Morgunblaðið - 01.12.1998, Síða 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 1. DESEMBER 1998
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Sorphirðugjald tekur við af tunnuleigu
Fasteignaskattar
lækka um 0,046%
BORGARRAÐSFULLTRUAR
Reykjavíkurlistans hafa lagt fram
tillögu um lækkun fasteignaskatts
fyrir íbúðarhúsnæði úr 0,421% af
fasteignamati í 0,375% frá og með
árinu 1999. Jafnframt að tekið verði
upp sorphirðugjald vegna íbúðai-hús-
næðis og að í fyrstu verði miðað við
fjölda og stærð íláta en síðar verði
gjaldið miðað við þyngd sorps og
fjölda íláta. Lagt er til að gjaldið
verði sex þús. á ári miðað við viku-
lega tæmingu en 5.500 ef tæmt er á
tíu daga fresti. Sérstök tunnuleiga
fellur niður frá sama tíma.
I tillögunni er einnig gert ráð fyrir
að árlegt sorphirðugjald fyrir at-
vinnuhúsnæði verði óbreytt eða
7.800 krónur fyrir vikulega tæmingu
og 7.000 krónur ef tæmt er á tíu
daga fresti. Þá verður gerð umfangs-
mikil tilraun á næsta ári með tæm-
ingu á tíu daga fresti og verður sorp-
hirðugjaid lægra í þeim borgarhlut-
um.
Ennfremur er lagt til að hafín
verði víðtæk tilraun með vigtun
sorps frá heimilum og er stefnt að
því að 1. janúar árið 2000 verði
mögulegt að breyta gjaldski'á þannig
að miðað verði við fjölda íláta og
sorpmagn og skal síðari hluti næsta
árs verða notaður til kynningar á
fyrirhugaðri innheimtu fyrir hirð-
ingu og eyðingu á innvegnu sorpi frá
hverju heimili.
Haft áhrif á kostnað
í greinargerð með tillögunni segir
að sú stefna hafi rutt sér til rúms að
sá sem mengar skuli bera af því
kostnað. Því hafí verið tekið upp
sorphirðugjald sem standi að hluta
eða öllu leyti undir kostnaði við hirð-
ingu sorps og eyðingu þess. Borgar-
búar muni sjálfir geta haft áhrif á
sinn kostnað með því að flokka sorp
meira en nú er og koma til eyðingar
þegai- farið er að vigta sorp eins og
að er stefnt. Með viðmiðun við þyngd
fáist hvati fyrir almenning til að
minnka sorpmagn og þar með kostn-
að við hirðingu og að einhverju leyti
eyðingu.
Gert er ráð fyrir að sorphirðu-
gjaldið standi undir um 80% af
kostnaði við sorphirðu frá íbúðarhús-
næði og að sorphirðugjald við at-
vinnuhúsnæði endurspegli raunveru-
legan kostnað bæði af söfnun eða
hirðingu og af förgun eða eyðingu.
Fram kemur að sorphirðugjald af
íbúðarhúsnæði er liður í umhverfis-
stefnu borgarinnar en ekki hugsað
sem sérstakur tekjuauki fyrir borg-
arsjóð og er því lagt til að fasteigna-
skattur á íbúðarhúsnæði lækki úr
0,421% í 0,375% af fasteignamati.
I greinargerðinni segir að gert sé
ráð fyrir að frá og með 1. janúar árið
2000 verði sorp almennt vigtað í
borginni og að sorphh-ðugjald taki
annars vegar mið af ijölda íláta og
hins vegar af innvegnu sorpi.
Reynsla erlendis frá bendi til þess að
sorpmagn frá heimilum sem sveitar-
félagið sjái um að hirða gæti minnk-
að um 20-30% ef sorphirðugjald er
að hluta háð sorpmagni. Til lengri
tíma litið er stefnt að aukinni flokk-
un húsasorps en ekki er gert ráð fyr-
ir að flokkun lífræns sorps hefjist
fyn' en eftir 3-4 ár og þá samtímis á
öllu höfuðborgarsvæðinu.
