Morgunblaðið - 04.11.1998, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 04.11.1998, Blaðsíða 24
24 MIÐVIKUDAGUR 4. NÓVEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR STENDUR NÆR OKKAR SAMTÍMA ✓ A Jökulsvöku í Borgarleikhúsinu síðastliðinn sunnudag var fjallað um leikrit Jökuls Jakobssonar og persónuna á bak við þau. Hávar Sigurjónsson var á staðn- um og fylgdist með fyrirlestrum og umræðum Magnússon sjónvarpsmaður frá Bretlandi sem sagði frá persónu- legum kynnum sínum af Jökli, leik- skáldið Oddur Bjömsson ræddi um Jökul og sjöunda áratuginn og gagnrýnandinn Jón Viðar Jónsson ræddi um verk Jökuls undir yflr- skriftinni Heimur Jökuls. Frábær útvarpsmaður Jökull Jakobsson fæddist 1933 og lést 1978 og varð því hálf- fimmtugur en hafði engu að síður skilað drjúgu starfí. Eftir hann liggja 10 leikrit í fullri lengd, 15 styttri verk, einþáttungar, útvarps- leikrit og sjónvarpsleikrit, 5 skáld- sögur, smásögur, ferðabækur og önnur skrif, auk fjölmargra út- varpsþátta, en Jökull var geysilega vinsæll útvarpsmaður og kunni betri skil á þeim miðli en flestir aðrir. Magnús Magnússon orðaði skoðun sína á fjölmiðlamanninum Jökli á einfaldan og skýran hátt; „Jökull var frábær útvarpsmaður sem kunni þá list að láta líta svo út sem hann hefði ekkert fyrir hlut- unum þó allt sem hann gerði væri þaulunnið.“ Ami Ibsen lagði áherslu á náið samband Jökuls við Leikfélag Reykjavíkur á tímabilinu 1961-73 og benti á að þetta samstarf hefði skilað LR „sex fullveðja leikritum á 12 ámm“. Hversu mikilvægt þetta væri fyrir höfund sæist glöggt ef litið væri til annarra höf- unda, t.d. Jónasar Amasonar og Kjartans Ragnarssonar sem Leik- félagið hefði fóstrað í kjölfar Jök- uls og Odds Bjömssonar, Guð- mundar Steinssonar og Ólafs Hauks Símonarsonar sem notið hefðu sams konar alúðar hjá Þjóð- leikhúsinu. „JÖKULL Jakobsson var sá höf- undur sem sýndi með fordæmi sínu að leikritun mátti leggja fyrir sig í fullri alvöm sem sérgrein innan bókmenntanna. Eg er ekki viss um að hann hefði gert það ef hann hefði ekki átt athvarf, ömggt skjól, í leikhúsi sem treysti honum og setti verk hans á verkefnaskrá sína áður en þau vom fullskrifuð," sagði Ámi Ibsen leikritahöfundur í upp- hafi erindis síns á Jökulsvöku sem Leikfélag Reykjavíkur efndi til sl. sunnudag í Borgarleikhúsinu. Aðr- ir frammælendur vora Magnús Heimilistæki hf TÆKNI-OG TÖLVUDEILD SÆTÚNI S SfMI 6691300 & e e Morgunblaðið/Kristinn FRUMMÆLENDUR á Jökulsvöku ásamt leikhússljöra. Frá vinstri: Árni Ibsen leikskáld, Magnús Magnús- son sjónvarpsmaður, Þórhildur Þorleifsdóttir leikhússtjóri, Oddur Bjömsson leikskáld og Jón Viðar Jónsson gagnrýnandi. Fyrstu verkin vinsælust Sú hefð hefur nánast skapast að miða upphaf íslenskrar nútímaleik- ritunar við framsýninguna á öðra leikriti Jökuls, Hart í bak, sem framsýnt var í nóvember 1962 og sló svo í gegn að ekki hafði áður gerst með nýtt íslenskt leikrit. Sýningar urðu alls 205. Árið áður hafði Leikfélagið veðjað á sama höfund með Pókók. Með Hart í bak varð Jökull umsvifalaust óskabam Leikfélags Reykjavíkur, ekki síst þegar næsta verk hans Sjóleiðin til Bagdad (október 1965) náði tals- verðum vinsældum líka þó ekki yrði sigurinn frá Hart í bak endur- tekinn. Fjórða verk Jökuls, Sumar- ið 37, sem framsýnt var í febrúar 1967 hlaut hins vegar óblíðar mót- tökur og mætti litlum skilningi. Leikfélag Reykjavíkur valdi þetta leikrit einmitt til sýninga sl. vor og verður nú haldið