Morgunblaðið - 04.11.1998, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 04.11.1998, Blaðsíða 54
MORGUNBLAÐIÐ ? 54 MIÐVIKUDAGUR 4. NÓVEMBER 1998 KIRKJUSTARF í DAG > Árbæjarkirkja Safnaðarstarf Biblíumara- , þonlestur 1 Arbæjarkirkju Biblíumaraþonlestur æskulýðsfé- lags Arbæjarkirkju verður 6.-7. nóvember og stendur yfir í 24 tíma eða frá kl. 14 fóstudaginn 6. nóv- ember til kl. 14 laugardaginn 7. nóvember. Þessi lestur er orðinn að árlegum viðburði í tilveru fé- lagsins. Síðastliðin 4 ár hefur félag- ið staðið að þessari uppákomu. Til- gangurinn er tvíþættur, annars vegar sá að unglingamir fái sam- kennd með þeim sem minna mega sín í samfélaginu og hve einstak- lingur í hópsamveru er þess megn- ugur að leiða gott af sér. Samhliða þessum lestri er safnað áheitum sem renna til líknarmála. Þess má geta að undanfarin ár hef- ur kvennaathvarfið, ABC hjálpar- starf, kristniboðssambandið o.fl. líknarfélög notið góðs af þessu starfi félagsins. Hér eru unglingar virkilega að gera eitthvað sem er uppbyggjandi og til fyrirmyndar í samfélaginu. Áskirkja. Starf fyrir 10-12 ára börn kl. 17. Bústaðakirkja. Opið hús fyrir aldr- aða kl. 13-17. Dómkirkjan. Hádegisbænir kl. 12.10. Orgelleikur á undan. Léttur málsverður á kirkjuloftinu á eftir. Grensáskirkja. Samverustund eldri borgara kl. 14. Biblíulestur, bænastund, kaffiveitingar. TTT- starf (10-12 ára) kl. 16.30. Hallgrímskirkja. Opið hús fyrir foreldra ungra bama kl. 10-12. Fræðsla: Örvun málþroska. Hall- veig Finnbogadóttir, hjúkmnar- fræðingur. Starf íyrir 9-10 ára kl. 16.30. Starf fyrir 11-12 ára kl. 18. Háteigskirkja. Mömmumorgunn kl. 10-12. Kvöldbænir og fyrirbæn- ir kl. 18. Langholtskirkja. Starf eldri borg- ara í dag kl. 13. Allir velkomnir. Bænar- og íhugunarstund kl. 18. Laugarneskirkja. Fundur „Kirkjuprakkara" (6-9 ára böm) kl. 14.30. Fundur TTT (10-12 ára) kl. 16. Fundur æskulýðsfélagsins (13-15 ára) kl. 20. Neskirkja. Mömmumorgunn kl. 10-12. Kaffi og spjall. Opið hús fyr- ir eldri borgara kl. 14-16. Umsjón Kristín Bögeskov, djákni. Bæna- messa kl. 18.05. Sr. Halldór Reyn- isson. Seltjarnarneskirkja. Kyrrðar- stund kl. 12. Söngur, altarisganga, fyrirbænir. Léttur hádegisverður í safnaðarheimilinu. Árbæjarkirkja. Félagsstarf aldr- aðra, opið hús í dag kl. 13.30-16. Handavinna og spil. Fyrirbæna- guðsþjónusta kl. 16. Bænarefnum er hægt að koma til presta safnað- arins. TTT í Ártúnsskóla kl. 16-17. Breiðholtskirkja. Kyrrðarstund kl. 12.10. Tónlist, altarisganga, fyrir- bænir. Léttur málsverður í safnað- arheimilinu á eftir. „Kirkjuprakk- arar“ starf fyrir 7-9 ára börn kl. 16. TTT starf fyrir 10-12 ára kl. 17.15. Æskulýðsfundur kl. 20. Fella- og Hólakirkja. Helgistund í Gerðubergi á fimmtudögum kl. 10.30. Grafarvogskirkja. KFUK fyrir stúlkur 9-12 ára kl. 17.30-18.30. Hjallakirkja. Fjölskyldumorgnai' kl. 10-12. Sarf fyrir 10-12 ára kl. 16.30. Kópavogskirkja. Starf með 8-9 ára börnum í dag kl. 16.45-17.45 