjunar segir að stjórnvöld þurfí að skera úr um hvort Fljótsdalsvirkjun sé fram- kvæmdaleyfisskyld og hvort litið verði svo á að framkvæmdir séu þegar hafnar við virkjunina. Spuming um það hvort fram- kvæmdir við Fljótsdalsvirkjun gætu hafíst íyrir árslok árið 1999, vaknaði eftir að í ljós kom að bráðabirgðaá- kvæði í lögum um mat á umhverfísá- hrifum yrði gert tímabundið, þannig að allar framkvæmdir, sem gefið hafði verið leyfi fyrir íyrir 1. maí 1994, þurfi að hefjast fyrir árslok 1999 til þess að leyfið falli ekki úr gildi. Fljótsdalsvirkjun hvílir á þessu bráðabirgðaleyfi og ef áðumefndar breytingar yrðu gerðar á því, yrðu framkvæmdir að hefjast við virkjun- ina fyrir fyrmefndan tíma. Þorsteinn Hilmarsson segir að stjórnvöld verði að móta með sér af- stöðu til þess hvort framkvæmdir séu þegar hafnar við Fljótsdals- virkjun eða ekki. „Það er ljóst að framkvæmdir hófust að nokkru marki við Fljótsdalsvirkjun árið 1991, i beinu framhaldi af að virkj- unarleyfi var gefið út. Einkum var um að ræða vega- og gangagerð. Það er túlkunaratriði hvort eigin- legar framkvæmdir séu hafnar eða ekki, og það verða stjómvöld að skera úr um. Nú er þetta frumvarp ------------------ Börn duttu niður um ís NOKKUR börn duttu niður um vakir á ótraustum ísnum á Tjörn- inni í Reykjavík í gær. Einnig var vitað til að karl og kona hefðu fallið niður um vök. Að sögn varðstjóra hjá lögregl- unni í Reykjavík var lögreglan kölluð út í gær vegna barnahóps sem var að leik á ísnum á Tjörn- inni. Vegna hlýinda og sólar var ísinn mjög ótraustur og vakir í honum hér og hvar. Lögregla rak öll börnin af Tjörninni en vitað var um þijú börn sem höfðu farið niður um ísinn. Lögreglan keyrði blautu börn- in heim en ekki var talið að þeim hefði orðið meint af volkinu. ekki komið fram, svo það er spurn- ing hvort sérstaklega verði kveðið á um Fljótsdalsvirkjun, eða hvort al- mennari ákvæði verði látin nægja. Það kann að vera ástæða til þess að löggjafinn gefi skýr skilaboð um þetta mál,“ segir Þorsteinn. Orkukaupandi forsenda allra framkvæmda Að sögn Þorsteins er kaupandi að orkuframleiðslu Fljótsdalsvirkjunar forsenda fyrir því að hægt verði að hefja framkvæmdir, þ.e.a.s. ef öll tilskilin leyfi liggja fyrir. Virkjunin sé svo stór að hún verði ekki hag- kvæm nema hún verði vel nýtt frá upphafi, með sölu til stórs notanda. Nefnd á vegum umhverfisráðu- neytisins hefur til endurskoðunar lög um mat á umhverfisáhrifum frá árinu 1993, vegna breytingar á til- skipun Evrópusambandsins, sem upphaflega skipaði fyrir um að lögin yrðu tekin upp. I máli Elínar Smáradóttur á málþingi um áhrif virkjana sl. helgi kom fram að í vinnutillögu sem nefndin starfaði eftir væri það bráðabirgðaákvæði sem leyfi Fljótsdalsvirkjunar hvílir á, gert tímabundið. I máli Elínar kom einnig fram að þótt virkjunin hefði leyfi Aiþingis þyrfti hún framkvæmdaleyfi við- komandi sveitarstjórnar, vegna nýrra skipulags- og byggingarlaga, sem tóku gildi 1. janúar sl. Þor- steinn sagði að einnig væri álitamál hvort Fljótsdalsvirkjun væri háð nýju skipulags- og byggingarlögun- um, þar sem þau hafi tekið gildi eft- ir að virkjunarleyfi var gefið út. „Leyfi ráðherra fyrir Fljótsdals- virkjun frá 1991 er framkvæmda- leyfi í þeim skilningi að með veit- ingu