Morgunblaðið - 01.12.1998, Side 18

Morgunblaðið - 01.12.1998, Side 18
18 ÞRIÐJUDAGUR 1. DESEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ •Ojasgow ÍRLAND 'sSlafietd LONÐON KJARNORKUIBNADUR í BRETLANDI - ÁHRIF Á NORÐURLÖND Dounreay stöðin líður undi Lokun Dounreay hefur lítil áhrif á magn geisla- virkra efna í hafinu Kjarnorkuendurvinnslustööin við Dounreay í Noröur-Skotlandi hefur veriö mjög umdeild og harkalega gagnrýnd fyrir ónógt öryggi og losun geislavirkra efna í hafiö og andrúmsloftið. Fyrr á þessu ári tilkynntu bresk stjórnvöld aö starf- semi hennar yröi hætt - viö mikinn fögnuö náttúruverndarsinna og þeirra sem eiga hags- muna aö gæta í Norður-Atlantshafi. Ragna Sara Jónsdóttir komst aö því aö þrátt fyrir aö stööinni verði lokað mun þaö ekki breyta miklu um þaö magn sem Bretar losa árlega af geisla- virkum efnum í hafiö. ■j ^■jarnorkuendurvinnslu- stöðin við Dounreay í ^^^^Norður-Skotlandi hóf H l^starfsemi fyrir tæpum fjórum áratugum. Upphaflega var bæði framleitt rafmagn og stunduð endurvinnsla í Dounr- eay, en þar hefur ekki verið fram- leitt rafmagn síðan 1994 þegar slökkt var á síðasta kjamaofni stöðvarinnar, en þeir era fjórir. I júní sl. var tilkynnt að starf- semi endurvinnslustöðvarinnar í Dounreay yrði hætt, þar sem engar efnahagslegar forsendur væru fyrir því að halda starfsemi hennar áfram. Tony Blair, for- sætisráðherra Bretlands lagði áherslu á, þegar hann tilkynnti um lokun stöðvarinnar, að það væri ekki vegna efasemda um ör- yggi hennar, en það hefur verið harðlega gagnrýnt undanfarin ár. Eftir lokun Dounreay verður Sellafield eina endurvinnslustöð- in sem Bretar starfrækja. Ríkisstjórnir Norðurlanda og ýmis náttúravemdarsamtök fögnuðu ákvörðun breskra stjómvalda, en lengi höfðu verið uppi efasemdir um öryggi stöðv- arinnar og var starfsemi hennar ákaft mótmælt. Árið 1994 sam- þykktu Norðurlöndin til dæmis að beita sér sameiginlega gegn aukinni starfsemi í Dounreay og mikil mótmæli urðu einnig í byrj- un árs 1997 þegar tvöfalda átti losun á plútóníum-241 í hafið og fjórfalda losun þess út í andrúms- loftið. Segja má að mótmælin hafi náð hámarki í apríl sl. þegar upp komst um leynilegan samning sem bresk stjórnvöld höfðu gert við Bandaríkjamenn um að taka við 5 kg af auðguðu úrani frá Ge- orgíu til endurvinnslu í Dounr- eay. Upp komst um fyrirætlan- imar þegar The New York Times sagði frá þeim skömmu áður en flytja átti efnið til Dounreay. Ekki stóð á viðbrögðum um- heimsins. Halldór Ásgrímsson ut- anríkisráðherra kallaði til dæmis sendiherra Bretlands og Banda- ríkjanna á sinn fund til að mót- mæla flutningum úransins. Sagði hann að íslenska ríkisstjórnin teldi að öll sú starfsemi sem los- aði geislavirkan úrgang í hafið, skaðaði ásýnd þeiira afurða sem koma úr hafínu og ríkisstjórnin liti þetta mjög alvarlegum aug- um. Öryggismál í Dounrey-stöðinni voru harkalega gagnrýnd í skýrslu sem sérfræðingar heil- brigðisyfii’valda og skosku um- hverfisvemdarstofnunarinnar skiluðu frá sér í september sl. að lokinni þriggja mánaða rannsókn. I skýrslunni era bornar fram 143 ráðleggingar um úrbætur og eig- endur stöðvarinnar eru hvattir til að leggja „verulegan tíma og fé“ í að bæta öryggi hennar. I skýrsl- unni segir að ekki sé talið að stórskostleg hætta sé yfirvofandi, en að „hlutar stöðvarinnar hafí verið reknir án skýrrar vitneskju um hvað gæti farið úrskeiðis." Dounreay losar mun minna en Sellafield Þótt Dounreay-stöðin sé mun nær íslandi og fiskimiðum þess en Sellafield-stöðin í