Morgunblaðið - 01.12.1998, Qupperneq 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 1. DESEMBER 1998
FRETTIR
MORGUNBLAÐIÐ
Forsætisráðherra um ráðgerða útsvarshækkun
Gæti valdið óróa
á vinnumarkaði
DAVÍÐ Oddsson for-
sætisráðherra óttast
að fyrirhuguð hækkun
útsvars í Reykjavík
geti oi'ðið til þess að
valda óróa á vinnu-
markaði og tefla stöð-
ugleika í efnahagsmál-
um í tvísýnu. Hann
gagnrýnir aðdraganda
málsins.
„Það er með ólíkind-
um hvemig þetta ber
að. Það er boðaður
aukafundur með
tveggja daga fyrirvara
yfir helgi til að koma
þessu í gegn sem getur ekki hafa
borið svona brátt að. Undirbúning-
ur fjárhagsmála ríkis og sveitarfé-
laga er ekki með þeim hætti að
hann gerist með tveggja daga fyr-
irvara. Það er því ljóst að vond
samviska ræður þama för sem
vonlegt er því það er gerður samn-
ingur á vinnumarkaði og það er vit-
að að það er byggt á því að ákveðið
skattaferli fer í gang sem á að
ljúka núna um áramótin," segir
forsætisráðherra.
Hann segir alveg ljóst að sveit-
arstjórnarmenn, og þá ekki síst
borgarstjómarmeirihlutinn, hafi
verið sér mjög meðvitandi um það
hvað kjarasamning-
amir snerust um.
Vegna þeirra, stöðug-
leikans í þjóðfélaginu
og batnandi efnahags
af þeim sökum hafi
ríki og sveitarfélög
fengið stóraukna fjár-
muni til sín.
„Þess vegna er
komið aftan að laun-
þegum með þessu at-
hæfi og menn sjá fyrir
sér hvernig framtíðin
yrði þegar aðilar
semja með slíkum
hætti ef jafnstór aðili
og Reykjavíkurborg hrifsar svo til
sín þá skattalækkun sem ríkið
stendur fyrir.“
Hann segir að samningarnir hafi
nú verið í gildi í á þriðja ár. Þeir
hafi verið gerðir fyrir síðustu kosn-
ingar og þá hafi borgarstjórnar-
meirihlutinn margítrekað fullyrt að
skattar yrðu ekki hækkaðir.
„Það hefur ekkert gerst síðan
sem réttlætir útsvarshækkunina
því tekjur sveitarfélaganna hafa
verið að aukast. Eg óttast að það
myndist órói á vinnumarkaði vegna
þess að það er bersýnilega verið að
hrifsa af launafólkinu síðasta
áfangann sem það átti að fá núna.“
*
Halldór Asgrímsson utanríkisráðherra
Borgin í
erfíðri stöðu
HALLDÓR Ásgríms-
son utanríkisráðherra
segist telja miður að
Reykjavíkurborg skuli
þurfa að hækka útsvar.
Hann bendir hins vegar
á að borgin sé í erfiðri
stöðu og minnir á að
mikii skuldasöfnun hafi
verið hjá borgarsjóði
áður en núverandi
meirihluti tók við.
„Ég tel það miður að
Reykjavíkurborg skuli
þui'fa að taka þessa
ákvörðun. Það var
ákveðið af ríkisstjórn-
inni að lækka skatta í
tengslum við kjara-
samninga og við vænt-
um þess að sveitarfé-
lögin tækju þátt í þeirri
ákvörðun og gengum út
frá því. Með þessari
ákvörðun Reykjavíkur-
borgar gerist hið gagn-
stæða. Hins vegar geri
ég mér grein fyrir því
að Reykjavíkurborg er
í erfiðri stöðu vegna
þess að áður en þessi
meirihluti tók við völd-
um var mikil skulda-
söfnun hjá borginni."