þess varð heimilt að hefja framkvæmdir, enda hófust þær í kjölfarið. Lög eru sjaldnast aftur- virk og því myndi mig undra ef Fljótsdalsvirkjun þyrfti fram- kvæmdaleyfi viðkomandi sveitar- stjórnar," segir Þorsteinn. í erindi Elínar um helgina kom einnig fram að fallið hefði dómur hjá Evrópudómstólnum, þar sem úr- skurðað var að ákveðin framkvæmd, sem hafði leyfi frá því áður en lög um mat á umhverfisáhrifum tóku gildi, skyldi gangast undir mat á umhveifisáhrifum. INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir borgarstjóri segir að það sé Alþing- is og ríkisstjómarinnar að taka ákvarðanir um Fljótsdalsvirkjun en í síðustu viku skoruðu náttúru- verndarsamtök, útivistarfélög og listafólk á borgarstjóra að beita sér fyrir því að Landsvirkjun framfylgi ábyrgri stefnu í náttúruvemdar- málum. Reykjavíkurborg á 45% hlut í Landsvirkjun og var jafn- framt skorað á fulltrúa borgarinnar í stjórn fyrirtækisins að sjá til þess að fram fari lögformlegt mat á um- hveríisáhrifum virkjunarinnar. „Ég get skilið þessi sjónarmið sem koma fram í þessari áskorun," sagði borgarstjóri. „Hins vegar ht ég svo á varðandi Fljótsdalsvirkjun að það var Alþingi, sem ákvað hana og fól Landsvirkjun að undirbúa virkjun þarna og fara í þær rann- sóknir sem henni tilheyra. Það var ekki Landsvirkjun sem tók það upp hjá sér að gera þetta heldur var það ákvörðun ríkisstjórnar og Alþingis á sínum tíma.“ Borgarstjóri benti á að Lands- virkjun hefði þegar varið um þrem- ur milljörðum króna til verkefnis- ins. „Ég lít svo á að það sé Alþingis og þá ríkisstjórnarinnar að taka ákvörðun um umhverfismat og taka þá afleiðingunum af því en ekki fyrirtækisins," sagði Ingi- björg Sólrún. „Ef maður horfir á þetta út frá venjulegum fyrir- tækjarekstri þá var það ekki í okk- ar þágu sem þessum þremur millj- örðum var veitt í þessar rannsókn- ir. Mér finnst að þeir sem tóku þessa pólitísku ákvörðun og lögðu þetta verkefni á herðar Lands- virkjunar verði að taka póhtíska ákvörðun um framhaldið og axla ábyrgðina á henni.“ Morgunblaðið/Golli Uppsagnir meinatækna á Landspítalanum valda erfíðleikum á mörgum deildum sjúkrahússins Engin sýni verið send frá spítalanum ENGIN sýni höfðu í gær verið send frá Landspítalanum til sjálfstæðra rannsóknarstofa, en vegna upp- sagna meinatækna á spítalanum hefur verið leitað eftir því að þær mæli sýni frá spítalanum. Uppsagn- ir meinatækna á Landspítalanum hafa valdið erfiðleikum á mörgum deildum sjúkrahússins. Af sjálf- stæðum rannsóknarstofum eru Rannsóknarstofan í Mjódd og Rannsóknarstofan í Domus Medica stærstar, en auk þeirra eru tvær litlar sjálfstæðar rannsóknarstofur með takmarkaða þjónustu og litlar rannsóknarstofur eru á heilsu- gæslustöðvum. Guðmundur Ingi Eyjólfsson, læknir á Rannsóknarstofunni í Mjódd, sagði að engin formleg beiðni hefði komið um það frá Landspítalanum að rannsóknarstof- an tæki við sýnum þaðan. Hann sagði að tækjakostur væri til að annast frekari rannsóknir, en hins vegar þyrfti að bæta við starfsfólki ef til þess kæmi. „Ef menn ætla að fara út í svona verða menn að koma og leggja fram einhverja áætlun. Við vinnum ekki svona í lausu lofti,“ sagði Guðmund- ur Ingi. Páll Torfi Önundarson, yfirlæknir á rannsóknarstofum Landspítalans í blóðmeina- og