Morgunblaðið - 01.12.1998, Qupperneq 38

Morgunblaðið - 01.12.1998, Qupperneq 38
38 ÞRIÐJUDAGUR 1. DESEMBER 1998 MORGUNB LAÐIÐ LISTIR Nýtt Andvökuúrval BÆKUR Ljóð ANDVÖKUR Nýtt úrval. Stephan G. Stephansson. Finnbogi Guðmundsson valdi. Bókaútgáfan Skjaldborg, Reykjavík 1998, 313 bls. MÉR er minnisstætt þegar ég sveinsstauli í þriðja bekk Mennta- skólans á Akureyri varð fyrir þeim upplifun að íslenskukennarinn las upp kvæði eftir Stephan G. Stephansson. Það voru fyrstu kynni mín af skáldinu. Pyrsta verk mitt á eftir var að kaupa nýlega útkomið Úrval úr Andvökum og láta binda það í fallegt skinnband. Sú bók hef- ur fylgt mér síðan í rúmlega hálfa öld og veitt ómældar gleði- stundir. Umfjöllun Sig- urðar Nordals í upphafi bókar var einnig mikil opinberun. Hygg ég að margir jafnaldrar mínir geti undir þetta tekið. Úi"val Sigurðar Nor- dals geymdi aðeins brot af skáldskap Stephans G. Það var á fjórða hundrað blaðsíður, en And- vökuútgáfan gamla í sex bindum var um 1.800 blaðsíður. Að sjálfsögðu voru öll hin miklu og stórbrotnustu kvæði Stephans í Úrvalinu, en margs hlaut maður vitaskuld að sakna. Það var því ekki að ófyrirsynju að út yrði gefið nýtt úrval. Og þökk sé Finn- boga Guðmundssyni fyrir að hafa unnið það verk. Þetta nýja Úrval er hrein viðbót, því þar er ekkert sem er að finna í gamla Úrvalinu. í upphafi bókar hefur Finnbogi, auk formálsorða um tilhögun útgáf- unnar, birt ritgerð eftir sig, „Fel ei lýsigullið góða“. Samantekt úr ljóð- um og bréfum Stephans G. Steph- anssonar. Sú ritgerð birtist áður í Andvai’a 1982 og er vissulega góður bókarauki. Kvæðum og vísum Stephans G. er síðan raðað eftir því sem gert var í Andvökuútgáfu Þorkels Jóhannes- sonai-. Ná þau yfir megnið af skál- skaparferli hans, frá 1891-1927. Ymsar athugasemdir og skýringar við kvæði sín, eins og þau voru birt í gömlu Andvökum, hafði Stephan sjálfur gert og skrifað inn í Andvökueintak, sem hann gaf vini sín- um, Baldri Sveinssyni. Þær koma nú hér á eftir því kvæði sem við er átt. Þá hefur og safnandi prentað kafla úr sendi- bréfi Stephans til út- skýringar á einu kvæði. Þetta Úrval er ófull- nægjandi íyrir þann sem ekkert þekkir til skáldskapar Stephans G. Stephanssonar. Hann fær varla rétta mynd af hinum stórbrotna skáld- skap hans. En á sama hátt má segja að gamla Úrvalið sé einnig ófull- nægjandi eitt sér. Þar vantar vissa drætti sem þurfa að vera með svo heildarsýn fáist. Hér er t.a.m. margt eftirmæla eftir látna vini og sam- ferðamenn og ýmsar ljóðakveðjur til vina hans. Nú er það raunar oft svo að eftirmælakveðskapur er tíðum lít- ilsigldur, klisjur um eilíf líf, guðdóm- inn, sæluvistina og endurfundi hin- ummegin. Eftirmæli Stephans G. skera sig úr obbanum af eftirmæla- kveðskap að því leyti að öllu þessu er sleppt. Éftirmæli hans eni raunsönn kveðju- og saknaðarorð, einatt þrungin af mannviti og hlýju. Þessi sama viska og hlýja mannúð kemur og vel fram í vinarkveðjum hans mörgum. Því er það að vilji maður kynnast hinum einlæga mannvini Stephani G. Stephanssyni þarf að lesa þetta Úrval. Ég hafði raunar alls ekki ætlað mér að gera neina úttekt á skáld- skap Stephans G. Stephanssonar. Til þess eru aðrir kallaðir. Þó get ég ekki stillt mig um í lokin að hnýta svolitlu við. Glæsileiki Stephans G. Stephanssonar sem skálds er sér- stakur. Sumum hefur þótt hann stirðkvæður og torskilinn, samanber yrkir myrkt og stundum stirt Stephan G. í Kringlunne. Þetta hefur mér alltaf þótt skrítið. Stephan er hvorki torskilinn né myrkur. Glæsileikinn er nátengdur því sem