Morgunblaðið - 04.11.1998, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 04.11.1998, Blaðsíða 32
32 MIÐVIKUDAGUR 4. NÓVBMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ plínrgttnMitMlí STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. UPPSAGNIR MEINATÆKNA UPPSAGNIR 47 meinatækna (af 60) á rannsóknar- stofum Landspítala í blóðmeina- og meinefnafræði raska umtalsvert starfsemi/þjónustu þessa mikilvæga hátæknisjúkrahúss. Þær eru ekki einangrað fyrirbæri í heilbrigðiskerfinu síðustu árin, fremur hluti af ferli, sem kallar á athugun og viðbrögð. Aðhald í ríkisbúskapnum, heilbrigðiskerfinu sem öðr- um útgjaldaþáttum, er af hinu góða. Sterkar líkur standa hins vegar til þess að þar hafi á sumum sviðum verið gengið fram af meira kappi en forsjá. Það er t.a.m. í bezta falli frestun á útgjöldum en ekki sparnaður að safna endurnýjunar- og viðhaldsþörfum á húsnæði og fjölbreyttum tækjakosti (sem úreldist hratt) í útgjalda- lón, sem springur fram fyrr en síðar. Þess er og að gæta að fyrirtæki eins og íslenzk erfðagreining, sem og hröð framvinda í rannsóknar- og vísindastörfum, hafa gjör- breytt þessum vinnumarkaði og skapað samkeppni um sérmenntað starfsfólk. Uppsagnir meinatækna geta dregið úr starfsemi legu- deilda, bráðamóttöku og göngudeilda. Páll Torfi Önund- arson yfirlæknir segir í viðtali við Morgunblaðið að „spítalinn sé ekki í standi til þess að greina sjúkdóma á þann hátt sem ætlast er til“... Við verður brugðizt með því að senda sýni á sjálfstæðar rannsóknarstofur, inn- lendar og erlendar. Hugsanlega verður þetta nýja „kjarabaráttuferli“ vindur í segl einkafyrirtækja á rann- sóknarsviði, sem tækju þá í vaxandi mæli við verkefnum og sérhæfðu starfsliði sem verið hafa inni á sjúkrahús- um. Samninga- og uppsagnaferli heilbrigðisstétta hefur ítrekað raskað nauðsynlegri starfsemi heilbrigðisstofn- ana. Afleiðingin er lakari þjónusta við hinn almenna borgara; sjúklinga, sem eiga lagalegan og siðferðilegan rétt á bestu fáanlegri heilbrigðisþjónustu. Tímabært er að endurskoða þetta ferli og leita betri leiða til að leysa kjaramál í heilbrigðiskerfinu - og tryggja betur þjón- ustu við sjúka og slasaða í samfélaginu. FLUTNINGUR RÍKISSTOFNANA FLUTNINGUR stofnana og ríkisfyrirtækja út á land hefur verið ofarlega á baugi í alllangan tíma. Ríkis- stjórnin hefur nú ákveðið að hluti verkefna, sem áður til- heyrðu veðdeild Landsbanka Islands, færist á Sauðár- krók. Þar sem samningar hafa ekki tekizt milli Veðdeild- ar LI og hins nýja Ibúðalánasjóðs hefur Landsbanki Is- lands nú sagt upp öllum starfsmönnum deildarinnar. Þannig bitnar þessi stefna um að færa stofnanir og fyrirtæki ríkisins út á land á starfsmönnum, sem eru alls ekki hafðir með í ráðum. Þessi aðferð hefur verið í hæsta máta tillitslaus gagnvart starfsfólki, sem unnið hefur fyrirtækjum og stofnunum af trúmennsku og skyldu- rækni. Stjórnvöld virðast hafa gleymt mannlega þættin- um. Þegar stofnanir eru fluttar landshorna í milli varðar það fólk með tilfinningar og skoðanir. Samt