Morgunblaðið - 04.11.1998, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 04.11.1998, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. NÓVEMBER 1998 17 VIÐSKIPTI ✓ Islensk viðskiptasendinefnd 1 Halifax Mikill áhugi ytra Halifax. Morgunblaðið. AUKNAR flugsamgöngur og reglu- bundnar siglingar á milli íslands og Kanada ættu að skapa grundvöll fyrir vaxandi viðskiptatengsl á milli landanna í framtíðinni. Þetta kom meðal annars fram í máli Finns Ingólfssonar, iðnaðar- og við- skiptaráðherra, á morgunverðar- fundi með fulltrúum fyrirtækja í Nova Scotia í gær. Finnur, sem fer fyrir fjörutíu manna viðskiptasendinefnd, sem stödd er í Halifax, benti á að við- skipti Islendinga við Kanada næmu einungis 1% af heildar inn- og út- flutningi íslands, sem væri ótrúlega lítið ef horft væri til sögulegra tengsla, landfræðilegrar nálægðar og þess hversu góðar samgöngur væru orðnai' á milli íslands og Kanada. Bæði Eimskip og Samskip stunda reglubundnar siglingar til svæðisins auk þess sem Flugleiðir fljúga þrisvar í viku til Halifax. A fundinum kynntu ráðherra og nokkrir samstarfsmenn það um- hverfi sem ríkir á íslenskum fjár- magnsmarkaði og hugsanlega sókn- armöguleika nýskoskra fyrirtækja hérlendis. Halldór J. Kristjánsson, banka- stjóri Landsbanka Islands, fjallaði einnig stuttlega um aukinn hagvöxt og stöðugleika í íslensku efna- hagslífi. Hann sagði Landsbankann leggja mikla áherslu á stuðning við útrás íslenskra fyi-irtækja erlendis og greindi í framhaldinu frá nýjum lánasamningi bankans við nýskoska saltfiskverkunaríyrirtækið Sans Souci Seafoods, sem SÍF festi kaup á í fyrra. Samningurinn, sem er til fimm ára, hljóðar upp á 6,5 milljónir dollara eða 260 milljónir króna. Sextán kynntu starfsemi sína Að loknum morgunverðarfundin- um opnuðu Finnur Ingólfsson og Francis MacKenzie, skrifstofustjóri í efnahags- og ferðamálaráðuneyt- inu í Nova Scotia, formlega kaup- stefnu þeirra sextán íslensku fyrir- tækja og stofnana, sem taka þátt í ferðinni. Þau kynntu framleiðslu og starfsemi sína fram eftir degi en að sýningu lokinni stóð íslenska sendi- nefndin fyrir móttöku þar sem mönnum gafst kostur á að ræða saman á óformlegum nótum við undirleik Jazztríós Ólafs Stephen- sen. I dag og á morgun hafa verið skipulagðir fundir á milli íslensku fyrirtækjanna og fulltrúa úr nýs- kosku atvinnulífi en kaupstefnunni lýkur á morgun. Að sögn Þorgeirs Pálssonar, sem unnið hefur að undirbúningi verk- efnisins fyrir hönd Útflutningsráðs, hafa atvinnurekendur ytra sýnt kaupstefnunni mikinn áhuga og ljóst að margir hafa fullan hug á _að kanna möguleg viðskiptatengsl á Is- landi. Ráðstefna um rafræna greiðslumiðlun og viðskipti Morgunblaðið/Árni Sæberg FJÖLMENNT var á ráðstefnu VISA Islands þar sem fjailað var um rafræna greiðslumiðlun og viðskipti. Meðal ráðstefnugesta voru Sólon Sigurðsson, bankasljóri Búnaðarbanka íslands og stjórnarformaður VISA ísland, og Einar S. Einarsson, forstjóri VISA íslands. Snjallkort í notkun 1999 GREIÐSLUKORT með örgjörva, svokallað snjallkort, kemur til með að leysa hefðbundnu greiðslukortin með segulrönd af hólmi innan fárra ára. A næsta ári verða öli debetkort banka og sparisjóða endurútgefin með örgjörva sem