Grétar Þorsteinsson
forseti ASÍ
„Lítum svo á
að það ríki
friðarskylda“
„ÞAÐ blasir auðvitað við að við
mótmælum fyrirhugaðri hækkun
útsvars í Reykjavík og óskum eftir
því að það verði
fallið frá henni,“
sagði Grétar Þor-
steinsson, forseti
Alþýðusambands
íslands, aðspurð-
ur um viðbrögð
ASÍ við boðaðri
hækkun meiri-
hlutans í borgar-
stjórn Reykjavíkur á hækkun út-
svars úr 11,24% í 11,99%.
„Við eigum auðvitað fárra kosta
völ, en við lítum svo á að það ríki
friðarskylda og okkar fólk skrifaði
undir samninga og samþykkti þá,
flestir fyn-i hluta árs 1997 og í und-
antekningartilvikum um haustið
1997. Þannig að við sjáum ekki í
fljótu bragði að það séu einhverjar
leiðir færar hjá okkur til að bregð-
ast við þessu aðrar en að mótmæla
og reyna með þeim hætti að hafa
áhrif á,“ sagði Grétar.
Hirðir bróðurpartinn
af tekjuskattslækkuninni
Hann sagði að það hefði verið yf-
irbragðið á umræðunni hér í sam-
félaginu frá gerð síðustu kjara-
samninga að reyna að sýna aðhald,
og ætti það við jafnt um einstak-
linga, fyrirtæki, sveitarfélög og
stjórnvöld, meðal annars til að
halda verðbólgustiginu í skefjum.
Það hefði reyndar tekist til þessa
þótt menn hefðu stigið mörg víxl-
sporin og gengið hefði á ýmsu.
„Við höfum hins vegar varað við
því allt frá lokum síðastliðins árs að
það væri ákveðin hætta á að þessi
atburðarás færi af stað. Að vísu
byrjaði hún aðeins um síðustu ára-
mót þegar nokkur lítil sveitarfélög
hækkuðu útsvar, en það hafði hins
vegar tiltöiulega lítil áhrif á stað-
greiðsluna. Það er auðvitað allt
annað þegar við komum að þessu
stóra sveitarfélagi.
Við höfum einfaldlega varað við
þessu vegna samninga sem sum
sveitarfélög hafa verið að gera við
hluta af sínum starfsmönnum, þar
sem hefur verið samið um mun
meiri hækkanir en gerðist á al-
menna markaðinum. Það verður
auðvitað einhvers staðar að taka
þennan kostnaðai-auka, þannig að
við höfum óttast þessa atburðarás.
Nú er þetta langstærsta sveitarfé-
lag á landinu að hirða bróðurpart-
inn af tekjuskattslækkuninni sem á
að koma tO framkvæmda 1. janúar
og við sáum fyrir okkur sem kaup-
máttarauka fyrir okkar fólk, en
ekki að það færi í hækkun útsvars,
hvorki í Reykjavík né annars stað-
ar,“ sagði Grétar.
Þórarinn V. Þórarinsson
framkvæmdastjóri VSÍ
Gagnrýni-
verð út-
gjaldaþensla
ÞÓRARINN V. Þórarinsson, fram-
kvæmdastjóri Vinnuveitendasam-
bands Islands, segir það vonbrigði
hvernig fjármál
sveitarstjómar-
stigsins í landinu
hafi verið að fara
úr böndunum.
Gríðarlegur halli
hafi verið á
rekstri sveitarfé-
laga í fyrra og
áframhaldandi
hallarekstur verði á þessu ári.
Sveitarstjórnarmenn virðist hafa
verið að taka ákvarðanir um að
auka hlutdeild sveitarstjórnanna í
ráðstöfun á aflafé almennings.
Hann segir að ekki þurfi að
koma á óvart að þessi útgjalda-
þensla hafi orðið því teknar hafi
verið ákvarðanir um mjög dýra liði
eins og einsetningu grunnskólans
sem eigi að koma fram á mjög
skömmum tíma.
