Morgunblaðið - 04.11.1998, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 04.11.1998, Blaðsíða 36
36 MIÐVIKUDAGUR 4. NÓVEMBER 1998 AÐSENDAR GREINAR MORGUNBLAÐIÐ Jf 1 Allir í leikhús Fróðlegt vœri að vita hversu miklum fjármunum leikhúsgestirnir sjö þúsund beindu út í aðskiljanlegustu þjónustugreinar með leikhúsferð sinni um helgina. M Eftir Hávar Sigurjónsson ARGIR hafa haft á orði und- anfarnar vikur hversu gífurleg gróska virðist vera í leiklistinni í höfuðborg- inni þetta haust. Oft hafa leik- húsin farið kröftuglega af stað en fljótt á litið virðist sem haustið 98 hafi vinninginn. Ahuginn meðal almennings virðist einnig mikill því uppselt er á fjölmargar sýninganna, sumar langt fram í tímann og því Ijóst að leikhúsin eru vin- sæll kostur þegar fólk leitar sér afþreyingar utan hins hvers- dagslega amst- VIÐHORF urs. Leikhús er góð skemmtun. Um helgina voru auglýstar 28 leiksýningar í ellefu leikhús- um á 15 leiksviðum, þar af tvær sýningar á tveimur leiksviðum á Akureyri. Hinar 26 leiksýn- ingarnar í níu leikhúsum á 13 leiksviðum stóðu íbúum höfuð- borgarsvæðisins til boða helg- ina 30. okt.-l. nóv. 1998. Þetta eru slíkar tölur að varla er hægt að segja frá þeim í öðrum sóknum án þess að verða vænd- ur um stórfelldar ýkjur og list- ræna þjóðrembu. Fyrir tæpum fimmtíu árum, þegar Þjóðleikhúsið tók til starfa og Leikfélag Reykjavík- ur hætti við að hætta starfsemi sinni, veltu menn vöngum yfir því í fúlustu alvöru hvort hægt væri að starfrækja tvö leiksvið samtímis í borginni. Eitt í Iðnó og annað í Þjóðleikhúsinu. Síð- an hefur margur spunnið lopann um leikhúsáhuga þjóð- arinnar. Hægt er að halda því fram að áhuginn hafi aukist margfaldlega frá því Þjóðleik- húsið var vígt því leikhúsum hefur fjölgað hlutfallslega mun meira en íbúunum. Ef þetta er ekki áþreifanlegur árangur hvað er það þá? Vafalaust má leiða að því líkur að fjölgun leikhópa, sýningarstaða og leik- sýninga hafi dreift nokkuð að- sókninni, Þjóðleikhúsið og Borgarleikhúsið finna væntan- lega fyiir samkeppninni, en þó vilja margir innan leikhúsanna halda því fram að þess sjái lítt stað; gamla kenningin um að ein vel sótt leiksýning hvetji fólk til að sjá aðra stenst líklega alveg þessa dagana. Lauslega áætlað - en þó án þess að miklu skeiki - sóttu nærri 7.000 manns leiksýningar á Reykjavíkursvæðinu og á Akureyri frá föstudagskvöldi til sunnudagskvölds. Fróðlegt væri að vita hversu miklum fjármunum leikhúsgestirnir sjö þúsund beindu út í aðskiljanleg- ustu þjónustugreinar með leik- húsferð sinni um helgina. Þeir sem haldajjví fram að leikhús- rekstur á íslandi sé nánast al- farið á kostnað ríkis og borgar og skili litlu til baka ættu að hugsa sig um tvisvar og síðan einu sinni enn. Hvað er svo í boði og hvað er mest sótt? Urvalið er mjög fjöl- breytt og hægt að skoða það frá ýmsum hliðum. Fyrst er þar til að taka að leikhúsin standa sig mjög vel í því að bjóða ný ís- lensk leikrit því þau eru 14 tals- ins, réttur helmingur af heild- inni. Islensku verkin 14 skipt- ast svo aftur þannig að sjö eru dramatísk verk (öll ný nema eitt), fjögur barnaleikrit (öll ný) og þrjú gamanleikrit (öll ný). Það vekur athygli að þessi fjórtán verk dreifast svo þannig á leikhúsin að í 8 leikhúsum er eitt eða fleiri nýtt íslenskt verk í boði. Fyrir ekki mörgum