umgengst ríkisvaldið, sem vill hafa sitt fram - flutning út á land - starfsfólkið eins og hverja aðra hluti. Ekki fer á milli mála, að tölvubyltingin opnar tækifæri til að flytja margvíslega starfsemi út á landsbyggðina, sem allt eins er hægt að sinna þar eins og á höfuðborg- arsvæðinu. Og það er sjálfsagt að nýta þau tækifæri. Það er hins vegar rangt að gera það á þann veg, að taka atvinnu af fólki, sem hefur sinnt ákveðnum verkefnum árum og jafnvel áratugum saman og afhenda þá vinnu öðru fólki. Rétta aðferðin er sú að koma nýrri starfsemi og nýjum verkefnum fyrir á landsbyggðinni, sem hægt er tölvutækninnar vegna að vinna hvar sem er á landinu. Þær vinnuaðferðir, sem nokkrir ráðherrar hafa notað í þessu skyni á undanförnum árum, hafa valdið reiði, úlfúð og sárindum. Þar má nefna Össur Skarphéðinsson, Guðmund Bjarnason og nú Pál Pétursson. Hins vegar er mikilvægt að almenn samstaða sé um mál sem þessi. Og hún fæst ekki með vinnubrögðum eins og þeim, sem hér hefur verið fjallað um. R: : EIKNAÐ er með að þátt- taka í prófkjörinu verði meiri en í síðasta prófkjöri /sem haldið var 1994. Þá greiddu 6.364 atkvæði, en það var lélegasta þátttaka í prófkjöri Sjálf- stæðisflokksins á Reykjanesi síð- asta tvo og hálfan áratug. Til sam- anburðar má geta þess að árið 1983 tóku tæplega 8.700 þátt í prófkjör- inu. Sjálfstæðisílokkurinn fékk 39,2% í síðustu alþingiskosningum á Reykjanesi og 5 menn kjörna, Olaf G. Einarsson, Árna M. Mathiesen, Sigríði Önnu Þórðardóttur, Arna Ragnar Árnason og Kristján Páls- son. I prófkjöri sem fram fór í nóvem- ber 1994 fékk Ólafur frekar slaka útkomu og fékk aðeins 34% atkvæða í fyrsta sætið. Árna M. Mathiesen vantaði aðeins 96 atkvæði til að ná fyrsta sætinu. Samtals greiddu 88% kjósenda Árna atkvæði í prófkjör- inu, sem verður að teljast mjög góð útkoma. Sigríður Anna fékk næst- flest atkvæði í prófkjörinu eða 77% og færðist úr fímmta sæti í það þriðja. Ámi Ragnar lenti í fjórða sæti líkt og í prófkjörinu 1991. Kri- stján kom nýr inn í þingmannahóp- inn í fimmta sæti. I síðasta prófkjöri óskuðu allir fímm þingmenn flokksins eftir end- urkjöri og aðeins fjórir frambjóð- endur sóttu að þeim. Nú er hins vegar staðan önnur að því leyti að leiðtogi listans hefur ákveðið að hætta. Það er því bæði keppni um það hver hreppir efsta sætið og eins er ljóst að a.m.k. einn nýr maður verður í hópi fímm efstu manna. Það er því meiri spenna í lofti en síðast og reiknað með góðri þátttöku. Hver verður þátttakan í Kópavogi? Menn eru sammála um að þátt- taka í prófkjörinu eigi eftir að ráða miklu um úrslitin. Þrátt fyrir að Kópavogur sé stærsta sveitarfélag- ið í kjördæminu hefur þátttaka sjálfstæðismanna þar í bæ yfirleitt verið heldur léleg í próíkjörum flokksins eða að jafnaði 900-1.300 manns á meðan þátttakan í Hafnar- firði hefur að jafnaði verið í kring- um 1.700 manns. Þátttakan á Suð- urnesjum hefur einnig yfírleitt ver- ið góð. Síðast greiddu um 900 at- kvæði í Kópavogi, en til samanburð- ar má nefna að rúmlega 500 kusu í Grindavík. Það