Morgunblaðið - 01.12.1998, Page 10

Morgunblaðið - 01.12.1998, Page 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 1. DESEMBER 1998 FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ Forsætisráðherra gagnrýnir hækkun útsvars í Reykjavík DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra gagnrýndi á Alþingi í gær tillögur R-listans um hækkun útsvars Reykvíkinga og sagði að með því væri verið að taka í burtu skatta- lækkun ríkisstjórnarinnar sem launþegahreyíingin hefði treyst á. Páll Pétursson félagsmálai-áðhen-a kvaðst hins vegar ósammála for- sætisráðherra og taldi eðlilegt að sveitarfélögin fullnýttu útsvai'ið til að mæta fjárhagshallanum. „Ég tel ekkert óeðlilegt við það að út- svarið sé hið sama í Reykjavík og Kópavogi," sagði hann m.a. Umræðurnar hófust með því að Jóhanna Sigurðardóttir, þingmað- ur jafnaðarmanna, spurði forsætis- ráðherra að því í óundirbúinni fyr- irspurn hvort hann teldi ekki ástæðu til þess í góðærinu að fella niður skattlagningu á desember- uppbót lífeyrisþega. Davíð Odds- son sagði m.a. í svari sínu að það væri sjálfsagt og eðlilegt að skoða skattamál í víðtæku samhengi um þessar mundir og að menn færu vai'lega í allri skattheimtu. „Það hefur ríkisstjórnin verið að leitast við að gera með því að iækka skatta samfellt, lækka skattpró- sentuna. Því miður lendum við nú í því, eins og nýkunnar fréttir eru um, að aðilar, til að mynda höfuð- borgin sjálf, ráðast á fólk með því að taka þá skattalækkun í burtu,“ sagði hann og tók fram að honum væri ekki fært að öðru leyti að fara inn í einstaka þætti skattamála í óundirbúinni fyrirspurn. Jóhanna tók upp hanskann fyrir Reykjavíkurlistann og sagði m.a. að hækkun útsvarsins væri m.a. vegna skuldahalans sem sjálfstæð- ismenn hefðu skilið eftir sig þegar þeii' létu af völdum í Reykjavík. Davíð sagði á móti að það sem gerðist nú með tveggja daga fyrir- vara á fundi borgarstjórnar væri ekki í neinum tengslum við það sem hefði gerst í borgarstjórn fyr- ir fimm árum. Sameining orkufyrir- tækja borgarinnar Eigið fé verði ekki undir 70% BORGARRÁÐ hefur samþykkt til- lögu um að færa niður eigið fé nýs orkufyrirtækis borgarinnar þannig að eiginfjárhlutfall þess verði ekki undir 70%. Jafnframt er gert ráð fyi'ir að fyrirtækið gi'eiði lækkunina með skuldabréfaútgáfu og að tryggt verði að greiðslubyrði þeirra valdi ekki hækkun á gjaldskrá fyrii'tæk- isins eða að arðgreiðslur til eigenda íþyngi rekstrinum. í tillögu borgarfulltrúa Reykja- víkurlista, segir að eins og fram komi í ársreikningum borgarinnar fyi'ir árið 1997 hafi eiginfjárhlutfall Rafmagnsveitu Reykjavíkur verið 92% og Hitaveitu Reykjavíkur 91%. Bent er á til samanburðar að eigin- fjárhlutfall orkufyrirtækja í ná- grannalöndunum sé um 40-50%. Fram kemur að eftir sameiningu rafmagnsveitu og hitaveitu verði eiginfjárhlutfall nýja fyrirtækisins um 92% að óbreyttu án þess að tek- ið sé tillit til vanmats eigna. Ef eignarhlutur Landsvirkjunar er undanskilinn frá þeim eigum raf- magnsveitunnar