í safnaðarheimilinu Borgum. Starf á sama stað með 10-12 ára (TTT) kl. 17.45-18.45. Seljakirkja. Fyrirbænir og íhugun kl. 18. Beðið fyrir sjúkum, allir vel- komnir. Tekið á móti fyrirbæna- efnum í kirkjunni og í síma 567 0110. Léttur kvöldverður að bænastund lokinni. Vídalínskirkja. Foreldramorgunn kl. 10-12. Víðistaðakirkja. Opið hús fyrir eldri borgara kl. 14-16.30. Helgi- stund, spil og kaffi. Hafnarljarðarkirkja. Kyrrðar- stund í hádegi í kirkjunni kl. 12-12.30. Æskulýðsstarf, eldri deild kl. 20-22 í minni Hásölum. Keflavíkurkirkja. Alfanámskeið hefst með borðhaldi í Kirkjulundi kl. 19 og lýkur í kirkjunni um kl. 22. Námskeiðið er fræðsla um kristna trú fyrir hjón og einstak- linga. Ytri-Njarðvíkurkirkja. Spilakvöld aldraðra fimmtudagskvöldið 1. okt. kl. 20. Landakirkja Vestmannaeyjum. Mömmumorgunn. Fyrir foreldra ungra barna. Kl. 12.05 bænar- og kyrrðarstund. Léttur málsverður á vægu verði. Kletturinn, kristið samfélag. Bænastund kl. 20. Allir velkomnir. Hvítasunnukirkjan Ffladelfía. Bænastund kl. 20 uppi á Vatns- endahæð. Allir hjartanlega vel- komnir. Gleraugnaverslunin Sjónarhóll Glæsibæ og Hafnarfírði t«i ix # « ifj Glæsibær S. 588-5970 Hafnarf]örður s-5^5-5970 '» Sjónarhóll er frumkvöðull að lækkun Viðurkeimdir glerja- og umgjarðaframleiðendur gieraugnaverðs á íslandi VELVAKAJVDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Virkjunar- áformið VELVAKANDA barst eft- irfarandi bréf: Fréttirnar um virkjun- aráformið á íslandi hræddu mig og ég er svo döpur af því að við munum skiija að einhvern tíma verður Island týnd para- dís. Ég er þýsk, því get ég ekki dæmt um ákvarðanir íslenskra þingmanna; en í meira en 20 ár hef ég kom- ið til Islands á hverju ári, mér þykir vænt um þetta land og fólkið, og framtíð Islands liggm- mér þungt á hjarta. Island er orðið mjög nútímalegt land og því heppnast mjög vel að keppa við önnur lönd. (Þetta er ekki lofsorð!) Sigalda, Hrauneyjafoss- virkjun, Búrfell, Kvísla- veita, Þórisós, nýja stíflan í V onarskarðssvæði, Blöndulón - mér finnst það ofboðslegt að horfa á - benda á sigur vélaaldar, en sigurinn í baráttunni við náttúruna á Islandi hefur ki-afið afsölunar of margra dýrleika. Ef það er um hagnað að ræða, má maður ekki gleyma að reikna með fegurð Islands sem er stærsta fjármagn landsins. Eyðið þið þess_ vegna ekki töfrafegurð Islands! Börnin ykkar munu þakka ykkur. Heide Schubert, Augsburg, Þýskalandi. Hótel Saga frábær staður! ÉG var með hópi fólks fyr- ir skömmu að borða í Grill- inu á Hótel Sögu. Svein- björn og hans fólk réðu öllu með mat og drykk handa okkur. Ég er búin að fara á marga góða veit- ingastaði erlendis og ég verð að segja að þetta var með þvi betra sem ég hefí fengið. Ég mæli með Hótel Sögu. Með kæru þakklæti. Bergþóra Benediktsdóttir, Hábæ 38, Reykjavík. Tapað/fundið Hreyfill leigubflstjóri Kannast einhver leigubíl- stjóri á Hreyfli við að hafa tekið myndavél í pant fyrir u.