sumir hafa kallað stirðleika. Það er hin harða og hreina fegurð Vatnsskarðs- og Mjódalsheiðahrjóst- urs, sem hann alla tíð bar með sér. Þannig finnst mér glæsileiki yfir þessu erindi, sem raunar er úr eftir- mælum Og það er sem hilli upp holgrafmn reit þar haustkólgan rís yfir útkjálkasveit mænd skýkumlum rokstorma-raufa. Og umhleypingsbylurinn áttavilt blæs um almannafæri og skjólveggi bæs og reikar með líkíylgdum laufa. Skiptir mig þá litlu eignarfallið „bæs“. Lengra vil ég ekki hætta mér í þessa umræðu. Þetta Andvökuúrval er á allan hátt gert af hinni mestu prýði. Og ég þakka Finnboga Guðmundssyni fyinr hið ágæta framtak hans. Hið nýja Úrval mun nú taka sér sæti við hlið þess gamla og er gott að geta gripið til þeirra beggja þegar samvista þarf við Stephan G. Stephansson Sigurjón Björnsson Stephan G. Stephansson Kínverskur kvenskörungur KVIKIVIWBIB Bfúborg in, Kringlubíó, Sam- bfóin, Álfabakka MULAN iHrk'k Leikstjórar Tony Bancroft, Barry Cook. Handritshöfundur Robert D. Dan Souci. Tónskáld Jerry Goldsmith og Matthew Wilder (iög). Teiknimynd. Aðalraddir Ming-Na Wen, Eddie Murphy, Lea Salonga, Harry Fierstein, Donny Osmond, B.D. Wong. 88 mín. Bandarísk. Walt Disney 1998. EFTIR skrykkjótt gengi er teiknimyndagerð Walt Disney komin á ný á beinu braut- ina.Mulan er prýdd flestum þeirra bestu auðkennum: teikn- ingarnar snjallar, persónurnar fjölskrúðugar, mátuleg blanda af hetjum og skúrkum, auk hins ómissandi sprelligosa, sem að þessu sinni er Mushu, hálf- mislukkaður dreki sem reytir af sér brandarana. Dans- og söngvaatriðin á sínum stað, þar sem aukapersónurnar eru ýmist eiturhressar eða niðurlútar, allt eftir gengi söguhetjunnar. Vissulega klisjukennd verk- smiðjuvinna, en hún lukkast vel. Mulan er byggð á fornu sögu- ljóði, kínversku (eftir því sem ég best veit), um stúlkuna Mulan, sem tekur að sér að verja heiður ættarinnar er landsmenn fara í stríð við óvinveitta mongóla. Ættarhöfðinginn, faðir hennar, er kominn að fótum fram og ekki til stórræðanna. Til að bjarga ættinni klæðist Mulan litla karlmannsklæðum, gyrðir sig eggvopnum og verður þjóð- hetja að vonum. Þá kemst upp um kynferðið, en Mulan er sann- kallaður kvenskörungur og klár- ar dæmið. Ekki margbrotin saga en vel útfærð, frásögnin lifandi og skemmtileg, fyrir utan vand- ræðalegt söngatriði. Lögin era ekki jafn grípandi og oft áður, en tónlistin hans Jerrys Goldsmith einkar áheyrileg með sínu austræna ívafi. Að þessu sinni kaus ég að sjá frumútgáf- una með upprunalegum, banda- rískum röddum. Ekki síst sök- um þess að mikið hefur verið lát- ið af túlkun sprelligosans Eddies Murphy í hlutverki gleðigjafans Mushu. Sem stelur senunni, líkt og hans er von og vísa. Annars eru raddirnar allar óaðfinnan- legar, við öðru er ekki að búast úr herbúðum Disney. Margir, gamlir og góðir kunningjar koma við sögu, einsog Harvey Fierstein, Donny Osmond, Miguel Ferrer, Pat Morita og James Shigeta, gamla Broadwa- ystjaman. Ming-Na Wen raddar titilpersónuna með miklum ágætum. í það heila tekið frá- bær fjölskylduskemmtun, sú besta frá Disney síðan þeir sendu frá sér Konung Ijónanna. Aukinheldur laglegt innlegg í kvenréttindabaráttuna. Það kemur vel á vondan því óvíða er hún jafn skammt á veg komin og í fjölmennasta ríki veraldar. Sæbjörn Valdimarsson Nýjar bækur • ARNI Magnússon - ævisaga er eftir Má Jónsson sagnfræðing. I kynningu segir að fáir menn hafi öðlast þvílík- an sess í ís- lenskri þjóðarvit- und sem Ai-ni Magnússon, handritasafnar- inn mikli sem bjargaði ómetan- legum