sem flytjast yfir í nýja fyrirtækið verði það miklu hæiTa en almennt gerist um hlið- stæð' fyrirtæki. Bent er á að við sameiningu tveggja eða fleiri fyrir- tækja er yfirleitt lagt mat á allar eignir og skuldir og þær færðar til raunvirðis fyi-ir sameiningu þannig að tryggt verði að raunvirði eigna og skulda hvers aðila endurspeglist í reikningum nýja fyrirtækisins. --------------- Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn Ekki enn sótt um skráningu EKKI hefur enn verið sótt um skráningu á nafni Frjálslynda lýð- ræðisflokksins hjá Hagstofu ís- lands. Ekki liggur því fyrir hvort Hagstofan samþykkir þetta nafn. Sem kunnungt er hefur Sverrir Hermannsson og fleiri stofnað Frjálslynda flokkinn og Ástþór Magnússon og fleiri hafa skráð og eiga nafnið Lýðræðisflokkurinn. Ástþór hefur formlega mótmælt því að Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn kalli sig því nafni. Fjárframlög ríkisins til SR-mjöls á þremur árum Rúmar 632 milljónir króna að núvirði BEIN fjárframlög ríkisins til SR- mjöls á árunum 1993, 1994 og 1996 voru samtals rétt rúmar 632 milljón- ir króna á verðlagi þessa árs. Fram- lögin voru í formi yfirtekinna skuld- bindinga og sam- kvæmt dómsniðurstöðum. Þetta kemur m.a. fram í skriflegu svari Geirs H. Haarde fjármálaráðherra við fyrirspurn Svavars Gestssonar, þingmanns Alþýðubandalags. Þingmaðurinn spurði um fjárfram- lög ríkisins til SR-mjöls á síðustu tíu árum en í svarinu kemur fram að ekki hafi verið um kostnað ríkis- ins að ræða önnur ár en hér hafa verið nefnd. I svarinu kemur fram að fram- reiknaður kostnaður ríkisins vegna yfirtekinna lána hafi verið rúmar 400 millj. fyrir árið 1993, fram- reiknaður kostnaður vegna yfirtek- inna lífeyrissjóðsskuldbindinga ■ ’ik m a i, ■, ALÞINGI hafi verið rúmar 188 millj. fyrir árið 1994 og að fram- reiknaður kostnað- ur vegna biðlauna samkvæmt dómi Hæstaréttar hafi verið yfir 12 millj. auk vaxta fyrir ár- ið 1996. Þingmað- urinn spurði að því hvort þessi kostnaður ríkisins vegna SR-mjöls hefði verið endur- greiddur en í svarinu segir að svo hafi ekki verið enda tengist kostn- aðurinn að langmestu leyti breyt- ingu á fyrirtækinu í hlutafélag og sölu þess til einkaaðila. í svarinu segir ennfremur að þegar hluta- bréf ríkissjóðs í SR-mjöli hafi verið seld árið 1993 hafi verið greiddar fyrir þau um 793 milljónir króna á núgildandi verðlagi. Þá segir að nafnvirði hlutabréfa fyrirtækisins sé nú 947 millj. kr. og að gengi sé 4,0. Markaðsvirði félagsins sé því 3.788 millj. kr. Svar viðskiptaráðherra um íbúð Búnaðarbankans í Lundúnum ÓLAFUR G. Einarsson forseti Alþingis verður næsti formaður bankastjómar seðlabanka íslands. Óljóst hve margir aðilar fengu af- not af íbúðinni SAMTALS 40 manns fengu afnot af íbúð Búnaðarbanka íslands í Lund- únum á árunum 1994 til 1997 sam- kvæmt minnisbókum bankans frá árunum 1996 til 1997 og tölvuskrá bankans um þá sem gistu í íbúðinni árin 1994 og 1995. Af þessum fjöru- tíu voru 7 almennir starfsmenn, 19 