Morgunblaðið - 04.11.1998, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 04.11.1998, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR MIÐVIKUDAGUR 4. NÓVEMBER 1998 27 Lok Tónlist- ardaga Dóm- kirkjunnar TQ]\LIST Dómkirkjan KAMMERTÓNLEIKAR Þórunn Guðmundsdóttir, Brynhildur Ásgeirsdóttir, Hallfríður Ólafsdóttir og Sigurður Halldórsson settu enda- punktinn við Tónlistardaga Dóm- kirkjunnar og fluttu verk eftir Purcell, Telemann, Handel, og frum- fluttu verk eftir Þorkel Sigurbjörns- son og Hildigunni Rúnarsdóttur. Sunnudagurinn 1. nóvember, 1998. LOKATÓNLEIKAR Tónlistar- daga Dómkirkjunnar fóru fram sl. sunnudag en sjálfri hátíðinni lýkur með messu nk. sunnudag og þar mun kór Menntaskólans í Reykja- vík syngja. Fjögur ný verk voru frumflutt á þessum tónlistardögum, fyrst að nefna að á þessum tónleik- um voru frumfluttar raddsetningar á þremur íslenskum þjóðlögum eftir Þorkel Sigurbjömsson, þá tvö pass- íusálmalög eftir Hildigunni Rúnars- dóttur, en áður hafði verið frumflutt kórmótetta eftir undirritaðan, og ný kórraddsetning eftir Jómnni, á hinu fræga lagi hennar Karl sat undir kletti. Auk þess voru sungin fimm lög eftir Brahms, við nýjar þýðingar Heimis Pálssonar. Þannig skila tón- listardagar Dómkirkjunnar efni til framtíðar, auk þess með vönduðum hætti að flytja eldri verk, bæði ís- lensk og erlend. Tónleikarnir sl. sunnudag hófust með fjórum lögum eftir Purcell, sem Þórunn Guðmundsdóttir söng við „continuo“ undirleik Brynhildar Ásgeirsdóttur og Sigurðar Hall- dórssonar. Lögin vora Music for a While, Nymphs and Shepherds Come Away, Sweeter Than Roses og Bad Bess. Þrjú íyrstu lögin eru úr leikritum en Mad Bess er stakt sönglag, við texta eftir einhvern R. Duke. Lögin vora í heild vel flutt og töluvert leikræn í Nymphs and Shepherds og Mad Bess, sem er fullt með tilvísunum í gríska goða- fræði. Annað viðfangsefni tónleikanna var einleiksfantasía nr. 3, fyrir flautu eftii' Telemann en hann samdi 12 slík verk á áranum 1732-33. Verkið er léttilega samið og var mjög vel flutt af Hallfríði Ólafsdóttur, þar sem hún lék mjög fallega og léttilega með ýmis við- kvæm tónmynstur og lék veridð í heild af miklu öryggi. Þrjár þjóðlagaútsetningar eftir Þorkel Sigurbjörnsson voru fram- fluttar, gerðar íyrir flautu, selló og sópranrödd yflr lögin Guð gaf mér eyra, Einn Guð í hæðinni og Hvað flýgur mér í hjarta blítt. Þjóðlög era oftast ákflega bundin í stíl og tón- skipan og því vandmeðfarin. Það má deila um hvort það eigi vel við slík lög, ef útsetningin er mjög fjarri stíl lagsins. Þetta hefur oft heppnast vel, þó það tæki svolítinn tíma að sætta sig við útsetningu Þorkels á Guð gaf mér eyra, sem hefur reynst sérlega gott sönglag íyrir böm. Hvað flýgur mér í hjarta blítt hljómaði vel en ekki er undirritaður viss um að lagið Einn Guð í hæðinni sé þjóðlag og minnir, að það sé eftir Ingunni Bjarnadóttur og fyrst raddsett af Hallgrími Helgasyni. Má vera að hér sé um misskilning að ræða. Tvö lög við Passíusálm nr. 45 og brot úr þeim ellefta eftir Hildigunni Rúnarsdóttur var frumflutt. Þetta er hin áheyrilegasta tónsmíð en nokkur óvissa er um form verksins og ónákvæmlega greint frá gerð þess í efnisskrá. Kantatan Nell dolce dell’oblio eftir Hándel er lífleg tónsmíð og sama má segja um