áfram sýningum á verkinu á Litla sviði Borgarleik- hússins. Hefur sýningin hlotið góð- ar viðtökur gagnrýnenda og verður fróðlegt að sjá hvort það nær meiri hylli áhorfenda nú en fyrir 30 ár- um. Frammælendur á Jökulsvöku drógu ekki fjöður yfir þá sérkenni- legu staðreynd að vinsældir leik- rita Jökuls urðu minni eftir því sem leið á ferilinn, fyrstu verkin náðu mestum vinsældum og svo dró úr. Leikhússtjórinn Þórhildur Þorleifsdóttir tók svo til orða að Jökull stæði í mörgum skilningi nær okkar samtíma en hann stóð sínum eigin tíma, svo virtist sem verk hans ættu meiri hljómgrann meðal áhorfenda í dag en þau áttu á 7. og 8. áratugnum ef undan era skilin tvö vinsælustu verkin, Hart í bak og Sjóleiðin til Bagdad. Eftir Sumarið 37 leið nokkur tími þar til næsta leikrit Jökuls, Dómínó, kom á fjalimar (1972). Ár- in þar á milli skrifaði hann reyndar talsvert fyrir útvarp og sjónvarp auk annars svo ekki sat hann auð- um höndum. Sjötta og síðasta verkið sem Jökull skrifaði fyrir LR var Kertalog, verðlaunaverkið úr leikritasamkeppni Leikfélagsins 1972, en dómnefnd Leikfélagsins valdi það til fyrstu verðlauna ásamt Pétri og Rúnu eftir Birgi Sigurðs- son óvitandi að Jökull væri höfund- urinn. Kertalog var svo sviðsett 1974. Árið áður höfðu Þjóðleikhús- ið og Leikfélag Akureyrar tekið Klukkustrengi til sýninga. Síðustu tvö verk Jökuls vora sýnd í Þjóð- leikhúsinu, Sonur Skóarans og dóttir bakarans (1978) og síðasta verkið, í öraggri borg, var fram- sýnt 1980, tæpum tveimur áram eftir andlát skáldsins. Trúverðugt tungutak Allir voru frammælendur sam- mála um að seint yrði metið til fulls hvert raunveralegt framlag Jökuls Jakobssonar til íslenskrar leikrit- unar væri. Spyrja má hver áhrif hann hafi haft á samtimaleikritun og leikritun eftirkomenda. Ekki verða auðveldlega rakin áhrif hans á verk annarra höfunda, hann virð- ist ekki hafa orðið þeim bein fyrir- mynd og stíll hans og efnistök ekki beinlínis hvati til svipaðrar með- ferðar. Oddur Bjömsson benti á í erindi sínu hversu næmur Jökull hefði verið á tungutak fólks, gamla fólkið, unga fólkið, fólk úr öllum stéttum, hefði einstaklega trúverð- ugt tungutak, persónusköpun Jök- uls liggur enda oft í tungutakinu; hér verða áhrif Jökuls gleggri, ís- lenskt talmál í íslenskum samtíma- leikritum í stað upphafins eða jafn- vel tilbúins bókmáls. Fleiri skrif- uðu reyndar í þessum anda á 7. og 8. áratugnum en Jökull var óum- deilanlega meistari hins eðlilega hversdagslega samtals. Þannig tókst Jökli á sinn einstæða hátt að flétta saman raunsæi í samtölum þrátt íyrir rómantík og á stundum fortíðarhyggju í efnistökum; að því leyti synti hann gegn straumnum á tímum gagnrýninnar þjóðfélags- umræðu og var jafnvel legið á hálsi fyrir að taka ekki nægilega skýra pólítíska afstöðu í leikritum sínum. Á þetta benti Árni Ibsen m.a. í er- indi sínu. Erindi við samtímann Þrátt fyrir ýmsa leiðandi þætti og skýr höfundareinkenni er um- fang leikritunar Jökuls meii'a en svo að því verði lýst með einföldum hætti. Rómantík og fortíðarhyggja era vissulega gildir þræðir í hugs- un margra höfuðpersóna hans; kímni, háðsádeila, smáborgara- skapur, fordild, efnishyggja, jafn- vel pólitísk ádeila era einnig þættir sem frammælendur bentu á í um- fjöllun sinni. Gildi þess að endur- meta og endurskapa heim Jökuls Jakobssonar á leiksviði nútímans er forsenda þess að hægt sé að taka afstöðu til þess hvort verk hans eiga erindi við okkar sam- tíma; hvort hann á meira erindi eða minna nú en áður verður einungis mælt með málstokki leikhússins. Leikfélag Reykjavíkur leggur Sumarið 37 fram til mælingar og nú er það áhorfenda að mæta til þess fundar. Fyllir vöðva orkuforða og byggir upp Venjulegir orkudrykkir inni- halda einfaldar sykrur sem hvetja líkamann til að losa of- magn insúlíns sem aftur hvet- ur líkamann til fitumyndunar og veita vöðvunum engin uppbyggingarefni. 