árum hefði úrval fjórtán leiksýninga á sama tíma þótt vel boðlegt - jafnvel ríflegt - þó ekki hefðu þau öll verið íslensk. Það hlýtur ennfremur að teljast áþreifan- legur árangur af atvinnuleiklist á Islandi í nær hálfa öld að hægt væri að leika íslensku verkin fjórtán og sleppa hinum erlendu, hugsanlega án þess að nokkur saknaði þeiri-a. Hvernig væri að leikhúsin tækju sig saman og efndu til alíslensks kvölds í leikhúsum borgarinn- ar? Gamanleikritin eru greinilega þau sem mestrar aðsóknar njóta þessa dagana þó það sé alls ekki einhlítt og fjarri því að á vísan sé að róa í því efni. Kassastykkin svokölluðu geta verið af öllum gerðum. En stærstu smellirnir í haust eru gamanleikritin og var uppselt um helgina á sex gamanleikrit - þar af einn söngleik - og eru sýningar miskunnarlaust aug- lýstar uppseldar út nóvember, hiklaust fram að jólum og í ein- staka tilfelli fram yfir áramót. Hvort aðstandendur einstakra sýninga fara offari í auglýsinga- mennsku er erfitt að segja til um og skiptir í raun litlu, vilji menn að auglýsa mikið með til- heyrandi kostnaði er það ein- faldlega áhætta sem þeir taka. Aðsókn að dramatísku leikrit- unum og ekki síst barnaleikrit- unum er einnig góð þó einhvers staðar verði eitthvað undan að láta og ekki er uppselt á allt sem í boði er. Rétt er að hafa í huga að þó gæði sýninganna séu vafalaust misjöfn er mikil aðsókn ekki alltaf sjálfsögð vís- bending um listræn gæði sýn- ingar. Eitt af því sem athygli vekur í leiklistarflórunni er gott úrval leiksýninga fyrir börn. Alls eru sex barnaleikrit í boði í leikhús- unum og eru þá reyndar ótald- ar brúðuleiksýningar og aðrar styttri sýningar sem eru á ferð- inni milli staða, leikskólanna t.d. og vekja sjaldan mikla at- hygli en uppskera ómælt þakk- læti þeirra sem njóta. Leikhúsáhugi þjóðarinnar er enn merkilegri í Ijósi þess að aðsókn í kvikmyndahús er að sögn kunnugra mjög góð og fer heldur vaxandi en hitt; þá hefur sjónvarpsstöðvunum einnig fjölgað og að öllu samanlögðu verður manni helst fyrir að spyrja hvernig í ósköpunum þessi kvartmilljón komist yfir að horfa á þetta allt saman. Gagnagrunnsfrumvarp - verslun eða vísindi? Gagnagrunnsfrum- varpið hefur verið lagt fram á ný í nokkuð breyttu formi frá því sem var í vor, þegar átti að keyra það í gegn með offorsi. Nú kepp- ast forsvarsmenn þess við að útlista hversu gallað frumvarpið var og hvernig það hafi verið bætt. Frumvarpið er þó enn vont. „Dulkóðun“ hefur verið margfölduð án þess að vera fullnægjandi fyrir persónuverndina, en dregur úr möguleikum sjálfstæðra vísinda- manna til að nýta heilsufarsupplýs- ingar í gagnagrunninum, þar eð rekstrarleyfishafinn hefur einn dulkóðunarlykilinn að þeim. Fólki gefst nú kostur á að óska eftir, að upplýsingar um það verði ekki flutt- ar í gagnagi'unninn. En ekki á að leita samþykkis sjúklinganna, og þeir eiga ekki kost á að draga upp- lýsingar um sig út úr grunninum ef þær eru einu sinni komnar þangað inn. Og enn á að taka upplýsingar um látna án samþykkis erfingja. „Dulkdðað" markmið í fyrstu grein frumvarpsins segir að markmið þess sé „að heimila gerð og starfrækslu miðlægs gagnagrunns með ópersónugrein- anlegum heilsufarsupplýsingum í þeim tilgangi að auka þekkingu til þess að bæta heilsu og efla heil- brigðisþjónustu. Þetta er „dulkóði“til þess