Morgunblaðið - 01.12.1998, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 01.12.1998, Blaðsíða 26
26 ÞRIÐJUDAGUR 1. DESEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Deutsche Bank yfírtekur Bankers Trust Verður stærsti banki heims Frankfurt. Reuters. DEUTSCHE BANK AG kveðst hafa samþykkt 10,1 milljarðs doll- ara, eða um 707 milljarða íslenski-a króna, yfirtöku Bankers Trust með samningi um stofnun stærsta banka heims. 5.500 störf verða lögð niður í New York og London. Stærsti banki Þýzkalands, Deutsche Bank, sagði í tilkynningu að kaupin fullnægðu metnaði bank- ans í Bandaríkjunum og mundu gera honum kleift að halda uppi ár- angursríkari samkeppni á aðal- markaði sínum, Evrópu, þar sem hann hyggur á fleiri kaup. „Kaupin breyta alls ekki metnaði okkar í Evrópu," sagði aðalfram- kvæmdastjóri Deutsche, Rolf Breu- er, á blaðamannafundi. „Við viljum enn færa út kvíarnar í Evrópu og fjármögnun er ekkert vandamál." Samningurinn var samþykktur á fundum í eftirlitsstjómum bank- anna og búizt er við að samrunanum ljúki á öðrum ársfjórðungi 1999. Samkvæmt samningnum mun efna- hagsreikningur bankans hljóða upp á 834 milljarða dollara, eignir upp á 688 milljarða dollara og 96.442 starfsmenn. Eftir yfirtökuna verður Union-bankinnn í Sviss næststærsti banki heims. 5.500 störf lögð niður í kjölfar yfírtökunnar Starfsfólki fækkar á sviðum, sem skarast, og tæknimönnum verður sagt upp, þar sem hugbúnaður bankanna verður sameinaður. Eng- um starfsmanni í Þýzkalandi verður sagt upp og sérstök nefnd mun ákveða hvernig uppsögnum verður skipt milli New York og London. Kostnaður við kaupin Auk 10,1 milljarðs dollara sem Deutsche greiðir fyrir útistandandi hlutabréf Bankers Trust (93 dollara á hlutabréf) verður ráðstafað ein- greiðslu upp á um tvo milljarða marka vegna uppsagnargreiðslna og 400 milljónir dollara hafa verið lagðar til hliðar til að greiða hvetj- andi kaupauka til að koma í veg fyr- ir flótta mikilvægra starfsmanna. Þar með nemur heildarkostnaður við kaupin um 11,7 milljörðum doll- ara, eða 819 milljörðum íslenskra króna. Til að greiða fyrir samninginn mun Deutsche afla fjögurra millj- arða marka með útboði hlutabréfa og þar við bætast lausafjármunir, skuldabréfaútgáfa og sala hluta- bréfa sem bankinn á í öðrum fyrir- tækjum. Breuer sagði þó að bank- inn mundi ekki selja rúmlega 10% hlut sinn í DaimlerChrysler AG. Deutsche sagði að kaupin mundu leiða til 1,7 milljarða marka spam- aðar á ári frá 2001 og auka arðsemi hlutabréfa fyrir skatta í að minnsta kosti 26% árið 2001 úr 22,2% nú. „Við erum að leggja grundvöll að hæfni til samruna og fyrirtækja- kaupa á heimsmælikvarða eins og Deutsche Bank hefur stefnt að,“ sagði Breuter. Hann og stjórnarfor- maður Bankers Trast, Frank Newman, sögðu að bankarnir bættu hvor annan upp og gerðu lítið úr ugg fjárfesta um að erfitt yrði að sameina þá. Efasemdir meðal sérfræðinga Margir sérfræðingar eru þó efins. Kaupin geri að veruleika draum Deutsche um umtalsverð umsvif í Bandaríkjunum, en þeir segja að mikil áhætta fylgi kaupunum. Deutsche hasli sér völl sem fjárfest- ingabanki á tímum umróts á fjár- STÆRSTU BANKAR Tíu stærstu bankar heims við sameiningu Deutsche Bank og Bankers Trust EIGNIR í milljörðum dollara Deutsche Bank / Bankers Trust ■ 756,5 ~~DB BT \ Bank of Tokyo-Mitsubishi / 68( 680,9 _____J BankAmerica Corp. / 524,7 »■■■■■■■■■■■ Credit Suisse Group 495,0 m Industrial & Commercial Bank of China / 489,0 \ Sumitomo Bank / 482,6 \ HSBC Holdings / 474,4 Dai-lchi Kangyo Bank ABMAMRO 438,4 Sanwa Bank 438,0 ) málamörkuðum, sem hafi sýnt hvað slík stefna geti haft í för með sér. Kreppan hefur nánast þurrkað út rekstrartekjur Deutsche á þriðja ársfjórðungi, þegar rekstrarhagn- aður minnkaði í 70 milljónir marka og Bankers Trust tapaði 488 millj- ónum dollara. Verðbréfaþing Islands FBA lækk- ar um 3,8% VIÐSKIPTI með hlutabréf á Verðbréfaþingi Islands námu 111 milljónum króna í gær. Mest viðskipti voru með hluta- bréf Fjárfestingarbanka at- vinnulífsins, FBA, rúmar 40 milljónir króna. Lokagengi FBA var 1,75 sem er 3,8% lækkun frá föstudeginum, íyrsta viðskiptadegi með bréf félagsins á Verðbréfaþingi. Þrátt fyrir lækkunina í gær er gengi hlutabréfanna 25% hærra heldur en í útboðinu til almennings. Úrvalsvísitalan hækkar 14 milljóna króna viðskipti voru með hlutabréf í Flugleið- um. Viðskipti með hlutabréf í Tryggingamiðstöðinni námu 10 milljónum króna. Engin breyting varð á gengi Trygg- ingamiðstöðvarinnar en það hækkaði um 18% á föstudag eftir að tilkynnt var um sam- runaáætlun félagsins og Tryggingar hf. 10 milljóna króna viðskipti voru með hlutabréf í Eimskipafélagi Is- lands. Úiwalsvísitala aðallista hækkaði um 0,32% í gær. Úr ársreikningum tryggingafélaga árió 1997 S v/w Rekstrarreikningur Tekiur oq gjöld af vátryggingarekstri: Eigin iðgjöld Milljónir króna: 1.864,5 597,5 3.101 3.795,3 Fjárfestingartekjur af vátryggingarekstri Eigin tjón Hreinn rekstrarkostnaður 380,6 (1.722,7) (330,4) 114,0 (470,0) (133,3) 683 2.705 782 862,9 (3.552,6) (832,4) Breyting á útjöfnunarskuld (69,1) (59,9) Hagnaður af vátryggingarekstri 122,8 48,3 146 145,8 Tekjur oo gjöld af fjármálarekstri: Fjárfestingartekjur 621,0 167,0 1.085 1.121,2 Fjárfestingargjöld Reikn. tekjur (gjöld) v, verðlagsbreytinga Fjárfest.tekjur yfirf. á vátrygg.rekstur (53,6) (0,6) (380,6) (5,5) 3,6 (114,0) 138 (51,9) Hagnaður af fjármálarekstri 186,2 5TjÖ 298 226,4 Aðrar tekjur og (gjöld) (28,1) (17,8) 2 32,5 Hagnaður fyrir tekju- og eignarskatt Tekju- og eignarskattar 280,9 (58,7) 81,6 (25,3) 81 99,7 Hagnaður ársins 222,2 56,3 361 305,1 Efnahagsreikningur 31i9d9T Eiqnir: Fjárfestingar Miiijónir króna: Hluti endurtryggjenda í vátrygg.skuld 5.692,9 950,3 1.399,1 437,5 10.170 1.315 11.343,5 623,8 Kröfur Aðrar eignir 640.6 563.7 244,7 432,0 1.478 769 1.837.3 1.337.3 Eignir samtais: 7.847,6 2.513,3 13.732 15.249,6 Skuldir oq eiqið fé: 1.323,6 333,1 Eigið fé 1.864 1.918,1 Vátryggingaskuld Aðrar skuldbindingar Geymslufé frá endurtryggjendum 6.218,7 57.8 46.8 1.987,9 42,6 10.729 115 270 565 189 12.284,3 515,8 Viðskiptaskuldir Áfallinn kostn. og fyrirfr.innheimtar tekjur 166,9 33,8 84,1 65,5 531,4 Skuldir og eigið fé samtals: 7.847,6 2.513,3 13.732 15.249,6 Markaðshlutdeild íslenskra vátryggingafélaga Sameining Algroup og Viag gagnrýnd Hluthöfum ráð- lugt að hafna sameiningu SAMANLOGÐ markaðshlutdeild vátryggingafélaganna Trygginga- miðstöðvarinnar hf. og Tryggingar hf. er 26,9% samkvæmt upplýsing- um frá Vátryggingaeftirliti Is- lands. Félögin hafa tilkynnt um sameiginlegt eignarhald og stefnt er að samruna þeirra í eitt félag, sem verður þriðja stærsta vátrygg- ingafélagið hér á landi. Iðgjaldatekjur íslenskra vá- tryggingafélaga í frumtryggingum, án viðlagatrygginga og líftrygg- TM og Trygging með 26,9% inga, námu 12,494 milljörðum króna árið 1997. Upplýsingar um bein viðskipti Islendinga við