Morgunblaðið - 04.11.1998, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 04.11.1998, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. NÓVEMBER 1998 53 BRÉF TIL BLAÐSINS Frá Ólafi Sigurðssýni: FIMMTUDAGINN 22. október síðastliðinn var fjallað á forsíðu DV um ágang Asíubúa, nánar tiltekið Taflendinga, í úrgang eða innyfli fyrir utan svínasláturhús hér i Reykjavík. Gekk svo langt að vakta þurfti gáminn, að sögn DV. Eftir lestur greinarinnar fylltist maður viðbjóði á þessari hegðan ská- eygðra. Hugsa sér að ganga svo á úrganginn að það þurfí íslensk hraustmenni til að vakta þetta og hvorki lögregla né yfirdýi'alæknir ræður við „þetta fólk“. Ja, svei og aftur svei. En það var þó ekki laust við að maður leiddi hugann að þorramatn- um, innyflum og úrgangi sem okk- ur finnst jú mörgum gott að borða. Mörgum finnst líka gaman að reyna á „útlendingana“, hvort þeir þori að smakka þetta, en sá eini sem ég hef fengið til þess ennþá er Filippseyingur sem ég þekkti vel og var hann mjög þakklátur fyrir að hafa kynnst þessu og sögunni bak við það. En „Kaninn“ og „Tjall- inn“ fá bara velgju við að heyra þetta nefnt. En hvort skyldi vera ógeðslegra; að Taílendingar borði slátur úr svínakjöti eða íslendingar úr lambi? Ætli munurinn sé ekki sá að við getum keypt þetta í búðinni en þeir virðast hvergi fá þetta nema stela því. Ef þeim finnst innmatur jafn góður og mér þá skil ég þá að sumu leyti, að minnsta kosti ef ég væri fluttur af landi brott og sakn- aði þorrans. En væri ekki besta ráðið fyrir sláturhúsið að bjóða þeim þetta ein- faldlega til sölu eins og önnur slát- urhús selja úr lambinu? Setja lás á gáminn eða ganga almennilega frá þessu. Ætli við séum ekki of fljót á Alið á forclóm- um gegn Asíubúum okkur að fordæma Asíubúana. Þeir eiga heldur ekki alltaf gott með að svara fyrir sig. Mér finnst ótrúlegt að það sé hægt að selja mér úldinn mat á veitingahúsi án þess ég taki eftir því. Það mega þá vera miklir kryddmeistarar og þá væntanlega góðir kokkar sem geta búið til góð- an mat úr úldnu kjöti. Já, og sinar, barðar og djúpsteiktar! Hvað skyldi hafa verið notað í farsið hér áður fyiT annað en „annars flokks hráefni"? Ætli próteingildið sé nokkuð lakara en í húðinni framaní lambinu? Sjálfsbjörg Ég held við getum lært ýmislegt af Asíubúunum sem hingað koma. Það er dýrt fyrir þá að lifa hér eins og okkur. Hin íslenska hagsýna húsmóðir hefur ekki tærnar þar sem margar Asíukonur hafa hælana hvað varðar hollustu, hagsýni í mat- argerð og notkun á góðu kryddi. Asíubúar borða mun meira af hrís- grjónum, flóknum kolvetnum og gi-ænmeti en við. Þetta er einmitt það sem Manneldisráð íslands hvetur okkur til, að borða meira af kornvörum og grænmeti, því þá lif- um við lengur heilbrigð og hraust. Að auki er þetta ódýrasti matur- inn. Hrísgi'jón, heimabakað brauð, flatkökur af ýmsum gerðum og grænmeti og ávextir er það ódýrasta sem fæst í búðinni. Græn- meti, epli og ávextir, oftast innan við 150 kr./kg, jafnvel innan við hundraðkallinn! Og bráðhollt! Með réttu kryddi verður þetta svo kóngafæða. Ég held ég móðgi eng- an (nema mömmu) þó ég mundi frekar vilja fara í mat hjá kín- verskri vinkonu minni, henni Lindu og manninum hennar. Ég hef víða séð til á asískum veitingahúsum og veit að þeir eru margir alveg jafn metnaðarfullir og hver annar að hafa aðeins fyrsta flokks hráefni á boðstólum frá vott- uðum vinnsluaðilum, en ekki úr gámum. Það er ekki minnst einu orði á neitt slíkt í DV. Bara æsing- ur á einn veg. Það er auðvelt að ráðast á þetta fólk eins og DV ger- ir, en það er ósmekklegt. Það er auðvelt að læða því inn að Asíubúar séu sífellt með eitthvað „sullum- drull“ á veitingastöðunum hjá sér, en við hljótum að geta greint mun- inn á úldnu