meinefnafræði, sagðist í gær ekki vita til þess að sýni hefðu verið send frá spítalan- um, en sýnum hefði verið komið fyr- ir í frysti og ef ástandið myndi vara einhverja daga til viðbótar þyrfti vafalaust að senda þau sýni annað. Hann sagði að hægt væri að senda sýni sem ekki krefðust bráðra niðurstaðna til rannsókna erlendis ef nauðsyn krefði og það yrði vafalaust gert, en ekki væri hægt að inna af hendi læknisþjón- ustuna hér á landi með þeim hætti. Sjúklingar á gjörgæslu hafa forgang Takmörkun á rannsóknum hefur haft einna mest áhrif varðandi skurðaðgerðir sem þurft hefur að fresta, en aðeins allra brýnustu skurðagerðir eru nú gerðar á Land- spítalanum. Rannsóknir vegna sjúk- linga á gjörgæsludeild hafa haft for- gang og að sögn Hjördísar Smith svæfingalæknis hafa engar seinkan- ir orðið á sýnum frá deildinni. Þórarinn Sveinsson, yfirlæknir á krabbameinsdeild, sagði að unnið væri að því að fá nauðsynlegustu en einfóldustu blóðprufur til þess að geta gefið krabbameinssjúklingum lyf, en það væri þó aðeins til að fleyta sér yfir þá boða sem næstir væru. „Ef við náum því að fá þetta mælt hjá sjúklingum okkar er kannski bráðustu vandræðunum afstýrt. Ég held að við komumst fyrir hom, en það er bara til skamms tíma,“ sagði Þórarinn. Hann sagði að það sem bjargaði málunum á krabbameinsdeildinni að hluta til væri að meginhluti með- ferðarinnar þar færi fram á göngu- deild, og jafnvel þyrfti að reiða sig á að fá þá meðferð á einkastofum. „Það höfum við aldrei þurft að gera áður, en það getur verið að við gætum afstýrt bráðasta vandanum þannig," sagði Þórarinn. „Maður vonast til að þetta mál leysist því þetta verður að leysast, svo einfalt er það. Það er verið að færa þjón- ustuna áratugi aftur í tímann." Halda ekki út öliu lengur Starfandi meinatæknar á rann- sóknardeild Landspítalans sendu frá sér yfirlýsingu í gær þar sem segir að þeir sem unnið hafi síðustu sólarhringa muni ekki halda út öllu lengur og þeir sýni félögum sínum sem standa í eldlínunni fullan stuðn- ing og þeir voni að samið verði nú þegar. Þá segir að þeir meinatækn- ar sem ekki sögðu upp starfi hafi mismunandi ástæður fyrir því, en þeir séu óánægðir með úrvinnslu kjarasamnings og að enn skuli þeirri vinnu ekki vera lokið. „Okkur er annt um vinnustað okkar og þykir sárt að sjá hvernig komið er. Við trúum að stjórn spít- alans leysi þau mál sem snúa að henni við gerð kjarasamningsins. Það sjá og vita allir sem vilja að Landspítalinn er í fjársvelti og að mikill atgervisflótti er úr öllum starfsstéttum sem þar vinna,“ segir í yfirlýsingunni. Meinatæknar á Sjúkrahúsi Reykjavíkur hafa sent frá sér yfir- lýsingu þar sem lýst er fullum stuðningi við launabaráttu meina- tækna á Landspítalanum. Þeir segja að það sé mikill misskilningur ef stjórn Sjúkrahúss Reykjavíkur og ríkisvaldið standi í þeirri trú að meinatæknar á Sjúkrahúsi Reykja- víkur séu ánægðir með sín kjör. Veruleg óánægja sé með laun og ýmsar starfsaðstæður á rannsókna- deild sjúki'ahússins þótt ekki hafi verið farið út í almennar uppsagiiir ennþá. Það sjáist best á því að á síð- astliðnu einu og hálfu ári hafi 15 meinatæknar sagt þar upp störfum og flestir fengið betur launuð störf annars staðar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.