Morgunblaðið - 04.11.1998, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 04.11.1998, Blaðsíða 18
18 MIÐVIKUDAGUR 4. NÓVEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Vinnslustöðin með 146 milljóna tap á reglulegri starfsemi Heildarskuldir lækkuðu um 1.349 milljónir króna HAGNAÐUR Vinnslustöðvarinnar nam 21 milljón króna á síðasta rekstrarári, frá 1. september 1997 til 31. ágúst 1998, en hafði verið 99 milljónir króna árið á undan. 146 milljóna króna tap varð á reglulegri starfsemi að teknu tilliti til 6 milljóna króna eignaskatts. A síð- asta ári var 283 milljón króna tap á reglulegri starfsemi félagsins. Hagn- aður af sölu eigna og aðrar tekjur námu 167 milljónum króna saman- borið við 382 milljónir árið á undan. Heildarskuldir fyrirtækisins nema nú 3.611 milljónum króna en heildar- skuldimar í lok fyrra árs námu 4.960 milljónum króna. Heildarskuldh' lækka því um 1.349 milljónir króna. í fréttatilkynningu frá Vinnslu- stöðinni kemur fram að eins og greint var frá í vor versnaði afkoma í veiðum og vinnslu á síld og loðnu til manneldis verulega á árinu. „Astæð- ur versnandi afkomu eru af náttúr- legum toga, en eins og kunnugt er brugðust síldveiðar haustið 1997 og leiddi það til verulegs rekstrarlegs taps fyrir Vinnslustöðina hf. Á loðnuvertíðinni hófst frysting á loðnu til manneldis þremur vikum seinna en venjulega vegna breytts hegðunarmynsturs loðnunnar. Afleiðingar þessa voru þær að mun minna var fryst á Japansmarkað en áður og loðnan var einnig mun smærri en á fyrri árum. Afkoman varð því mun lakari en á fyrra ári. Rekstur nótaskipanna gekk einnig talsvert verr en á fyrra ári enda dróst afli verulega saman á milli ára. Eitt nótaskipanna hefur nú verið selt og mun það væntanlega auka arðsemi útgerðarinnar á nýhöfnu rekstrar- ári,“ segir í fréttatilkynningu. Betri afkoma bolfískvinnslu Rekstur fiskimjölsverksmiðjunnai' gekk vel á árinu þrátt fyrir að verk- smiðjan hafi tekið á móti um 30.000 lestum minna af hráefni en á fyrra ári. Heildarafkoma veiða og vinnslu í uppsjávarfiski varð um 245 milljón- um króna lakari en á síðasta reikn- ingsskilaári. Afkoma bolfiskveiða og vinnslu batnaði verulega á rekstrar- árinu og skilaði sá hluti rekstrarins um 252 milljónum betri afkomu en á fyi'ra ári. Afkoma bolfiskvinnslunnar hefur batnað umtalsvert að lokinni endur- skipulagningu vinnslunnar á síðasta vetri. Afurðaverð hefur hækkað tals- vert frá fyrra ári en auk þess hefur framleiðsla á sérpakkningum og neytendavörum aukist til muna er skÖar betri afkomu til vinnslunnar. I fréttatilkynningunni kemur fram að humarveiðar gengu betur á árinu en á fyrri árum og var afkoma humarvinnslu félagsins mun betri en áður. Bolfiskútgerðin gekk einnig vel á rekstrarárinu. Vinnslustöðin hf. seldi tvo isfisktogara á árinu, þá Breka og Jón V. Aðalfundur Vinnslustöðvarinnar hf. verður haldinn í Akóges í Vest- mannaeyjum 14. nóvember 1998 kl. 16. Á aðalfundinum mun stjórn fé- lagsins bera fram tillögu um heimild til aukningar hlutafjár um allt að 175,5 milljónir króna, í allt að 1500 milljónir króna, og að heimildin sé til 5 ára. Ekki verður greiddur arður að þessu sinni til hluthafa. Vinnslustöðin hf. j ÁRSREIKNINGUR U 1 september 1997 til 31. ágúst 1998 1/9 ‘97 - 1/9 ‘96 - Rekstrarreikningur Miiijónir króna 31/8 ‘98 31/8 ‘97] Brevtinq Heildarvelta 4.336 4.451 -3% Rekstrargjöld 3.903 4.029 -3% Hagnaður fyrir afskrittir 433 422 +3% Afskriftir 479 465 +3% Tap fyrir fjármaqnslíði -46 -43 +7% Fjármagnsgjöld, nettó 94 240 -61% Tap af reqiuleqri starfsemi -146 -283 -48% Hagnaður af sölu eigna.aðrar tekjur/gjöld 167 382 -56% Hagnaður ársins 21 99 -79% Efnahagsreikningur Mitiiónir króna Eigið fá 2.455 2.539 Hiðurstaða efnahagsreiknings 6.067 7.498 SjÓðstreymÍ Milljónir króna Veltufé frá rekstri 216 94 Fjárfestingahreyfingar 472 -1.137 I Kennitölur: Innra virði 1,85 1,92 Veltufjárhlutfall 1,30 1,14 