Morgunblaðið - 04.11.1998, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 04.11.1998, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. NÓVEMBER 1998 41 ÍSLAND í AUGUM ÚTLENDINGA 0 10 20 30 40 50 60 70 % l.Hvenr 2. Náttira 3. Hfjöl 4. Hes tsr 5. Fiskir 6. Lýsing á veðn <Vb iwraii 70 ' 60 ■ 50 ■ 40 • 30 • 20 10 ■ <.«,1 i Wn 13,$ m« 1,9 ■ Danr QSDÓar Hlitlwis fttkir Mjjg <snnmálft ngftTrmá Vé ósumúk Skoöun Mynd-4 StréumísrWhf SUNDABORG 1 • SIMISBS-3300 - |3:ra Handlyftivagnar Bv - gæði fyrír gott verð Ákveðnar pers ónur S.Fólkið 9. Jölderog ís 10. íslemdingasögur Atriði Mynd-3 þegar minnst er á ísland. Náttúran eða atriði sem tengdust henni komu yfirleitt fyrst í huga svarenda. Þar eru heitir hverir (þ.á m. Geysir) greinilega staersti ímyndarþáttur- inn. Hins vegar er mjög athyglis- vert hversu margir nefna hesta. Þeir ná 3. sæti hjá Svíum og 6. sæti hjá Dönum. Nánari athugun leiddi í ljós að sænskir kvenkyns svarend- ur voru líklegastir til að tengja hesta við ímynd landsins. Hjá Dön- um var mest áberandi að yngsti aldurshópurinn nefndi hesta. Af þeim sem nefndu fólk, sagði um helmingur „Björk“. Innan flokksins „lýsing á veðri“ var algengasta svarið „kalt“ eða „kuldi“, sem verð- ur að teljast fremur neikvæður þáttur. Önnur algeng svör voru „lopapeysur", „fjöll“ (hjá Dönum) og „lambakjöt" (Danir). Könnun sem gerð var í Þýskalandi 1987, sýndi keimlík svör en svör Þjóð- verja voru þó líkari svörum Svía en Dana svo sem áhuginn á hverum og hestum. Fullyrðingaspurningar í næstu spurningum var sett fram fullyrðing, sem viðmælendur gátu verið mjög sammála, frekar sammála, hlutlausir, frekar ósam- mála eða mjög ósammála. ísland sem ákvörðunarstaður og þáttur Flugleiða (Sjá mynd4.) Flestum fannst ísland áhugaverð- ur áfangastaður, en mai’ktækt fleiri Svíar voru á þeirri skoðun. (Sjá mynd 5.) Þeir sem hafa mikla menntun voru jákvæðari en þeir sem höfðu litla menntun. Þeir sem höfðu flogið með Flugleiðum voru marktækt jákvæð- ari en aðrir. Það var athyglisvert að þeir sem flogið höfðu með Flugleið- um (sumir höfðu bara flogið til USA eða Hamborgar), voru jákvæðari en þeir sem höfðu flogið með öðrum flugfélögum til íslands. Þetta gefur til kynna að Flugleiðir séu góð land- kynning og að fólk sem flýgur með þeim (hvort sem það er til íslands eður ei) verði jákvæðara gagnvart íslandi og íslenskum vörum en þeir sem nota annan samgöngumáta. í annarri spurningu kom í ljós að flestir viðmælendur töldu ísland minna þróað en sitt eigið land. Þetta er að því leyti slæmt að al- þjóðlegar rannsóknir sýna að neyt- endur vilja síður kaupa iðnvarning og ýmsa þjónustu frá löndum sem þeir telja ekki mjög þróuð. Helstu niðurstöður rannsóknarinnar ísland virðist ekki ofarlega í huga almennings í Svíþjóð og Dan- mörku, að hluta til þar sem tiltölu- lega fáir hafa heimsótt það. Það hefur hlutfallslega mest verið heimsótt af karlmönnum, eldra fólki og þeim sem hafa meiri menntun, og er ástæðan líklegast sú að dýrt er að ferðast hingað. Þess vegna kemur ísland ekki fyrst upp í huga almennings sem land stórbrotinnar eða hreinnar náttúru, eins og hagsmunaaðilar eru að reyna að markaðssetja það. Það er helst meðal