inniheldur mynt- kort sem grunneiningu auk þess sem í örgjörvanum verða aðrar minniseiningar sem hægt verður að nota í fjölbreytilegum tilgangi. Þetta kom fram í máli Einars S. Einarssonar, forstjóra VISA Is- lands, á ráðstefnu um rafræna greiðslumiðlun og viðskipti sem VISA Island stóð fytir i gær. Einar segir að yfir 400 þúsund greiðslukort séu í notkun á Islandi, þar af séu 120 þúsund VISA-kredit- kort og 165 þúsund VISA-debet- kort. Allt frá því að VISA ísland tók til starfa fyrir 15 árum hafi notkun greiðslukorta farið vaxandi og sí- fellt dragi úr notkun peninga og ávísana á íslandi. Á síðasta ári nam heildarvelta með greiðslukort 111 milljörðum króna, þar af námu við- skipti með kreditkortum 62 millj- örðum og 49 milljörðum með debet- kortum. Mark Lassus, stjórnarformaður GEMPLUS, sem er stærsti fram- leiðandi snjallkorta í heiminum, sagði á ráðstefnunni að íslendingar stæðu framarlega í notkun greiðslu- korta og væru fljótir að tileinka sér nýjungar. Að hans sögn er snjall- kortið greiðslumiðill framtíðarinn- ar. Hægt sé að nýta kortið til marg- víslegra nota, til að mynda sem símakort, aðgangskort á hina ýmsu viðburði, til greiðslu á bílastæðis- gjöldum, vegtollum, til greiðslu á farmiðum sem annaðhvort væru keyptir í gegnum tölvu eða síma. Lassus segir að snjallkortin eigi eftir að valda straumhvörfum á sviði rafrænnar greiðslumiðlunar og not- endum gi'eiðslukorta eigi enn eftir að fjölga jafnt og þétt. Tók hann sem dæmi að árið 1989 hafi verið 1 greiðslukort á hverja 100 íbúa í heiminum. Árið 1996 var eitt kort á hverja 10 íbúa og spáir Lassus því að árið 2003 verði eitt kort á hvern íbúa heimsins. Segir hann ljóst að tími peninga sé að líða undir lok enda séu þeir skítugir, þungir og dýrir í fram- leiðslu. Þeir væru einfaldlega fortíðin en rafræn viðskipti væru framtíðin. IMECALUX retta- rekkar Góðir rekkar tryggja hámarksnýtingu á dýrmætu plássi. Bjóðum allskonar lager- og hillukerfi. Jafnt rúllurekka sem innkeyrslurekka, jafnvel færanlega rekka. Mjög gott verð! Lyftitæki og trillur færðu einnig hjá okkur. Lagerlausnir eru okkar sérgrein MECALUX - gæði fyrir gott verð UMBOÐS- OG HEILDVERSLUN tuaumvr shf SUNDABORG 1 • SÍMI568-3300 Ávöxtun 11% Skammtíma- Langtíma- Eignaskatt- Hlutabréfa- sjóðir sjóðir frjálsir sjóðir sjóðir Búnaðarbankitm Verðbréf Samkeppnisaðilar * Séreignalíf- eyrissjóðir Ávðxnm m.v 12 minuBi m.v. t. Ift 1998 Samanburður á ársnafnávöxtun sjóða Búnaðarbankans Verðbréfa og sambœrilegra sjóða samkeppnisaðila á markaðnum siðustu tvö ár miðað við 1. nóvember 1998. \ tveggja ára afmæli okkar. A þessum tveimur árum höfum við náð hæstu ávöxtun sambærilegra sjóða á íslandi og er það auðvitað besta afmælisgjöfin sem við getum gefið viðskiptavinum okkar. Við höldum vitaskuld áfram á sömu braut og munum einnig kynna nýjar og arðvænlegar fjárfcstingarleiðir á næstunni. Hafðu samband og tryggðu þér sneið af afmæliskökunni okkar! BUNAÐARBANKINN VERÐBRÉF byggir á traustí sími 525 6060 • netfang verdbref@bi.is Meðalcalsávöxtun hjá Kaupþingi, VÍB, Landsbréfum og Fjárvangi. Upplýsingar um ávöxtun lífeyrissjóða voru ekki fyrir hendi hjá Kaupþingi og Landsbréfum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.