Eiginfjárhlutfall 40% 34% Ávöxtun eigin fjár 1% 5% Yfirlýsing Verðbréfaþings kom IS á óvart Jökull hf. á Raufarhöfn og SR~mjöl Sameinast undir nafni SR-mjöls BENEDIKT Sveinsson, forstjóri Islenskra sjávarafurða, segir að yf- irlýsing Verðbréfaþings Islands vegna hlutafjárútboðs Islenskra sjávarafurða, sem birtist m.a. í Morgunblaðinu í gær, hafi komið stjórn ÍS mjög á óvart þar sem framkvæmdastjóri Verðbréfaþings íslands, Stefán Halldórsson, hafi á fundi með forsvarsmönnum IS á fóstudag talið að nægjanlegt væri að láta viðauka fylgja með útboðs- lýsingunni. „Á stjómarfundi hjá íslenskum sjávarafurðum sl. föstudag var sér- staklega verið að fara yfir málefni Iceland Seafood. Corp. Þar kom m.a. fram að e.t.v. væri rétt að und- irstrika enn frekar þá erfiðleika sem fyrirtækið á í í Bandaríkjun- um. Utboðslýsingin hafði hins veg- ar verið send út um morguninn. Vegna þessa óskuðum við sérstak- lega eftir fundi með Stefáni Hall- dórssyni og báðum hann um ráð- leggingar. Stefán taldi að þar sem útboðið væri að hefjast og væri enn á forkaupsréttarstigi væri nægjan- legt að láta viðauka fylgja útboðs- lýsingunni og ekki væri ástæða til þess að kalla útboðið inn þó svo að við vildum skerpa á einhverjum áherslum. Við fórum nákvæmlega eftir Ieiðbeiningum Stefáns og töldum okkur vera að gera rétt. Þar af leiðandi koma viðbrögð hans sem fram koma í yfirlýsingunni verulega á óvart. Við höfum sent stjóm Verðbréfaþings okkar at- hugasemdir og bíðum svara frá þeim.“ Benedikt segir að stjórn IS telji það mjög alvarlegt að Stefán hafi ekki ráðlagt fyrirtækinu rétt og það komi IS mjög illa. „Ef okkur hefði grunað að eftirmálin yrðu þessi þá hefðum við mjög hugsan- lega innkallað útboðslýsinguna, breytt henni og gefið nánari skýr- ingar,“ segir Benedikt. Útboðslýsing samin af fullum heilindum Brynjólfur Helgason, fram- kvæmdastjóri fyrirtækjasviðs Landsbanka Islands, segir að út- boðslýsingin hafi verið unnin af fullum heilindum af viðskiptastofu Landsbankans og að í henni komi fram skýrt orðuð afkomuaðvörun. „Það er hins vegar óheppilegt að við skyldum ekki vita af þessum stjórnendabreytingum hjá félag- inu fyrr en útboðslýsingin var til- búin. En það sem stendur upp úr er að framkvæmdastjóri Verð- bréfaþingsins kom á fund forstjóra og stjómarformanns IS og töldu þeir eftir þann fund að málið væri í eðlilegum farvegi. Hlutirnir gerast oft hratt í fyrirtækjum og menn leita þá ráða. I þessu tilviki var leitað beint til Verðbréfaþingsins. Það kom því öllum í opna skjöldu að afstaða þingsins skyldi gjör- breytast yfir helgina," segir Brynjólfur. Hann segist telja að viðaukinn við útboðslýsinguna og fréttatil- kynningin sem IS sendi frá sér á laugardag hafi verið til þess að upplýsa markaðinn enn frekar. „Það var ekki verið að draga úr trúverðugleika útboðslýsingarinn- ar af hálfu félagsins og ég tel að Landsbankinn hafi unnið í sam- ræmi við almennar reglur sem gilda um útboðslýsingar," segir Brynjólfur. „Hefðu átt að bregðast öðruvísi við“ Stefán Halldórsson, fram- kvæmdastjóri Verðbréfaþings ís- lands, segir að fundurinn sem hann hafi átt með forstjóra og stjórnar- formanni IS á föstudag hafi snúist um hvernig bregðast ætti við því ástandi sem hafði skapast eftir að þeir voru búnir að senda frá sér upplýsingar sem síðan höfðu breyst. „Ég fór yfir það með þeim hvernig beri að haga sér í málum sem þessum. Það sem breyttist eft- ir þennan fund var að ég kynnti mér gögnin betur og sá að þetta var ekki eitthvað sem var að koma upp fyrirvaralaust. Ég komst að þeirri niðurstöðu að þeim hafi hlot- ið að vera Ijóst að það mál sem var til umræðu hafði átt sér aðdrag- anda og þeir hefðu átt að standa öðruvísi að útboðinu og bregðast öðruvísi við,“ segir Stefán. FULLTRÚAR frá stjórnum fyrir- tækjanna SR-mjöIs hf. og Jökuls hf. á Raufarhöfn, samþykktu á fundi sem haldinn var á mánudag- inn að leggja tillögu um samruna