Morgunblaðið - 04.11.1998, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 04.11.1998, Blaðsíða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 4. NÓVEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Sjóþotu- leikur LEIKUR fjögurra manna á sjóþotu í Reykjavíkurhöfn vakti talsverða athygli þeirra sem áttu leið um höfnina enda virtust þeir hafa gaman af þessari siglingu. Morgunblaðið/Jón Páll Viðhorfskönnun Dagvistar barna Foreldrar í heild jákvæðir VIÐHORFSKÖNNUN meðal for- eldra sem nýta sér þjónustu leikskóla, gæsluleikvalla og njóta þjónustu dagmæðra undir eftirliti Dagvistar barna sýnir að í heild er viðhorf til stofnunarinnar jákvætt. Einnig var kannað viðhorf foreldra með börn á biðlista eftir leikskólaplássi og benda niðurstöð- ur til þess að óánægjan sé meiri því lengur sem barn er á biðlista, en mjög léleg svörun var meðal hóps- ins. í frétt frá Dagvist barna segir að viðhorfskönnunin tengist stefnu- mótun sem unnið hefur verið að hjá stofnuninni sl. tvö ár og er eitt af meginmarkmiðum hennar að bæta og styrkja þjónustuna við börn og foreldra. Könnunin fór þannig fram að spurningarlistar voru sendir til 1.057 foreldra sem eiga börn á leikskólum, gæsluvöllum og til þeirra sem eiga börn á biðlista eftir leikskólaplássi. Góð svörun var frá foreldrum barna á leikskól- um eða 73% og frá foreldrum barna á gæsluvöllum eða 84% en einungis 36% foreldra barna á biðlistum endursendu spurninga- listana. Tíð mannaskipti gagnrýnd Fram kemur að í heildina er viðhorf til stofnunarinnar jákvætt og bent er á að því meiri samskipti sem foreldrar hafa við leikskóla og gæsluvelli, þeim mun jákvæðari eru þeir. Foreldrar gefa starfsfólki mjög góða einkunn, en í skriflegum athugasemdum frá þeim kemur fram gagnrýni á tíð mannaskipti og skort á fagfólki og karlmönnum í leikskólum. Mikil ánægja er með aðbúnað leikskólanna. 71% þeirra foreldra sem nota þjónustu dagmæðra er ánægt með hana, 24% líkar hún sæmilega en 5% illa. Umferðarþungi í Hvalfjarðargöngum meðan lögreglan athafnaði sig Hefði átt að loka göngunum Símtöl til útlanda lækka í verði ÞRÁTT fyrir að'lögreglan í Reykja- vík væri á vettvangi umferð- aróhapps í Hvalfjarðargöngunum í hálfa aðra klukkustund á sunnu- dagskvöld, þar sem fólksbifreið nánast eyðilagðist og minniháttar meiðsli urðu á fólki, var göngunum ekki lokað á meðan lögreglan at- hafnaði sig. Umferðarteppa myndaðist við gangamunnann að norðanverðu um tíma, en umferð að sunnanverðu gekk lipurlega fyrir sig. Jónas Hallsson aðstoðaryfírlögregluþjónn segir að þótt allt hafi sloppið fyrir hom að þessu sinni hefði átt að loka göngunum og beina umferðinni um Hvalfjörð. Það eru vaktmenn Spalar hf., sem loka göngunum þegar neyð ber að höndum og segir Marínó Tryggvason starfsmaður Spalar hf. að það hafi orðið að samkomulagi milli lögreglunnar og starfsmanna Spalar að loka ekki göngunum, enda hafí hvorugur aðili metið ástandið svo alvarlegt, að ástæða væri að loka þeim. Hann segir hins vegar að eftir á að hyggja hefði Hæstiréttur Dæmdur fyrir fjár- drátt HÆSTIRÉTTUR dæmdi á fimmtudag karlmann á fertugs- aldri í átta mánaða fangelsi, þar af sex mánuði skilorðsbundið, fyrir fjárdrátt. Maðurinn viðurkenndi að hafa dregið sér tæpar tvær milljónir króna sem Rauði kross íslands hafði greitt honum á árunum 1995 til 1996 vegna kaupa á sjúkrabifreið erlendis frá fyrir milligöngu fyrirtækis hans. Þá hafði hann á árinu 1997 dregið sér 300.000 kr. sem hann fékk í hendur vegna sölu á bif- reið annars fyrirtækis sem hann starfaði hjá. samt átt að loka göngunum og menn muni læra af þessari reynslu. Fyrsta umferðaróhappið í göngunum Lögreglan fékk tilkynningu um slysið kl. 19.16 á sunnudagskvöld og hvarf af vettvangi um kl. 20.45. Talið er að sprunginn hjólbarði hafí valdið því að ökumaður bifreiðar- innar, sem var á norðurleið, missti stjórn á henni þannig að hún skall utan í gangavegginn og skemmdi dúk innan á göngunum á 20 metra kafla. Þetta er fyrsta umferð- aróhappið sem á sér stað í sjálfum göngunum, en áður hafa fáein slys orðið í námunda