Morgunblaðið/Ásdís
Við borgum
ÆTLI það sé ekki vissara að setja eitthvað í stöðu- eina rétta. Verst er þegar réttu myntina vantar. Er
mælinn og taka enga áhættu með sekt? Trúlega það kannski hægt að koma upp skiptimyntasjálfsala?
Jarðskjálfti upp á 3,8 á Richter í gær
Ljósmynd/Oddur Stefánsson
SKJÁLFTINN í gær átti upptök sín á mótum Sveifluháls (hryggurinn
lengst til vinstri) og Kleifarvatns og mældist 3,8 á Ricter. Engar
skemmdir voru tilkynntar.
„Snöggt höggí
skamma stund4<
JARÐSKJÁLFTI upp á 3,8 á Richt-
er, sem átti upptök sín um 6 km
norðnorðaustan við Krísuvík eða á
mótum Sveifluháls og Kleifarvatns,
fannst í gær klukkan 10.41. Nokkrir
vægai’i eftirskjálftar komu í kjölfai'-
ið, en búist var við að hrinunni linnti
að sólarhring loknum. Fólk af höfuð-
borgarsvæðinu tilkynnti Veðurstof-
unni að það hefði orðið skjálftans
vart og lýsti honum sem „snöggu
höggi í skamma stund“ að sögn
Ragnars Stefánssonai', jarðskjálfta-
fræðings hjá Veðurstofu íslands.
Ragnar sagði að ekki væri ólíklegt
að samhengi væri á milli skjálftans
og annarra skjálfta sem komið hafa í
haust. „Það hefur ekki verið neitt
sérstakt um að vera á þessu svæði
nokkuð lengi, en spennubreytingar
sem hafa átt sér stað austar á skag-
anum og í Ölfusi geta breitt úr sér og
hafa því áhrif á að það losnar eitt-
hvað úr læðingi þarna líka,“ sagði
Ragnar.
Aðspurður hvernig Ragnar túlkaði
skjálftann, sagði hann að hann væri
ósköp venjulegur brotaskjálfti.
„Skjálftanum hafa fylgt nokkiii' eft-
irskjálftar upp á 2-2,5 á Richter.
Hann fannst mest í húsnæði Krísu-
víkursamtakanna, sem er í 6 km fjar-
lægð frá upptökunum," sagði Ragn-
ar.
Óskað eftir afstöðu lögreglunnar
V ínveitingaley fí
afturkölluð?
BORGARRÁÐ hefur samþykkt til-
lögu um að óskað verði eftir afstöðu
lögreglunnar í Reykjavík til þess
hvort rannsóknir á skattskilum
veitingahúsa gefí tilefni til að aftur-
kalla vínveitingaleyfí.
í tillögunni segir að ítrekaðar
fréttir hafi borist af meintum
skattsvikum einstakra vínveitinga-
húsa í Reykjavík og að þrátt fyrir
að verulegur árangur hafí náðst á
undanfórnum árum hvað varðar
skil á opinberum gjöldum þá sé
ljóst að enn sé víða pottur brotinn
og að ki'öfur borgarinnar hafi ekki
verið uppfylltar. Því óski borgarráð
eftir afstöðu lögreglunnar í Reykja-
vík til þess hvort rannsóknir á
skattskilum þessara aðila og mögu-
legri svartri atvinnustarfsemi gefí
tilefni til afturköllunar á vínveit-
ingaleyfi.
Um 100 manns á ráðstefnu um þróun í
lýðheilsu og læknisfræði
Samband milli
heilsufars barna
og þjóðfélags-
stöðu foreldra
RÁÐSTEFNA um nýjungar og þró-
un í lýðheilsu og læknisfræði var
haldin í gær í Reykjavík í tilefni af
því að Ólafur Ólafsson landlæknir lét
þá af störfum en Sigurður Guð-
mundsson tekur við embættinu í dag.