er greinilegt af samtölum við frambjóðendur og stuðningsmenn þeirra að búseta virðist skipta meira máli í þessu prófkjöri en oft áður. Yfirleitt hafa frambjóðendur talið sig eiga sterkt fylgi á vissum svæðum en hafa einnig treyst á breiðan stuðning víðar í kjördæm- inu. Núna tala menn um að próf- kjörið verði í meira mæli keppni milli byggðarlaga, þ.e. milli Kópa- vogsbúa, Hafnfirðinga og Suður- nesjamanna. Ástæðan fyiir þessu er ekki síst framboð Gunnars I. Birgissonar, en hann treystir ekki síst á að Kópa- vogsbúar veiti honum öflugan stuðning á kjörstað og að þátttaka úr Kópavogi verði mun meiri en verið hefur. Stuðningsmenn Ái-na M. Mathiesen telja sig þurfa að bregðast við þessu útspili Gunnars með enn öflugri stuðningi úr Hafn- arfírði. Sumir aðrir gagnrýna þessa „byggðakosningu" og benda á að prófkjör sé haldið til að kjósa á milli manna og starfa þeirra en ekki milli byggðarlaga. Þess ber að geta að lík- ur eru á að breyting verði gerð á kjördæmaskipan eftir næstu kosningar og að í þamæstu kosningum verði Suðurnesin með Suðurlandi. Frambjóðendur sem búa á Suðurnesjum leggja áherslu á þetta og segja að Suðurnesin verði að koma vel út úr prófkjörinu svo Suðurnesjamenn verði sterkir þeg- ar kemur að því að stilla upp á lista með Sunnlendingum. Þrír stefna á fyrsta sætið Þrír frambjóðendur stefna á fyrsta sætið, Árni M. Mathiesen, Gunnar I. Birgisson og Sign'ður Prófkjör Sjálfstæðisflokksins á Reykjanesi Snýst prófkjörið upp í byggðakosningar? Anna Þórðardóttir. Bæði Árni og Sigríður Anna fengu mjög góða kosningu í síðasta prófkjöri og Árni raunar ekki langt frá því að ná fyrsta sætinu. Ljóst má vera að þau hafa fengið stuðning í verulegum mæli frá sama fólkinu. Nú er sú staða uppi að þau sækjast bæði eftir því að leiða listann og því er meiri samkeppni á milli þeirra núna en var í síðasta prófkjöri. Enginn vafi þykir leika á að staða Árna í prófkjörinu er sterk, en hann getur þó alls ekki talist öraggur um að hreppa fyrsta sætið. Raunar telja stuðningsmenn Árna að hann verði að passa sig á að vera ekki of sigur- ✓ Utlit er fyrir harða baráttu um efstu sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins á Reykja- nesi. Ekki er eingöngu um að ræða baráttu milli einstaklinga heldur virðist búseta frambjóðenda skipta miklu. Sumir ganga svo langt að tala um að prófkjörið sé að snúast upp í einhvers konar byggða- -f - kosningar. Egill Olafsson fjallar um baráttuna fyrir prófkjörið 14. nóvember. hagfræðingur. Það fer ekki á milli mála að nokkur keppni er á milli Ki-istjáns og Ái-na Ragnars enda hafa þeir nokkuð svipaðan bak- grunn. Þeir eru á svipuðum aldri, eru báðir Suðurnesjamenn, eiga báðir ættir að rekja til ísafjarðar og tóku báðir þátt í atvinnurekstri og sveitarstjórnarmálum áður en þeir settust á þing. Nokkrir viðmælendur blaðsins fullyrða að Kristján og Árni Mathiesen hafi myndað bandalag í prófkjörinu en þeir neita báðir að svo sé. Hvað svo sem rétt er í þessu sambandi er ljóst að Kristján styður Árna í fyrsta sætið. Keppinautar