Morgunblaðið - 04.11.1998, Blaðsíða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 4. NÓVEMBER 1998
FRETTIR
MORGUNBLAÐIÐ
FARIÐ þið nú bara að dóla ykkur í áttina að garðinum. Það styttir burðinn fyrir líkmennina.
Deild innan íbúðalánasjóðs verður á Sauðárkróki
Atta til tíu ný störf og
20 milljóna sparnaður
8-10 NÝ störf skapast á Sauðárkróki
þegar hluti af innheimtusviði íbúða-
lánasjóðs tekur þar til starfa. Þetta
er hluti þeirrar starfsemi sem veð-
deild Landsbanka Islands hefur
annast fyrir Húsnæðisstofnun.
Gunnar Björnsson, formaður undir-
búningsnefndar íbúðalánasjóðs,
segir að náðst hafi spamaður upp á
20-25 milljónir kr. með þessari til-
högun.
Náðst hefur samkomulag við Bún-
aðarbankann á Sauðárkróki og þar
með tengsl við Reiknistofu bank-
anna og þá þjónustu sem íbúðalána-
sjóður þarf á að halda varðandi inn-
heimtu á skuldabréfum.
Gunnar segir að deildin fyrir
norðan haldi utan um þessa starf-
semi. „Þetta á ekki að hafa nein
áhrif til hins verra fyrir viðskipta-
vini stofnunarinnar. Stofnunin verð-
ur með upplýsingagjöf á Suður-
landsbraut en fyrir norðan verður
fyrst og fremst unnið að ákveðnu
innra eftirliti og ákveðnum hlutum
sem snúa að innheimtukerfinu. Þar
verða einnig fyrstu útsendingar
varðandi vanskilainnheimtu og ann-
að slíkt,“ segir Gunnar.
Hann segir að það eigi ekki að
hafa í för með sér neinn kostnaðar-
auka fyrir lántakendur að starf-
semin flytjist að hluta til norður á
Sauðárkrók. Þvert á móti hefði
náðst góður samningur sem skilaði
góðum sparnaði inn í kerfið. „Miðað
við þær tölur sem við höfum fyrir
framan okkur spörum við okkur 20-
25 milljónir kr. á ári,“ segir Gunn-
ar.
Einnig er nú stefnt að því að
ganga frá samningum við aðra
banka um hlutverk þeirra í nýja
kerfinu. Þeim er ætlað að fjalla um
lánssamninga, prenta út fasteigna-
verðbréf og afhenda húsbréf á móti
þeim.
„Þetta kemur til með að fara fram
í viðskiptabanka hvers og eins lán-
takanda. Ekki er ljóst hver kostnað-
ur af þessu verður en þó er gengið
út frá því að hann verði ekki hærri
en verið hefur,“ segir Gunnar.
Reiknað er með að þrjú störf
skapist í Búnaðarbankanum á Sauð-
árkróki vegna sarnningsins. 5-7 störf
verða í deild íbúðalánasjóðsins.
Deildin verður til húsa á efstu hæð
Kaupfélags Skagfirðinga á Ártorgi 1.
Samvinnunefnd um
svæðisskipulag
Niðurstaða
auglýst innan
skamms
SAMVINNUNEFND um svæðis-
skipulag Miðhálendis íslands vinnur
um þessar mundir að lokafrágangi
tillögu sinnar að svæðisskipulagi
Miðhálendisins. Að sögn Guðrúnar
Höllu Gunnarsdóttur, ritara nefnd-
arinnar, er verið að ganga frá tillög-
unni.
„Nefndin er að ganga frá ritinu og
kortinu til Skipulagsstofnunar, og
það er búið að svara öllum athuga-
semdum. Nefndin hefur tekið af-
stöðu til athugasemda og sent til
hlutaðeigandi sveitarstjóma, sem
þegar hafa tekið afstöðu til tillögu
nefndarinnar. Nefndin mun innan
skamms auglýsa niðurstöður sínar,“
segir Guðrún Halla. Að því búnu
mun Skipulagsstjóri taka afstöðu til
tillögunnar, og síðan er það hlutverk
ráðherra að staðfesta svæðisskipu-
lagið.
Guðrún Halla sagði að töluverðar
breytingar hafi verið gerðar á tillög-
unni eftir að þær athugasemdir sem
bárust voru felldar inn. Skipunar-
tíma nefndarinnar lýkur 1. desember
nk.
Meistarafélag rafeindavirkja
Hugað að
stofnun sér-
eignarskóla
Birgir Benediktsson
Meistarafélag raf-
eindavirkja stóð
ásamt Félagi raf-
eindavirkja og Ríkisútvarp-
inu á sunnudag fyrir sýn-
ingu uppi á Vatnsenda á
gömlum tækjum og búnaði
sem notuð voru í útvarps-
virkjun en hún varð viður-
kennd iðngrein árið 1928,
tveim árum áður en Ríkis-
útvarpið hóf útsendingar.
Byltingarkenndar breyt-
ingar hafa orðið á starfmu
vegna tækniþróunar og síð-
an frjálsræðis í fjölmiðlun á
níunda áratugnum.
Liðsmenn greinarinnar
þurftu með skömmum fyrir-
vara að laga sig að verkefn-
um í sambandi við sjónvarp,
FM og víðóma sendingar
svo að dæmi séu nefnd. En
mesta breytingin að undan-
förnu er tölvunotkunin, þekking á
tölvum verður æ veigameiri hluti af
starfsmenntun rafeindavirkja.