norðanverðu Englandi, tekur það efnin sem losuð eru frá stöðvunum svipaðan tíma að berast hingað. Haf- straumarnir gera það að verkum að efnin berast upp með vestur- strönd Englands og Skotlands, þaðan austur með norðurströnd Skotlands, suður með austur- ströndinni og þaðan inn í Norður- sjó í átt til Danmerkur og Nor- egs. Þremur til íjóram árum eftir að þau eru losuð frá Sellafield og tveimur til þremur áram eftir að þau era losuð frá Dounreay ber- ast þau norður með ströndum Noregs, og upp að Svalbarða. Sex til átta árum eftir losun berast þau suður með austurströnd Grænlands og til íslands. Það tekur efnin því sjö til níu ár að berast á hafsvæðin fyrir norðan ísland og hefur styrkur þeirra minnkað þúsundfalt á leiðinni. Umfang Dounreay stöðvarinn- ar er mun minna en umfang end- urvinnslustöðvarinnar í Sellafi- eld. Að sögn dr. George Hunter, deildarstjóra í skosku umhverfís- málastofnuninni, er magn geisla- virks úrgangs sem losað er í hafið frá Dounreay hverfandi miðað við það magn sem losað er frá Sellafield. Hann segir að þar af leiðandi muni magn þeirra efna sem endurunnin eru í Bretlandi og losuð eru í hafið ekki minnka Vandamál sem lausna er leitað við EITT af þeim vandamálum sem framleiðendur kjarnorku og end- urvinnslu geislavirkra efna standa frammi fyrir er hvað þeir eigi að gera við hágeislavirk úrgangsefni. Kjarnorkuframleiðendur í heimin- um hafa gripið til ólíkra aðferða, og sumar þjóðir hafa frestað vandamálinu með bráðabirgða- geymslum á meðan þær þróa betri geymsluaðferðir. Við endurvinnslu á brennsluefni kjarnaofnanna fellur til misgeisla- virkur úrgangur sem komið er fyrir á ólíkan hátt, eftir því hversu geislavirkur hann er. I Sellafield eru þijár aðferðir notaðar við að geyma geislavirkan úrgang. Lág- geislavirkur úrgangur er settur í gám, sem síðan er fylltur með steypu til að minnka geislunina. Gámunum er komið fyrir á af- mörkuðu niðurgröfnu svæði með steyptum botni og veggjum. Þegar rýmið verður fullt mun verða steypt yfir það. Fram til ársins 1994 var úr- gangurinn grafinn í jörðu, án steypueinangrunar. Geislavirkni gat þá borist með regnvatni frá svæðinu og var ákveðið svæði í kringum það vaktað, en þar var búpeningur á beit sem geislavirk efni gátu borist í. Mjóikin úr kún- um var mæld og eins kjötið sem fékkst af þeim. Að sögn Toms Bra- dfords, yfirmanns geymslustöðva Sellafield, mældist ekki geisla- virkni í búpeningnum. Hann segir að nú hafi þessu fyrirkomulagi verið breytt og allt vatn sem kem- ur frá svæðinu sé mælt auk þess sem búpeningur hafi hvergi að- gang að vatni sem geti verið geislavirkt. Rússar sökktu úrgangi á hafsbotn Miðlungsgeislavirkur úrgangur er settur í stáltunnur, sem steypt er ofaní, og hann geymdur undir þykku lagi af steinsteypu í sér- hönnuðum geymum inni á Sella- field-svæðinu. Hágeislavirkur úr- gangur er glerjaður, settur í tunn- ur og einnig geymdur í sérhönn- uðum geymum, inni á Sellafield- svæðinu. Þetta á þó aðeins við um hágeislavirkan úrgang sem fellur til vegna endurvinnslu brennslu- efnis úr breskuni kjarnaofnum. Aðrar þjóðir sem láta endurvinna brennsluefni í Sellafield eru skuld- bundnar til að taka við hágeisla- virka úrganginum og koma honum fyrir í sínu landi. Lönd eins og Japan, Þýskaland, Sviss, Kanada, Svíþjóð, Italía, Belgía og Holland eru viðskiptavinir endurvinnslu- stöðvarinnar í Sellafield og taka því við endurunnu eldsneyti, auk hágeislavirks úrgangs. Þjóðir heims sem framleiða kjarnorku hafa þróað ólíkar að- ferðir við að koma