fyrirtækjanna undir nafni SR- mjöls fyrir stjórnir beggja félag- anna. Samkvæmt fréttatOkynningu frá félögunum yrði sameiningin með þeim hætti að hluthafar SR-mjöls hf. eignuðust 77% í sameinuðu félagi og hluthafar Jökuls hf. 23%. Stefnt er að sameiningu fyrir áramót. Um sögulegan samruna yrði að ræða því þetta yrði í fyrsta sinn sem tvö fyrirtæki á VÞI í hefð- bundnum rekstri rynnu saman. Forstjóri SR-mjöls, Jón Reynir Magnússon, vildi í samtali við Morgunblaðið lítið tjá sig um sam- runann að sinni, eða ekki fyrr en búið væri að leggja málið fyrir BÚNAÐARBANKINN hefur ákveðið að veita viðskiptamönnum sínum lán til kaupa á hlutabréfum í Fjárfestingarbanka atvinnulífsins (FBA). Lánin verða veitt gegn handveði í hlutabréfunum og geta numið 85% af kaupverði þein-a. Kjörin eru kjörvextir bankans að viðbættu 1% eða 9,5%. Lántöku- gjald er 1% og hámarkslánstími 36 mánuðir. Sú spurning vaknar hvað gerist þegar bankar lána til kaupa á hlutabréfum gegn slíku handveði í bréfunum en verð þeirra lækkar niður fyrir lánsupphæðina. Andri Sveinsson, verðbréfamiðlari hjá Yrði um sögu- legan samruna að ræða stjómarfund síðar í vikunni. Hann sagði að umræður um samrunann hefðu staðið lengi yfir. „Við erum með rekstur á Raufarhöfn líkt og Jökull og þetta mun koma vel sam- an,“ sagði Jón aðspurður um hag- ræðið af sameiningunni. Jóhann Ólafsson, framkvæmda- stjóri Jökuls hf., sagði að hagræðið við sameininguna myndi einkum verða fólgið í því að veiðar og vinnsla tengdust betur saman. Á fyrstu sex mánuðum ársins skilaði SR-mjöl hf. 154 milljóna króna hagnaði. Til samanburðar tapaði Jökull hf. 69 milljónum króna á sama tímabili. Búnaðarbankanum-Verðbréfum, segir að með umræddu handveði, ásamt því að lána ekki fyrir allri upphæðinni, telji bankinn sig hafa næga tryggingu fyrir láninu. „í þessu tilviki lánum við t.d. fyrir 85% af upphæðinni og við teljum að gengið fari ekki niður fyrir þau viðmiðunarmörk. Ef svo ólíklega vildi til samt sem áður að gengi hlutabréfanna lækkaði niður fyrir þessi mörk yrði lántakandinn eftir sem áður ábyrgur fyrir skuldabréf- inu. Hann tekst á hendur skuld- bindingar til að greiða lánið hvem- ig sem gengi hlutabréfanna þró- ast,“ segir Andri. Jökull einbeitir sér að veiðum á rækju og uppsjávarfiskum ásamt landvinnslu á bolfiski og uppsjáv- arfiskum. SR-mjöl rekur fískimjölsverk- smiðjur á Siglufirði, Raufarhöfn, Seyðisfirði og Reyðaifirði auk þess sem félagið rekur vélaverkstæði á Siglufirði og Raufarhöfn. Félagið er sérhæft í framleiðslu og sölu á fískimjöli og lýsi. Tilvist VÞÍ auðveldar samruna Verði af samrunanum yrði um að ræða fyrsta samruna tveggja fé- laga í hefðbundnum rekstri sem skráð era á Verðbréfaþingi Is- lands. Ekki yrði þó um fyrsta sam- runa félaga á þingi að ræða, að sögn Stefáns Halldórssonar, fram- kvæmdastjóra VÞÍ, því hlutabréfa- sjóðirnir Hlutabréfasjóður VBÍ og Hlutabréfasjóðurinn hf. runnu saman árið 1995. „Reynslan erlendis frá sýnir að þegar félög hafa verið skráð á skipulegan markað og verð mynd- ast á bréfin í viðskiptum þá auð- veldar það mjög og leiðir til fjölg- unar á samruna og yfirtökum fyrir- tækja af því að verðgildið er þá orðið miklu ljósara í hugum manna. Markaðurinn er þá búinn að verð- leggja bréfin. Tilvist VÞÍ auðveld- ar þannig samruna og yfirtökuferli á Islandi," sagði Stefán Halldórs- son. Verð bréfa Jökuls hækkar um 66,7% Stefán sagði að það hvernig upplýsingar um hugsanlegan sam- nma væru sendar út, þ.e. að sagt væri frá skiptahlutfalli í samein- uðu félagi, gerði það að verkum að verð á bréfum annars félagsins breyttist strax verulega, en verð bréfa í Jökli hækkaði um 66,7% í gær. Viðskipti með hlutabréf á VÞI námu 11 milljónum í gær, þar af voru 7 mkr. viðskipti með bréf Jökuls og 3 mkr. með bréf SR- mjöls. Hlutabréf Fjárfestingarbankans Búnaðarbank- inn lánar fyrir kaupunum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.