að minna beri á hinu raunverulega markmiði, sem er að gefa einkafyrtæki sérleyfi til að selja upplýsingar um allt er varð- ar heilsufar og erfðir Islendinga, lif- andi, látinna og óborinna. Innihald frumvarpsins er lítt breytt frá því sem var sl. vor. Flytja skal allar upplýsingar um samskipti Islendinga við heilbrigðiskerfið í miðlægan gagnagrunn. Aðstandend- ur fnimvarpsins hafa ekki enn -feng- ist til að segja hvaða upplýsingar muni verða skráðar í gagna- grunninnn. í greinar- gerð segir aðeins: „Gert er ráð fyrir að inn í grunninn fari að- allega flokkaðar og kóðaðar upplýsingar, sem koma má á tölu- legt form.“ Allt sem fært er í sjúkraskrár er hægt að flokka og kóða og koma á tölu- legt form. Ljóst er að upplýsingar, sem fara í gagnagrunninn varða sjúkdóma, orsakir, ein- kenni og gang þeirra, hvers kyns meðferð; heilsufarseftir- lit, mæðraskoðun og ungbarnaeftir- lit; lífsstíl, áfengis- og tóbaksnotkun, kynhegðun, náms- og vinnugetu; svo og aðgerðir sem ekki eru gerðar beint í lækningaskyni, eins og t.d. fóstureyðingar; auk upplýsinga um fjölskyldu, ætt, uppruna og erfðir. Sýnt hefur verið fram á að upp- lýsingarnar verða ekki ópersónu- greinanlegar, þrátt fyrir „dulkóðan- ir í eina átt“. Þetta er frumvarps- höfundum ljóst og segja í athuga- semdum við 5. og 9. grein þar sem fram kemur að heilbrigðisráðuneyti og landlæknir skuli ætíð eiga að- gang að tölfræðilegum upplýsingum úr gagnagrunninum: „Gert er ráð fyrir að tölvunefnd hafi eftirlit með því að persónuverndar sé gætt við aðgang fyrrgreindra aðila“. Þessi athugasemd, sem er tvítekin í greinargerðinni, væri óþörf ef upp- lýsingarnar væru ópersónugi’einan- legar. Allt hefur verið gert sem unnt er til að rugla almenning í ríminu og fela hið raunverulega markmið frumvarpsins að selja upplýsingar um Islendinga erlendum lyfja- og líf- tæknifyrii’tækjum. Hafa þar gengið fram fyrir skjöldu forsvarsmenn þess fyrirtækis sem gefa á gagna- grunninn, heilbrigðismálaráðherra, forsætisráðherra og ýmsir fleiri. Þetta frumvarp er bor- ið fram vegna við- skiptahagsmuna vænt- anlegs rekstrarleyfis- hafa, segir Tómas Helgason, en ekki fyrst og fremst til að auka þekkingu og efla heilsu. Að selja íslendinga Til marks um hversu mikið er í húfi fyrir hið fjölþjóðlega fyrirtæki, sem ætlar sér einkaréttinn, er að forsvarsmenn þess hafa ekkert til sparað í auglýsingum, kaupum á lögfræðilegum álitsgerðum, ferða- lögum og fundahöldum til að kynna frumvarp heilbrigðismálaráðherra um gagnagrunn á heilbrigðissviði. Hafa þeir hagað sér eins og stjórn- málamenn fyrir kosningar, en kost- að miklu meira til heldur en venju- legir stjórnmálamenn á íslandi geta gert. Sennilega hefur ekki neitt fyr- irtæki á Islandi haft jafn mikilvirka áróðursvél til að vinna að markmiði sínu. Aðalmarkmið fyrirtækisins er eins og annarra einkahlutafélaga að hámarka hagnað hluthafanna. Það hámark næst með því að fá einka- rétt á rekstri miðlægs gagnagnanns á heilbrigðissviði og selja upplýsing- ar um íslendinga útlendum Iyfja- og líftæknifyrirtækum og tryggingafé- lögum. Þetta má sjá í kynningar- bæklingi, þar sem fyrirtækið býður útlendum hluthöfum sínum og væntanlegum viðskiptavinum „ein- staka breidd af framleiðslu" („offers a unique breadth of products to its coi'porate partners"). Einkaréttur og