kjöti og fersku. Það er auðvelt að selja blað með því að ala á fordómum og fávisku lesenda, en það er erfitt fyrir asíska vini mína og fleiri þegar kjaftasög- urnar fara af stað hér í bænum um það sem þeir eiga síst skilið. Ég skil vel að blaðið þurfi að seljast og á hverjum degi þurfi nýja fyrirsögn, þetta er viss sjálfsbjargarviðleitni, þótt fréttin sé grunnhyggin og illa framsett. Ég skil líka sjálfsbjargar- viðleitni margra Asíubúa sem dvelja hér, en að mínu mati er sú viðleitni síst ómerkilegri en blaðs- ins, sem þarf að seljast. ÓLAFUR SIGURÐSSON, matvælafræðingur. Wye-samkomulagið og næstu skref Frá Amos Nadai: EKKI fyrir alllöngu var þess minnst, að fimm ár eru liðin frá því að Óslóarsamkomulagið var undir- ritað. Síðan hefur á ýmsu gengið með framkvæmd þess og sumir töldu jafnvel, að það væri að engu orðið. 23. október sl. var þó stigið nýtt skref í samskiptum ísraela og Palestínumanna er Wye-samning- urinn var undirritaður fyrir milli- göngu Bandaríkjastjórnar. Viðræðurnar í Wye voru flóknar og erfiðar en þær sýndu samt, að deiluaðilar vilja lifa saman í friði og leysa sín mál með samningum. Það eitt vekur vonir um góðan árangur í þeim viðræðum, sem framundan eru. Viðræðurnar við Palestínumenn snerust að mörgu leyti um sjálfa til- veru Israelsríkis og öryggi þess. Wye-samningurinn er líka staðfest- ing á því, að friðarferlinu verður ekki snúið við enda nýtur það stuðnings allra helstu stjórnmála- afla í landinu. Með samkomulaginu er tryggt, að framhald verði á því og það opnar einnig fýrir samning- um við Sýrlendinga og Líbani síðar. Rétt er að minna á, að Wye- samningurinn um brottflutning ísraelsks herliðs frá 13% Vestur- bakkans er í raun nýr áfangi í framkvæmd bráðabirgðasamkomu- lagsins, sem var undirritað í sept- ember 1995, en ekki nýtt eða sjálf- stætt samkomulag. Honum er fyi'st og fremst ætlað að upplylla viss ákvæði í bráðabirgðasamkomulag- inu. Brátt dregur að lokasamningum milli Israela og Palestínumanna og þar verður tekist á um mjög erfið og mikilvæg mál. Vonast Israelar eftir skilningi annan-a þjóða í því efni. Að sjálfsögðu verður að ganga mjög tryggilega frá væntanlegum samningum og víst er, að í lokavið- ræðunum mun reyna á samninga- mennina sem aldrei fýrr. Þá verður hvert orð dýrt og óvarleg ummæli geta haft alvarlegar afleiðingar. Ekki er síður mikilvægt, að kom- ið verði á eðlilegum samskiptum milli Israels og arabaríkjanna. Geta arabaríkin lagt ýmislegt af mörkum í því skyni og einnig önnur ríki og hið alþjóðlega samfélag. Við Israelar vonumst til, að stjórnarnefnd viðræðnanna komi saman sem fyrst. A fundi hennar yrði þá staðfest niðurstaða þing- anna, farið yfir stöðuna og hindrun- um rutt úr vegi. Mikilvægt er, að viðfangsefnin verði vel skilgreind. ísraelar ætlast einnig til, að Pa- lestínumenn standi við sín fyrirheit. Þeh' hétu að berjast gegn hi-yðju- verkasamtökum gegn því, að við létum land af hendi, og þeir ábyi'gðust, að ákvæðið um uppræt- ingu Israelsríkis yrði afmáð úr palestínsku stjórnarski'ánni. Líka ber að leggja áherslu á þá kröfu, að okkur verði gert kleift að koma lög- um yfir þá palestínska hryðju- verkamenn, sem gerst hafa sekir um glæpi og morð í Israel. Með Wye-samningnum hefur landsvæðið, sem palestínsk stjórn- völd ráða yfir, stækkað og að sama skapi sú ábyrgð, sem þau bera á því, sem þar fer fram. Baráttan gegn hryðjuverkasamtökum á að vera í fyrirrúmi iyrir öllu öðru og þar getur hið alþjóðlega samfélag lagt sitt lóð á vogarskálarnar. Aukin umsvif hryðjuverkamanna geta gert að engu allt það, sem áunnist hefur. Nú er kominn tími til að taka upp þráðinn þar sem frá var horfið í Noregi með beinum persónulegum samböndum og samskiptum jafnt á milli stofnana og félaga