þ.b. 4 vikum? Endilega hafðu samband. Smá mis- skilningur - beggja hagur. Upplýsingar í síma 567 5833. Takk. Myndbandstökuvél týndist í Hvalfirði PANASONI C-myndband- stökuvél í lítilli grárri tösku týndist í Hvalfirðin- um sl. laugardag. Finnandi vinsamlega hafið samband við Sigurð Inga í síma 554 5462. Fundarlaun. Gleraugu týndust GLERAUGU í bleiku, munstruðu hulstri týndust við Kópavogskirkju sl. sunnudag. Skilvís finnandi hafi samband í síma 554 1037. Dýrahald Jonni er týndur JONNI er hvítur og brönd- óttur geltur íress sem hvai-f frá heimili sínu, Grundartanga 28, Mos- fellsbæ, föstudaginn 30. október. Hann er með ól og merkispjald, en hann gæti hafa misst ólina. Hann er einnig eyrna- merktur og númerið er G- 8172. Ef einhver hefur séð hann eða veit hvar hann er að finna, er hann beðinn að hafa samband í síma 566 8572 eða 896 4533. Hvítur kettlingur týndist á Arnarnesi HVÍTUR kettlingur með bröndóttan haus og skott, týndist frá Arnarnesinu sl. laugardag. Hann er ómerktur. Þeir sem hafa orðið hans varir hafi sam- band í síma 564 1562 eða 564 4950. Dísarfugl týndist í Hafnarfírði LITILL dísai-fugl, grár með gult höfuð og gulan kamb, flaug út um glugga á Sunnuvegi 10 í Hafnar- firði 29. október sl. Þeir sem hafa orðið hans varir hafi samband í slma 896 3174 eða 587 3495. SKAK llni.sjón Margeir l’éliirxxon STAÐAN kom upp á hinu geysiöfluga Fontysmóti sem nú stendur yfir í Tilbui'g í Hollandi. Veselin Topalov (2.700), Búlgaríu, var með hvítt og átti leik, en Joel Lautier (2.625), Frakklandi, hafði svart. 30. - Hxf2! 31. Dxf2 - Be3 32. Kg2 - Bxf2 33. Hxf2 - De3 34. Rxd6 - Hbl! og Topalov gafst upp. Þegar tvær um- ferðir eru ótefldar á mótinu er staðan þessi: 1. Anand, Ind- landi 6!4 v. af 9 mögulegum, 2. Leko, Ungverjalandi 5!4 v., 3.-6. Sadler og Ad- ams, Englandi, Zvjagíntsev, Rúss- landi, og Piket, Hollandi, 5 v„ 7.-8. Svidler og Rramnik, Rússlandi 4!4 v., 9. Van Wely, Hollandi, 4 v„ 10. Topalov, Búlgaríu, á'A v., 11. Lautier, Frakkiandi, 3 v., 12. Kortsnoj, Sviss, 2!4 v. Skákþing íslands, landsliðs- flokkur: 8. umferðin hefst í dag kl. 17 á Hótel Selfossi. Tveir stigahæstu keppend- urnir, þeir Þröstur Þórhalls- son og Hannes Hlífar Stef- ánsson mætast. HÖGNI HREKKVÍSI „ 'PápV'hefur v-eríðméb þessum eftírlits- r rrtanní. í Langan, -h'/na ■ " Víkveiji skrifar... JÓLAAUGLÝSINGAR eru þegar farnar að birtast og á leikskólum er farið að syngja um Grýlu og Leppalúða. Mörgum finnst nóg um að sjá jólasveina í búðargluggum í byrjun nóvember, en það á þó ekki við um alla. Þriggja ára sonur Vík- verja dagsisns er í þeim hópi, sem síst sýtir að byrjað skuli að vekja at- hygli á jólum svo snemma þótt um árvissan atburð sé að ræða, sem ekki myndi fara fram hjá neinum þótt áminningarnar væru færri. Drengurinn þykist himin hafa höndum tekið og vill nú vera jóla- sveinn í tíma og ótíma. Hann raular jólalög og vill halda þykjustujól þeg- ar honum er sagt að alvörujól verði hvorki á