fjög- ur lögin eftir Purcell, sem mynduðu lok tónleikanna. Þórunni Guðmundsdóttur lætur vel að túlka barokktónlist og það var þó sérstaklega í Handel kantöt- unni og síðustu lögunum eftir Purcell, sem henni tókst mjög vel upp. Það verður að segjast eins og er að hljóðfæratónlist barokktím- ans hefur dugað betur til endinga fyrir nútímafólk en söngverkin, sem líklega á rót sína að rekja til þess að innihald textans er nokkuð komið af leið, nema helst hið trúar- lega, svo og sú tilfinningalega af- skiptalausa túlkun sem einkennir þennan tíma. Varðandi texta er ekki nóg að láta þýðingar fylgja efnisskrá, heldur þarf og að hafa frumtextann með, t.d. í þessu tilfelli sérstaklega, vegna þess að sá skáldskapur, sem hér um ræðir, er lítt kunnur og fjarri í hugsunar- hætti. Jón Asgeirsson Njrjar bækur • ÉG HEITI Blíðfínnur en þú mátt knlhi mig Bóbó er önnur barnabók Þorvalds Þorsteins- sonar. Sagan fjallar um Blíðfinn sem er fremur huglítill dreng- ur og kærir sig lítt um óvissp og áhættu. A björtum degi í lífi Blíðfinns kynnist hann nýjum og afar skemmtilegum leikfélaga, Barninu. I hönd fer gleðiríkur tími þar sem ekkert skyggir á innilega vináttu. En dag einn hverfur Barnið fyrir- varalaust. Hvað gerir maður þegar besti vinur manns hverf- ur? Leitar. Og þótt óvissuferðin sem Blíðfinnur á fyrir höndum sé honum nánast ofvaxin hefst æsileg leit Blíðfinns að vini sín- um og hans bíða mörg, erfið og hættuleg verkefni að kljást við. Aður hefur komið kom út bókin Skilaboðaskjóðan, eftir Þorvald. Utgefandi er Bjartur. Bókin er 120 bls., prentuð í Odda hf. Kápugerð annaðist Guðjón Ket- ilsson sem einnig gerði teikn- ingar og kort í bókinni. Verð: 1.680 kr. Þorvaldur Þorsteinsson Líður að ErkiTíðum... TÖJVLIST Tjarnarbíó ERKITÍÐ ‘98 Þorkell Sigurbjörnsson: Hylling; Hilmar Þórðarson: Verk f. óbó og tölvu; Ríkharður Friðriksson: Fantasía yfir Liljulag; Atli Heimir Sveinsson: Klif. Kolbeinn Bjarnason, flauta; Eydís Franzdóttir, óbó; Steef van Oosterhout, slagverk; Sigurður Halldórsson, selló. Tjarnarbíói, laug- ardaginn 31. nóvember kl. 16. TVÍÆRINGURINN ErkiTíð hófst í þriðja sinn fyrir svo til full- skipuðu Tjarnarbíói á laugardaginn var. Hátíðin helgar sér einkum ís- lenzka raftónlist, og hefur sú grein á seinni árum breikkað mjög með tilkomu og örri þróun tölvutónlistar. Vegna stórafmæla þeirra á árinu voru Þorkell Sigurbjörnsson og Atli Heimir Sveinsson í forgrunni á þessari ErkiTíð, þótt vitanlega gæfust einnig tækifæri fyrir yngri kynslóð. Rafverk eftir konur komust því miður ekki á blað að þessu sinni, né heldur frekar en venja hefur verið erlend verk, sem óneitanlega myndu veita hátíðinni aukna vídd, þótt kostnaðarvandinn sé skiljanlegur. E.t.v. stendur hvort tveggja til bóta í framtíðinni, þegar ErkiTíð hefur fest betur í sessi. Fyrst á dagskrá var Hylling eftir Þorkel Sigurbjörnsson fyrir flautu, selló, slagverk, píanó (hér í gervi rafhljómborðs) og tónband frá 1974, er í tónleikaskrá var sagt um 12 mín. að lengd en mældist um hálf- tími þegar upp var staðið. Verkið bar talsverðan keim af uppákomu- hugsjónum síns tíma og fjaraði að og út líkt og n.k. komu- og kveðjus- infónía, er hófst með lágróma tact- us-banki úr hátalara. Stig af stigi tíndust önnur hljóðfæri inn, síðast þeiira flautan, er