Morgunblaðið - 01.12.1998, Page 35

Morgunblaðið - 01.12.1998, Page 35
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR ÞRIÐJUDAGUR 1. DESEMBER 1998 35 Tilnefningar til Bókmenntaverðlauna N orðurlandaráðs Brotahöfuð og 101 Reykjavík SKALDSOGURNAR Brotahöfuð eftir Þórarin Eldjárn og 101 Reykjavík eftir Hallgrím Helgason hafa verið tilnefndar til Bókmennta- verðlauna Norðurlandaráðs 1999. Úr því verður skorið á fundi dóm- nefndar í Kaupmannahöfn 26. janú- Þórarinn Eldjárn Hallgrímur Helgason Ljónið fer á flakk BÆKUR B a r n a b ó k LEÓPOLD SIRKUSLJÓN HRELLIR BORGARBÚA Eftir Helga Guðmundsson. Ólafur Pétursson myndskreytti. Mál og menning, 1998. - 101 bls. Helgi Guðmundsson ar nk. hver hlýtur Bókmenntaverð- laun Norðurlandaráðs 1999. Þau eru að upphæð 350.000 danskar krónur. Fulltrúar Islands í dómnefndinni eru Dagný Kristjánsdóttir dósent sem gegnir formennsku að þessu sinni, Jóhann Hjálmarsson skáld og Sveinbjörn I. Baldvinsson skáld sem er varamaður. • KERLING vill hafa nokkuð fyr- ir sniíð sinn er ævintýri mynd- skreytt af Guðrúnu Hannesdottur. Sagan er sótt í Þjóðsögur Jóns Arnasonar. I kynningu segir: Einu sinni voru kari og kerling í koti sínu. Þau voru svo snauð að þau áttu ekkert fémætt til í eigu sinni nema snúð einn úr gulli á snældu kerlingar. Skammt frá kotinu var hóll einn mikill. Það var trú manna að þar byggi huldumaður sá sem kallaður var Kiðhús og þótti nokkur viðsjáls- gripur. Guðrún Hannesdóttir hefur sent frá sér bækur sem unnið hafa til viðurkenninga. Þá hefur hún samið og myndskreytt Söguna um skess- una sem leiddist og gert myndir við Risann og skyrfjallið sem hlaut ís- lensku barnabókaverðlaunin 1996. Útgefandi er Bókaútgáfan For- Nýjar bækur lagið. Bókin er 29 bls., prentuð í Norhaven, Danmörku. Verð: 1.680 kr. • ÚR málmi er kver um högg- myndir Arnar Þorsteinssonar með texta á íslensku og ensku eftir Aðalstein Ingólfsson og ljósmyndum eftir Guðmund Ingólfsson. I kynningu segir að kverið sé gefið út í tengsl- um við sýningu á verkum eftir Örn í Listasafni Sig- urjóns Olafssonar sem safnið bauð til fyrr á þessu ári. Orn Þorsteinsson í texta segir m.a. um list Arnar Þorsteinssonar: „Öll formgerð hans er lífræn og þrungin frjómagni og stöðugri endurnýjun og umbreyt- ingum undirorpin." Útgefandi er Örn Þorsteinsson. Bókin er 47 bls., prentuð í prent- smiðjuni Viðey ehf. Hönnun og myndvinnsla: Magnús V. Guðlaugs- son. Verð. 1.200 kr. • ENGIN venjuleg Valdfs er eftir Bergljótu Hreinsdóttur. í kynningu segir: „Valdís er fimm ára og yngst í stórum systk- inahópi. Hún er hugmyndarík og tekur þátt í að upplýsa dularfullt sakamál ásamt Matthíasi, besta vini sínum. Oftast er líf og fjör en sorg- in kemur líka við sögu.“ Útgefandi er Mál og menning. Arna Valsdóttir myndskreytti sög- una. Bókin er 166 bls., prentuð hjá Grafík. Verð: 1.880 kr. SIRKUS Marína er í heimsókn á Islandi og þar er Leópold aðalljón stóra stjarnan. Leópold leiðist hins vegar óskaplega og vill sleppa út og það tekst hon- um á ævintýra- legan hátt. Hann flakkar síðan um Reykjavík og hrellir borgarbúa, ekki hvað síst lög- regluna og vík- ingasveitina sem kunna auðvitað ekki að bregðast við ljóni - og þar að auki ljóni sem er svo dýrmætt að ekki má skjóta það. Leópold gæðir sér á 257 hamborgur- um á veitingastað nálægt Laugar- dalnum og af Geirsnefínu gabba nokki'ir selii’ hann í sjóinn. Hann lendir næst í Viðey og þar á hann mjög skemmtileg samskipti bæði við menn og álfa. Kallað er á Landhelg- isgæsluna en allt kemur fyrir ekki. Ekki tekst að góma Leópold. En það er svo kænska dýranna í Húsdýrag- arðinum sem leysa þetta óvenjulega vandamál. Sagan um Leópold aðalljón er óvenjuleg Reykjavíkursaga þar sem við sögu koma bæði sýnilegir og ósýnilegir borgarbúar, menn og mál- leysingjar. Hún er bundin réttum staðháttum, borgarstjórinn er kona og vandamálið er rætt á borgar- stjórnarfundi þar sem sitt sýnist hverjum. Farsíminn er óspart notað- ur og allar stofnanir sem eiga að ráða við mikinn og aðsteðjandi voða eru kallaðar til en vandamálið er of óvenjulegt til að hægt sé að ráða bót á því með þeim aðferðum sem nútímasamfélag hefur upp á að bjóða. Textinn er léttur og skemmtilegur og sagan öll fyndin og ofurýkt lýsing á því sem gæti gerst ef ljón slyppi út úr búri í Reykjavík. Myndirnar eru ■ vel dregnar og fýlusvipurinn á ljón- inu fer ekki framhjá neinum. Það þarf engum að leiðast lesturinn á þessari bók. Sigrún Klara Hannesdóttir Þeir sem vilja ná hærra og lengra taka fkugið Beint fraktflug til/frá Köln Flugleiða til og frá Köln í Þýskalandi 6 sinnum í viku er hagkvæmasta og árangursríkasta leiðin fyrir þá sem vilja fullnægja kröfum nútímans um skjót viðbrögð og hraða í vöruflutningum milli íslands og meginlands Evrópu FLUGLEIÐIR F R A K T

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.