„Það hefur óhjákvæmilega vald-
ið ei’fiðleikum í mönnun á þessari
þjónustu. Við sjáum líka að launa-
hækkanh' í samningum hins opin-
bera, þá ekki síst hjá grunnskólum
og leikskólum, hafa verið meiri en
gerist annars staðar. Ef sveitar-
stjórnarstigið hækkar laun meira
en laun annars staðar hækka, jafn-
gildir það ákvörðun um það að
sækja stærri hlut af launum ann-
aiTa til að bera þann kostnað. Við
höfum varað við þessari þróun. Ut-
gjaldaþenslan er gagnrýniverð en
annað er afleiðing sem menn sitja
uppi með,“ sagði Þórarinn.
Fundur formanna lands-
sambanda innan ASI
Skattahækk-
un harðlega
mótmælt
FUNDUR formanna landssam-
banda innan Alþýðusambands ís-
lands, sem haldinn var í gær, mót-
mælir harðlega fyrirhugaðri
skattahækkun meirihlutans í borg-
arstjórn Reykjavíkur og skorar á
borgarstjórn að hverfa frá þessum
fyrirætlunum.
I yfirlýsingu sem þeir hafa sent
frá sér minna formenn landssam-
banda innan ASÍ á að Alþýðusam-
band íslands og einstök landssam-
bönd og félög innan þess hafi ítrek-
að varað við þenslu og verðhækk-
unum hjá hinu opinbera. Sveitarfé-
lög hafi verið að auka útgjöld sín
langt umfram það sem þau hafi
svigrúm til og þannig sýnt ábyrgð-
arleysi sem nú bitni á almennu
launafólki.
„Launafólk á almennum vinnu-
markaði samdi á giundvelli áfram-
haldandi stöðugieika og lágrar
verðbólgu. Það er óþolandi að al-
mennu launafólki sé einu gert að
standa undir þessum markmiðum
ásamt því að greiða með skatta-
hækkunum þann kostnað em hefur
m.a. orðið til vegna umframhækk-
ana til annaiTa hópa.
Formenn landssambanda innan
ASI lýsa áhyggjum sínum af því að
þessi skattahækkun sé aðeins upp-
hafið að skriðu hækkana, bæði á
útsvari og ýmsum þjónustugjöld-
um þar sem mörg sveitarfélög nýta
nú þegar til fulls heimildir sínar til
skattheimtu í gegnum útsvar.
Með hækkunum sveitarfélaga á
sköttum og þjónustu er verið að
hirða stóran hluta af því eina pró-
sentustigi sem staðgreiðsla á að
lækka um nú um áramótin og félög
innan ASI náðu fram í tengslum
við síðustu kjarasamninga á al-
mennum vinnumarkaði. Skatta-
hækkanir sveitarfélaga á borð við
þær sem Reykjavíkurborg hefur
boðað rýra kaupmátt launafólks og
hafa hlutfallslega mest áhrif á ráð-
stöfunartekjur þeirra heimila sem
minnst hafa fyrir,“ segir í yfirlýs-
ingu formannafundarins.
Dagsbrún og
Framsókn gagnrýna
hækkun útsvars
Bitnar hart
á félags-
mönnum
STÉTTARFÉLAGIÐ Dagsbrún
og Framsókn gagnrýnir harðlega
ráðgerða hækkun útsvars í
Reykjavík. Halldór Björnsson, for-
maður félagsins, segir að félagið
líti á þessi áform sem brot á þeim
kjarasamningum sem félagið stóð
að. Þetta muni bitna hart á félags-
mönnum því stærstur hluti þeirra
sé búsettur í Reykjavík.
„Það er mjög erfitt að kyngja
þessu þegar framundan eru skatta-
lækkanir sem samið var um í síð-
ustu samningum og þar að auki er
síðasta launahækkunin að koma
líka. Við erum því vægast sagt
mjög óhress með þetta,“ sagði
Halldór.