Kolbeinn kom spilandi að sviðinu eftir miðgangi, og var verkið í heild allfjölbreytt að áferð, þó svo að óróaseggur aftan úr sal vildi meina annað og mótmælti þessu „gamla drasli" hástöfum fyrir sjálfskipaða hönd saklausra áheyr- enda, m.a.s. tvisvar, sem kom manni til að gruna að væri frekar forskrif- að atriði í raddskrá en ótíndur del- erant. Kenndi margra grasa, þ. á m. punktastíls, mínímalísks hjakks í 5/4, „riffs“ ættuðu úr rokki o.fl., og við útgöngu flautuleikarans í verks- lok rauluðu áheyrendur í næsta ná- grenni við fyrrgetinn óróasegg í sí- fellu stutt stef sem minnti að fyrri hluta til á Prómenaðann úr Mynd- um á sýningu. Þó að þátttaka ann- arra áheyrenda í þessum kóda- hópsöng væri heldur dræm, hélt verkið furðugóðri athygli miðað við lengd. Hið 9 mínútna langa verk Hilmars Þórðarsonar íyrir óbó og tölvu var, líkt og Fantasía Ríkharðs þar á eftir, pantað af ErkiTíð ‘98. Eydís Franzdóttir lék á „pick-up“- uppmagnað óbó, sem hljómaði úr hátölurum sem allt annað hljóðfæri, hvassara og málmkenndara, eða a la sópran sarússofónn. Tónbandsbak- gi-unnurinn var fremur ógnvekj- andi, og í samspili við pastoralar strófur óbósins í öruggum höndum Eydísar leiddi heildarblær verksins hugann að einsemd Pans í neðra. Ríkharður Friðriksson bar alla ábyrgð á Fantasíu yfir Liljulag (15 mín.), enda alfarið samið fyrir tón- band, unnið á tölvu í Tónveri Tón- listarskóla Kópavogs og lokabland- að í danska ríkistónverinu DIEM í Arósum. Eftir kyrrlátt upphaf með e.k. vindklukkuspili komust stefja- brot þessa auðþekkjanlegasta þjóð- lags allra íslenzkra þjóðlaga smám saman á ferð og flug - ekki bara í tíma með tug- eða hundraðföldum dímínúsjónum, heldur einnig í íými, og endasentust um allan sal sem æðisgengin flugnager. Hér mátti heyra marga tilkomumikla tækniútfærslu, þó að þessa hlust- anda vegna hefði kannski mátt sníða ríflegan fjórðung af heildar- lengdinni. Að lokum fluttu Caput-félagarnir Kolbeinn Bjarnason, Guðni Franz- son og Sigurður Halldórsson tríóið Klif eftir Atla Heimi Sveinsson frá árunum 1965-68, sem að sögn höf- undar var einskonar uppgjör og andóf við seríalismann sem hann var að vinna sig frá. Hér gat að heyra fremur stutt (7 mín.) en hnit- miðað kammerverk, þar sem skipt- ust á punkta- og grúppustfll 7. ára- tugar í síítrekaðri gegnfærslu á knöppu tónefni. Verkið var sérlega vel og lifandi útfært af þeim þre- menningum, og hlaut að vonum hlýjar undirtektir áheyrenda á þessum íyrstu og velheppnuðu ErkiTíðartónleikum. Ríkarður Ö. Pálsson jfl Ji f 1 i c m j W h o f 1/ o M u u I 1 C\ 1 i \ jgg \ jr**—- (I; f! f I iÉiSsas IV' .Ur Agrob Buchtal baðflísar eru einstök náttúruafurð og um leiðfrábært vitni um þýska hönnun og handverk. Nýr sýningarsalur meðflísumíráhinu þekkta tyrirtæki Agrob Buchtal 20% sýningarafsláttur til áramóta. Glæsilegt úrval flísa og skrautlista litir Mjúk áteið og náttúrutegn Agrob Bucwtai- flísanna tryggir babherberginu glæsileika og fágun þannig aö efttr ertekrð. Agrob Buchtal °l2> HADCREtOSLUR TIL 36 MÁrjAÐA ittkM rAmu.iv; - rnvnijM.bi ■ lamcDrrrliu | raðgreiðslur '--> tll «11« Egill Arnason hf Ármúli 8 Pósthólf 740 108 Reykjavlk Sími: 581 2111 Fax: 568 0311 Netfang: www.isholf.is/earnason
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.