erlend frumtryggingafélög liggja ekki fyr- ir. Iðgjaldatekjur Vátryggingafé- lags Isiands hf. (VÍS) námu um 4.561 milljónum, Sjóvá Almennra trygginga hf. um 4.165 milljónum, Tryggingamiðstöðvarinnar (TM) um 2.476 milljónum og Tryggingar um 886 milljónum króna. Miðað við iðgjaldatekjur félag- anna var markaðshlutdeild Trygg- ingar 7,1% og TM 19,8%, en sam- anlagt 26,9%. Þá var markaðshlut- deild Sjóvár 33,3% og Vátryginga- félagsins 36,5%. SAMEINING Algroup og Viag var gagnrýnd í Lex-dálki Finaneial Times á mánudag. Lex-dálkurinn er mikið lesinn í fjármálaheiminum og skoðanir sem koma þar fram teknar alvarlega. Hluthöfum í Al- group og Viag var ráðlagt að sam- þykkja ekki sameiningu svissneska og þýska fyrirtækisins á aðalfund- um fyiártækjanna í maí. Það eru litlar líkur á að hluthafar komi í veg fyrir sameininguna. En margir eru óánægðir með hana og ekki er taiið ólíklegt að stórfyrirtækið verði bút- að niður í smærri einingar fyn- heldur en síðar. Viðbrögð við sameiningunni í Sviss snúast aðallega um vangavelt- ur um áhrif stærstu hluthafa Al- group á ákvörðunina um samein- ingu og sárindi yfir að eitt virtasta fyrirtæki Sviss verður þýskt í fram- tíðinni. Svisslendingarnir Martin Ebner og Christoph Blocher eru stærstu hluthafar í Algroup fyrir utan Þjóð- verjann August von Finck. Ebner og Blocher eru báðir þekktir og um- deildir viðskiptajöfrar. Blocher er þar að auki áhrifaríkur, hægrisinna þingmaður. Ebner á 14,2% í Al- group og Blocher 5,6%. Finck á 10%. Burkhard Wollschláger, kunn- ingi Ebners og Blochers úr sviss- neska viðskiptaheiminum, tók sæti í stjórn Viag fyrr á þessu ári. Það var talið eiga stóran þátt í því að af sameiningu stórfyrirtækjanna varð. Wollschláger verður áfram í stjórn nýja fyrirtækisins auk fimm ann- arra sem Viag tiinefnir. Blocher og Ebner fá báðir sæti í stjórninni. Þeir era ekki í stjórn Algroup og þess vegna vekur tilnefning þeirra í stjórnina sérstaka athygli. Rupert Gasser, sem á sæti í stjórn Nestlé, verður einnig í stjórninni. Theodor M. Tschopp, stjórnarformaður Al- gi’oup, verður áfram stjórnarfor- maður sameinaða fyrirtækisins. Algroup er virt fyrirtæki. Stjórn- endur þess þykja hafa mótað vel rekið stórfyrirtæki á efna-, pökkun- ar- og álsviði á undanförnum árum. Fyrirtæki á sama framleiðslusviði í eigu Viag bætast nú við auk orku- og samskiptafyrirtækja. Sergio Marchionne, framkvæmdastjóri Al- gi’oup, verður aðstoðarfram- kvæmdastjóri með iðnframleiðsluna á sfnum snærum. Wilhelm Simson, framkvæmdastjóri Viag, verður að- alframkvæmdastjóri. Það þykir ekki boða gott að Marchionne er ekki framkvæmdastjóri. Hann hef- ur sannað hjá Algroup að hann get- ur gert gott fyrirtæki úr mörgum ólíkum þáttum. Þess vegna velti leiðarahöfundur viðskiptablaðs Zurcher Zeitung fyrir sér á laugar- dag hvort þetta stóra skref í átt að sameiningu sé aðeins milliskref. ------------------- BA og AA kaupa í Iberia London. Telegraph. FLUGFÉLÖGIN British Aii-ways og American Airlines munu kaupa 10% hlut í spænska flugfélaginu Iberia fyrir 59 milljarða peseta eða 29 milljarða íslenskra króna. Josep Pique iðnaðarráðherra sagði að salan fæli í sér 58 milljarða peseta fjármagnsaukningu. Að sögn ráðherrans munu BA og AA stofna sameignarfélag, sem tek- ur við 10% hlutnum, og verður samningur undirritaður 2. desem- ber. Þar með hefst fyrsti áfangi einkavæðingar spænska flugfélags- ins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.