sérréttindi Einkaréttur fyrirtækisins á rekstri gagnagrunnsins mun hefta rannsóknir óháðra vísindamanna. Tómas Helgason Bj argráðanefnd á villigötum ÍSLENSKUR sauðfjárbúskapur hef- ur verið í kreppu um alllangt skeið vegna sölutregðu á dilkakjöti bæði á erlendum og innlendum markaði. Af eðlilegum ástæðum hafa því kjör bænda versnað og æði margir hafa hætt búskap, þannig að nú er talað um fólksflótta úr sveitunum. Má það og til sanns vegar færa þar sem síðustu átta árin hafa eitt hundrað bændur horfið úr sveitunum á ári hverju. Eins og að líkum lætur hefur þessi þróun verið öllum hugsandi mönnum mikið áhyggju- efni, enda varðar hún framtíð landsbyggðarinnar og velferð þjóðarinnar allrar. Það var því í sjálfu sér eðlileg og jákvæð viðleitni hjá landbúnaðar- ráðherra að skipa nefnd til að kryfja þennan vanda og leggja fram tillögur bæði sauðfjárrækt- inni og landsbyggðinni til bjargar. Tillögurnar hafa nú litið dagsins ljós, en þær valda því miður mikl- um vonbrigðum, þar sem kjarni þeirra og lausnarorð er það, að stækka búin og fækka bændum. Með öðrum orðum: Stórbýla- stefna. Það er einmitt þessi hugmyndafræði sem hefur leikið ís- lenska sauðfjárbænd- ur grátt. Mikill fjöldi alls konar fræðinga er haldinn þeirri firru að ekki sé hægt að búa á landi hér nema búa stórt. Sauðfjárbændur með stórbú eru fáir og sumir þeirra eru stór- skuldugir og komast ekkert betur af heldur en þeir sem hafa miðl- ungsbú, enda fer af- koma bænda meira eftir útsjónarsemi þeirra og dugnaði, heldur en eftir bústærðinni. En svona úrbótatillögur benda til að nefndin skynji alls ekki við hvaða vanda er að glíma. Henni þykir fólksflóttinn úr sveitunum ekki nógu hraður, hún vill herða á brotthvarfi fólksins frá jörðunum til þess að gefa stórbændunum (landgi-eifunum) meira svigrúm. Gott og vel. Setjum þá svo, að tek- ið verði mark á þessum tillögum og bændur verði keyptir upp af jörðum sínum uns þrír eða fjórir stórbændur væru eftir í hverri sveit... Væri þá allt í himnalagi? Onei, aldeilis ekki, að dómi þeirra sem þekkja sveitalífið. Erfiðleikar við smalamennskur yrðu óyfirstíg- anlegir. Það er ekki aðeins þörf á miklu vinnuafli við göngur og rétt- ir, heldur einnig við smalamennsk- ur og fjárrag allt haustið. Sýnist flestum að bændur séu nú þegar of fáliðaðir og byggðin of gisin til þess að haustverkin geti gengið vandræðalaust fyrir sig, þannig að fjölgi eyðibýlum meira en orðið er, hljóta allir að gefast upp á sauð- A vegum yfirvalda þurfa að koma fram nýjar tillögur, segir Torfí Guðbrandsson, sem miða að því að styrkja byggðina en ekki veikja hana. fjárrækt fyrr en varir. Þar að auki mundi skólahald og félagslíf af ýmsu tagi lamast og flýta fyrir eyðingu byggðanna. Það er sem sagt ekki nóg að setja nefnd í málið, ef nefndar- menn búa ekki yfir þeirri þekk- ingu, sem þarf til að minnka vand- ann. Það þarf að kveðja til menn úr röðum bænda, sem gjörþekkja samhengið í landbúnaðar- og byggðamálum. Til umræðu hlýtur að koma hvaða leiðir eru heppilegar til að draga úr fjölda stórbúanna, t.d. með því að setja þak á beingreiðsl- ur, þannig að hámark væri miðað við vísitölubú. Annað sem gera mætti til að treysta byggðina væri það, að takmarka meira fjáreign kúabænda, sem eru með rúman Torfi Guðbrandsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.