330 ml Kick Start inniheldur: Fullkomna blöndu af sykrum, próteinum, steinefnum og 16.010 mg af hreinum amínósýrum Fita = 0 Fæst í verslunum Hagkaups, Nýkaupa, World Class og Gym 80. Umboðsaðili: Cetus, sími 551 7733 www.mbl.is Haustfagnaður í Dómkirkjunni IQM.IST Dúnikirkjan ORGELTÓNLEIKAR Dómorganistinn Marteinn H. Frið- riksson flutti tónverk eftir J.S. Bach, Mendelssohn, Leif Þórarinsson, Þor- kel Sigurbjörnsson og C. Franck. Laugardaginn 31. október 1998. ORGELTÓNLEIKAR þessir voru liður í svonefndum Tónlistar- dögum Dómkirkjunnar, sem haldn- ir hafa verið á hverju hausti og nú í 17. sinn með messuhaldi og tón- leikum. Tónleikamir hófust á Prelúdíu og fúgu í C-dúr. Af þrem- ur slíkum verkum í C-dúr er líklegt að hér sé um að ræða BWV 547, sem talin er samin á árunum 1719-25 og er, eins og mörg af minna þekktum orgelverkum meistarans, ekki til í eiginhandriti, en era til í nokkuð ábyggilegum af- ritunum. I þessu verki getur að heyra tematískar útfærslur sem Bach var hreinn snillingur í að út- færa, sérstaklega í fúgunni, þar sem stefið birtist í spegilmynd, mjög þétt skarað og jafnvel í lengdum nótnagildum, en allt þetta á sér eðlilegt tónrænt streymi. Verkið var flutt af öryggi og sama má segja um orgelsónötu nr. 2 eftir Mendelssohn, sem er að því leyti til annarrar gerðar en verk Bachs, að það er aðallega byggt á samhljóm- um, er hljómrænt að gerð, með lag- línuna að mestu bundna í efstu rödd en auk þess nokkuð unnið með mismunandi blæskipan. Verk- ið endar á fúgu, sem í gerð Mendelssohns hefur misst sitt raddlega streymi. Þrátt fyrir þetta er sónatan áheyrilegasta verk, og var mjög vel flutt af dómorganist- anum Marteini H. Friðrikssyni. Liljulag heitir stutt og fallegt verk eftir Leif Þórarinsson, er var mjög vel flutt og í fallegri radd- skipan, en í þessu verki er tónlín- an aðalatriðið, þar sem fallega ofnar raddirnar vefja sig um til- vitnanir í Liljulagið. Marteinn lék þetta þýða verk mjög fallega. Kór- alfantasían yfir sálmalagið An meinen lieben Gott eftir Þorkel Sigurbjörnsson var næst á efnis- skránni. I þessu verki er fléttað saman lagrænu ferli og margvís- lega útfærðum hljómklösum, sem fyrst er stillt saman sem andstæð- um en sameinast undir lokin í ris- miklu niðurlagi. Hin margvíslegu blæbrigði verksins ættu að fara vel í hljómsveitarbúningi, sérstak- lega kraftmikið niðurlagið, sem í heild var vel flutt. Tónleikunum lauk með hinum fræga E-dúr-orgelkóral eftir Ces- ar Franck, en þrír slíkir kóralar era síðustu verk hans, eins konar svanasöngur þessa sérkennilega meistara, er var einna frægastur fyrir afburðaleik sinn á orgel og sérstaklega fyrir ævintýralegan leik af fingrum fram. Þetta hátíð- lega og fallega verk var mjög vel flut.t af Marteini H. Friðrikssyni, er hefur í starfi sínu sem dómorganisti haldið uppi öflugu tónlistarlífi í Dómkirkjunni, sem árlega hefur blómstrað með sann- kölluðum haustfagnaði á Tónlist- ardögum Dómkirkjunnar. Jón Ásgeirsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.