sem ein- staklinga. Höfum það í huga, að friðurinn er fyrir fólkið. AMOS NADAI, sendiherra Israels á Islandi með aðsetur í Ósló. Súrelnlsvönir Karin Herzog • vinna gegn ölclrunai'einkennuni • enduruppbyggja húðiua • vinna á appelsínubúd og sliti • vmtta á unglingabólunt • viðitalda ferskleika búóarinnar Ferskir vindar í umhirðu húður Ráðgjöf og kynning í Garðsapóteki, Sogavegi, í dag kl. 14-18 Kynningarafsláttur Mikið úrval af barnavögnum 18 litir mW Rauðarárstíg 16, sími 561 0120 Af Gliimi, kláðamaur og kærum Frá Hanni Heiler: MIKIÐ hefur fréttin um feril Glúms frá Reykjavík í hestaþætti 7. október sl. hitt viðkvæman blett hjá Ágústi Ólafssyni fyrst hann lætur annað eins frá sér fara og bréfið í Morgunblaðinu 23. október „Margur heldur mig sig“ í dálkin- um „Bréf til blaðsins". Sýnir það vel að menn hafa ekki áttað sig á því um hvað málið snýst. Það snýst ekki um geðheilsu kærenda, íslenskukunnáttu eða kláðamaur félagsmanna í Hornfirð- ingi. Málið snýst í fyrsta lagi um kæru sem ekki fæst afgreidd hjá Dómstóli Landssambands hesta- mannafélaga og við kærendur ætl- um ekki að láta þegja í hel. í öðru lagi snýst málið um það hvort leyfi- legt er að skrá hest í gæðinga- keppni hjá fleiri en einu félagi á sama ári. Ef Glúmur var löglegur í gæðingakeppni Hornfirðings þá býður það upp á ýmsa möguleika fyrir þá sem þrá að koma gæðing- um sínum á framfæri. Hægt er þá að skrá hestinn til dæmis í eigu fimm manna í jafnmöi'gum hesta- mannafélögum. Skrá hann til keppni hjá þessum félögum og sjá svo til hvar hesturinn hefm- mesta möguleika á að komast í verðlauna- sæti. Er þá jafnvel hægt að hætta við á mótsstað ef keppinautarnir sem á undan eru í dóm fá háar ein- kunnir og mæta svo með hestinn í keppni hjá næsta félagi. Spurning snýst um það hvort við viljum hafa reglur sem bjóða upp á slíka mis- notkun, en það er einmitt það sem viljum fá úrskurð um, annað ekki. Fróðlegt væri að Ágúst ræki dæmi þess til hvaða bragða „flestir kærendur“ eigi að hafa neytt til að koma sínum hrossum á framfæri. í dæminu sem hann rekur um hryss- _ una Röst frá Kálfafelli hefur það farið framhjá honum í hita leiksins að hún keppti sem gestur á félags- móti Hornfirðings þar sem hún var í eigu Breiðdælings og þá þegar búið að skrá hana til leiks á Lands- mótið ‘94 fyrir hestamannafélagið Geisla á Breiðdal. Það var hinsvegar önnur hryssa, Spóla frá Fomustekkum, sem ég kom inná Landsmótið fyrir Horn- firðing í þeirri úrtökukeppni sem hér um ræðir. Hún var í eigu fé- laga í Hornfirðingi eins og sjá má í mótskrá Landsmótsins. Svona geta menn ruglast á staðreyndum og farið með það sem „órökstutt níð“ svo notuð séu orð Ágústs i um- ' ræddu bréfi. HANNI HEILER, Hornafirði. Helgarferð til London 19. nóv frá kr. 29.900 Við höfum nú tryggt okkur 10 HÓBÍnS 10 I herbergi á Regent Palace hótel- herbergi á sértiiboði inu þann 19. nóvember á ***" 111 ' ' ' " '' | frábærum kjörum. Fjöldi íslendinga gisti á okkar vegum í fyrra á Regent Palace, enda um frábæra staðsetningu að ræða, við Piccadilly Circus, í hjarta London. Herbergin eru snyrtileg en ekki með baði á herbergjum, heldur á göngum hótelsins. Og að sjálf- sögðu nýtur þú þjónstu farar- stjóra Heimsferða á meðan dvöl- inni stendur. Bókaðu meðan enn er laust. 2 fyrir 1 til London Flugsæti til London með flugvallar- sköttum. Ferð frá mánudegi til fimmtudags, 9. og 16. nóv. Flugsæti kr. 21.900. Skattur kr. 3.500x2= 7.200. Samtals kr. 29.100. Á mann kr. 14.550. Austurstræti 17, 2. hæð ♦ sími 562 4600. www.heimsferdir.is Verð kr. 14.550 Flug og hótel í 4 nætur, helgarferð 19. nóv.___ Verð kr. 29.990 Sértilboð 19. og 26. nóv„ Regent Palace-hótelið, 4 nætur í 2ja manna herbergi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.