Matthías Halldórsson aðstoðarland-
læknir sagði ráðstefnuna vel sótta en
þar voru fluttir yfír 20 fyrirlestrar.
Meðal erinda á ráðstefnunni má
nefna umfjöllun Valgerðar Baldurs-
dóttur læknis sem hún kallaði
gleymdu bömin og fjallaði um börn
með geðræn vandamál, erindi Ara
Jóhannessonar yfírlæknis um bein-
þynningu sem forvarnir 21. aldar-
innar, erindi Brynjólfs Mogensens
yfírlæknis um að eingöngu forvarnir
geti fækkað slysum og umfjöllun
Jósefs Blöndal yfírlæknis um nýj-
ungar í meðferð bakkvilla.
Matthías Halldórsson flutti erindi
um heilbrigði barna og þjóðfélags-
stétt. Greindi hann frá þeirri niður-
stöðu sinni sem fengist hefur í nor-
rænni könnun meðal 15 þúsund fjöl-
skyldna á öllum Norðurlöndunum
að fylgni sé milli þjóðfélagsstöðu
foreldra, þ.e. ráðstöfunartekna,
menntunar og atvinnu, og heilsufars
barna þeirra. Segir Matthías sam-
band finnast í þessum atriðum,
heldur meira í Danmörku og Sví-
þjóð en t.d. hjá íslendingum. Spurt
var um 13 viðvarandi sjúkdóma,
sykursýki, offitu og fleiri og síðan
um ýmis einkenni, svo sem maga-
veiki, svefnleysi, bakverki, lystar-
leysi og hvort börn hefðu þessi ein-
kenni oftar en aðra hverja viku og
meira en lítilvæg einkenni. Segir
Matthías veikindi almennari hjá
Morgunblaðið/Kristinn
RÁÐSTEFNU um þróun í lýðheilsu og læknisfræði sóttu kringum 100 manns. Ólafur Ólafsson Iandlæknir var
meðal fyrirlesara og Ingibjörg Pálmadóttir ávarpaði ráðstefnungesti.
þeim sem verr séu settir í þjóðfélag-
inu.
„Þetta er auðvitað í fyllsta máta
óréttlátt gagnvart þessum börnum
en spurning er hvaða skýring er á
þessu,“ segir Matthías. „Að ein-
hverju leyti geta erfðir ráðið, lífsstíll
foreldra, t.d. hvort þeir reykja og
hvort börn verða þá fyrir óbeinum
reykingum og líði fyrir það. Verið
getur líka að það að vera í minni-
hlutahópi, sem hefur það á einhvern
hátt verra en aðrir efnahagslega,
geti framkallað streitueinkenni sem
koma niður á heilsufarinu almennt.
Hugsanlegt er að allt komi þetta
sem sagt gegnum streituhormón lík-
amans, að streitan innan fjölskyld-
unnar sem berst í bökkum geti orðið
til þess að börnin fá fleiri sjúkdóma
en aðrir.“
Meðal aðgerða til varnar segir
Matthías koma til greina að efla
heilsurækt í skólum, að nemendur
verði fengnir til að styrkja sjálfir
heilsufar sitt með beinum aðgerðum
fremur en fræðslu, að skapa nem-
endum verðug og næg verkefni til að
þeir leiðist síður út í vímuefnanotk-
un. Alþjóða heilbrigðismálastofnunin
hefur hvatt til verkefna af þessum
toga í 40 löndum og er verið að
kanna hvort slíku verði komið á hér.
Rannsókninni hefur verið stjórn-
að frá Norræna heilsuverndarhá-
skólanum í Gautaborg en Matthías
hefur starfað að sínum hluta rann-
sóknanna gegnum Erasmus-háskól-
ann í Rotterdam.