Árni Ragnar Árnason, Kópavogi. Árni M. Mathiesen, Hafnarfirði. Gunnar I. Birgisson, Kópavogi. Helga Guðrún Jónasdóttir, Kópavogi. Hólmfríður Skarphéðinsdóttir, Sandgerði. Jón Gunnarsson, Kópavogi. VISS. „Meiri spenna og reiknað með góðri þátttöku“ Kristján Pálsson, Reykjanesbæ. Stuðningsmenn Ama telja að honum standi mest ógn af Gunnari og benda á að Árni hafi tvisvar áður keppt við Sigríði Önnu í prófkjöri og sigrað hana í bæði skiptin. Enginn viti í reynd um styrkleika Gunnars og þeir búa sig því undir að hann mæti sterkur til leiks. Árni nýtur mikils fylgis í Hafnarfirði, en er einnig talinn öflugur á Suðurnesj- um. Sigríður Anna var fyrr á þessu ári kjörin formaður þingflokks Sjálf- stæðisflokksins, sem hefur án efa -------- styrkt hana í sessi. Hún hefur auk þess gegnt for- mennsku í menntamála- nefnd Alþingis og átt þar þátt í að leiða stór mál í höfn. Hún er auk þess eina konan í hópi þing- kjördæmisins og því má fyrir því að ef hún fær í prófkjörinu verði Markús Möller, Garðabæ. Sigríður Anna Þórðardóttir, Mosfellsbæ. Stefán Þ. Tómasson, Hafnarfirði. manna færa rök slaka útkomu það visst áfall fyrir jafnréttissjónar- mið í flokknum. Stuðningsmenn Sig- ríðar Önnu leggja áherslu á að flokksmenn hafi núna tækifæri til að kjósa konu í efsta sæti listans, en í 70 ára sögu Sjálfstæðisflokksins hefur kona aldrei leitt framboðslista hans í alþingiskosningum. Þeir benda jafnframt á að Sigríði Önnu hafi innan þingflokksins verið treyst fyrir ábyrgðarmeiri störfum en Árna og hún sé því í forystu ílokks- ins miklu frekar en hann. Sigríður Anna þarf að treysta á almennan stuðning Sigríður Anna býr í Mosfellsbæ og getur ekki treyst á öfluga kosn- ingavél með sama hætti og menn segja að Árni sé með í Hafnarfirði og Gunnar í Kópavogi. Hún verður að treysta á almennan stuðning í kjördæminu við sig og verk sín. Viss ótta gætir hjá stuðningsmönnum hennar við að hún njóti ekki sama velvilja núna og í síðasta prófkjöri. Hún er núna að keppa við Árna Mathiesen um fyrsta sætið og hætt er við að hörðustu stuðningsmenn hans og Gunnars Birgissonar telji sig ekki þurfa að kjósa hana. Stuðn- ingsmenn Sigríðar Önnu segjast þó ekki trúa að henni verði „refsað" fyrir að leita eftir forystu. Óvissa ríkir um styrkleika Gunnars Gunnar I. Birgisson tekur nú í fyrsta skipti þátt í prófkjöri fyrir al- þingiskosningar. Hann hefur frá 1990 verið leiðtogi sjálfstæðismanna í Kópavogi. Óumdeilt er að á þessu tímabili hefur átt sér stað mikil upp- bygging í Kópavogi og íbúum hefur fjölgað hratt. Góður stuðningur virðist vera við störf meirihluta bæj- arstjórnar ef marka má útkomu í sveitarstjórnarkosningum og víst má telja að Gunnar njóti þess í próf- kjörinu. Kópavogur er stærsta sveitarfé- lag í Reykjaneskjördæmi og kjós- endum þar hefur enn fjölgað frá síð- ustu kosningum. Nái Gunnar að virkja stóran hóp kjósenda í Kópa- vogi getur það fleytt honum langt í prófkjörinu. Þess má geta að 1.990 atkvæði dugðu Ólafi G. Einarssyni í fyrsta sætið síðast. Gunnar er sagð- ur vera