geislavirkum úrgangi fyrir á endanlegum geymslustað, þar sem hann verður líklega til eilífðarnóns. Á síðasta áratug vörpuðu Rússar geislavirk- um efnum í hafið við Novaja Zemlja þar á meðal nokkrum kjarnaofnum úr kafbátum sem teknir voru úr notkun. Af hafs- botni leka efnin hægt úr umbúðun- um og út í hafið. Rússar hafa einnig útbúið neðanjarðargeyma, djúpt í jörðu, þar sem þeir koma geislavirkum úrgangi fyrir. Bretar hafa ekki fundið endan- lega Iausn á því hvernig þeir ætla að koma hágeislavirkum úrgangi fyrir, en fram fer viðamikið rann- sóknarstarf til að finna lausn á málinu. Líklegt þykir að þeir muni grafa það í jörð eins og Rússar en ekki hafa fengist neinar staðfestar fregnir um hvað þeir ætlast fyrir. Dr. George Hunter, deildarsljóri í skosku umhverfismálastofnuninni, segir aðspurður að ekki sé komið í ljós hvar geislavirk efni verði geymd neðanjarðar, komi til þess. „Það gæti verið við Dounreay, það gæti verið við Sellafield, það Iigg- ur ekkert ljdst fyrir í þeim efn- um,“ segir Hunter. Morgunblaðið/RSJ LÁGGEISLAVIRKUR úrgangur frá Sellafield er settur í gáma, sem fylltir eru meó steypu og þeim komið fyrir á afmörkuóu niðurgröfnu svæði með steypt- um botni og veggjum. umtalsvert, þegar Dounreay verði lokað, jafnvel þótt Sellafield verði eina endurvinnslustöð geislavirkra efna í Bretlandi. Hunter bendir hins vegar á að Dounreay gegni mjög sérhæfðu hlutverki í endurvinnslu geisla- virks úrgangs og lokun stöðvar- innar geti því hugsanlega skapað vandamál að því leyti. Dounreay stöðin er sú eina sinnar tegundar í vestrænum heimi sem endur- vinnur brennsluefni frá mjög sér- hæfðum kjarnaofnum sem era í notkun á nokkram stöðum. Þegar starfsemi hennar verður lögð nið- ur hverfur möguleikinn á endur- vinnslu brennsluefnis frá þessum kjarnaofnum og því felst vanda- málið í að finna út hver eigi að endurvinna þessi efni, eða hvort koma verði þeim fyrir í geymsl- um og fresta vandanum. Erfitt að hreinsa stöðina eftir að starfsemin hættir Annað vandamál við að loka stöðinni að sögn Hunter, er hreinsun svæðisins, en stöðin er það gömul að hún var ekki byggð með slíkt hreinsunarferli í huga, eins og nú er gert þegar bygging- ar sem geyma geislavirkan úr- gang era reistar. Umtalsverð geislavirkni hefur mælst í um- hverfi Dounreay bæði á landi og í sjónum, á svæði sem er líklega um 2 km2. Hunter segir að verið sé að vinna að því að hreinsa svæðið en veiðibann hefur verið í gildi á litlu svæði umhverfis stöð- ina. Hunter segir að Dounreay stöðin hafi ekki skaðað skoskan sjávarútveg hingað til, þótt veiði- bannið við svæðið hafí vissulega áhrif. 1.600 manns vinna í Dounreay, en þar sem talið er að það muni taka tugi ára að binda enda á starfsemi stöðvarinnar og hreinsa svæðið er atvinna fólksins ekki talin í hættu. Bresk stjórnvöld áætla að endurvinnslu í stöðinni ljúki fyrir árið 2006, þegar lokið hefur verið að endurvinna elds- neyti stöðvarinnar sjálfrar, úran- ið frá Georgíu og staðið hefur verið við alla núgildandi samn- inga. Hunter segir að ekki sé hægt að fullyrða að svo stöddu um hvort þessi áætlun nái að ganga eftir. Hann segir jafnframt að helsti vandinn felist í því að hreinsa stöðina, svæðið í kringum hana og gera hana riothæfa til annars. MIÐLUNGSGEISLAVIRKUR úrgangur er settur í stáltunnur sem steypt er ofaní, og hann geymdur undir þykku lagi af steinsteypu í sérhönn- uðum geymum inni á Sellafield-svæðinu. Hvar er geislavirkum úrgangi komið fyrir?

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.