þjóðarger- semum og lagði Már grunninn að end- Jónsson urreisn íslenskr- ar menningar. I ævisögunni leitar Már Jónsson svara við ýmsum spumingum. I bókinni kynnist lesandinn mannin- um sjálfum, bakgrunni hans og störfum sem einkenndust af ótrú- legri eljusemi og ber þar hæst gerð hinnar miklu jarðarbókar hans og Páls Vídalíns. Skyggnst er á bak við hin miklu málaferli sem Arni átti í við Magnús í Bræðratungu sem fræg eru úr Islandsklukku Halldórs Laxness, leitað er svai-a við spurn- ingum um eðli sambands Arna við Þórdísi konu Magnúsar sem var fyr- irmyndin að Snæfríði Islandssól - lýst er skapmanninum Áma, stjóm- málastarfi hans og háskólarefjum. Már Jónsson er fæddur árið 1959. Auk sagnfræðináms hér heima lærði hann í Björgvin og París. Hann lauk doktorsprófi í sagnfræði frá Háskóla íslands árið 1993 og fjallaði ritgerð hans um blóðskömm á íslandi 1270-1870. . Hann er nú lektor í sagnfræði við Háskóla íslands. Útgefandi er Mál og menning. Bókin er 400 bls., unnin í Prent- smiðjunni Odda hf. Kápuna gerði Birgir Andrésson. Verð: 4.480 kr. • VAFAMÁL - Ritgerðir um stjórnmdlaheimspeki og skyld efni er eftir Atla Harðarson. Þetta er 5. ritið í ritröðinni Islenzk heimspeki. Vafamál fjallar um ýmis álitamál í stjórnmálaheimspeki Vestur- landa. Höfundur ræðir og skýrir grundvallaratriði í stjómmála- hugsun eldri spekinga, m.a. afstöðu Platons til lýðræðis, ójafnaðarstefnu Aristótelesar, hugmyndir Hobbes um sam- félagssáttmál- ann, skoðanir Lockes á hlutverki ríkisvaldsins og viðhorf Hegels til sambands gildis- mats og ríkis. Atli Harðarson (f. 1960) nam heimspeki við Háskóla Islands og stundaði framhaldsnám við Brown- háskóla í Bandaríkjunum. Hann hefur áður sent frá sér bókina Afarkosti (1995). Útgefandi er Hið íslenska bók- menntafélag. Ritstjóri ritraðarinn- ar Islenzk heimspeki er Gunnar Harðarson. • PERLUR ískáldskap Laxness hefur að geyma á annað þúsund til- vitnanir í verk Nóbelsskáldsins og er þeim skipt niður í um eitt hundrað efnis- flokka. Kristján Jóhann Jónsson, Símon Jón Jó- hannsson og Val- gerður Bene- diktsdóttir völdu tilvitnanir í bók- ina. I kynningu segir að í bókinni megi finna snjall- yrði Halldórs Laxness um ást og ótta, konur og karla, glæp og refs- ingu, frelsi og sjálfstæði, skáld og skáldskap, svo fátt eitt sé nefnt. Tilvitnanimar spanna vítt svið og sýna vel hversu ólík viðhorf rúmast í verkum skáldsins. Útgefandi er Vaka-Helga- fell. Bókin er er 396 bls. Ragn- ar Helgi Olafsson hannaði bókar- kápu og útlit, Oddi hf. prent- aði bókina. Verð 4.860 kr. Merkisár sögunnar BÆKUR Sagnfræði MINNISPUNKTAR í MANNKYNSSÖGU Atburðir og ártöl frá öndverðu til okkar daga eftir Jón R. Hjálmarsson. 68 bls. Utg. Mál og mynd. Prentun: Viðey ehf. 1998. JÓN R. Hjálmarsson er höfundur margra bóka, flestra um íslensk efni en nokkurra einnig um almenna sögu. í þessari síðustu bók sinni tekur hann saman sögulegt yfirlit sem hann byggir mest- megnis á ártölum. En ártölin eru kennileitin í sögunni eins og fjöllin í landslaginu. Sá sem enginn þekk- ir ártölin! Sá telst varla kunna mikið í sögu eða hvað? En ártölin eru ekki varanleg fremur en annað í heimi hér. Sagan er alltaf í endur- skoðun. Auk þess sem hún er einatt að lengj- ast! Tiðarandinn breyt- ist. Áhersla sú, sem lögð er á ártal, kann því að vera bæði stað- og tímabundin. Vestur- Jón R. Hjálmarsson landabúar horfa til Grikkja og Róm- verja. í sögu hinna fyrrnefndu stað- næmumst við íslendingar gjarnan við árið 330 fyrir Krist: »Pyþeas siglir til Thúle (íslands?),« eins og stendur í