með mjög öflugt lið með sér í baráttunni. Þeir beita m.a. þeim rökum að tími sé kominn til að Kópavogsbúi leiði framboðslistann. Gunnar hefur einnig opnað kosn- ingaskrifstofu á Suðurnesjum, en það hafa Árni og Sign'ður Anna ekki gert. Einn viðmælandi blaðsins sagði að þetta gæti skipt máli. Ef Gunnar næði góðum árangri á Suð- urnesjum gæti það ráðið úrslitum. Árni og Kristján í bandalagi? Þrír stefna á 2. sætið, alþingis- mennirnir Árni Ragnar Ái-nason og Kristján Pálsson og Markús Möller Þorgerður Gunnarsdóttir, Hafnarfirði. Kristjáns segja víst að Kristján veiti Árna ekki þennan stuðning nema að fá eitthvað í staðinn. Ef stuðnings- menn Árna veita Kristjáni öflugan stuðning í prófkjörinu mun jiað ör- ugglega styrkja stöðu hans. Menn benda hins vegar á að bandalög geta einnig haft neikvæð áhrif því sumir kjósi gegn þeim sem standi að bandalögum. Árni Ragnar flutti af Suðurnesj- unum í Kópavog árið 1995 og hefur það verið notað gegn honum á Suð- urnesjum. Á móti kemur að Ámi gæti notið þess ef góð þátttaka verður í Kópa- vogi í prófkjörinu, þ.e.a.s. ef honum tekst að koma því inn hjá Kópavogsbú- um að hann sé þeirra _^____ maður ekki síður en Gunnar Birgisson. Nokkrir viðmæl- endur blaðsins telja að Árni Ragnar sé í fallhættu, en aðrir segja að staða hans sé sterk. Sumir bentu á að bandalag Árna Mathiesen og Kristjáns gæti komið niður á Ái-na Ragnari. Talsmaður breyttrar fiskveiðistefnu Markús Möller hefur tekið virkan þátt í starfi hjá Sjálfstæðisflokknum og verið öflugur talsmaður þess að flokkurinn taki upp breytta fisk- veiðistefnu. Hann hefur hvatt til þess að tekið verði upp auðlinda- gjald í sjávarútvegi og má segja að almennir flokksmenn fái með fram- boði hans tækifæri til að sýna sjón- armiðum hans stuðning með því að styðja hann í prófkjörinu. Skiptar skoðanir era um hvort sérstaða hans í sjávarútvegsmálum styrki eða veiki framboð hans. Stefán Þ. Tómasson, fram- kvæmdastjóri Utvegsmannafélags Suðumesja, stefnir á 3. sætið. Hann tók þátt í síðasta prófkjöri og lenti í 7. sæti. Varaþingmannstitillinn ætti að hjálpa Stefáni eitthvað. Hann sækir fylgi sitt ekki síst til Suður- nesja, en hann er núna búsettur í Hafnarfirði. Stefán hefur unnið mik- ið að framboði sínu og stefnir ákveð- ið að öraggu sæti. Jón Gunnarsson framkvæmda- stjóri stefnir á 4. sætið. Hann hefur auglýst talsvert í fjölmiðlum og virðist ætla að verja talsverðum fjármunum í baráttuna enda má segja að hann þurfi að kynna sig meira en sumir aðrir sem era betur þekktir. Jón er formaður Sjávar- nytja og hefur verið talsmaður þess að íslendingar hefji hvalveiðar að nýju. Hann hefur einnig starfað mikið innan Landsbjargar og er núna varaformaður samtakanna. Konur vilja styrkja stöðu sína Við síðustu kosningar fækkaði konum í þingmannahópi sjálfstæðis- manna á Reykjanesi úr tveimur í eina, en Salome Þorkelsdóttir fékk ekki nægjanlegan stuðning í síðasta prófkjöri. Þetta hefur verið gagn- rýnt og gera má ráð fyrir að konur leggi áherslu á að rétta sinn hlut. Minna má á að