við hvorn enda ganganna. í LÆKJARGÖTU 4 í Reykjavík í kjallara Islenska handverkshúss- ins hófst smáblaða- og bóka- markaður úr safni Helga Tryggvasonar bókbindara í byrj- un október. Það er Sigríður, dótt- ir Helga, sem ákvað að efna til sölumarkaðar á því mikla efni, sem faðir hennar safnaði í fjölda ára. Margt af því hefur aldrei komið fyrir almenningssjónir áð- ur og að sama skapi er margt sem er afar fágætt orðið, þótt Sigríður telji sjálft efni sumra blaðanna ekki stórmerkilegt í sjálfu sér. Hún segir að söfn og opinberir aðilar hafí sýnt ýmsu efni áhuga og nefnir sérstaklega Héraðs- skjalasafn Egilsstaða og líka ýmsa einkaaðila í Vestmannaeyjum. „Auk þess voru fulltrúar frá Landsbókasafninu hér fyrir skömmu og keyptu ýmislegt til VERÐ á millilandasímtölum hjá Landssimanum í þremur gjald- flokkum lækkar um á milli 13 og 14 af hundraði á morgun. Einnig lækk- ar verð á símtölum til nokkurra landa, sem flutt verða milli flokka. Næturtaxti óbreyttur I fréttatilkynningu frá Landssím- anum kemur fram að sjálfvirkt mínútugjald á dagtaxta í 2. gjald- flokki lækki úr 44 ki-ónum í 38 krón- ur, eða um 13,6 af hundraði. í þess- um gjaldflokki eru ýmis Evr- ópulönd, t.d. Benelux-löndin, Frakkland, írland og Spánn. Kvöld- og næturtaxti verður óbreyttur, 33 krónur á mínútu. í 4. gjaldflokki lækkar mínútu- gjaldið þegar hringt er með sjálf- virkum hætti úr 64 krónum á safnsins sem það vantaði," segir hún. Sem dæmi um hversu Helgi fað- ir Sigríðar lagði mikla rækt við söfnun smáblaða eru í Lækjargöt- unni blöð, sem komu ekki út nema einu sinni, þá oft kosningablöð frá því fyrr á öldinni, auglýsingablöð ýmiskonar, sem hafa skemmtilegt heimildagildi um auglýsinga- mennskuna í þá daga og margt fleira. Að blöðin komist þangað sem þau eiga heima „Safn föður míns er miklu meira en ég ræð við og auk þess er mér annt um að fólk fái að- gang að fágætum blöðum sem það hefur vantað í söfn sín. Vest- mannaeyingar tóku fljótt við sér og keyptu Rödd fólksins, sem gef- ið var út í Eyjum fyrr á öldinni. Mínútugjald lækkar í þremur gjaldflokkum dagtaxta í 55 krónur, sem samsvar- ar 14% lækkun. í þeim flokki eru meðal annars Eystrasaltslöndin, Austurríki, Sviss, Portúgal, Ung- verjaland, Tékkland og Pólland. Kvöld- og næturtaxti verður áfram 48 krónur á mínútu. I 5. gjaldflokki verður sjálfvirkt mínútugjald á dagtaxta 73 krónur í stað 84 króna og er það um 14% lækkun. Kvöld- og næturtaxti verð- ur áfram 63 krónur á mínútu. Samhliða þessari breytingu fær- ast nokkur lönd og landsvæði milli Mörgum þykir verðmæti í blöðum sem gefin voru út á þeirra heimaslóðum fyrir margt löngu og einn megintilgangurinn með því að selja þetta, er að blöðin komist þangað sem þau eiga heima,“ segir Sigríður. Elstu blöðin eru frá miðri nítjándu öld, s.s. Ný tíðindi. Þá er hér að finna sérstakt auglýsinga- blað sem heitir Auglýsarinn frá gjaldflokka og símtöl þangað verða ódýrari fyrir vikið, segir í tilkynn- ingunni. Filippseyjar færast til dæmis úr 7. flokki í 5. flokk og lækkar mínútugjald sjálfvirks símtals að degi til úr 155 krónum í 73, eða um 53 af hundraði. Samkeppni og aukin flutningsgeta í fréttatilkynningunni segir að gjöld fyrir millilandasímtöl hafí farið lækkandi víða um heim að undanförnu vegna vaxandi sam- keppni símafyrirtækja, aukinnar flutningsgetu ljósleiðarastrengja og tækninýjunga, sem ti-yggja betri nýtingu á tækjabúnaði. Þá hafí einnig tekist hagstæðari samningar við erlend símafélög, sem feli í sér lækkun á endastöðvagjaldi. árinu 1902. Þó má telja að Auglýsarinn hafi verið öllu kær- komnara lesefni á sinni tíð heldur en auglýsingablöð nútímans, enda ekki mikið úrval af lesefni um aldamótin og mál og stíll mun skemmtilegra en í símskeyta- og áróðursstíl nútímaauglýsinga- mennsku. Sigríður lokar markaðnum 10. nóvember. Gamlar bækur og smáblöð til sölu á markaði f Lækjargötunni Vestmannaeying- ar fljótir að ná sér í Rödd fólksins , ^ Morgunblaðið/Golli SIGRIÐUR Helgadóttir í kjallara íslenska handverkshússins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.