Hann segir að leiða megi líkum
að því að umframhækkanir sem
aðrar stéttir en félagsmenn innan
ASÍ hafi fengið liggi til grundvallar
ákvöi'ðuninni um hækkun útsvars-
ins. „Á sínum tíma vöruðum við al-
varlega við þessari þróun og lýst-
um því að þessar stéttir og við-
semjendur þeiiTa, þar með talin
Reykjavíkurborg, bæru fulla á
ábyrgð á þessu. Við bentum á að
þetta væri ávísun á skattahækkan-
ir og það er núna að koma í ljós.
Við teljum að það sé mjög slæmt
mál fyrir meirihluta borgarstjórn-
ar að standa svona að málum,“ seg-
ir Halldór.
Formaður Verzlunar-
mannafélags Reykjavíkur
Högg í andlit
verkalýðs-
hreyfingar-
innar
MAGNÚS L. Sveinsson, formaður
Verzlunarmannafélags Reykjavík-
ur, segir að fyrirhuguð hækkun á
útsvari Reykvík-
inga sé óskaplegt
högg í andlit
verkalýðshreyf-
ingarinnar.
„Það liggur al-
veg ljóst fyrir að
þegar verkalýðs-
hreyfingin var að
gera kjarasamn-
inga á síðasta ári var markmiðið
með þeim launahækkunum, sem þá
var samið um, ekki að mæta hækk-
un útsvara heldur fyrst og fremst
að semja um kaupmáttarauka,"
sagði Magnús.
Harðar
umræður
um útsvar
INGIBJÖRG Sólnín Gísladóttir
borgarstjóri, Helgi Hjörvar borg-
arfulltrúi og Steinunn Valdís
Óskarsdóttir borgarfulltrúi
ræddu sanian á borgarstjórnar-
fundinum í gærkvöldi þegar um-
ræður um hækkun á útsvari
stóðu sem hæst.
Hann sagði að hluti af þeim
aukna kaupmætti sem verkalýðs-
hreyfingin horfði til og mat við
gerð samninganna, og auðvitað
hefði haft áhrif á endanlega samn-
ingagerð, hefði verið fyrirheit rík-
isstjórnarinnar um verulega lækk-
un á tekjuskattsprósentunni.
„Að fá svo núna tilkynningu um
það að Reykjavíkurborg ætli að
hækka útsvarið nánast sem nemur
þeirri lækkun sem á að koma um
næstu áramót frá ríkisvaldinu er
alveg ótrúlegt að skuli gerast,"
sagði Magnús.
Launþegum sendur
reikningurinn
Hann sagði að þó að sveitarfé-
lögin hefðu ekki verið með beinan
samning eða yfirlýsingu við verka-
lýðshreyfinguna þegar samningar
voru gerðir í fyrra hafi allir verið
sér meðvitandi um að tekjuskatts-
lækkunin væri hluti af því sem
verkalýðshreyfíngin hefði byggt
sína samninga á og lagði traust sitt
á að yrði staðið við þannig að sá
kaupmáttur sem samið var um
myndi ganga eftir.
„Ég vil vekja athygli á því að
með þeim aukna kaupmætti sem
orðið hefur í kjölfar samninganna í
fyrra og bættum efnahag í þjóðfé-
laginu hafa tekjur sveitarfélag-
anna, og ekki síst Reykjavíkur,
stóraukist. Það er því mjög alvar-
legt að það skuli gerast á sama
tíma að þegar stórauknar tekjur
sveitarfélagsins koma í kjölfar
kjarasamninganna skuli vera grip-
ið til þess að hækka útsvarið sem
þessu nemur og nánast þurrka út
þá skattalækkun sem ríkisvaldið
hét. Það er umhugsunarefni fyrir
okkur að eftir kjarasamninga
verkalýðshreyfingarinnar í fyrra
hafa sveitarfélögin, og þar á meðal
Reykjavfkurborg, verið að semja
um meiri launahækkanir en þá var
talið fært að semja um og nú senda
þeir þessum launþegum reikning-
inn,“ sagði Magnús.