í öllum skoðanakönn- unum hefur Sjálfstæðisflokkurinn fengið talsvert minni stuðning með- al kvenna en karla. Fjórar konur bjóða sig fram í prófkjörinu, en þær eru Helga Guð- rún Jónasdóttir, Kópavogi, Hólm- fríður Skarphéðinsdótth-, Sand- gerði, Sigríður Anna Þórðardótth', Mosfellsbæ, og Þorgerður Gunnars- dóttir, Hafnarfirði. Helga, Hólm- fríður og Þorgerður taka þátt í próf- kjöri í fyrsta skipti og hafa ekki þá kynningu og það forskot sem þing- menn flokksins óneitanlega hafa. Talsvert er hins vegar um það rætt að Sjálfstæðisflokkurinn verði að styrkja stöðu sína meðal kvenna til að ná góðum árangri í kosningunum og margh' eiga von á því að konurn- ar þrjár njóti þessara röksemda í prófkjörinu. Ekki vanþörf á að konur láti á sér bera? Helga Guðrún stefnir á 5. sætið. Hún situr í stjórn Landssambands sjálfstæðiskvenna og er formaður umhverfisnefndar flokksins. Hún starfar á Skrifstofu jafnréttismála. Hólmfríður stefnir einnig á 5. sætið. Hún hefur setið í sveitar- stjórn Sandgerðis í tvö kjörtímabil og starfar sem húsmóðir. Hólmfríð- ur hefur opnað tvær kosningaskrif- stofur og ætlar að leggja talsvert í baráttuna. Hún treystir ekki síst á stuðning Suðumesjamanna. Þorgerður stefnir á 3. sætið. Hún er lögfræðingur og forstöðumaður Rásar tvö. Hún býr í Hafnarfirði og telja viðmælendur blaðsins að m.a. muni stuðningsmenn Árna Mathiesen styðja hana. Sumir full- yi'ða að bandalag Ama og Kristjáns styrki Þorgerði og því megi vænta góðrar útkomu hjá henni. Þvi hefur verið haldið ______ fram að konumar hafi myndað kvennabandalag, en því neita þær alfarið. Þær segja að útkoma kvenna í prófkjöram í Sjálfstæðisflokknum sýni að það sé ekki vanþörf á að konur láti á sér bera. Það sé því ekkert óeðlilegt að Landssamband sjálfstæðiskvenna reyni að vekja athygli á þeim. Full- yrðing um kvennabandalag sé að- ferð karlanna til að beina því til karlkynskjósenda að þeh’ þurfi ekki að kjósa konur því konurnar sjái um það. „Neita að hafa myndað kvenna- bandalag“ MIÐVIKUDAGUR 4. NÓVEMBER 1998 33 y Losun gróðurhúsalofttegunda frá fyrirhugaðri magnesíumverksmiðju Markaðsvirði losunarkvóta stóriðju á íslandi ■ 50.0001 magnesíum verksmiðja (I62.0001 áiver) Markaðsvirði losunarkvóta 490-735 milljón- ir króna á ári Sala losunarkvóta gróðurhúsalofttegunda verður rædd á ráðstefnu SÞ um loftslags- ---------------------------—7------------- breytingar 1 Buenos Aires. Aætlanir um markaðsverð slíks kvóta sýna að þar getur verið um að ræða töluverð verðmæti og yrði kvóti sem samsvaraði losun frá 120 þúsund tonna álveri 300 til 450 milljóna króna virði. MIÐAÐ við áætlanh' um markaðsverð losunarkvóta gróðurhúsalofttegunda má gera ráð fyrir að kvóti sem samsvaraði losun frá 50 þúsund tonna magnesíumverksmiðju, sem áætlanir hafa verið um að byggja hér á landi, væri 490-735 milljóna útreikningum yrði kvóti sem samsvaraði losun frá 120 þúsund tonna álveri Norsk Hydro, sem einnig hefur verið rætt um að reisa á Islandi, 300-450 millj- óna króna virði. Ef álverið yrði stækk- að í 720 