„Við erum að vona að hægt
verði að hafa sýninguna opna ein-
hverja vissa daga framundir jól
eða þá að fólk geti pantað sér
tíma,“ segir Birgir Benediktsson,
formaður félagsins. „Þarna eru
gömlu langbylgjusendamir sem
útvarpið notaði en einnig fjöldi
annarra merkilegra hluta.“
- Hvað er það einkum sem raf-
eindavirkjar fást við núna?
„Viðgerðir á útvarps- og sjón-
varpstækjum voru lengi grunnur-
inn að stariínu en nú held ég að
það sé varla meira en 20% af heild-
arvinnu stéttarinnar. Gömlu
lampatækin voru svolítið viðhalds-
frek og fyrir einum eða tveim ára-
tugum var þetta hlutfall líklega
um 50%. Tækjunum hefur fjölgað
mikið en þau eru orðin svo miklu
betri, bila minna en áður.
Við sjáum um siglinga- og fiski-
leitartæki, fjarskiptatæki og þá
allan símabúnað. Tölvuprentarar
eru á okkar könnu og bensíndæl-
ur. Þá get ég nefnt lækningatæki
á spítölum og flugleiðsögutæki.
Margir rafeindavirkjar starfa hjá
opinberum stofnunum við alls kon-
ar eftirlit.
Tölvur eru líka í bílum og flug-
vélum en við erum aðeins kallaðir
til ef þeir sem sjá um viðgerðir
þessara tækja þurfa sérstaklega á
okkur að halda.“
- Nú eru menn að búa sig undir
2000-tölvu van dunn, þið hljótið að
koma þar við sögu eða hvað?
„Það gerum við. Hluti af okkar
starfi er að sjá til þess að tækin
sem við þjónum muni starfa eðli-
lega um aldamótin. Fyrst þarf að
greina vandann, finna hvað þarf að
gera og síðan að framkvæma og
kanna með prófunum hvemig til
hefur tekist.“
- Er oft krytur á milli stétta ef
störfín skarast, reyna menn að
halda sínum hlut?
„Oft er auðvitað erfitt að draga
skýra línu á milli starfssviða þegar
hátæknibúnaður er annars vegar.
Störf okkar skarast
einnig oft við svið raf-
virkja og tölvufræð-
inga. En ég held að
venjulega átti menn úr
okkar stétt og annarra
sig vel á því hvenær betra er að
kalla á aðstoð úr annarri átt, fá
menn sem þekkja betur til hlut-
anna. Samt neita ég því ekki að
það geti komið upp einhver vanda-
mál vegna þessa. Það er bara eðli-
legt að einhver samkeppni ríki.
Ég minni líka á að við eigum
gott samstarf við rafverktaka og
► BIRGIR Benediktsson er
fæddur á Hólmavík 1953 og lief-
ur verið formaður Meistarafé-
lags rafeindavirkja í þxjú ár.
Hann lærði rafeindavirkjun í
Iðnskólanum og útskrifaðist
1973. Síðan starfaði haxm í ára-
tug hjá Friðriki A. Jónssyni hf.
en stofnaði þá ásamt öðrum fyr-
irtækið ísmar og starfar þar nú.
Meistarafélagið varð til undir
þessu heiti 1962 en áður starfaði
Félag íslenskra útvarpsvirkja frá
1938. Er það því sextíu ára um
þessar mundir, þar áttu upp-
runalega bæði meistarar og
sveinar aðild. Sérstakt sveinafé-
lag, Félag rafeindavirkja, var
stofnað 1968.
Birgir er kvæntur Sigrúnu
Sigurðardóttur og eiga þau þrjú
böm.
eigum aðild að landssambandi
þeirra. Stoltið okkar er Rafiðnað-
arskólinn þar sem menn fá fyrst og
fremst eftirmenntun og svo má
ekki gleyma Viðskipta- og tölvu-
skólanum í eigu sömu aðila.
Það hefur hins vegar verið nokk-
ur misbrestur á að allir ijúki
sveinsprófinu, það gefur réttindin
en ekki námið sem slíkt. Meistarar
og atvinnurekendur ættu að hvetja
starfsmenn sem eiga þetta eftir til
að ljúka prófinu."
- Er menntun í rafeindavirkjun
í góðum farvegi?
„Hún er það ekki, við teljum að
Iðnskólinn uppfylli ekki þær kröf-
ur og væntingar sem fagið og
markaðurinn gera. Frá 1971 hefur
námið farið algerlega fram í Iðn-
skólanum. Menn hafa ekki verið á
samningi hjá meistara og aðeins
fengið þjálfun hjá þeim.
Það er alltaf gott að byggja á
gamalli reynslu en menn þurfa að
gæta sín og þeir mega ekki kenna
gömlu fræðin of lengi. Rýma verð-
ur fyrir nýju efni og kennararnir
þurfa að vera frjóir.
Við höfum því hug á því að
stofna séreignarskóia með þessa
menntun að markmiði og hann
yrði þá rekinn með svipuðum
hætti og t.d. Verzlun-
arskólinn. Þar mætti
laða að hæfa kennara
með því að bjóða þeim
góð kjör.
Hugsanlega myndu
rafvirkjar koma inn í dæmið og
jafnvel fleirí á rafeindasviðinu en
auðvitað gæti skólinn ekki verið á
hendi meistarafélaganna, það
verða að vera skil á milli til að
ekki verði hagsmunaárekstrar.
Hugmyndirnar eru að fæðast og
við ætlum að afhenda mennta-
málaráðherra þær fyrir áramót."
Brýnt að
menn Ijúki
sveinsprófi