bókinni. Pyþeas, sem kenndur var við nýlenduborgina Massilíu - eða Marseille - sagðist hafa komið til lands, langt í norðri, þar sem sól skini um nætur. Það þótti Grikkjum í meira lagi ótrúlegt! En við vitum betur hér og nú. Landið gat hafa verið ísland. Úr því fæst þó seint skorið úr þessu. Að setja kaflaskipti við ártöl er fyrst og fremst til fræðilegrar hag- ræðingar. Fornöld er til að mynda talið ljúka 476. Samt gat það nú varla talist mikið né merkilegt sem gerðist það árið. Ein yfirlýsing! Odovakar málaliðsforingi gerist konungur á Ítalíu, rekur síðasta keisarann frá völdum og lýsir því yfir að Vest-Rómverska ríkið sé lið- ið undir lok. Að saga Rómaveldis, voldugasta ríkis allra tíma, væri öll! Úr því sem komið var sætti það engum tíðindum. Dagar þess voru taldir hvort eð var. En þáttaskilin með fimmtu öldinni urðu fleiri og afdrifaríkari. Latínan leið endan- lega undir lok sem lifandi mál. Við tóku þjóðtungur þær sem af henni spruttu og enn eru talaðar. Kristnin breiddist út, allt til írlands og Skotlands. Þjóðflutn- ingamir hófust fyrir alvöru með útrás Germana. Húnar birt- ust skyndilega og hurfu jafnskyndilega. Ritöld fornaldar var endanlega lokið. Latín- an varð eftir sem áður ritmál lærðra og helgi- mál kirkjunnar. En al- menningur skildi ekki lengur það mál. Þjóð- ríkin brotnuðu niður í smáeiningar. Sagnaritun var í lág- marki næstu aldirnar. í þeim skiln- ingi er réttlætanlegt að tala um hin- ar myrku miðaldir. Hitt er valtara að fullyrða að menningunni hafi beinlínis hnignað. En jafnvægið hafði raskast. Hið skapandi fram- kvæði færðist smásaman norður eftir álfunni. Árið þúsund eru miðaldir rösk- lega hálfnaðar. Leifur Eiríksson siglir til Ameríku. En það stór- merka afrek olli engum straum- hvörfum og átti sér ekkert fram- hald; aðeins endalok - endalok vík- ingaaldar á Norðurlöndum og því er það hvergi skráð á spjöld sögunnar -nema Islandssögunnar! Jón R. Hjálmarsson hefur í annarri bók velt því fyinr sér hvernig nú væri umhorfs í löndum Norður-Ameríku ef íslendingar og aðrir Norður- landabúar hefðu tekið að streyma þangað og lagt undir sig nýja heim- inn þegar eftir landafundi Leifs heppna. Á dögum Columbusar hafði þungamiðjan í Evrópu aftur færst suður á bóginn. Sem landkönnuður var Columbus engu fremri víking- unum. En sigling hans til Ameríku 1492 breytti heimsmyndinni. Þess vegna kom sagnfræðingum saman um að hafa þar kaflaskil. Þar með er talið að miðöldum ljúki. Vilhjálmur Stefánsson hélt því fram í bókinni Ultima Thule, að Col- umbus hefði áður komið til íslands og frétt hér af Ameríkusiglingum íslendinga. En því miður átti það ekki fyrir Ameríkumönnum að liggja að tala mál Leifs heppna. Spænsk tunga varð ríkjandi í allri Mið- og Suður-Ameríku nema í Brasilíu. Ibúar Portúgals eru nú kringum tíu milljónir. Brasilíu- menn, sem tala sömu tungu, eru hins vegar orðnir hundrað og fimm- tíu milljónir og fer stöðugt fjölg- andi. Þannig hafa tungumál þau, sem af latínunni eru komin, haldið áfram að breiðast út um heims- byggðina. Þetta greinargóða yfirlit Jóns R. Hjálmarssonar hefst á forsöguleg- um tíma en nær síðan allt til sam- tíma, nánar til tekið til ársins í fyrra. En í inngangi minnir höfund- ur á hversu afstætt tímahugtakið í raun og veru sé. Síst skyldi það í efa dregið. Tíminn er blekking. En sag- an er staðreynd. Hún er það sem hefur gerst og ekki verður aftur tekið. Hætti maðurinn að læra af sögunni stendur hann aftur á byi'j- unaraeit. Erlendur Jónsson
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.