þúsund tonn, eins og hug- myndir hafa verið uppi um, yrði markaðsvirði losunarinnar 1,8-2,7 milljarðar ki'óna á ári. í útreikningun- um er gert ráð fyrir að markaðsverð á kvóta sem jafngildir tonni af koltví- sýringsígildi verði 20-30 dollarar, eða 1.400-2.100 krónur. Fram hefur komið að helstu kosth' Norsk Hydro varðandi staðsetningu nýs álvers eru Island, Ti'inidad og Katai’. Síðarnefndu löndin tvö teljast ekki til iðnvæddra ríkja og eru því án skuldbindinga samkvæmt alþjóða- samningum um losun gróðurhúsaloft- tegunda. „Eg held að þessi fyrirtæki muni meira eða minna öll snúa sér að þriðja heiminum ef iðnríkin þurfa að fara að skattleggja losun gróðurhúsalofttegunda," segir Jón Ingimai’sson, skrifstofustjóri í iðnaðai'- ráðuneytinu. Fjórða ráðstefna aðildar- ríkja rammasamnings Sa- meinuðu þjóðanna um loftslagsbreyt- ingar hófst í Buenos Aires í Argentínu á mánudag. Þar verður meðal annars tekist á um tillögu íslendinga um að ríki sem losuðu minna en 0,05% af heildarlosun iðnríkjanna viðmiðunai'- árið 1990, megi framvegis halda utan við losunarbókhaldið einstökum fram- kvæmdum sem myndu auka heildai'- losun landsins um fimm prósent eða meira, byggja á endurnýjanlegum orkugjöfum og notast við bestu fáan- legu tækni. Losunarmörkin sem miðað er við eiga aðeins við um þrjú af samn- ingsríkjunum, Island, Liechtenstein og Mónakó. Gjaldtaka rædd í Noregi Norska ríkisstjórnin hefur lagt fram tillögur, sem að vísu hafa ekki verið samþykktar, um að gjald verði lagt á losun gróðm'húsalofttegunda sem að jafnaði nemi tæpum þúsund krónum íslenskum á hvert tonn koltví- sýringsígildis, en með ýmsum undan- tekningum bæði til hækkunar og lækkunai'. Samkvæmt upplýsingum frá íslenskum embættismönnum hafa engar ákvarðanir verið teknar hér á landi um slíka gjaldtöku, en starfandi eru vinnuhópar í einstökum ráðuneyt- um sem vinna að tillögum um hvernig draga megi úr losun gróðurhúsaloft- tegunda. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins gera sérstakir samningar Isals við íslensk stjórnvöld það að verkum að erfitt gæti reynst lagalega að innheimta aukagjöld af fyrh'tækinu vegna losunar gróðurhúsalofttegunda. * Þau vandkvæði væru hins vegar ekki uppi vegna Norðuráls og Járnblendi- verksmiðjunnar. Áætlað er að Járnblendiverksmiðj- an hafi losað um 227 þús- und tonn af gróðurhúsa- lofttegundum á árinu 1996. Samkvæmt ofangreindum reikningum væri mark- aðsvirði samsvarandi kvóta 318-477 milljónir ki'óna á ári. Samsvarandi tala fyi'h' 60 þúsund tonna framleiðslugetu fyi'sta áfanga verksmiðju Norðuráls, miðað við að framleiðsla á einu tonni af áli valdi 1,8 tonna losun gróðurhúsalofttegunda, er 151-227 milljónir ki'óna á ári. Sem stendur er framleiðsla verksmiðjunn- ar reyndar aðeins um 30 þúsund tonn á ári. Miðað við sömu forsendur myndi losunarkvóti vegna verksmiðju ísal, sem hefur 162 þúsund tonna af- kastagetu, vera 408-612 milljónir króna á ári. „Þriðja heims ríki án skuld- bindinga í los- unarmálum“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.