morgun né hinn heldur í fyrsta lagi seinna. Að segja að jólin verði í lok desember hefur enga merkingu hjá drengnum, en það kaupir stundarfrið að halda fram að þau verði í fyrsta lagi seinna (orðið seinna á raunar við um allt það, sem ekki gerist strax). Þessar samræður um það hvort ekki megi flýta jólunum, halda þau af og til, oft eða jafnvel nokknim sinnum á dag eru ekki tiltökumál. Þessi ótímabæra athygli, sem vakin hefur verið á jólunum, hefur hins vegar leitt til þess að á hverjum morgni er nú deilt um það í allt að hálftíma hvaða höfuðfat eigi að setja á sig á leiðinni í leikskólann. Iþrótta- álfshúfan hefur nefnilega misst sinn fyrri sess og nú kemur aðeins til greina jólasveinahúfa, sem drengur- inn vitaskuld mundi að farið hefði upp í tiltekinn skáp síðustu jói. Þá hafði hann haft jólasveinahúfuna á höfðinu nótt og dag, vakinn og sofinn í sex vikur, þar af tvær eftir jól. Fái hann sitt fram nú stefnir allt í það að hann verði með húfuna næstu tíu vikur eða hartnær fimmtung ársins. Slíka ósvinnu geta foreldrarnir ekki leyft sér og hugsa því auglýsendum þegjandi þörfina í hvert skipti, sem jólasveinar skjóta upp kollinum að minna á að nú sé hver að verða síð- astur að huga að jólaundirbúningi. xxx SANNIR hugsjónamenn leynast ekki víða, en óneitanlega veltir maður fyrir sér hvað knýi áfram þá lækna, sem gera fóstureyðingar í Bandaríkjunum, þegar maður les um árásirnar, sem á þá hafa verið gerð- ar. Nýlega var læknir skotinn til bana fyrir það eitt að hafa gert íóst- ureyðingar, sem þó er stjórnarskrár: bundinn réttur í Bandaríkjunum. í liðinni viku bárust síðan bréf á læknastofur, sem sagði að í væri miltisbrandur. Hið banvæna efni fannst ekki við greiningu, en send- ingarnar vöktu hræðslu. I síðustu viku skrifaði læknir bréf í dagblaðið The New York Times þar sem hann lýsti lífi sínu. Hann klæðist skotheldu vesti þegar hann heldur til vinnu. Nafn hans er á listum öfga- manna yfir réttdræpa lækna. Þessir listar eru uppfærðir reglulega og þegar læknir er myrtur er sett strik yfir nafn hans. Læknirinn, sem skrifaði bréfið, hefur fengið hótanir og einnig hafa verið gerð tilræði við hann. Eitt sinn var hann að aka á hraðbraut þegar bíllinn fór að láta undarlega að stjórn. Hann nam stað- ar til að athuga málið og höfðu þá verið reknir rúmlega 30 naglar í einn hjólbarðann. í annað skipti gekk kona hans út í snjóinn í garðinum við hús þeirra og fékk nagla upp í ilina. Hafði þá nöglum verið stráð í snjóinn þannig að þeir sáust ekki. Læknirinn prísaði sig sælan að dóttir sín hefði ekki farið út að velta sér upp úr snjónum. Læknirinn lýsti í bréfinu umsátursástandi, sem helst minnh' á ofsóknirnar á hendur Salman Rus- hdie. I tilfelli Rushdies var öllu skellt á öfgar hins íslamska menningar- heims. Ofsóknirnar á hendur lækn- unum eiga sér hins vegar rætur á Vesturlöndum og eru gerðar undir fána kristninnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.