yfirmenn aðrir en bankastjórai', 3 bankastjórar, 4 bankaráðsmenn og 7 aðrir. Þetta kemur m.a. fram í skriflegu svari Finns Ingólfssonar viðskipta- ráðherra við fyrirspum Ástu R. Jó- hannesdóttur, þingmanns jafnaðar- manna. I svarinu er hins vegar gerður sá fyrirvari á fyrrgreindum tölum að ekki sé hægt að fullyrða að þær upplýsingar sem fram koma í umræddum minnisbókum eða tölvuskrá séu tæmandi. í svarinu kemur einnig fram að öðram minn- isbókum en frá áranum 1996 til 1997 hafi verið fargað og að fyrr- greind tölvuskrá hafi verið byggð á minnisbókum frá áranum 1994 til 1995 en ekki liggi fyrir að hún hafi verið yfirfarin eða staðfest. Þá er í svarinu ítrekað að bankinn hafi staðfest sérstaklega að engar gesta- bækur úr íbúðinni væra til í fóram bankans. í fyrirspum sinni óskar Ásta eftir upplýsingum um þá sem fengið hafa afnot af íbúð Búnaðarbankans í Lundúnum frá því hún var tekin á leigu í byrjun níunda áratugarins, en í svarinu segir að samkvæmt fyrrgreindu liggi upplýsingar um það ekki fyrir. Alþingi kýs full- trúa í bankaráð Seðlabanka ✓ Islands ALÞINGI kaus í gær fimm aðal- menn og fimm varamenn í bankaráð Seðlabanka íslands til fjögurra ára frá 1. nóvember 1998 til 31. október árið 2002. Ólafur G. Einarsson alþingismað- ur, Davíð Aðalsteinsson bóndi og Ingunn Sveinsdóttir viðskipta- fræðingur voru tilnefnd sem að- almenn af sfjórnarflokkunum en Þröstur Ólafsson framkvæmda- stjóri og Ragnar Arnalds alþing- ismaður voru tilnefndir sem aðal- menn af stjórnarandstöðunni. Erna Bryndís Halldórsdóttir löggiltur endurskoðandi, Finnur Þór Birgisson lögfræðingur og Leó Löve lögfræðingur voru til- nefndir sem varamenn af stjórn- arfiokkunum en Margrét Hin- riksdóttir lögfræðingur og Krist- ín Sigurðardóttir viðskiptafræð- ingur voru tilefnd sem varamenn af stjórnarandstöðuflokkunum. Andlát HELGI HANNESSON HELGI Hannes- son, kennari og fyrrverandi forseti Álþýðusambands Islands, er látinn, 91 árs að aldri. Helgi fæddist 18. apríl árið 1907 að Dynjanda í Grannavíkur- hreppi, sonur Hannesar Helga- sonar sjómanns og Jakobínu Ragn- heiðar Guðmunds- dóttur. Helgi lauk unglingaskóla á Isafirði og kennaraprófi árið 1931. Hann kenndi við bama- skólann á ísafirði í nokkur ár og síðar við iðnskólann þar og á námskeiðum hjá Fiskifélagi Is- lands. Helgi var famkvæmdastjóri Alþýðuflokksins á áranum 194ÍM5 og starfsmaður í félags- málaráðuneytinu árið 1947. Hann var bæjarstjóri í Hafn- arfirði árin 1948-54 og fulltrúi hjá Tryggingastofnun ríkisins frá 1954-1977. Helgi var forseti Alþýðu- sambands Islands frá 1948-1954. Hann gekkst fyr- ir stofnun Samtaka sykursjúka árið 1971 og var formað- ur samtakanna til ársins 1979 og heið- ursfélagi. Helgi var forseti Landssambands bindindisfélags ökumanna og heiðursfélagi auk þess sem hann var formaður Ábyrgðar, tryggingafélags bind- indismanna. Helgi var einnig heiðursfélagi Verkalýðsfélagsins Baldurs á Isafirði og formaðm' félagsins í tíu ár.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.