þeirra sem hafa heimsótt landið þar sem ísland og eitt okkar helstu samkeppnislanda um ferðamenn, írland, bæta miklu við sig og hlutfallslega mun meira en Noregur. Það sem neytendum kemur helst í hug varðandi ísland eru svipaðir þæþtir og þeir sem notaðir eru þegar ísland er markaðssett í bæklingum, á Internetinu og í fjöl- miðlum, að fiski undanskildum. Jakkapeysuúrvalið er í Glugganum Glugginn Laugavegi 60 sími 551 2854 Leikmannaskóli Þjóðkirkjunnar Bróðir minn ljónshjarta Leiksýning og námskeið 11., 15. og 18. nóvember. Kennari: Þorleifur Hauksson. Skráning til 5. nóvember í síma 535 1500. % svarenda. $o 70 $o 50 40 - 30 20 10 - 70,1 II 17,3 ' ■n . Mjög Fœkar satrmála. samnák Hlutkus Skoðun Mynd-5 Þessu svipar einnig til svara fyrir- tækjanna og hagsmunaaðilanna í könnuninni, að því undanskildu að enginn þeirra nefndi íslenska hest- inn, sem reynist mikil landkynn- ing. Rannsóknin gefur til kynna að Reykjavík ætti að hafa möguleika sem ákvörðunarstaður fyrir helg- arferðir og nýja slagorðið sem not- að er meðal annars til að markaðs- setja Reykjavík sem eina af menn- ingarborgum Evrópu árið 2000, „Reykjavik, next door to nature“ samsvarar þeirri ímynd sem hefur áhrif á heimsóknir fólks hingað. Að lokum má geta þessa að þeir þættir sem helst skapa góða ímynd af íslandi eru náttúran og að við- komandi hafi heimsótt ísland og prófað íslenskar vörur. Langskóla- gengnir og þeir sem hafa reynslu af Flugleiðum hafa betri ímynd af landinu og vörunum en hinir. Einnig virðast Svíar hafa ívið já- kvæðari mynd af íslandi en Danir. Bæði gefur rannsóknin það til kynna, og eins má benda á að 100% Svla kváðust geta mælt með íslandi sem ferðamannalandi sam- kvæmt könnun Ferðamálaráðs. Eftir búsetu í Danmörk í tvö ár og tíð ferðalög til Svíþjóðar vegna vinnu og leiks telur höfundur og fleiri sem til þekkja, að Svíar séu ■ D*úir □ Svíar 0,5 0,4 0,0 0j4 H--------6-----1 ------ Frekar Mjög ós arttnála ósarmtála hrifnari af íslandi og líti meira upp til íslendinga en Danir gera. Þeg- ar uppruninn „frá íslandi" kemur fram lyftist oft á þeim brúnin og þeir minnast á Björk (yngra fólk- ið), íslandshesta, náttúruna og „tungur knivur", en þar eiga þeir við setningu úr einni af víkinga- myndum Hrafns Gunnlaugssonar, sem flestir virðast kannast við. I síðari greininni sem birtist á morgun verður sagt frá stefnumót- unartillögum varðandi uppbygg- ingu á ímynd íslands. Höfimdur er rekstrarhagfræðingur. silicol Er maginn eða meltingin vandamái? Þá hjálpar SILICOL Fæst í apótekum MFA SÍMI 533 1818 • FAX 533 1819 Tveggja vikna skóli fyrir trúnaðarmenn stéttarfélaga MENNTUN FYRIR ALLA Toppurinn — í eldunartækjum Blomberg Blomberg Excellent fyrir þá, sem vilja aðeins það besta! OFNAR: 15 gerðir í hvítu, svörtu, stáli eða spegiláferð, fjölkerfa eða Al-kerfa með Pyrolyse eða Katalyse hreinsikerfum. HELLUBORÐ: 16 gerðir með „Hispeed“ hellum eða hinum byltingarkenndu, nýju Spansuðuhellum, sem nota segulorku til eldunar. Ný frábær hönnun á ótrúlega góðu verði Blomberd hefur réttu lausnina fyrir þig! Einar Farestveit & Co. hf. Bofgartúni 28 - Sími 562 2901 og 562 2900
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.